Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 5. MARS 1994 15 Skíðaganga karla "X '-CSfcC Nú að loknum vetrarólympíu- leikunum í Lillehammer er ég upp- fullur af áhuga á vetraríþróttum. Það er ekki nóg með að ég hafi áhugann heldur sýni ég hann í verki. Það er meira en segja má um marga félaga mína sem eru áhuga- menn um knattspymu en ná aldrei lengra í iðkun en hggja í sófanum og horfa á leiki í ensku deilda- keppninni. Eftir frammistöðu landa minna í Noregi hefur meira að segja hvarfl- að að mér að hefja skíðaæfingar og keppa fyrir hönd þjóðar minnar á næstu leikum. Þeir verða í Japan, ef ég man rétt. Ég hugsa með sjálf- um mér að ég geti ekki síður staðið mig en þeir sem keppt hafa á skíð- um á ólympíuleikum fyrir mína hönd og þjóðarinnar. Æskilegast væri auðvitað að komast á keppnis- stað en fá ekki að taka þátt þar sem sannað þætti að ég væri ekki meðal 500 bestu skíðamanna heims. Það veit ég að auðvelt verður að sanna. Fararstjórahæfi- leikar Fái ég ekki að taka þátt sem kepp- andi gæti ég hugsað mér að verða fararstjóri. Það kom nefnilega í ljós um síðustu helgi að ég hef góða fararstjórahæfiieika. Síðasta dag vetrarólympíuleikanna gerði góð- viðri hérlendis. Á öllum útvarps- stöðvum mæltu þuhr mjög með skíðaiðkan í Bláfiöhum, Skálafelli og á Hengilssvæðinu. Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar og gróf upp gönguskíðin góðu sem ég keypti á útsölu fyrir nokkrum misserum. Ég viðurkenni að ég hef ekki not- aö þau sem skyldi. Þó hef ég oftar en einu sinni spennt á mig prikin og gengið í Fossvogsdalnum. Þar er hætta htil fyrir byijendur. Tvisvar hef ég einnig farið með skíðin í Bláfiöll en minna varð úr göngu en ætlað var vegna þess hve skyggni var htið. Ég þoröi ekki að sleppa skíðaskálanum úr augsýn, minnugur sagna um menn á Blá- fiahasvæðinu sem týndust og fund- ust aldrei eða komu fram viðs veg- ar á Suðurlandi nokkrum dögum síðar. í þessari laugardagsblíðu var þó lítil hætta á aö vihast. Ég stakk því skiðunum inn í bíl og fann til skíða- skóna sem ég keypti líka á útsöl- unni góðu um árið. Konan, sem er á bandi Egils á Seljavöhum, tók fram flatkökur og hangikjöt ef við yrðum svöng í fiahaloftinu. Fyrir utan gönguæfingar mínar átti fiög- urra ára dóttir okkar að prófa nýju skíðin sem við gáfum henni í jóla- gjöf. Hún var því full tílhlökkunar, ekki síður en göngugarpurinn, fað- ir hennar. Síðan brunuðum við í fiölhn á okkar fiaUabíl. Þegar þangað kom var glatt á hjaUa, fiölmenni og veðrið eins og maður sér á auglýs- ingamyndum frá skíðasvæðum í Sviss og Austurríki. Móðirin setti dóttur sína í nýju skíðaskóna og bað mig að rétta sér jólaskíðin þar sem ég stóð aftan við fiaUabílinn. „Hvar eru þau?“ spurði ég saklaus eins og engUl. „Þar sem þú settir þau,“ sagði konan með ískaldri ró. „Ég náði bara í mín skíði," sagði ég og var enn sakleysið uppmálað. Ég var þó smám saman að átta mig á stöðunni og leið, að ég held, svip- að og forystumanni skíðahreyfing- arinnar sem kominn er á ólympíu- leika með sína menn en uppgötvar að hann hefur gleymt skíðunum heima. Á þessari tilfmningu er tíl- gáta mín um fararstjórahæfileika mína byggð. Hlutverk karla Konan var svo hissa að fyrst í stað mátti hún ei mæla. Síðan sagði hún mér að ég, hkt og flestir kyn- bræður mínir, hefði tíltölulega htið hlutverk í lífinu en lágmark væri þó að ég gæti borið af sjálfsdáðum tvenn skiði út í bíl. Ég reyndi ekki að verja hið sterka kyn en bauðst til að skreppa í bæinn eftir skíðun- um. Það var afþakkað. Ástandið batnaði svolítið þegar við höfðum fengið okkur flatkök- urnar og hangikjötið en gönguskíð- in lét ég óhreyfð í bílnum. Við fór- um fytr heim en ætlað hafði verið. Undarleg tortryggni En ekki var öll nótt úti. Næsta dag var nefnilega sama blíðviðrið. Við ákváðum því að endurtaka leikinn. Nú sá betri helmingurinn tíl þess að ég setti skíði bamsins út í bU. Hún var sérkennilega tor- tryggin á undirbúning minn. Ég lét það ekki á mig fá og kallaði mína menn í fiaUabíhnn og ók af stað. Sem sannur Kópavogsbúi fór ég að Breiðabliksskálanum í Bláfiöh- um. Allur búnaður var nú með og menn því kátir og glaðir. Móðir og barn fóm að æfa sig í brekku við bamalyftuna en ég spennti á mig gönguskíðin og hélt til fialla. Veðrið var frábært og skyggni ótakmark- að þannig að engin hætta var á að ég týndist. Þaö var fagnaðarefni því ég get ekki hugsað mér að láta björgunarsveitir leita að mér og þurfa svo að svara fyrir gerðir min- ar fyrir framan suðandi myndavél- ar. Kappsamur göngu- maður Það var harðfenni og mér miðaði strax vel. Göngubrautin var nokk- uð á fótinn. Fjöldi manna gekk Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri sömu braut og ég, enda höfðu Blá- fiaUastarfsmenn troðið þessa fínu tvöfóldu göngubraut. Það átti eftir að koma sér vel að hafa vinstri „ak- rein“ því svo var ég kappsamur við gönguna að ég tók fram úr fiölda fólks. Mest var það að vísu fullorð- ið fólk eða foreldrar sem drógu börn sín á sleðum eða þotum. Ég ætlaði raunar að fara stuttan hring, svona í fyrsta skipti, en keppnisskapið sagði tU sín. Eg hitn- aði vel á göngunni en blés vart úr nös. Þaö kom mér líka á óvart því leikfimi hef ég ekki stundað að gagni síðan í Réttó í gamla daga. í brekku þar sem margið áðu sá ég merki um að ég hefði gengið hálfan þriðja kílómetra. Þetta var per- sónulegt met. Ég þaut fram hjá áningarstaðnum. Leit raunar frem- ur niður á þá sem hvíldu eftir svo stuttan spöl. Það er að vísu ofmælt að ég hafi þotið. Þetta var heldur á fótinn og ég sá að ég hafði verið hálftíma að ná þessu marki. Hrað- inn á mér var því ekki méiri en á fótgangandi manni. Litið yfir Suðurland Langt fram undan mátti greina tvo hóla sem virtust standa hæst í landslaginu. Ég ákvað að taka stefnuna þangað þótt freistandi væri aö svindla og fara yfir á göngubraut sem lá til baka. Ég stóðst freistinguna. Nokkur hundr- uð metra fyrir framan mig sá ég rauöklæddan skíðamann. Ég ákvað að verða á undan honum að hólun- um. Ég færði mig yfir á vinstri braut og skíöaði ákaflega. Hjón, sem á undan mér voru, líktust helst stöðum hestum þegar ég geystist fram úr. í miöri brekkunni náði ég rauðklædda skíðamanninum. Ég sá, mér til nokkurrar hrellingar, að þetta var ekki keppnismaður á skíðum heldur kona á efri árum. Ég skildi hana eftir í brekkunni. Við hólana var hópur af fólki sem sat og naut útsýnis. Það var að sönnu stórfenglegt. Ég sá yfir Suð- urland, niður til Þorlákshafnar og gott ef Hekla gamla birtist ekki þarna í allri sinni dýrð. Sumir drukku kakó og borðuðu brauð. Flestir voru með bakpoka með ein- hverju góðgæti í ogþeir náttúruleg- ustu nöguðu epli. Eg var ekki með neitt enda vissi ég ekki að þessi hringur væri svo langur að menn nestuðu sig fyrir gönguna. Hallar undan fæti Ég stoppaði stutt. Ég kærði mig ekki um að þeir sem ég tók fram úr í brekkunni kæmust fram fyrir mig á ný. En nú versnaði í því. Það fór að halla undan fæti. Ég var tiltölu- lega öruggur með mig upp í móti en kupni lítt að renna mér niður brekkur á gönguskíðum. Það vant- ar alla stálkanta á þessi prik og ég viðurkenni að ég hafði litla stjórn á hlutunum á niðurleið. Sérstak- lega var ein brekkan erfið. Ég reyndi að fara út úr brautinni og setti mig í svigstellingar. Ég var aldrei sterkur í svigi á svigskíöum og því síður á gönguskíðum. Neðst í brekkunni lét ég mig þó vaða og lifði það af. Nokkru síðar heyrði ég þyt nokk- um og um leið skaust fram úr mér skíöamaður sem skautaði á skíðun- um. Þessa tækni ræð ég ekki við og það varð til þess að skautamann- inn missti ég langt fram úr mér. Ég fór að efast um að ég kæmist til Japans sem fulltrúi þjóðar minnar og stytti mér leið, svindlaði og fór ekki allan hringinn. Það var kannski eins gott því ég rann skeið- ið á hvorki meira né minna en þremur tímum. Konan var orðin undrandi á fiar- vistinni og taldi víst að kalla yrði út björgunarsveitir til aö finna kappann. Aö auki var göngugarp- urinn með bíllyklana í vasanum þannig að aðrir gátu ekki einu sinni stytt sér biðina með því aö raða í sig landbúnaðarafurðum. Konan varð því að kaupa prinspóló enda flokkast það víst undir landbúnað- arafurðir samkvæmt síðustu skil- greiningu. Vantrúuð kona Ég sagði konunni að ég hefði tek- ið þátt í skíðagöngu karla með frjálsri aðferð. Ég var ekki viss hvort ég hefði gengið 18 eöa 30 kíló- metra en kaffi hefði ég þegið hjá bæjarstjóranum í Þorlákshöfn. Hún trúði mér ekki. Þegar í bæinn kom spurði ég skíðagarp hvursu langur þessi Blá- fiallahringur væri. Hann sagði mér að hann væri 10 kílómetrar, fyrir utan það að ég stytti mér leið. Ég hef því ekki treyst mér til að reikna út meðalhraða minn þessa þrjá tíma. Ég óttast samt að hann dugi ekki til þess að ná ólympíulág- marki. Ég verð víst aö sætta mig viö það að enda sem fararstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.