Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 11. MARS 1994 Fólk í fréttum__________dv Reynir Traustason Reynir Traustason skipstjóri, Ól- afstúni 9, Flateyri, er í hópi þeirrá Vestfirðinga sem nú íhuga stofnun stjórnmálasamtaka til að berjast fyrir auknum veiðiheimildum Vest- firðinga og gegn kvótakerfinu. Þetta kom fram í DV-frétt í gær. Starfsferill Reynir fæddist að Búrfellí í Hálsa- sveit 18.11.1953 en flutti til Flateyrar fimm ára og hefur átt þar heima síðan. Hann lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík1977. Reynir hefur stundað sjómennsku frá 1970. Hann var stýrimaður á Gylli ÍS1977-89, stýrimaður og skip- stjóri á Sléttanesi IS1989-92 og er nú stýrimaður á Jóni Trausta ÍS, sem gerður er út af Hjallanesi hf., en það fyrirtæki er í eigu Reynis og Halldórs, bróður hans. Reynir hefur verið formaður Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum frá 1988, sat í stjórn Fiskifélags íslands 1991-92, í stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands 1992-93 og hefur verið fréttaritari DV á Flat- eyri frá 1983. Fjölskylda Reynir kvæntist 27.12.1977 Hall- dóru Jónsdóttur, f. 18.2.1956, banka- starfsmanni. Hún er dóttir Jóns Símonarsonar, sjómanns á ísafirði, og Hrefnu Hallgrímsdóttur húsmóð- ursemlést 1992. Börn Reynis og Halldóru eru Ró- bert, f. 26.7.1974, sjómaður á Flat- eyri; Hrefna Sigríður, f. 27.9.1977; Jón Trausti, f. 11.4.1980; Símon Örn, f.6.4.1988. Bræður Reynis eru Halldór Valdi- mar, f. 6.9.1959, vélstjóri á Flateyri; Bjöm Jakob, f. 22.2.1961, d. 25.5. 1961; Þorsteinn, f. 16.6.1962, verka- maður á Isafirði, sambýliskona hans er Jóna Símonía Bjamadóttir sagnfræðingur; Þórir, f. 2.12.1977, nemi. Foreldrar Reynis: Jón Trausti Sig- urjónsson, f. á Húsavík 14.10.1932, d. 16.7.1978, verslunarmaður á Flat- eyri, og Sigríður Sigursteinsdóttir, f. 3.3.1936, umboðsmaður íslands- flugs á Flateyri. Ætt Jón Trausti var sonur Siguijóns Jónssonar, organista á Húsavík, og Guðrúnar Valdimarsdóttur, verka- konu þar. Sigríður er dóttir Sigursteins, b. á Búrfelli í Hálsasveit, bróður Frey- móðs, fyrrv. bæjarfógeta í Vest- mannaeyjum. Sigursteinn var son- ur Þorsteins, b. á Höfða í Þverár- hlíð, Jónssonar, b. í Síðumúla, Þor- valdssonar, b. á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, bróður Vigdísar, ömmu Hannesar bankastjóra, Zóp- haníasar skipulagsstjóra, Páls Agn- ars dýralæknis og Hjalta, fyrrv. for- stjóra innflutningsdeildar SÍS og Vigdísar, móður Páls Baldvins Bald- vinssonar hjá LR. Þorvaldur var sonur Jóns, ættföður Deildartungu- ættarinnar. Móðir Jóns í Síðumúla var Guðrún Finnsdóttir. Móðir Þor- steins var Helga Jónsdóttir, b. á Signýjarstöðum í Hálsasveit, bróður Vigdísar og Þorvalds. Móðir Helgu var Guðrún, systir Helgu, langömmu Guðmundar Amlaugs- sonar skákdómara og Önnu, móður Flosa Ólafssonar leikara. Guðrún var dóttir Böðvars, b. í Skáney Sig- urðssonar. Móðir Guörúnar var Ástríöur, systir Jóns, Þorvalds og Vigdísar. Móðir Sigursteins var Sig- ríður Jónsdóttir, b. í Steindyrum á Látraströnd, Einarssonar. Móðir Sigríðar var Ingibjörg Benedikts- dóttir frá Hringsdal í Suður-Þingeyj- ReynirTraustason. arsýslu. Móðir Sigríðar er Jakobína Guð- rún Jakobsdóttir, trésmiðs í Vík í Mýrdal, Bjarnasonar, og Guðrúnar Pétursdóttur. Afmæli Gunnar Jónsson r- Gunnar Jónsson, fyrrverandi bóndi og eftirhts- og innheimtumaður hjá RARIK, Nesi, Rangárvöllum, verður níræður á morgun. Starfsferill Gunnar er fæddur í Nesi í Norð- firði og ólst upp á þeim slóðum. Hann naut almennrar farskóla- kennslu í æsku. Gunnar bjó á Norðfirði til 15 ára aldurs en fór þá norður í Bárðardal og var þar fimm ár. Hann flutti suð- ur á Rangárvelli 1925 og hefur búið þar síðan. Gunnar vann landbúnað- arstörf fyrstu árin. Hann var vinnu- maður og síðar vélamaður og ráðs- maður og loks bóndi á eigin jörð en Gunnar og Guðrún, eiginkona hans, keyptu hluta úr landi Helluvaðs og reistu þar nýbýlið Nes. Þar búa þau enn en nú án búskapar. Gunnar var pakkhúsmaður hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu fyrstu árin með bú- skapnum en frá 1947 var hann eftir- hts- og innheimtumaður hjá Raf- magnsveitum ríkisins í Rangár- vahasýslu, allt þar tU hann lét af störfum sökum aldurs 1975. Gunnar var lengi sóknarnefndar- maður í Oddakirkju en hann var meðhjálpari í kirkjunni í fjóra ára- tugi. Fjölskylda Gunnar kvæntist 7.5.1933 Guð- rúnu Jónsdóttur, f. 23.7.1904, hús- móður. Foreldrar hennar: Jón Jóns- son og Anna Guðmundsdóttir en þau bjuggu lengst af í Bjóluhjáleigu íDjúpárhreppi. Synir Gunnars og Guðrúnar: Jó- hann, f. 20.9.1935, deUdarstjóri tölvumála hjá fjármálaráðuneytinu, kvæntUr Eddu Þorkelsdóttur, þau eru búsett á Seltjarnarnesi og eiga fjögur börn; Jón Bragi, f. 26.3.1937, trésmiður, kvæntur Stefaníu Unni Þórðardóttur, þau eru búsett á Hellu og eiga fjögur börn; Kristinn, f. 25.1. 1942, trésmiður, kvæntur Unni Ein- arsdóttur, þau eru búsett á Hellu og eiga fimm börn. Fyrir hjónaband eignaðist Gunnar dóttur með Ingi- björgu Stefánsdóttur frá Norðfirði, Huldu Long, f. 18.1.1918, d. 7.10.1980, húsmóður í Reykjavík, fyrri maður hennar var Sigurður Þórgrinsson sem lést í sjóslysi 1940, þau eignuö- ust eitt barn, seinni maður Huldu Long var Guðjón Bjarnason múrarameistari, þau eignuðust tvö börn. Hálfsystkini Gunnars, samfeðra: Bjarni, látinn, bóndi á Skorrastað í Norðfirði; Guðrún, látin, verslunar- maður í Reykjavík. Hálfsystkini Gunnars, sammæðra: Sigurbjörg, húsmóðir á Norðfirði; Ármann, sjó- maður í Vestmannaeyjum. Foreldrar Gunnars voru Jón Bjarnason, f. 22.10.1858, d. 27.6.1943, bóndi á Skorrastað í Norðfirði, og HalldóraBjarnadóttir, f. 22.7.1879, d. 17.4.1920. Ætl Jón var sonur Bjarna, b. í Við- firði, bróður Þrúðar, ömmu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöfundar. Bjarni var sonur Sveins, b. í Við- firði, Bjarnasonar og konu hans, Sigríðar, móður Davíðs, langafa Bjarna Vilhjálmssonar þjóðskjala- varðar og Gíslínu, móður Eyþórs Einarssonar, formanns Náttúru- verndarráðs. Sigríður vardóttir Davíðs, b. í Helhsfirði, Jónssonar ogkonu hans, Sesselju Þorsteins- dóttur, systur Guðnýjar, langömmu Jóns, föður Eysteins og Jakobs Jónssona. Halldóra var dóttir Bjarna, b. í Skálateig, Péturssonar, b. á Hofi í Hellisfirði, Bjömssonar. Móðir Pét- urs var Guðlaug Pétursdóttir, systir Þorleifs, langafa Hallgríms, föður Geirs seðlabankastjóra. Móðir Bjarna var Mekkín Bjamadóttir, b. í Hellisfirði, Péturssonar, bróður Gunnar Jónsson. Guðlaugar. Móðir Mekkínar var Guðrún Erlendsdóttir, b. í Hellis- firði, Árnasonar, langafa Guðnýjar, móður Vals Arnþórssonar. Móðir Halldóru var Guðrún Marteinsdótt- ir, b. á Sandvíkurparti, Magnússon- ar og konu hans, Guðrúnar Jóns- dóttur. Gunnar verður að heiman á af- mælisdaginn. Til hamingju með afmælið 11. mars Þórbergur Torfason 95 ára Jörgen S. Holm, Hafnargötu20, Siglufirði. 90ára Ólafur Guðmundsson, Ánahhð 10, Borgamesi. 85 ára Júlíus Þórðarson, fyrrv. útgerðarmaður, Vesturgötu 43, Akranesi. 80 ára Guðný Benediktsdóttir, Hraunteigi 23, Reykjavík. 75 ára Sveinbjörn Björnsson, Kambakoti, Vindhælishreppi. 60 ára Marinó Sigmundsson, Skeljagranda 7, Reykjavík. Gunnar Oddsson, Flatatungu, Akrahreppi. 50ára liinar Guðmundsson, Laufbrekku 20, Kópavogi. Ólafur Marteinsson, Móaflöt 17, Garðabæ. Magnús Ingólfsson, Skipholti 34, Reykjavík. 40 ára Nikulás Leó Jóhannesson, Njarðvíkurbraut 21, Njarövík. Karl Friðrik Karisson, Álfhóli víð Hvanneyri, Andakíls- hreppi. Þóra Ólöf Þorgeirsdóttir, Dverghömrum 3, Reykjavík. Anna Björg Thorsteinson, Áifatúni 35, Kópavogi. Válur Harðarson, Heiðarseli4, Reykjavík. Margrét Jóna Hreinsdóttir, Digranesheiði 3, Kópavogi. Þórbergur Torfason sjómaður, Borgarsíðu 4, Akureyri, veröur fer- tugur á morgun. Fjölskylda Þórbergur er fæddur að Hala í Suöursveit og ólst þar upp. Hann lauk stýrimannaprófi úr Stýri- mannaskólanum í Vestmannaeyj- um. Þórbergur er nú stýrimaður á frystitogaranum Sléttbak EA 304 sem gerður er út frá Akureyri. Þórbergur kvæntist 23.12.1991 Anke-Maríu Steinke, f. 14.3.1960, leiðbeinanda í VMA, en þau hófu sambúð í júní 1984. Foreldrar henn- ar: Diether og Christel Steinke, kennarar, búsett í Nordenham í Þýskalandi. Börn Þórbergs og Anke-Maríu: Kristína Ösp, f. 11.5.1984; Þórður Björn, f. 5.5.1986; Þóranna Lilja, f. 30.1.1993, d. 20.4.1993. Dætur Þór- bergs: HeiðaBjörk, f. 11.3.1974, starfar við heimilshjálp, hún er bú- sett í Reykjavík; Júlíanna Ösp, f. 7.6.1975, hún er búsett í Stokkhólmi og á eitt bam; Birgitta Ösp, f. 6.7. 1978, nemi, hún er búsett í Stokk- hólmi. Systkini Þórbergs: Torfhildur Hólm, f. 16.2.1945, bóndi að Gerði í Suðursveit, maki Þorbergur Öm Bjamason, þau eiga sex böm; Stein- þór, f. 29.2.1948, bóndi að Hala í Suð- ursveit, maki Ólöf Anna Guðmunds- dóttir, þau eiga þrjú böm; óskírður drengur, f. 27.4.1950, d. 28.4.1950; Fjölnir, f. 1.10.1952, rekur ferðaþjón- ustu við Jökulsá á Breiðamerkurs- andi, maki Þorbjörg Arnórsdóttir, þau eru búsett á Hala og eiga fjögur böm; Steinunn, f. 1.10.1952, kennari og námsráðgjafi, maki Bjöm M. Magnússon, þau eru búsett í Kópa- vogi og eiga tvö börn; Zophonías Heiðar, f. 6.7.1956, skólameistari FAS, maki Guðrún Ingólfsdóttir, þau era búsett aö Sunnuhvoli Nesjum og eiga fjögur böm; Súsanna Björk, f. 2.4.1960, starfar við elliheimilið á Dalvík, maki Ásmundur Þórir Ólafs- son, þau em búsett á Dalvík og eiga tvö börn; Margrét, f. 16.6.1961, verka- kona og nemi, maki Sæmundur Eg- gertsson, þau em búsett í Reykjavík og eiga eitt bam; Þórgunnur, f. 24.11. 1965, kennari, maki Ásgrímur Ing- ólfsson, þau em búsett á Höfn og eigatvöböm. Foreldrar Þórbergs; Torfl Stein- þórsson, f. 1.4.1915, fyrrum bóndi á Hala og skólastjóri á Hrollaugsstöð- um, og Ingibjörg Zophoníasdóttir, f. 22.8.1923, húsmóðirogfyrrum bóndi á Hala. Þórbergur T orfason. Ætt Torfi er sonur Steinþórs Þórðar- sonar, f. 10.8.1892, og Steinunnar Guðmundsdóttur, f. 25.11.1888. Ingibjörg er dóttir Zophoníasar Jónssonar, f. 11.2.1894, og Súsönnu Guðmundsdóttur, f. 6.2.1884, bænda aö Hóli í Svarfaðardal. Á meöal skyldmenna Þórbergs er Sighvatur Björgvinsson. Þórbergur verður á sjó á afmæhs- daginn. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.