Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 32
F R ÉTTASKOTIÐ 62 • 25 • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. , 3.000 krónur. ;____________________________________________________________________________________ Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 11. MARS 1994. Klara Lind meö hundinn Pallas og vinkonu sinni, Vigdisi Guðmundsdóttur. Fyrir ofan þær er planið. Kantur, sem nær fullorðinni manneskju í hné- hæð, girðir planið af. DV-mynd GVA Hundur féll níu metra - þarsembömeruoftaöleik „Eg var að sýna lítilli stelpu sem býr þarna hundinn minn á föstudag- inn. Þegar ég fór út í bíl stökk hund- urinn upp á kantinn sem er þarna. Það var snjór yfir öllu og hann rann fram af og datt niður á gangstéttina fyrir neðan," segir Klara Lind Jóns- dóttir. Hundur Klöru datt niður 8 til 9 metra af bjjaplani fyrir framan bak- hús við Laugaveg 39 þar sem hún var i heimsókn. „Ég fór með hundinn beinustu leið tO dýralæknis. Hann reyndist hafa fariö úr mjaðmarlið og ég tel að hann hafi verið mjög heppinn að lifa þetta af. Hann er allur bólginn þar sem hann kom niður en ég ætla að fara með hann aftur upp á dýraspítala því hann vill ekki ennþá stíga í löpp- ina,“ segir Klara. Hundur Klöru, sem er tík af Scháff- erkyni, stökk upp á vegginn sem er ekki hærri en hálfur metri. Klara segir að börn séu oft að leik þarna og hún skilji ekki hvernig á því standi að ekki sé girðing til varnar því að einhver falli niður þarna. Ástandið sé svona beggja vegna plansins. Ekki tókst að afla upplýsinga um hver beri ábyrgð á því að girt sé í kringum planið. -pp Búvörulagafrmnvarpið til umræðu á Alþingi 1 gær: Deila stjórnar- f lokkanna er jaf n óleyst sem fyrr buUandi ágreiningur milli utanríkisráðherra og landbúnaðarráðherra Eftir tæplega sex klukkustunda umræðu um búvörulagafrumvarpið á Alþingi i gær er það deginum ljós- ara að deila stjórnarflokkanna hefur ekki verið leyst. Þeir velta bara mál- inu á undan sér. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra eru ósammála um flest það sem skiptir máh varðandi frumvarp- ið. Meöal annars það hvort réttaró- vissu hafi verið eytt með þeim breyt- ingum sem á þvi hafa verið gerðar. „Ræður landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra hér í dag sýna það að sá grundvallarágreiningur í þessu máli, sem þjóðin fylgdist með vikum saman, er enn í fullu gildi innan rík- isstjórnarinnar. Hér hafa tveir ráð- herrar talað fyrir hönd ríkisstjórnar- innar og þeir eru í grundvallaratrið- um ósammála. Ég vil því spyrja þessa hæstvirtu ráðherra: Ætla þeir virkt- lega að standa að afgreiðslu málsins hér á þinginu með þessum hætti. Það er Alþingi ekki samboðið," sagði Ól- afur Ragnar Grímsson er hann fór upp í andsvari við lok umræðunnar í gærkvöldi. Við þessari spurningu fengust í raun engin svör önnur en að Hahdór Blöndal sagði að Ólafur ætti að vita það að oft væri blæbrigðamupur á ýmsum málum innan ríkisstjórna. Jón Baldvin Hannibalsson skamm- aði Egil Jónsson, formann landbún- aðarnefndar, mjög fyrir vinnubrögð í landbúnaðarnefnd í þessu máh. Greinhegt var að Jón var þar að skamma þá Halldór Blöndal og Davíð Oddsson. Gamla sagan um Kína, Al- baníu og Sovétríkin í fullu gildi. Jón Baldvin lagði mikla áherslu á að enda þótt nefndaráliti stjórnarsinna í landbúnaðarnefnd væru tvö og lög- spekingar vitni til nefndarálita við túlkun laga væri það fyrst og fremst lagatexti frumvarpsins sem gilti. Jón Baldvin viðurkenndi að allri réttaró- vissu hefði ekki verið eytt. Halldór Blöndal lagði áherslu á hið gagnstæöa. Nefndarálit Egils Jóns- sonar, Árna Mathiesen og Einars K. Guðfinnssonar væri samið af lög- fræðingunum þremur sem Egilf kall- aði til aðstoðar landbúnaðarnefnd. Því muni það gilda mjög þegar laga- textinn væri túlkaður. Réttaróvissu hefði því verið eytt. Jón Baldvin sendi sjálfstæðis- mönnum bæði skeyti og ákveðnar meldingar varðandi GATT og bú- vörulögin i ræðu sem Gísli S. Einars- son las upp sem nefndarmaður í landbúnaðarnefnd. Ræðan var greinilega samin af Jóni Baldvin og sérfræðingum hans í utanríkisráðu- neytinu. Gárungar kölluðu hana: Til- vitnum lýkur. Umræðan heldur áfram eftir helgi. -S.dór Heimir ætlar að vera útvarps- stjórí áfram Péturíúrslit Bryndis Hólm, DV, París: Pétur Guðmundsson tryggði sér í morgun sæti í úrslitakeppn- inni i kúluvarpi á Evrópumeist- aramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í París. Pétur kastaði 19 metra slétta í undankeppninni en lágtnarkið var 18,80. Hemmi fyrir útvarpsráð Á fundi útvarpsráðs í morgun var ætlunin að ræða þátt Hemma Gunn frá þvi á miövikudag. í þættinum þótti keyra um þver- bak í auglýsingamennsku og mis- notkun á aöstöðu, að sögn út- varpsráðsmanns. Kynnti Hemmi alla sem koma að skemmtidag- skrá Sumargleðinnar á Hótel ís- landiogsjálfansigaðauki. -hlh „Eg hef átt ákaflega miklu vinfengi að fagna innan veggja Ríkisútvarps- ins allt frá því að ég kom hingað og svo er enn. Ég hef ekkert annað um það að segja,“ segir Heimir Steinsson útvarpsstjóri. Heimir kveðst ekki ætla að sækja um stöðu sendiráðsprests í Gauta- borg. Aðspurður segist hann ekki ætla að hætta störfum hjá Ríkisút- varpinu. Heimir segir að hafi staðiö óvissa um þetta þá eigi hún að vera úr sögunni nú. „Eg hef ekki lagt neitt til þessarar umræðu og þaö stendur ekki til.“ Til þessa hefur Heimir ekki viljað svara því th hvort hann hyggist hætta sem útvarpsstjóri og sækja um prestsstöðuna í Gautaborg. Sam- kvæmt heimildum DV var honum hins vegar boðin staðan í því skyni að binda enda á þær deilur sem stað- ið hafa innan Ríkisútvarpsins. Af- skipti af máhnu höfðu meðal annars nokkrir ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. -kaa LOKI Guðisélof. Þáfáumvið ræðuna á gamlárskvöld! Veöriðámorgun: Harðnandi frost Á morgun verður austankaldi sunnanlands í fyrstu en annars norðaustlæg átt, kaldi eða stinn- ingskaldi. E1 víða um land, síðst þó á Vesturlandi. Heldur harðn- andi frost. Veðrið í dag er á bls. 36 Flexello Vagn- og húsgagnahjól Vtpwls&n Suðurlandsbraut 10. S. 686499. ÞREFALDUR 1. vinningur I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.