Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 11. MARS 1994
5
Fréttir
Gjaldkeri húsfélags starfaði eftirlitslaust 13 ár:
Milljónasjóðþurrð hjá
húsfélagi í Breiðholti
- málið, hið stærsta sinnar tegundar, kært til RLR
„Þaö er ekki búiö aö upplýsa að
þetta sé ijárdráttur. Það vantar
hins vegar nokkrar milljónir í sjóð-
inn,“ segir Ferenc Utassy, formaÖ-
ur húsfélagsins aö Krummahólum
4.
Ferenc tók við formennsku í hús-
félaginu á dögunum en þar haföi
verið formannslaust frá því sein-
asti formaður flutti úr húsinu fyrir
þremur árum án þess að segja af
sér.
„Þetta mál er í vinnslu og verður
kært til Rannsóknarlögreglu í dag.
Hins vegar er það rétt að þarna
vantar nokkrar milljónir eins og
ég sagði. Bókhaldiö er komið í okk-
ar hendur en þaö er svo mikil
óreiða á því að það verður margra
vikna vinna að fá botn í það,“ sagði
Ferenc í samtali við DV í gær.
Hann segir að um þriggja ára
tímabil sé aö ræða þar sem sami
maðurinn var gjaldkeri. Gruni
menn gjaldkerann um verknaðinn
þó ekki sé hægt að fullyrða um slíkt
enn. „Hann starfaði adgjörlega eft-
irlitslaust á þessum tíma. Það var
engin hússtjórn starfandi. Fólk
flutti í burtu, formaöur án þess að
segja af sér, og gjaldkerinn var einn
eftir og skilaði aldrei neinu. íbúar
í húsinu fóru til hans og báðu um
að fá að sjá reikninga og jafnvel
neituðu að greiða. Hann lofaði öllu
góðu og sagði að bókhaldið væri á
leiðinni og verið væri að vinna í
því. Loks fékk fólk nóg af biðinni,"
segir Ferenc.
Aðeins er um að ræða stigahúsið
að Krummahólum 4. Þar eru 38
íbúðir og héldu íbúarnir fund á
dögunum þar sem kosin var ný
stjórn.
Heimildarmaöur DV innan
Rannsóknarlögreglunnar segir að
árlega séu innan við tíu mál af
þessum toga kærð til embættisins.
A seinasta ári komu til dæmis fimm
slík mál til rannsóknar. Yfirleitt er
um sjóðþurrð upp á tugi þúsunda
eða jafnvel hundruð þúsunda aö
ræða.
Hér er hins vegar um milljóna
sjóðþurrð að ræða og er þetta eitt
stærsta mál af þessum toga sem
komið hefur til RLR.
-PP
Höfn:
Humar-
veiðar í
tilrauna-
skyni
Júlía ImsJand, DV, Höfiv
„Humarinn er mjög góður, jafnvel
betri en sá sem við fáum á sumrin,"
sagöi Ágúst Sigurðsson hjá Borgey
en Borgey hf. hér á Höfn hefur feng-
ið leyfi til humarveiða í tilrauna-
skyni þar sem skoðað verður hvernig
humarinn er til vinnslu á þessum
árstíma. Hvanney SF kom í vikunni
úr fyrstu veiðiferðinni með 1 'A tonn
af góðum humri.
Ágúst telur að betri humar fáist á
tímabilinu mars-maí en á hefö-
bundnum veiðitíma sem byrjar seint
í maí og er fram í ágúst. Þessar til-
raunaveiöar standa til 11. apríl.
Margrét og Constance Darkoh að vinna við humarinn
nokkur ár á Hötn.
frystihúsinu. Constance er frá Ghana og hefur verið
DV-mynd Júlia
Fórútaf
í lendingu
„Vélin fékk á sig vindhnút og
það var mikili skafrenningur
þannig aö flugmaðurinn sá ekki
neitt skilst mér. Hann fór því vilj-
andi út á öryggissvæði og ók vél-
inni svo aftur upp á þraut,“ sagði
starfsmaður á Sauðárkróksflug-
velli í samtali við DV.
Flugvél íslandsflugs ók út af
brautinni í fyrradag í slæmu
veðri. Enginn slasaðist og engar
skemmdirurðuávélinni -pp
Borðapantanir
! síma 679967 ^
Nauteyrarhreppur:
Banni við lausa-
göngu liklega
komið á aftur
- ef aðstoðað verður við að koma upp skiltum
Til umræðu er innan sveitarstjórn-
ar Nauteyrarhrepps að koma á aftur
banni við lausagöngu hrossa í öllum
hreppnum. Nýlega samþykkti sveit-
arstjórn á fundi sínum að nema úr
gildi bannið í hluta hreppsins. Var
það gert eftir að Jón Guðjónsson
lagði fram þeiöni um að bannið yrði
numið úr gildi á svæði er hross hans
eru á. Jón fór fram á þetta í kjölfar
dóms Héraðsdóms Reykjavíkur þar
sem hesteiganda var gert að greiða
ökumanni skaðabætur eftir að bíll
þess síðarnefnda ók á hest þess fyrr-
nefnda í hreppi á Suðurlandi. í þeim
hreppi var í gildi bann við lausa-
göngu hesta. Sagði Jón í samtali við
DV að ástæða afnáms bannsins væri
sú að með dómnum væri verið að
gera jarðir, þar sem vegir hggja víða
um, ekki þúrekstrarhæfar.
„Það var sýslunefnd Norður-ísa-
ijarðarsýslu sem setti bannið. Sýslu-
maður kallaði mig á sinn fund og
sagöi að hann væri óánægður með
afnám bannsins. Ef við getum fengið
ákveðnar breytingar, til dæmis að-
vörunarskilti um að von sé á búfé á
svæðinu þó að bann sé í gildi, þá setj-
um við bannið aftur í gildi. Sýslu-
maður verður örugglega beðinn að
hjálpa okkur við að fá aðila til að
setja upp svona viðvörunarmerki.
Að því gefnu aö þetta fáist eru sterk-
ar líkur til þess að afnám lausa-
göngubannsins verði numið úr
gildi,“ segir Ástþór Ágústsson, odd-
vitiNauteyrarhrepps. -pp
MARS TILBOÐ A SMERGLUM
- tnjggwgn**rlu>?‘
FAXAFEN 9 • SÍMI 91-677332
TS-200 mm
smergel
TS-125 mm
smergel
A 1
^ /TS-150 mm
/ smergel
TRE-200 mm
smergel og hverfisteinn
TY-100 mm
áhaldabrýni
ÖLL VERD ERU STADGREIDSLUVERÐ OG MEÐ VIRDISAUKASKATTI!
Ji