Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. MARS 1994 Útlönd_____________________________________________________________ Deila togaraútgeröa og færeysku landstjórnarinnar í óleysanlegum hnút: Landstjórnin hefur engin tromp á hendi - segir Johannes Eidesgaard, félags- og atvinnumálaráöherra, í samtali við DV Gísli Kristjánsson, DV, Stokkhólmi: „Ég sé enga lausn á deilunni. Land- stjómin hefur engin tromop á hendi,“ sagöi Johannes Eidesgaard, félags- og atvinnumálaráðherra Fær- eyja, í samtali viö DV í gær. Johannes hljóp í skarðið fyrir fé- laga sinn, Thomas Arabo sjávarút- vegsráðherra, á fundi norrænu sjáv- arútvegsráðherranna hér í Stokk- hólmi. Thomas varð að fara heim í skyndi vegna deilu togaraútgerð- anna og landstjórnarinnar um nýju kvótalögin. „Útgerðarmenn vilja að við afnem- um nýju kvótalögin. Það getur ekki orðið vegna þess að þau eru háð samningum við dönsku ríkisstjórn- ina,“ sagði Jóhannes. Engar beinar viðræður hafa enn farið fram milli útgerðarmanna og landstjórnar. Útgerðarmenn hafa þó í fjölmiðlum sett fram þrjár kröfur til vara verði lögin ekki felld úr gildi. Þar vegur þyngst að þeir vilja fá Færeyski bátaflotinn er við bryggju í mótmælaskyni við nýju kvótalögin sem voru samþykkt í fyrri viku. DV-mynd ból rýmri heimildir til að selja óunninn flsk úr landi. Johannes sagðist ekki sjá að land- stjórnin gæti orðiö við þeirri kröfu vegna atvinnuástandsins hjá land- verkafólki. Nú þegar hafa um þús- und starfsmenn frystihúsa misst vinnuna frá þvi togararnir sigldu í land um síðustu helgi eftir að Lög- þingið samþykkti kvótalögin síöast- liðinn fóstudag. „Það er mjög mikilvægt'-að leysa þessa deilu en ég sé ekki hvernig það verður gert,“ sagði Johannes. í máh annarra Færeyinga hér í Stokkhólmi kom fram að útlitið væri mjög dökkt, dekkra en oft áður. Einn úr færeysku sendinefndinni sagði aö eina lausnin væri að bíða þess að fiskurinn kæmi aftur á Fær- eyjamið en það gerðist ekki á næstu vikum eða mánuðum. Annar taldi að fiskveiðimál Færeyinga væru í hina besta standi því fiskurinn fengi nú loksins frið. Blaðamaður óskast Tíminn óskar eftir að ráða biaðamann í innlendar fréttir. Aðeins vanir menn koma til greina. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fýrst. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Tímans Stakkholti 4. Upplýsingar gefur Birgir í síma 631600 milli kl. 13-16 1 dag föstudag. Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á íbúðarhúsnæði á BLÖNDUÓSI. Um er að ræða einbýlishús, u.þ.b. 170-200 m2 að stærð, að meðtalinni bílgeymslu. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyr- ir 20. mars 1994. Fjármálaráðuneytið, 10. mars 1994 Vinn ngstölur ,------------ miðvikudaginn: 9. mars 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA Á UPPHÆÐ HVERN VINNING BÓNUSTÖLUR 6 af 6 m . 5 af 6 E+bónus a 5 af 6 □ 4 af 6 272 0 3 af 6 +bónus 935 Uinningur fórlil: 18.755.000 1.375.127 100.337 1.760 220 Heildarupphæð þessa viku: 39.870.558 á ísi.: 2.360.558 UPPLÝSINGAH, SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 8IHT MEÐ FVRIHVARA UM PRENTVtELUR Danmerkur og Finnlands. Þýska súpermódelið Claudia Schiffer sýnir hér svartan og hvítan flauels- kjól frá franska tiskuhönnuðinum Chantal Thomas á tískusýningu í París. * Símamynd Reuter Stuttar fréttir dv Rættumfjöldamorð Ályktun sem fordæmir fjölda- morðin í Hebron verður dreift í Öryggisráði SÞ í dag. Skjótaekkigyðinga Rannsókn á ijöldamorðunum í Hebron hefur leitt í ljós að ísra- elski herinn skýdur ekki á byssu- menn gyðinga. Opniðmarkaðina Warren Chri- stopher, utan- rikisráðherra : Bandaríkj- anna, sagði jap- önskum: kaup- sýslumönnum aðstjórnþeirra yrði að opna markaðhm fyrir innflutningi. Serbarherðatökin Bosníu-Serbar hertu tökin á múslímabænum Maglaj þar sem ibúamir eru við hungurmörkin. Hermenn tii heimalands Suður-afrískír hermenn eru í Bophuthatswana, heimaiandi blökkumanna, eftir óeiröir í nótt. Þvenrandi iikur Líkur á þvi að hægrisinnaðir hvítir og svartir taki þátt í kosn- ingunum i Suður-Afríku fara þverrandi. Útbreiðslaeyðni Vísindamenn hafa komist að því að eyðni breiðist nú hraðast út meðal gagnkynhneigðra sem hafa engin tengsl við sprautufíkla og tvíkynhneigða karla. Tii yfirheyrsiu Tveir hátt- settir aðstoðar- menn HilJary Rodham Clin- ton, forsetafrúr í Ameríku, uröu fyrstir úr Hvita húsinu til aö bera vitni í Whitewater-hneykslismálinu. Frakkarsemja Frakkar og ísraelar hafa undir- ritað samning um samstarf í varnarmálum, hinn fyrsta frá 1967. Forseti ásakar þingmenn Forseti Tyrklands sakaði leið- toga og þingmenn kúrdiska lýð- ræðisflokksins um að hafa tengsl við uppreisnarmenn Kúrda. Bróðir varaði við Bróðir mannsins, sem myrti sex í þýskum dómsal, varaöi lög- reglima við honum fyrir ári. Finnidrepínn Finnskur flutningabílstjóri var drepinn í ránstilraun í Moskvu. Bukowskilátinn Bandaríski rithöfundurínn og fyllibyttan, Charles Bukowski, er látinn úr hvítblæði, 73 ára. Chirac á uppleið Jacques Chirac, leíðtogi franskra gaull- ista og forseta- frambjóðandi á næsta ári, er orðinn næstum jafn vinsæfl og Balladur for- sætisráðherra meðal kjósenda. Lítiðmidar Lítið miðar í tilraunum til að leysa ágreining Gríkklands og fyrrum júgóslavneska lýðveldis- ins Makedóníu. Mennforsetansvinna Stuðningsmenn Nazarbajevs, forseta Kazakstans, unnu sigur í fyrstu flölfokkakosningunum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.