Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. MARS 1994 Spumingin Stundar þú einhverjar vetraríþróttir? Guðmundur Halldórsson: Nei, alls ekki. Rúnar H. Sigmundsson: Ekki af neinu kappi. Júlía Guðnadóttir: Úbs! Nei, það er aldrei snjór á Fáskrúðsfirði. Svava Einarsdóttir: Ég hef einu sinni fariö á skíði og nokkrum sinnum á gönguskíði. Guðjón Jónsson: Nei. María Sigurjónsdóttir: Nei, engar. Lesendur Lausir stólar Seðlabankans: Snúið frá undanhaldi og fátækt: Neyðarréttur Gunnar skrifar: Allir þjóðhollir íslendingar gera sér ljósa hættuna sem hiö vaxandi atvinnuleysi skapar að viðbættu dul- buna atvinnuleysinu í formi gagns- lauss og niðurdrepandi „eftirlitsiðn- aðar“. Til að snúa við undanhaldinu sem stefnir beint í gin fátæktar og vesalmennsku, dugir ekkert annað en að grípa til neyöarréttar til að leysa í einu vetfangi atvinnuleysið í landinu og uppræta hið gagnslausa skrifstofuveldi og pappírsumstang. í stað þess komi að innflutnings- frelsiö standi að nafninu til en inn- borgunarskylda sett á vöru sem unnt er að framleiða í landinu. Benda má á fordæmi frá t.d. Brasilíu. - Tak- markið er að hjól iðnaðarins taki að snúast á ný. - Rafmagnsverð til iðnaðar verði sama og til útlendingsins í Straums- vík. - Lokiö við steypt slitlag á allan hringveginn, og stærstu gangbrautir steyptar. Þetta kostar mjög lítinn erlendan gjaldeyri, helst olíu. - Olíuverð er mjög lágt nú. Keyptar verði 3ja ára olíubirgðir og strax reistir þeir geymar sem á vantar. Þetta varðar jafnframt framtíðarör- yggi landsins. - Hráefnisbanki verði settur á fót samkvæmt fyrirmynd dr. Schacht í Þýskalandi, helsta fjármálasnillings Þýskalands á milhstríðsárunum og fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar- innar. - Komið verði upp 3ja ára neyðar- birgðum íslenskra matvæla. - Skattar stórlækkaðir, t.d. með af- Takmarkið er að hjól iðnaðarins fari að snúast á ný. námi allra beinna skatta. Árangur- inn verður ennþá meiri tekjur ríkis- sjóðs. - Opinberum starfsmönnum verði fækkað um helming á grundvelli ein- fóldunar í þarflausri og tefjandi pappírsvinnu og „eftirlitsiðnaði". Þessir menn fái að sjálfsögðu at- vinnuleysisbætur á meðan verið er að endurhæfa þá til skapandi at- vinnu í stað þeirrar skemmandi at- vinnu sem þeir oft hafa staðiö í. - Þeim þegnum sem aldrei hafa hugs- að sér að vinna ærlegt handtak verði boðið gegn fégreiðslu að hverfa fyrir fullt og allt úr landinu að þýskri fyr- irmynd. - ísland segi upp EES-samningnum sem reyndar voru aldrei stofnaðir löglega gagnvart íslensku þjóðinni því þjóðin var aldrei spurð. - ísland stofni sem fyrst til lauslegs sambands við Færeyjar í því skyni að ná sem mestu valdi á N-Atlants- hafi og þar með haustaki á erlendum fiskmörkuðum. Ráða næstu pólitísku skref unum Sigurður Þórðarson skrifar: Ráðning í hina lausu stóla Seðla- banka íslands mun hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir næstu skrefin sem stigin verða í pólitíkinni hér á landi. Það vill nefnilega svo til að núver- andi forsætisráðherra hefur einsett sér að halda stjórnartaumunum um nokkurt skeið enn. Einkum verður mikilsvert aö halda út sem forsætis- ráðherra fram yfir 17. júní og vera í forsvari fyrir hinni fyrirhuguðu lýð- veldishátíð þegar erlendir þjóðhöfð- ingjar munu sækja okkur heim í hópum ef allt fer sem horfir. En til þess aö pólitískur friður haldist, þótt ekki sé nema fram yfir lýðveldishátíð, þarf að koma núver- andi formanni Framsóknarflokksins í öruggt sæti í Seðlabankanum. Um þaö hafa þeir nú sameinast, forsætis- ráðherra og viðskiptaráðherra. Gangi það ekki eftir má búast viö kosningum fyrr en fyrirhugað er nú og þá væri ekki nokkur vegur fyrir hina tvo núverandi formenn, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, að vinna saman að stjómarmyndun. En sýnilegt er að þessir tveir flokkar stefna að samstarfi eftir kosningar hvenær sem þær verða. - Með aðstoð þriðja flokksins ef með þyrfti. Það er því sameiginlegt áhugamál Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks að koma Steingrími Hermannssyni í stól í Seðalbanka svo að friður verði um að skipa í hitt lausa sætið. Það gæti orðið nauðsynlegt að nota fyrir einhvern þann krata sem losna þarf við úr pólitíkinni. Jafnvel félags- málaráðherra kynni að hafna í þeim stól. Eða aöstoðarmaður utanríkis- ráðherra. - En undirbúningur nýs stjórnarsamstarfs er nú þegar hafinn og hann þarf að ganga hratt úr því sem komið er. Vinnsla kjamorkuúrgangs: Gullnáma f yrir f átæka eyþjóð Jóhann Sigurðsson skrifar: Mikið andóf hefur veriö haft í frammi gegn bresku endurvinnslu- stöðinni THORP í Sellafield. Nú hafa bresk stjómvöld fengið heimild til að gangsetja þessa endurvinnslu á kjarnorkuúrgangi til að nota aftur í úraníum og plútoníum. Sannleikur- inn er sá að þetta fyrirtæki á eftir að skapa Bretum geysilegar gjald- eyristekjur. Pantanir um endur- vinnslu kjarnorkuúrgangs hafa þeg- ar borist frá mörgum ríkjum. Verð- mæti þessara fyrstu pantana nema nú rúmum 9 milljörðum sterhngs- punda. Auðvitað mun þessi endurvinnslu- stöð halda sínu striki, þrátt fyrir mótmæli Grænfriðunga og annarra. Þessi vinnsla er ekki annað en það sem hlaut að koma í kjölfar kjarn- DVáskilursérrétt tilaðstytta aðsendlesendabréf. orkunotkunar sem jókst til muna eftir ohukreppuna miklu fyrir um tveimur áratugum. Og mörg lönd eru farin að nota kjarnorku sem aflgjafa að verulegum hluta. Má þar til nefna Frakkland og sjálft vígi siövæðingar- innar, Svíþjóð. Tahð er að sá búnaður sem búið er aö koma upp í Sellafield á vestur- strönd Bretlands sé sá fuhkomnasti sem þekkist til aö endurvinna og umbreyta kjarnorkuúrgangi í önnur efni. Þetta er í raun verkfræðhegt afrek sem byggir á þekkingu margra vísindamanna af mörgum þjóðem- um. - Ekki er vafi á að við íslending- ar höfum látiö happ úr hendi sleppa með að kanna ekki möguleika á að fá þessa vinnslu hingað með því að bjóða aðstöðu hér. Þetta er, hvort sem mönnum líkar starfsemin betur eða verr, gullnáma þegar htið er til þess afraksturs sem verkefnið skilar með hinni sérfræðilegu vinnslu. Frá kjarnorkuendurvinnslunni THORP i Sellafield á vesturströnd Bretlands. AðildaðESB útilokuð Lárus Jónsson hringdi: Það er kunnara en frá þurfi að segja að við íslendingar erum sjálfir búnir aö útiloka okkur frá frekari samvinnu, hvað þá sam- einingu, við hið stóra ríkjasam- band sem aht í einu er nú farið að kalla Evrópusambandið (ESB). Það er því lith skynsemi í því nú að eyða Ijármunum th þess að kanna kosti og galla hugs- anlegrar aðildar að sambandinu, þ.á m. svokallaða tvíhhða aðild. - Það er líka algjörlega út í hött að reikna með að Norðmenn falli frá aðild að sambandinu. Við verðum því að sætta okkur við að leita á önnur mið. Stormviðvörun hverndag Sigurjón hringdi: Ekki hafði Veðurstofan lengi verið ásökuð um að hún brygðist því hlutverki sínu að vara fólk viö stormi og fárviðri þegar hún tók svo skarpt við sér að nú send- ir hún út stormviðvörun hvem dag sem guð gefur. Ég er einn af hínum mörgu sem fylgjast meö veðurfréttum þar sem ég stunda sjóinn eins stift og mögulegt er. Það er nú svo komið að maöur þorir vart að leysa bát frá bryggju þvi það er sífellt verið að útvarpa stormviðvörun um aht land og öll mið. Stundum er þetta líka alveg út í hött. Dúsanfrá Norður- landaráði Kristin Magnúsdóttir skrifar: Það er niðurlægjandi fyrir okk- ur íslendinga að láta Norður- landaþjóðimar, sem ahar eru nú að yfirgefa hinn sameiginlega vettvang, Norðurlandaráð, skaffa okkur dúsu. Hún felst í því að lofa okkur áfram aöild að menn- ingarmálum. Svo megum við binda vonir við að fá að taka þátt í samstarfi á sviði vísindarann- sókna meö EFTA-ríkjunum. En þau em nú að leggjast af og verða hvergi á blaði lengur! Við þetta eigum við víst aö dhla rófunni og láta okkur nægja dúsuna frá Norðurlöndunum. Skoisambandið enneinusinni Carl J. Eiriksson skrifar: í DV 1. mars sl. segir að Hannes Tómasson hafi sigrað „á öllum bikarmótum Skotsambands ís- lands á þessu ári.“ - Þá mun vera átt viö öll þau mót sem geta gefið punkta th bikarmeistaratitils, enda þótt þau heiti ekki bikar- mót. Hannes Tómasson keppti ekki á mótinu sem fór fram 6. febrúar 1994 og hann keppti held- ur ekki á mótinu sem fram fór 12. febrúar 1994 þótt bæði þessi mót gefi punkta th bikarmeistara. - Hvaða „frétt“ skyldi koma næst? Spilakassarog afbrot Magnús Hafsteinsson skrifar: Mér finnst þaö alvarlegt mál fyrir Rauða kross íslands, er Helgi Daníelsson rannsóknarlög- reglumaður heldur því fram í fjölmiölum að unghngar geri töluvert að þvi að fjármagna spilamennsku sína í sphakössum RKI með afbrotum. Ég tel mjög erfitt fyrir unglinga sem hlotið hafa dóma fyrir afbrot að feta sig aftur á hinum dyggðum prýdda vegi samfélagsins. Það er al- kmma aö RHÍ hefur lagt mikið af mörkum í þágu utangarðs- fólks, þess vegna er ég þess full- viss að starfsmenn RKÍ vhja eiga sem minnstan þátt í þeim ann- mörkum sem leiða unglinga th glæpa og sjálfstortímingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.