Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUK 11. MARS 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. — Helgarblað 180 kr. m/vsk. Ísíand í ESB? Allt virðist nú stefna í það að Svíþjóð, Finnland, Noreg- ur og Austurríki gangi í Evrópusambandið, ESB. Ef af því verður eru Fríverslunarsamtökin EFTA nánast úr sögunni og sömuleiðis eru samstarfsríki íslendinga innan Evrópska efnahagssvæðisins komin yfir í hitt liðið. Ef aðild högurra fyrmefndra ríkja að ESB verður sam- þykkt mun sú breyting hafa mikil áhrif á stöðu íslands, bæði í efnahagslegum og póhtískum skilningi. Það er öhum ljóst. Það eitt að ísland standi eitt eftir af EFTA- ríkjunum gerir okkur næsta ókleift að halda uppi því umfangsmikla samráðs- og eftirlitskerfi sem verður að vera til staðar gagnvart ESB þegar kostnaður af því lend- ir allur á okkur. Stjórnmálamenn, sumir hverjir, hafa þegar látið í ljós mismunandi skoðanir á viðbrögðum íslendinga í ljósi hinnar nýju stöðu. Enginn hefur ennþá mælt fullum fet- um með að ísland sæki um aðild að ESB, nema þá til að kanna hvar við stöndum. Nokkrir leggja til að teknar verði upp tvíhhða viðræður sem er í samræmi við sam- þykkt Alþingis frá því í maí 1993. Flestir eru þó enn afar varkárir og strax heyrast raddir sem úthoka algjörlega inngöngu Islands að ESB. Þar fara þeir frémstir í flokki sem telja það landráð og endalok lýðveldisins. Tortryggni íslendinga er að mörgu leyti skhjanleg. Sú krafa ESB að aðildarþjóðir bandalagsins fái óheftan að- gang að fiskimiðunum stendur mest í mönnum. Ennfrem- ur er áberandi ótti við skrifræði og valdaafsal th embætt- ismanna í Brussel. Þar býr að baki þjóðeraisvitund og hraeðsla við glötun sjálfstæðis þjóðarinnar. Á hinn bóginn verður þjóðin og stjómmálaforystan í landinu að horfast í augu við þá staðreynd að ísland getur einangrast og lífskjör fari hignandi hér á landi ef við, eitt ríkja í Vestur-Evrópu, stöndum utan bandalags- ins. Spyija má hvers vegna ahar aðrar þjóðir og þá ekki síst Norðurlandaþjóðimar sjái sér hag í því að gerast aðhar að ESB. Er þessum þjóðum ekki jafn annt um sjálf- stæði sitt og okkur? Og er ekki alþjóðlegu samstarfi á okkar tímum svo komið að fuhveldi þjóða er óhjákvæmi- lega settar skorður í sameiginlegri löggjöf, viðskipta- samningum og niðurfelhngu landamæra? Öh eru þessi samskipti með þeim formerkjum að greiða fyrir frelsi th búferla, atvinnu, ferðalaga og fjármálaviðskipta án tihits th þjóðemis. Öh em þessi samskipti byggð á þeirri for- sendu að það frelsi, sem þannig fæst, sé meira virði held- ur en það frelsi og fuhveldi, sem áður fólst í hlutlægum, viðskiptalegum og póhtískum landamærum. Kenningin er sú að hver þjóð haldi fuhveldi sínu og sjálfstæði í menningu, tungu og þjóðernislegri sam- kennd, þrátt fyrir fjórfrelsið. Að því leyti standa íslend- ingar betur en ýmsir aðrir vegna legu landsins og ríkrar þjóðemisvitundar. Hvað sem hður þessum vangaveltum, þurfa íslending- ar ekki að hafa neina minnimáttarkennd gagnvart ESB og ef út í það er farið hljótum við að geta staðið jafn frjálsir eftir og aðrar Evrópuþjóðir, innnan bandalagsins sem utan þess. Þá er auðvitað gengið út frá því að hugsan- leg aðhd okkar sé ekki of dým verði keypt í fiskveiðum og öðrum gmndvaharforsendum lífsviðurværis í land- inu. Umsókn um aðhd að ESB á ekki að vera tabú. Hún hlýtur að vera einn af þeim kostum sem íslendingar ræði og taki afstöðu th. Það er alla vega fráleitt að halda því fram að sú hugmynd sé óþjóðhoh landráðapóhtík. Það ber að skoða aht í þessari stöðu. Ehert B. Schram „Allt er þetta hábölvaö fyrir Clinton og frú hans sem spjótin beinast í rauninni að,“ segir Gunnar m.a. í greininni. Simamynd Reuter Hneykslisgate Enn á ný er að hefjast eins konar fórnarhátíð í Bandaríkjunum þar sem engu líkara er en friðþægja þurfi æðri máttarvöldum með blóð- fórnum með reglulegu millibili. Frumstæðar þjóðir fórnuðu kóng- um sínum gjarnan til árs og friðar. Þessi árátta hefur grafið um sig í Bandaríkjunum síðan Nixon var hrakinn frá fyrir 20 árum. Æ síðan hefur heil kynslóð blaðamanna reynt að leika eftir starf þeirra Woodwards og Bernsteins í Water- gate-máhnu og hvert þaö hneyksl- ismál sem grafið er upp fær aukið vægi með því að skeyta -gate aftan við. Nú er það Whitewater-gate. Þessi blaðamennska hefur teygt anga sína til íslands, samanber Hafskipsgate, en í Bandaríkjunum hefur blaðamönnum ekki tekist að vinna sig í álit meðal almennings með þessu. Skoðanakannanir sýna að í mannvirðingastiganum eru blaðamenn neðstir, næst á eftir lög- fræðingum. Fasteignabrask og pukur Þetta Whitewatermál er í aðalatr- iðum mislukkað fasteignabrask sem Clintonhjónin áttu hlutdeild í og töpuðu fjármunum á. Það teng- ist hneykslinu mikla um þúsundir sparisjóða sem fóru á hausinn á valdatíma Reagans og kosta ríkis- sjóð hundruð milljarða í töpuðum tryggingum. Inn í þetta blandast meint mis- notkun Chntons á aöstööu sinni sem ríkisstjóra í Arkansas á árinu 1984 og einkum hlut eiginkonu hans sem var virtur lögfræðingur og samstarfsmaöur í stærsta lög- fræðifyrirtækinu í Little Rock meö þremur lögfræðingum sem áhrifa- mikhr hafa verið í stjóm Clintons. Þeirra á meðal voru Nussbaum, lögfræðingur Hvíta hússins, sem var látinn fara, og Vincent Foster, aðstoðarmaður hans. Foster framdi sjálfsmorð öllum á óvart í fyrra og nú er getum að því leitt að örvænting vegna Whitewater- Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður málsins, sem hann sá um uppgjör á fyrir Clintonhjónin, hafi verið aðalástæöan. Aht er þetta torskilið mál og flók- ið. En það er í rauninni ekki þetta sem allur hávaöinn er út af heldur er kominn endurómur frá Water- gate: tilraunir til að þagga málið niður. Um það snýst málið nú. Mikil tortryggni hefur verið blásin upp út af pukri með meint leyniskjöl og leynifundi með stárfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. Sérstak- ur saksóknari hefur verið skipað- ur. Allt er þetta hábölvað fyrir Clinton og frú hans, sem spjótin beinast í rauninni að, og rannsókn- arblaðamenn sjá fyrir sér Puhtzer- verðlaun í hilhngum. Vinsældir og kosningar Eftir 20 ár virðist Watergate- máliö í rauninni alger hégómi. Nix- on var fómað til friðþægingar eftir niðurlægingu Víetnamstríðsins, aöallega vegna þess hversu mörg- um var í nöp við hann en samt að formi til vegna þess að hann reyndi að fela fyrir dómstólum upplýs- ingar um innbrot sem hann átti engan þátt í sjálfur. Langalvarlegasta hneykshsmál- ið, sem upp hefur komið síðan, er íran-kontra máhð, sem snerist um vísvítandi tilraunir forsetans til að sniðganga þingið og brjóta lög sem það hafði sett og þar með stjórnar- skrána. En Reagan var svo vinsæll hjá almenningi að það mál eyddist af áhugaleysi enda þótt málsatvik séu nú ljós og George Bush komi þar rækilega við sögu. Þeir sluppu með skrekkinn og að líkindum mun Chnton sleppa líka. Það er aðeins hálfur mánuður síðan sérlegur saksóknari í íran- kontra málinu skilaði lokaskýrslu í máli sem gerðist 1985-87. Með því framhaldi kemur lokaskýrsla Fisk- es, saksóknara í Whitewatermál- inu, ekki fyrr en um aldamót. En það er vitað mál að sá sem er bor- inn þungum sökum, með sérstök- um saksóknara og tilheyrandi, get- ur aldrei hreinsað mannorð sitt til fulls. Þetta mál getur þvi orðið Chnton dýrkeypt í næstu kosning- um enda þótt í ljós komi um síðir að hvorki hann né Hillary hafi neitt af sér brotið. Gunnar Eyþórsson „Þetta mál getur því orðið Clinton dýr- keypt í næstu kosningum, enda þótt 1 ljós komi um síðir að hvorki hann né Hillary hafi neitt af sér brotið.“ Skodanir aimarra Flatur niðurskurður f yrirtækja „Hefðbundinn kostnaðarniðurskurður er vafa- söm leið, sérstaklega þegar um.svokallaðan flatan niöurskurð er að ræöa. Flatur niðurskurður í fyrir- tæki, sem fer yfirleitt ekki fram fyrr en reksturinn er kominn í kröggur, virkar í mörgum tilfellum eins og lystarstol (anorexía) hjá fólki. Viðkomandi grenn- ist en veröur ekki heilbrigður. Fyrirtæki veröa að bæta getu sína í samkeppninni og standa vörð um heilbrigði sitt.“ Ólafur Jakobsson í 9. tbl. Vísbendingar. ísland-eitt Norðurlanda utan ESB? „Það verður að gera ráð fyrir því að upp komi sú staöa að ísland verði eitt Norðurlanda utan Evr- ópubandalagsins. Hins vegar ber sú umræða, sem sprottið hefur um norrænt samstarf af þessu tilefni, nokkurn keim af æsingu augnabliksins á viðkvæm- um tíma í aðildarviðræðunum... Vissulega munu umræður á norrænum vettvangi mótast um sinn af atburðarásinni í Evrópusamrunanum. Hins vegar eru þær staðhæfingar aö norrænt samstarf heyri sögunni til vafasamar, svo ekki sé meira sagt.“ Úr forystugrein Tímans 10. mars. Hrínglið með klukkuna „í norðlægum löndum eins og íslandi er birtu- tíminn svo langur að sumrinu, aö myrkur er sjaldn- ast til trafala. Gagnsemi þess að flýta klukkunni er því ekki eins ótviræð og í þeim löndum sem sunnar eru. Breyting á lögunum um tímareikning á íslandi er ekkert sérmál einhverra hagsmunahópa. Ég treysti því að forystumenn þjóðarinnar rasi ekki um ráð fram í þessu máli, sem svo sannarlega snertir landsmenn alla.“ Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur i Mbl. 9. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.