Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 21 Bandarísk hjón gefin saman í Mosfellssveit fyrir 50 árum: Lýðveldið ísland i944~J994 63 27 00 Dregin veröa út 3 nöfn í 4 aldurshópum Allir sem senda inn sögur fá aö launum n sem hafa möguleika á aö vinna veglega Tígrablýant og leikjabók Krakkaklúbbsins Crayola litakassa eöa vandaöa Lamy „100 glettur, gátur og þrautir". sjálfblekjunga frá verslunum Pennans. LHIMÞ- KRINGWN Úrklippa úr White Falcon fyrir 50 árum. í mánuðl aó verðmæU 30 Iwsund hver. Komu hingað til að fagna gullbrúðkaupinu „Ég var aö vinna á næturvakt á spítalanum þegar Harry kom til aö hitta sjúkling. Ég fylgdi honum til sjúklingsins og fór síðan aö sinna mínum verkefnum. Síðan veit ég ekki fyrr en hann kemur inn til min og vill fá aö hitta mig. Ég tók vel í það og fjórum mánuðum síöar höfö- um við gift okkur,“ sagöi Louise France, bandarísk kona, í samtali við DV. Harry og Louise France voru gefin saman í herkapellu í Mosfellssveit 18. apríl 1944, fyrir 50 árum. Þá var hún hjúkrunarkona í bandaríska hernum en hann verkfræðingur. Þau bjuggu þá í Camp Houndslow. Louise var hér flóra mánuöi en Harry í rúm tvö ár. Skömmu eftir brúðkaupið hélt Louise til Englands en þar var þá verið að undirbúa innrásina í Nor- mandí. Skömmu síðar fór Harry til hennar í leyfi. Eftir þá heimsókn varð Louise ófrísk og fór heim til Bandaríkjanna. Þau hafa aldrei kom- ið síðan til íslands. Þau eru búsett í Melboume í Flórída en Harry vann síðustu árin á Kennedyhöfða, eða þar til hann fór á eftirlaun. Þegar leið að guilbrúðkaupinu fannst Harry og Louise ekki hægt annað en halda upp á það á íslandi. Tvö systkini þeirra komu með og úr varð önnur brúðkaupsferð eins og þær gerast bestar. „Okkur hefur hðið mjög vel hér. Það var óskaplega skemmtilegt að koma aftur eftir öll þessi ár og sjá allar breytingamar. Það kom mjög okkur á óvart hversu nýtiskulegt allt er hér. Fyrir mig sem verkfræðing er stórmerkilegt að sjá allar þessar vönduðu og fallegu byggingar,“ sagði Harry. Þau hjón fóm á gamlar slóðir en systkinum og mökum þeirra. „Mat- urinn hjá ykkur er mjög góður,“ sagði Harry og tók um kviðinn. Herstöðin á Keílavíkurflugvelii var einnig heimsótt og þar var grafin upp gömul brúkaupsmynd af þeim sem birtist í blaðinu White Falcon. Harry og Louise fljúga áleiðis heim til Flórída í dag. í gærkvöldi var stefnan hins vegar tekin á Hótel Borg en þar áttu þau margar góðar stund- ir forðum daga. „Við fórum alltaf á Borgina á fimmtudögum til að dansa og hlökk- um mikið til að koma þangað aftur,“ sögðu Harry og Louise France. -hlh Ósaumað, kr. j.740 Saumað án ramma, kr. 9.300 Saumað m. ramma, kr. 12.400 Þjóðleg gjöf. ^annprtmberslunín <£rla Snorrabraut 44, s. 14290 Qkuskóli Islands Námskeið til aukinna ökuréttinda (meirapróf) hefst 16. maí nk. Á sama tíma hefst rútunámskeið og fylgir því ókeypis skyndihjálparnámskeið. Innritun stendur yfir. Ökuskóli íslands hf. Dugguvogi 2 - s. 683841 Geymið auglýsinguna » TIGRA- « PENNINN í. 1994 lítiðvareftirafspítalanum.semLou- hjá um sama leyti dags og athöfnin ise vann á, eða kapellunni þar sem fór fram fyrir 50 árum. Um kvöldið þau giftu sig. Þau fóru þó þar fram snæddu þau í Perlunni með tveimur Harry og Louise France voru gefin saman í herkapellu skammt frá Helgafelli i Mosfellssveit 18. apríl 1944. Þeim fannst tilvalið að halda upp á gullbrúð- kaupið hér á landi og hafa dvalið hér 110 daga. DV-mynd ÞÖK Tígrahorn í Kringlunni 16. - 23. apríl Krakkar, munið að senda inn sögur um íslandsævintýri Tígra fyrir 23. apríl Til að skila inn sögunni þinni þarftu að koma við í Tígrahorninu í Kringlunni á tímabilinu 16. - 23. apríl nk. eða senda hana til Krakkaklúbbs DV - Þverholti 14-105 Reykjavík. Verðlaun fyrir alla -50 valdar sögur verða gefnar út í einni bók, Tígrabókinni- Og.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.