Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTÚDÁGUR 11. MARS 1994 Fréttir DV Þórður Jóhann Eyþórsson dæmdur í Hæstarétti: Tveggja manna bani í 20 ára fangelsi Hæstiréttur kvað í gær upp sögu- legan dóm með því að dæma Þórö Jóhann Eyþórsson til 20 ára fangelsis- vistar. Hefur Hæstiréttur aldrei áður kveðið upp svo langan fangelsisdóm. Þar með stytti rétturinn dóm Héraðs- dóms Reykjavíkur yflr Þórði úr ævi- löngu fangelsi fyrir að hafa orðið Ragnari Ólafssyni, 33 ára, að bana í húsi við Snorrabraut 22. ágúst síðastl- iðinn. Áður hefur Hæstiréttur dæmt mann til 17 ára fangelsisvistar, var það í Geirfinnsmálinu svokallaða. - talið líklegt að hann sitji inni til 2004 Þórður mætti ekki til dómsupp- kvaðningar í gær en við ákvörðun refsingar tók dómurinn mið af því að Þórður myrti Ragnar á skilorði reynslulausnar, sem hann fékk 1989, á 7 ára refsivist. Þá refsingu afplán- aði hann fyrir að hafa banað 28 ára Reykvíkingi, Óskari Árna Blomster- berg, aö morgni nýársdags árið 1983. Þórður stakk þá Óskar fjórum sinn- um í bakið með hníf í samkvæmi. Dómurinn taldi ekki sannað að með Þórði hefði búið „fyrirfram sá ásetningur að svipta Ragnar Ólafs- son lífi er hann fór niður kjallara- tröppurnar á Snorrabraut 36 í Reykjavík. Þegar ákærði kom æð- andi inn í eldhúsið með brugðinn hnífinn og lagði til Ragnars, í hjarta- stað, „hlaut honum þó að vera ljóst, að slík atlaga myndi sennilega leiða til dauða,“ segir í dómnum. Jafn- framt segir að það megi verða til að varpa ljósi á hugarástand Þórðar þótt það afsaki ekki gerðir hans að upp úr sambúð hans og konu, sem var í íbúðinni, hefði slitnað tæpri viku fyrir hinn „örlagaríka atburð". Var Þórður haldinn afbrýðisemi gagnvart Ragnari vegna fyrra sam- bands Ragnars og hennar. Óttaðist hann einnig að hann héldi fíkniefn- um að henni. í ljósi þessa var Þórður dæmdur til 20 ára fangelsisvistar. Til frádráttar refsingunni skal hins vegar koma gæsluvarðhaldsvist hans frá 22. ág- úst 1993. Einn dómaranna, Ingibjörg Benediktsdóttir, vildi hins vegar staðfesta héraðsdóminn og vísaði til forsendna hans. Að sögn þeirra sem til þekkja má telja líklegt að Þórður hljóti ekki reynslulausn fyrr en í fyrsta lagi eft- ir að hann verður búinn að afplána 2/j hluta refsitímans. Má því gera ráð fyrir að hann sitji inni til ársins 2008. -pp Páll Arnór Pálsson hæstaréttarlögmaður bíður eftir því að verða hleypt inn í Siðumúlafangelsið i gær. Þar greindi hann Þórði Jóhanni Eyþórssyni, skjólstæðingi sinum, frá dómi Hæstaréttar. Var Þórður dæmdur til 20 ára fangels- isvistar sem kemst næst ævilöngu fangelsi. Hefur enginn íslendingur verið dæmdur til jafnlangrar refsivistar og hann samkvæmt núgildandi lögum. Þórður Jóhann sést á innfelldu myndinni. DV-mynd GVA/BG Fyrirtækin í Garði fá Islendinga í vinnu Hallvarður Einvarðsson: Kemur mér ekki á óvart „Þessi niðurstaða kemur mér ekk- ert á óvart. Þegar ég flutti þetta mál var fjallað um væntanlega niöur- stöðu, þar á meðal refsihæö, og mað- ur leitaðist við að gera grein fyrir réttarframkvæmd að þessu leyti og þeim dómum sem gengið hafa á seinni áratugum fyrir svona alvar- legar sakir og við þessar alvarlegu aðstæður. Þar á meðal vísaði ég til þeirra ákvæða sem fjallað var um vegna skilorðsrofsins. Það er ekkert meira að segja um þessa niðurstöðu en dómurinn er sem sagt fangelsi í 20 ár,“ segir Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari um dóm Hæstarétt- ar. -pp Páll Amór Pálsson: Betra en ævilangt Verjandi Þórðar Jóhanns sagði í samtali við DV að þetta væri allténd niðurstaöa sem væri í samræmi við það sem hann og skjólstæðingur hans hefðu búist við. Þeir hefðu ver- ið volgir fyrir, eins og hann orðaði það, 18 til 20 árum, sem væri þá betra en ævilangt. Mikil óvissa hefði fylgt því fyrir Þórð Jóhann. Hann sagði að Þórður Jóhann hefði tekið fréttum af niðurstöðu dómsins vel miðað við hvaöa fréttir hann hefði fengið. Ekki hafði enn verið ákveðiö í gær hvert hann yrði fluttur. Páll Amór sagði í samtali við DV að hann hefði heyrt að mikið plássleysi væri á Lifia-Hrauni og margir biðu eftir plássi. -pp Bilvelta við Berjadalsá Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Bílvelta varð við Berjadalsá rétt utan við Akranes laust fyrir hádegi í gær. Ökumaöurinn, kona sem var ein á ferð áleiðis upp í Borgarnes, missti þá stjóm á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að hann fór yfir á öfugan vegarhelming og út af vegin- um og valt þar. Konan komst af eigin rammleik út úr bílnum. Hún reynd- ist hafa sloppið ómeidd að mestu en kenndi þá eymsla 1 brjósti. Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjunu „Þegar ég heyröi að tvö fyrirtæki í Garöinum vantaði tilfinnanlega fólk í vinnu en hefðu nægan fisk úr aö vinna hafði ég samband við vinnu- veitendurna og síðan við bæjarstjór- ann í Keflavík og við héldum fund,“ sagði Kristján Gunnarsson, formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, við DV í gær. Fyrstu hefðbundnu íslensku gúrk- umar eru nú komnar á markaðinn en gúrkumar sem hafa verið á mark- aönum frá því í janúar voru ræktað- „Niðurstaðan varð sú að fyrirtæk- in fá fólk í vinnu og munu rútur flytja það á milli. Þetta verður gert til reynslu í tvo mánuði en síðan munum við endurmeta stöðuna. Vonandi verður áframhald á þessu. Fyrirtækin ætluðu að ráða 10 Pól- verja og voru búin að fá undanþágu fyrir þá. Ekkert verður af því. Það er slæmt að vera að flytja inn erlent vinnuafl þegar mikið atvinnuleysi er ar undir ljósi. Hefðbundnu gúrkurn- ar em hálfum mánuði fyrr á feröinni en vanalega og má að sögn Kolbeins Ágústssonar, sölustjóra hjá Sölufé- hér á svæðinu," sagði Kristján. Eins og sagt var í DV í gær eru starfsmenn Nesfisks í Garði að slig- ast undan vinnuálaginu en nú ætti það að lagast þegar vinnuafl kemur frá Keflavík og Njarðvík. 30 verða strax ráðnir í vinnu en auk Nesfisks vantaði Fiskverkun Magnúsar Björgvinssonar fólk. lagi garðyrkjumanna, þakka það birtunni í vetur. Heildsöluverð þeirra er 325 kr. kg. -ingo Stuttar fréttir Einangrunómögleg Ekki er hægt að einangra sjáv- anitveginn fr á erlendri eignarað- ild. RUV hafði þetta eftir vara- formanni efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis. Slök landafræðikunnátta íslenskir skólanemar urðu i 17. sæti í landafræðikunnáttu í al- þjóðlegri könnun sem náði til alls 25 ríkja. Mbl. skýrði frá þessu. 'T'ís Störf til útlanda Störfln sem tapast hafa í bygg- ingaiönaði hafa ekki tapast vegna samdráttar heldur hafa þau flust út. Sjónvarpið greindi frá þessu. Þörf á tónlistargeymsiu Stjórnmálamenn allra flokka hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að skipuð verði nefhd sem leiti leiða til að geyma tónlist. Mbl. skýrði frá þessu. Mannskapur á bókasaf ni Starfsmenn Þjóðarbókhlöö- unnar verða um 80 þegar safnið tekur til starfa í lok ársins. Miðaö við starfsmannaflölda Lands- bókasafns og Háskólabókasafns fjölgar starfefólki um þriöjung. RÚV greindi frá þessu. BláhrafníSuðursveit Blálirafn hefur haldið sig í Suð- ursveit í vetur. Samkvæmt Morg- unblaöinu hefur fuglinn vappað um í ætisleit og náttað í trjám. Sundmennánbata Tveir sundmenn sem veiktust af salmonellusýkingu á smá- þjóðaleikunum á Möltu hafa enn ekki náð sér. Sjónvarpið skýröi frá þessu. Rannsóknarstof a flutt Rannsóknarstofa mjólkuriðn- aöarins verður flutt frá Reykja- vik til Borgarness eða Akureyrar. RÚV greindi frá þessu. Póstur og sími firrir sig ábyrgð á mistökmn við afgreiöslu sím- skeyta og samtala vegna ákvæða í gjaldskrá. Skv. Morgunblaöinu telur umboðsmaður Alþingis aö lagastoð skorti fyrir ákvæðinu. -kaa Gúrkurnar eru snemma á ferð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.