Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 11. MARS 1994 15 Svigrúm í kjaramálum Um langt árabil hafa svokölluð samflot verið regla í kjaraviðræö- um. Upphaflega hugsunin á bak við þau var að beita samtakamættin- um í þágu þeirra sem lægst hafa launin - tryggja kaupmátt lægstu launa. Þetta hefur að vissu marki tekist og að því leytinu til er hægt að hafa skilning á því að verkalýðs- hreyfmgin hafl vahð þessa leið. Þetta er hins vegar bara önnur hliðin á peningnum því um leið hefur allt óréttlætið, sem er inn- byggt í launakerfið, verið fryst. Afskiptir hópar hafa ekki getað fengið neina leiðréttingu á sínum málum en hópar, sem eru sterkir í krafti sérþekkingar eða lykilstöðu, hafa haft sína hentisemi. Samflotin sköpuðu svigrúm fyrir einstakl- ingsbundna kjarasamninga og launabilið, t.d. milli karla og kvenna, jókst. KjaHaiinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður fjölgaði verulega sem er útskúfað sökum fátæktar. Markaðsiögmálin engin lausn Launataxtar hér á landi eru skelfilega lágir og ef botninn yrði tekinn úr þeim myndu konur öðr- um fremur detta niður um hann. Það er einu sinni staðreynd að 2/3 hlutar kvenna taka laun sam- kvæmt umsömdum töxtum en að- inn núna í kreppunni. Markaðslögmálin eru ekki ein- fær um að laga þá skekkju sem við búum við á vinnumarkaðnum né til að leysa vanda atvinnuleysisins. Markaðslögmálin veita engin svör við því af hverju karlar fá uppbót á laun sín fyrir að vera karlar en konur verða að gefa afslátt fyrir það að vera konur. Þau geta heldur ekki svarað því af hverju ungir feð- ur í Danmörku fá öðrum fremur „Afskiptir hópar hafa ekki getað fengið neina leiðréttingu á sínum málum en hópar, sem eru sterkir í krafti sérþekk- ingar eða lykilstöðu, hafa haft sína hentisemi.“ Starfsmat Þó að það sé hæpiö að gera sam- flot að reglu í kjarasamningum er jafn hæpið að afneita þeim með öllu. Þannig væri fengur í samfloti sem hefði það að markmiði að hrófla við núgildandi launakerfi, færa taxta nær raunveruleikanum og leiðrétta þann aðstöðumun sem er milli einstakra hópa launafólks, - og þá er ég ekki síst að tala um þá kynbundnu skekkju sem er inn- byggð í launakerflð. Það er m.a. hægt að vinna gegn slíku með með- vituðu starfsmatskerfi. Andstaða við það er þó töluverð meðal þeirra sem ráða för innan verkalýðshreyf- ingarinnar, ríkiskerfisins og meðal atvinnurekenda. Losað um botninn Þær skoðanir hafa heyrst úti í Evrópu, og hafa líka sótt í sig veðr- ið hér á landi, að ástæða sé til að losa um botninn á launatöxtunum til að koma í veg fyrir að þeir sem standa höllum fæti verði „verð- lagðir út af vinnumarkaönum", eins og það er kaflað. Markmiðið á að vera að auka sveigjanleikann á vinnumarkaðnum og draga úr at- vinnuleysi. Reynslan frá Bandaríkjunum og Bretlandi sýnir að slíkar aðgerðir skapa fleiri vandamál en þær leysa. í kjölfar kerflsbreytinga í efnahags- og vinnumarkaðsmálum í stjórn- artíð Reagans og Bush urðu til 19 milljónir nýrra starfa en stór hluti þeirra voru illa launuð hlutastörf í ýmsum þjónustugreinum sem byggja á vinnuafli kvenna. Það kann vel að vera að þeim hafl fækk- að eitthvað sem urðu útskúfun at- vinnuleysisins að bráð en hinum eins þriðjungur karla. Þetta er kannski órækasti vitnisburðurinn um að svigrúmið í vinnumarkaðs- málum hefur verið töluvert hér á landi og í góðæri undangenginna ára var það notað til að hygla ákveðnum hópum karla. Þaö væri til að bíta höfuðiö af skömminni ef konum yrði sendur bakreikningur- vinnu en ungar mæður eru öðrum fremur atvinnulausar. Svaranna er að leita í hefðum og gildismati samfélagsins. Það þarf meðvitaðar aðgerðir hugsandi kvenna og karla til að lagfæra það sem aflaga fer á vinnumarkaði því að allt eru þetta mannanna verk. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Launatextar hér á landi eru skeifilega lágir og ef botninn yrði tekinn úr þeim myndu konur öðrum fremur detta niður um hann,“ segir Ingibjörg Sólrún m.a. i grein sinni. Svefn og vaka í atvinnumálum I átakasömum umræðuþætti á Stöð tvö sunnudaginn 7. márs sl. kom fram að Vestfirðingar heíðu undanfarið treyst um of á þorsk. Ekki gætt að því að þróa aðra veigamikla sóknarmöguleika. Þetta væri ein meginskýring á því að í dag þarf að grípa til sértækra aðgerða til að byggð á Vestíjörðum hrynji ekki sem spilaborg. Fórnardýr breytinganna Sé þetta rétt þá er hér á ferðinni gott dæmi um grundvöfl einnar meginröksemdarinnar fyrir sí- virkni og almennri nýsköpun. Ný- sköpun af öllu tagi er nefnilega aðferð einstaklinga, fyrirtækja og þjóðfélags til að treysta grundvöll tilveru sinnar með því að aðlaga sig breytingum. Sá sem spjarar sig best á breyt- ingatímum er sá sem aðlagar sig tímanlega. Hann býr sig í dag und- ir það sem hann á von á á morgun. Hann hefur með sér kompás á rjúpnaskyttirí þótt lagt sé upp í björtu. Og hann lærir það sem til þarf fyrir ferðalagið. Sá sem vanrækir aðlögun sína verður fórnardýr breytinganna. Það fólk og þau fyrirtæki sem sofa á verðinum eru sömu aðilarnir sem síðan fyfla þau öryggisnet sem þjóðfélagið spennir upp fyrir þá sem missa fótanna. Verða þannig KjaUaiiiin Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans byrði á þeim sem halda uppi netun- um. Þannig íþyngja þeir sem sofa þeim sem vaka. Vanafastir veiðimenn, villuráf- andi rjúpnaskyttur og svefn- drukknir stjórnendur, sem ekki sýna eðlilega fyrirhyggju, verða fyrr eða síðar byrði á öðrum. Elleg- ar fórnardýr eigin sofandaháttar þegar engin öryggisnet almenn eða sértæk eru tiltæk þeim til bjargar. Þetta er ein af meginástæðum þess að grípa þarf til sértækra að- gerða. Aðgerða sem eru andstæðar þeirri meginreglu að allir skuli jafnir gagnvart leikreglum mark- aöarins. Aðgerðum sem veikja síð- an mikilvægt traust á þessum sömu leikreglum. Vökuskylda Vilji menn því gera eitthvað í dag til að forðast sértækar aðgerðir morgundagsins og það uppnám sem þeim fylgir þá skiptir öllu að tryggja almenna atvinnulega vöku. Vaka manna eða svefn á ekki að vera einkamál þeirra. Oftast er það bara tímaspursmál hvenær syfjað- ir samferðamenn verða þung byrði á öðrum. Vakan á því að vera skylda. Ekki valkostur. Og krafan um atvinnulega vöku leiðir sjálf- krafa til kröfu um sívirka þekking- aröflun og sívirka nýsköpun hvers og eins í smáu sem stóru. Nýsköpun í öllum fjölbreytileika sínum á því ekki að vera torsótt brölt örfárra frumkvöðla eða hug- vitsmanna. Brölt sem fjöldinn spottar. Þjóð sem hæðir hugvits- menn sína og fyrirlítur eigin frum- kvöðla treður skóna af sjálfri sér. Sértækar aðgerðir eru óhjá- kvæmilegar vilji þegnar þjóðfélags- ins sýna samstöðu og mannúð á erfiðri neyðarstundu. En sértækar aðgerðir eiga aö vera alger undan- tekning. Þess vegna skiptir öllu máli að allir, einstaklingar sem fyr- irtæki, haldi vöku sinni og búi sig undir ótrygga framtíð á raunhæfan hátt með sívirkri þekkingaröflun og sívirkri nýsköpun í smáu sem stóru. Jón Erlendsson „Vanafastir veiðimenn, villuráfandi rjúpnaskyttur og svefndrukknir stj órnendur, sem ekki sýna eðlilega fyrirhyggju, verða fyrr eða síðar byrði áöðrum.“ Meðog Færsla fimmtudagsfrídaga „Eg tel að þaö hljóti aö koma til .álita aö ílytja íimmtu- í; dagsfrídag- ana til, sér- staklega sum- ardaginn fyrsta, Þegar vilhjálmur Egilsson þaö er fn a a|þingiSIT1aðUr. fimmtudog- um slitnar vinnuvikan í sundur til óhagræðis bæði fyrir starfs- fólk og fyrirtæki. Þaö kæmi sér miklu betur fyrir alla að flmmtu- dagsfrídagar væru teknir sam- liggjandi helgi og yrðu þá annað- hvort á föstudegi eða mánudegi. Ég vil líka benda á að fimmtu- dagsfrídagamir, bæði sumardag- urinn fyrsti og uppstigningardag- ur, falla í apríl og stundum fyrri partinn í maí. Ég tel að frídagar á þessu tímabili ársins séu alltof margir miðað við önnur timabil. Þess vegna væri heppilegra fyrir okkur að flytja til dæmis sumar- daginn fyrsta yflr á sumartím- ann. Þannig gætum við verið með viöbótaríridag kringum sautj- ánda júní eða kringum sjó- mannadaginn eða tekið nýjan sumarfrídag í júli þegar fleiri geta notfært sér þetta. Ef frídagarnir yrðu fluttir yfir á helgi féllu þeir betur að at- vinnulífinu. Það er oft kostnaðar- samt að fella niður framleiðslu í einn dag og byrja svo aftur.“ Tittlingaskítur „Sumardag- urinn fyrsti er hátiðisdag- ur sem ís- lendingar eiga einir allra þjóða í heiminum. Hann er arfur frá þeim tíma Árni B,ömsson þegai’ Islend- þjóðháttafrædingur. ingar komu sér upp eigin sjálfstæðu tímatali, áður en þeir kynntust hinu róm- verska tímatali kirkjunnar. Að þessu leyti standa þeir jafnfætis nokkrum gamalgrónum menn- ingarþjóðura eins og gyðingum og Kínverjum. Sumardagurinn fyrsti vekur mikla athygli þeirra erlendu gesta sem Iáta sig menn- irtgararf þjóða einhverju varða. Eitt atriði þessa tímatals var aö skipta árinu í tvo jafna helminga, sumar og vetur. Eftir gömlu viku- talningunni hófst sumarið ætíð á fimmtudegi og sumardagurinn fyrsti merkti blátt áfram upphaf sumarmisseris en ekki endilega upphaf sumarblíðu. Hann var i þúsund ár mesti hátíöisdagur ársins að jólunum undanskild- um. Sumargjafir eru til dæmis mörg hundruð árum eldri siður en jólagjafir. Það væri til marks um sívax- andi þjóðlegan aumingjaskap að afnema þetta menningarlega sér- kenni okkar fyrir einhvern tittl- ingaskít sem kallast hagræðing. Mér er ekki eins sárt um upp- stigningardaginn enda hefur hann aldrei verið nein almenn- ingshátíð hér á landi. Hann myndi að sjálfsögöu halda stöðu sinni innan kirkiunnar eins og fiöimargir aðrir minningardagar þótt hann hætti að vera fridagur. Mín vegna mætti vel bæta honum viö hvítasunnuhelgina. Enn betra væri samt að færa þennan frídag á fóstudaginn efth’ sumardaginn fyrsta. Þannig feng- ist fiögurra daga helgi sem mætti nýta til að efla hinn forna is- lenska vorfagnað með sumargjöf- um og öðru hátíðatilstandi sem myndi auka hagvöxt í landinu." -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.