Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 5. MARS 1994 Dagur í lífl Salvarar Nordal, framkvæmdastjóra íslenska dansflokksins: Frumsýning undirbúin Mánudagur. Það er erfitt að vakna og ég dreg það eins lengi og ég get. Ekki ætlar þaö að eldast af mér að eiga erfitt með að vakna á morgnana og vera lengi að komast í gang. En ég læt mig að lokum hafa það og drattast á fætur þegar klukkan er farin að halla ískyggi- lega í níu. Ég var búin að missa að mestu leyti af uppáhaldsútvarps- þætti mínum sem er morgunút- varpið á rás 1. Þar fara saman ffétt- ir og menningarefni í bland við ein- söngslög og kórlög. Yndisleg músík til aö vakna við. En ég var að verða of sein og sleppti því helmingnum af morgunverkunum, þar á meðal að fara í heitt og gott bað. Ég gríp með mér morgunmatinn, sem eru ávextir, appelsína og ban- ani í þetta skiptið, en þessi morgun- matur eru leifarnar af þátttöku minni í Fit for Life kúmum. Ég fer að einhverju leyti eftir honum yfir daginn en ávextir á morgnana er það eina sem ég sleppi örugglega ekki. Svo tek ég með mér nýtt heimabakað brauð í nesti yfir dag- inn. Á leiðinni í vinnuna kom ég við í Prentsmiðju Áma Vald., sem er að vinna prógrammið fyrir dans- flokkinn, en vinnan er langt komin. Það er alltaf notalegt að koma inn í prentsmiðju og heyra í vélunum og finna prentsvertuilminn. Ég var komin inn á skrifstofu í Engjateigi rétt fyrir hálftíu og brátt er dagurinn kominn í sinn venju- lega farveg. Sími, skriftir og skipu- lag er það sem einkennir næstu klukkustundur. Flokkurinn er á æfingum í Þjóðleikhúsinu svo aö umhverfið er óvenjurólegt þó sím- inn stoppi varla. Þegar komið var fram að hádegi gekk ég frá póstin- um og dreif mig svo niður í leikhús. Fyrsti Vörðufélaginn Á leiðinni niður í bæ kom ég við á nokkmm stöðum. Þar á meðal í Salvör Nordal framkvæmdastjóri fylgist með æfingu hjá íslenska dansflokknum. DV-mynd Landsbankanum til að hitta þjón- ustufulltrúann minn. Ég er nefni- lega svo langt komin í bankaheim- inum að vera komin með þjónustu- fulltrúa í aðalbankanum. Ég fékk bréf frá bankanum mínum um dag- inn þar sem mér var boðið að ganga í Vörðuna sem á að koma skikki á mín fjármál. Ég sá mína sæng upp- reidda og dreif mig í bankann enda fjármálin komin í steik. Þegar ég sagði foður mínum frá þessum nýja súperkosti var hann ekki eins sannfærður og sagðist ekki vera hlynntur aðferðum sem auðveld- uðu fólki að eyða. Ég brosti hins vegar mínu blíðasta og sagði að þetta ætti að auðvelda mér að borga skuldimar mínar. Þrátt fyrir sann- færingarkraft minn var ég ekki viss um að honum þætti uppátækið með öllu til fyrirmyndar. En sem sagt. Ég var sú fyrsta sem gekk í Vörðuna. Og ég geng stolt út úr bankanum - Vöröufélagi númer eitt. Fylgst meó æfíngu Og leiöin lá upp í leikhús. Æfing- in hjá flokknum var hafin. Eg sinnti ýmsum erindum og horfði svo á æfingu á tveimur verkum eftir þær Auði og Maríu. Sýningin er öll að taka á sig endanlega mynd. Hún er fjölbreytt og skemmtileg, verður falleg fyrir augað á sviði. Ég held að við getum öll verið ánægð með útkomuna. En ég varð að halda ferö minni áfram. Ég kom aftur við inni í prentsmiðju á leið upp á skrifstofu en þangað var ég komin um hálfþijú. Ég sinnti skila- boðum og ýmsum erindum. Fyrr en varði var klukkan orðin sex og ég fór að spá í hvort ég ætti aö drífa mig í sund þar sem ég hafði tekið sunddótið með. En veðrið hafði versnaö og; æ - verð ég ekki bara að fara á morgun? Nú, en eitthvað varö ég að borða, ekkert til heima nema pasta svo ég ákvaö að fara á hótel mömmu á leiðinni heim. ímattil mömmu Þangað var ég komin um hálfsjö. Foreldrar mínir voru á leið út en ég reif í mig kalda afganga beint úr ísskápnum. Sem betur fer horfði énginn á mig slafra þessu í mig. Ég hafði það þó af að ná í gaffal og hámaði í mig beint úr skáhnni. Alltaf góður matur hjá mömmu. Ég hugsa oft til foreldranna þegar ég kem í mýflugumynd svona í kringum kvöldmatarleytið - aUt með ráðum gert - ríf í mig mat, rífst og skammast og er svo rokin. Að vísu er ég ósköp róleg í þetta skipti enda með lítinn frænda minn á öxlinni og reyni að róa hann á meðan ég stoppa. Svo fæ ég nokkr- ar ómetanlegar ráðleggingar hjá móður minni og systur vegna frumsýningarveislu sem ég ætla að halda um helgina. En mér var ekki til setunnar boðið, kóræfing klukk- an átta. Ég kom við heima, reif upp póstinn og fór svo af stað aftur á kóræfingu hjá Fílharmóníu. Þar erum við að æfa Requiem eftir Mozart og æfingin er til hálfellefu. Langur dagur var að kvöldi kom- inn. Ég þurfti að skipuleggja dálítið morgundaginn. Síðan kláraöi ég Mávinn eftir Tjekof áður en ég fór að sofa en leikritiö heillaði mig mikið. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós aö á mynd- inni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Rummikub-spihð, eitt vinsælasta fjölskylduspil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyghsgáfu og þjálfar huga- reikning. 2. verðlaun: Fimm Úrvalsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumu- hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækumar em gefnar út af Fijálsri fjölmiölun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 246 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavik Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð fertugustu og fimmtu get- raun reyndust vera: 1. Olgeir Jón Jónsson, Þverholti 1, 230 Keflavík. 2. Kristín Þórðardóttir, Iðjumörk 1, 810 Hveragerði. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.