Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 28
36 Það er rúmt ár til kosninga, seg- ir Reynir. Vestfirskbylting „Það er víst ekki ofsagt að ólga fari vaxandi hér á Vestfjörðum og menn eru að gera sér grein fyrir því að við eigum aðeins tveggja kosta völ til að ná rétti okkar. Önnur er í gegnum dóm- Ummæli dagsins stólana. Hin leiðin er í gegnum pólitíkina. Dómstólaleiðin er flókin og seinfarin. Hún getur tekið mörg ár. Pólitíska leiðin þarf ekki aö taka langan tíma. Við skulum ekki gleyma því að það er ekki nema rétt rúmt ár til alþingiskosninga og þá getur ver- ið um margt að velja,“ sagði Reynir Traustason, skipstjóri á Flateyri, og staðfestir að ýmsir Vestfirðingar hugsi sér að stofna pólitísk samtök. Of mikil vinna „Til lengdar fmnst okkur óvin- andi að það skuli vanta fólk til starfa. Það fólk sem er fyrir hjá okkur vinnur of langan vinnu- dag. Þaö er ekki hægt að bjóða okkur hvað sem er. Við erum líka fólk. Vonandi rætist úr þessu núna. Ef við getum fengiö fólk úr Keflavík eða annars staðar frá til vinnu þá er það af hinu góöa,“ segir Bergþór Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Nesfisks í Garði, en í nágrannasveitarfélögum er fólk á atvinnuleysisskrá. Allt er fertugum fært „Ég var nú einhvern tímann búinn að nefna það í gríni að ég myndi snúa aftur þegar ég yröi fertugur. Láti ég slag standa verð ég sennilega að biðja KSÍ opinber- lega afsökunar á þessu eftir að hafa tekið á móti viðurkenning- arvotti frá sambandinu þegar ég „lagöi skóna á hilluna," sagði Karl Þórðarson knattspymu- maður sem íhugar að koma aftur í slaginn í vor, 39 ára gamall. Umkyn- þátta- hyggju Fundur um kynþáttahyggju veröur haldinn í kvöld í Qdda, Háskóla íslands, stofu 101, kl. 20.00. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir mannfræðingur mun Qalla um menningarlegar rætur kynþátta- hyggju og fordóma, Fanney Kim Du mun fjalla um íslendinga og ( kynþáttahyggju, Sigrún Ása Markúsdóttir fjölmiðlafræðingur Fundir flallar um fjölmiðla og kynþátta- hyggju og Jón Daníelsson hag- fræðingur fjallar um efnahags- legar afleiðingar kynþáttahyggju. Að fyrirlestrum loknum verða umræöur. Allir eru velkomnir. Opið hús hjá Bahá’i I tilefni af ári fjölskyldunnar * ætlar Bahá’l-samfélagið i Hafnar- firði aö hafa opiö hús í kvöld. Ejallað verður um aga og uppeldi barna og fyrirlesari er Hrafnhiid- ur Vilbergsdóttir. Fyririesturinn verður haldinn að Móabaröi 16 í Hafnarfirði og hefst kl. 20.30. Norðaustankaldi Um sunnan- og vestanvert landið verður norðaustankaldi og víða létt- skýjað í dag. Við norður- og austur- • Veðrið í dag ströndina verður allhvöss norðaust- anátt og snjókoma. í dag lægir um vestanvert landið en í kvöld og nótt austanlands. Frost verður 0 til 6 stig. Gert er ráð fyrir stormi á vestur- djúpi, suðausturdjúpi, suðurdjúpi og suðvesturdjúpi. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustangola eða kaldi í dag og léttir smám saman til. Hæg breytileg átt með kvöldinu. Frost verður 1 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.16 Sólarupprás á morgun: 07.57 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.23 Árdegisflóð á morgun: 06.40 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -4 Egilsstaðir snjókoma -1 Galtarviti snjóél 0 Kefla víkurflugvöllur alskýjað -2 Kirkjubæjarkla ustur léttskýjaö -2 Raufarhöfn snjóél -1 Reykjavík skýjað -1 Vestmannaeyjar skýjað 0 Bergen súld 5 Helsinki heiöskírt -1 Kaupmannahöfn þokumóða 2 Ósló skýjaö 3 Stokkhólmur skýjað- 0 Þórshöfn skýjað 5 Amsterdam hálfskýjað 1 Berlín heiðskírt 0 Chicago hálfskýjað -3 Feneyjar þoka 8 Frankfurt léttskýjað 1 Glasgow rigning 5 Hamborg léttskýjað 1 London skýjað 3 LosAngeles alskýjað 14 Montreal þoka -7 New York alskýjað 4 Orlando heiöskírt 10 París léttskýjað 2 Vín léttskýjað 5 Washington skýjað 2 Winnipeg alskýjaö -9 Gunnar Leifur Stefáusson: Sigurdur Sverrísson, DV, Akranesi „Þetta hefur blundað í mér í nokkra mánuði. Ég sá þetta auglýst í blaði og hef verið í sambandi við Nick Sweeney af og til frá þvi í haust vegna þessa máls,“ sagði Gunnar Leifúr Stefánsson. Hann Maður dagsins og félagi hans, Rúdólf Jósefsson, voru í fréttum DV fyrr í vikunni vegna hugsardegra flutninga breskrar skemmtibátaverksmiðju til Akraness. Þótt verksmiðjan flytji ekki til Akraness í heild munu þeir hefja framleiðslu á best seldu tegundinni og hafa keypt mót og framleiðslurétt. „Þetta er auðvitað ekkert annaö en sjálfsbjargarviðleitm 1 því at- vinnuleysi sem herjað hefur á þjóð- ina undanfarin misseri. Með þessu erum við ekki aðeins að skapa okk- ur vinnu heldur 4-8 mönnum til Gunnar Leifur Stefánsson. viðbótar og kannski fleirum." Gunnar er ekki ókunnugur sport- veiðibátum því hann á einn slíkan, Andreu II, og hefur gert út á sjó- stangaveiði frá Akranesi tvö und- anfarin sumur með góðum ár- angri. Gunnar sagði áhuga á stjóstanga- veiðinni fara vaxandi um allt land og margir aðilar hefðu sýnt því áhuga að fara út í þessa þjónustu við ferðamenn. Þvi gæfi auga leið að einhver markaður væri fyrir sportveiðibáta hérlendis þótt þeir félagar gerðu sér ljóst að markað- urinn væri fyrst og fremst erlendis. Hugmyndaauðgi Gunnars Leifs er annáluð á Akranesi. Afslappað fas hans og viðmót hafa gert það að verkum að honum er oft líkt við hetjuna á hvíta tjaldinu, Krókó- díla-Dundee. Gunnar er kvæntur Þórunni Ásgeirsdóttur. Þau eiga þrjú böm, Samúel Jón, Rakel Björk og Guðrúnu. -JJ Myndgátan Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. FÖSTUDAGUR 11. MARS 1994 Breio- holts- slagur Breiöholtsliðin ÍR og Reykjavik leika í kvöld í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn verður i Seljaskóla og hefst kl. 20.00. Tveir Íþróttiríkvöld leikir verða í úrvalsdeildinni í körfu og hefjast þeir báðir kl. 20.00. Njarðvík mætir Haukum og Tindastóll keppir við KR. í 2. deild karla i handbolta verð- ur einn leikur í úrslitakeppninni milli Breiðabliks og ÍH. Skák Stórmeistarinn Boris Gulko vann góö- an sigur á opna mótinu í Bern í Sviss í síöasta mánuði, hlaut 7,5 v. af 9 möguleg- um. Næstir komu Wahls, Þýskalandi, Sokolov og Dolmatov, Rússlandi, No- vikov, Milov, Eingorn og Lerner, Úkra- ínu, Cvitan, Króatíu og Hodgson, Eng- landi. Þessi staöa frá mótinu er úr skák Hodg- sons, sem hafði hvítt og átti leik, og Pantsjenkós, Úkraínu. Síöast lék svartur 20. - h7-h6 og ógnaöi hróknum: 8 7 6 5 4 3 2 1 21. Hg6!! Dxg6 Ef 21. - Dxe5 22. Bxe5 og vinnur strax, 22. hxg6 Bxe5 23. Bxe5 Svartur á nú ekki fullnægjandi vöm við hótuninni 24. Hxh6 ásamt máti á h8. Ef 23. - e6 24, g7 og vinnur. 23. - Be6 24. Hxh6 iB 25. Bxe6+ Kg7 26. Bf4 og hvítur vann auðveldlega. Jón L. Árnason I A I# k 1 ili W 1 f S A A A A A s ABCDEFGH Bridge Flestir þeir sem spila keppnisbridge nota yfirfærslur í háliti eftir grandopnanir. Yfirfærslur hafa augljósi kosti fram yfir gaíla og þess vepa er notkunin almenn. Þó þekkjast góöir spilarar sem hafa eng- an áhuga á því að nota yfirfærslur, eins og til dæmis danska parið Georg Norris og Gert Kristensen. Þeir hafa sennilega trú á því að hæfni til að spila úr spilunum skipti meira máli heldur en það hvort notaöar séu yfirfærslur eða ekki. Sjáum hér handbragð þeirra úr Danmerkurmót- inu í tvímenningi sem fram fór í síðasta mánuði. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og allir á hættu: ♦ KG2 V D52 ♦ D96 + ÁK85 ♦ D93 ¥ G96 ♦ 1087 + DG76 * Á10 V Á1073 ♦ ÁG53 + 1032 * 87654 V K84 ♦ K42 + 94 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 G Pass 24 p/h Tveggja spaða sögn Gerts Kristensen í norður var veik sögn og niöurmelding og það varð lokasamningurinn eins og á flestum borðum í þessum tvímenningi. Flestir sagnhafanna í tveimur spöðum fengu 7 slagi en Kristensen vann hins vegar sitt spil. Útspilið var laufadrottning sem drepin var á ás í blindum. í öðrum slag kom hjarta á kóng og síöan spaði á gosa og austur drap á ásinn. Austur var nokkuð klemmdur og vildi ekki spila sagnhafa í hag svo hann spilaði spaðatíu. Hann fékk að eiga þann slag! og þá reyndi hann að spila lauftiunni. Hún hélt einnig slag! og þá var alveg sama hvað austur gerði, hann neyddist til að gefa sagnhafa áttunda slaginn. Vestur dauðsá eftir að hafa ekki sett spaðadrottninguna á tíu austurs en það blasti ekki beinlínis við. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.