Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 Vísnaþáttur___ Meðan brunnu blysin fá Þegar ljóð Þorsteins Erlingsson- ar birtust fyrst á prenti í Sunnan- fara og Eimreiðinni vöktu þau strax mikla athygli og þeir voru margir sem reyndu að stæla hann með misjöfnum árangri. Um það leyti sepi „Eiðurinn" fór að birtast í Eimreiðinni voru eftirfarandi stökur kveðnar norður í Þingeyjar- sýslu. Ég veit ekki hver höfundur þeirra er: Þótt fólni lauf um dapran dag, dvíni hfsins kraftur, getur Þorsteins gígjuslag gætt þau lífi aftur. Fyrr þótt bæri andans auð óðmæringa letur, létu þeir aldrei laufin dauð lifna um kaldan vetur. Ekki eru ljóðin lýtum sett né löguð máli þungu; ferhendurnar falla létt fram af Þorsteins tungu. Eitt þó sá ég allra fyrst - ekki fór það í hljóði - það hefur enginn klökkar kysst konumunn í ljóði. Svo er lipurt léttri mund ljóða- spunninn -sími að andvörp heit við ástafund anda í léttu rími. Stökuna hér næst á eftir fann ég í fórum mínum en man (eða veit) því miður ekki hvar ég hef fengið hana, hugsanlega frá Sigurði frá Haukagih en gott þætti mér ef ein- hver gæti frætt mig um tilurð hennar. Aðalsteinn Kristmunds- son (Steinn Steinarr) er sagður höfundur hennar: Að mæla ljóð og miðla óð mér er létt og allvel hent, tals um sjóð er tungan fróð, tignum spennt á orðamennt. Ingibjörg Sigfúsdóttir í Forsælud- al: Áður taldi íslensk þjóð óðsnihdina gæði. Samin voru og lesin ljóð lærð og sungin kvæði. Nú má kaupa þessi þjóð þrykkt og gyht í sniðum í gerviskinni gerviljóð af gerviljóðasmiðum. Ólína Jónasdóttir (frá Fremri- Kotum í Skagafirði), skáldkona á Sauðárkróki (1885-1956): Alla daga er yndi mér - ei þó fagurt syngi - bögur laga, en bara er brot úr hagyrðingi. Enn er gleðin undra hlý óðs frá gróðurlínum, þó var hljóðið annað í æskuljóðum mínum. Hýmar nú um hraun og teig, haginn klæðum skiptir. Finn ég enn að vorsins veig von og þránum lyftir. Ertir mölin iljamar, örin mörg þar geyma. Mikið undur mýkri var melurinn gamU heima. Gunnlaugur Hjálmarsson, verka- maður á Akranesi (1904-1976); Andans heilsa er oftast góð allra á söngva þingum, þegar blandast lag og ljóð ljúfum tilfinningum. Ókunnur höfundur: Best mér hefur stundir stytt stakan yndisríka. Hún gat verið hjarta mitt, himinn, veröld líka. Bragi Jónsson í Hofgörðum í Staðarsveit (Refur bóndi): Dvalins glóð ei dvínar góð, drótt sá óður kætir. Eru ljóðin íslands þjóð andans fóðurbætir. Jónas Stefánsson frá Kaldbak í Reykjadal, S-Þing., bóndi og skáld í Mikley í Winnipegvatni (f. 1878): Ferskeytlan sinn fána bar, fljót í andans brýnum. Aldrei meira mannvit var mælt í fjórum línum. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Kristján frá Djúpalæk orti um Jakob Ó. Pétursson, ritstjóra ís- lendings á Akureyri: Gaman væri að vera slyngur vísnasmiður. Eins og Jakob íslendingur er því miður. Þá kemur hér staka sem sögð er úr Borgarfirði eystra en á höfundi hennar veit ég engin deih: Á íslandi þó oft sé kalt og ærnar drepi horinn ferhendurnar fljúga um aht sem fiðrildin á vorin. Síðasta vísan að þessu sinni er sögð eftir Guðlaug Jónsson á Krossi, nafnið og bæjarnafnið er allt og sumt sem ég um hann veit og eftirgrennslan hefur ekki borið árangur. Upplýsingar um höfund- inn þakklátsamlega þegnar svo og stökur eftir hann sem fullvíst má telja að séu góðar sé miðað við þá sem fer hér á eftir. Meðan brunnu blysin fá, braglist unni þjóðin smá, ferskeytlunnar fræðin há flestir munnar sungu þá. Torfi Jónsson Matgæðingur víkuimar_d Laukbaka og súkkulaðikaka „Ég ætla að gefa uppskrift af laukböku, sem ég fékk þegar ég var á matreiöslunámskeiði hjá Hilmari B. Jónssyni," sagði Margrét Ás- geirsdóttir, húsmóðir og matgæð- ingur DV. „Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég nota hana mikið þegar við fórum í ferða- lög, t.d. í sumarbústaöinn. Þá geri ég hana daginn áður og ber hana svo kalda fram.“ í laukböku Margrétar þarf: 300 g hveiti 150 g smjör eða smjörlíki 1 egg 2 msk. kalt vatn 1 A tsk. salt Gott er að nota blandara ef hann er til á heimilinu. Hveitið og smjör- ið er hrært saman, þar til það er komið í kurl. Síðan er egginu og vatninu bætt saman við, auk salts- ins. Síðan er hrært þar til deigið verður þétt kúla, sem losnar frá skáhnni. Fyllingin í hana þarf eftirfarandi: 200 g beikon V egg 700 g lauk 2 msk. majoram l'A tsk. salt smjörlíki til steikingar Laukurinn er saxaður niður. Margrét bendir á að mjög gott sé að „setja upp skíðagleraugun“ meðan á því verki standi til að tára- flóðið verði minna. Laukurinn er gljáður í smjörlíkinu, hann má alls ekki brúnast. Síðan er beikoninu og kryddinu bætt saman við. Eggin eru slegin í skál, það sem á pönn- Margrét Ásgeirsdóttir matgæöing- ur. unni er látið kólna og síðan bætt saman við eggin. Þá er öllu hellt í 30 sentímetra pæform sem hefur verið klætt innan með deiginu. Rétturinn er skreyttur með af- skurði af deiginu og hugmynda- flugið látið ráða ferðinni í þeim efn- um. Bakað í 200-220 stiga heitum ofni í 20-25 mínútur. Gott að bera fram með hrásalati. „Ég hef stundum skorið bökuna niður í litlar sneiðar og haft með í ferðalög. Þá er hún stýfö úr hnefa ef svo má segja,“ sagði Margrét. „Þetta er matarmikill réttur og verulega góður.“ Súkkulaðikaka Margrét gefur einnig uppskrift að súkkulaðiköku. „Þessi uppskrift hefur fylgt mér frá því að ég man eftir mér. Hún hefur verið notuð í afmælum og kaffiveislum innan fjölskyldunnar í langan tíma,“ sagði Margrét. „Hana má einnig nota sem eftirrétt." Kakan er bökuð í 24 sentímetra formi, 2 botnar. í kökuna fer eftirfarandi: 1 bolli sykur 1 bohi hveiti 1 bolli súrmjólk 1 bohi kakó 100 g smjör, brætt 2 tsk. lyftiduft salt 2 egg. Sykur og smjörlíki hrært saman, eggjum síðan bætt út i og loks þurr- efnunum. Bökuð við 175-200 gráð- ur, þar til kakan fer að losna frá mótunum. Kremið 1 'A bolli flórsykur 1 egg 100 g brætt súkkulaði. 100 g plöntufeiti '/> bolli sérrí Súkkulaðið og plöntufeitin brædd við eins lítinn hita og hægt er. Síð- an er öhu hrært saman vel og lengi þannig að það verði stíft. Kremið er sett milli botna og smurt utan á kökuna. Hana verður síðan að geyma í ísskáp og bera fram kalda, þannig að kremið sé nær hart. Margrét segir að gott sé að bera mikinn rjóma fram með þessari köku. Margrét skorar á vinkonu sína, Maríu Elíasdóttur tannlækni. „Hún er snjall kokkur og kemur áreiðanlega með eitthvað girni- legt,“ sagði hún. Hirihlidin Lifandi starf - segir Pálmi Guðmundsson, umsjónarmaður þáttarins Popp og kok Þetta er mjög lifandi og skemmti- legt starf,“ segir Pálmi Guðmunds- son, sem tekið hefur við umsjón þáttarins Popp og kók á Stöð 2 af Ingibjörgu Stefánsdóttur. Hann segist hafa gert ýmsar breytingar á þættinum, sem hafi hlotið góðar undirtektir. Pálmi sýnir á sér hina hliðina í dag. Fullt nafn: Pálmi Guðmundsson. Fæðingardagur og ár: 17.07. 1973. Maki: Unnusta Rakel Ragnarsdótt- ir. Börn Engin. Bifreið: Volkswagen Golf 1994. Starf: Dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni og Stöð 2 og kynningar- fulltrúi Pláhnetunnar. Laun: Já, sem betur fer. Áhugamál: Fjölmiðlar, tónhst, markaðsmál. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? Bara eina. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það sem ég geri hverju sinni, en það svíkur aldrei að verá innan um vinina. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Öll rútína fer í taugarnar á mér og almenn heimihsstörf eru óspennandi. Uppáhaldsmatur: Mexíkóskur og ítalskur. Uppáhaldsdrykkur: Kóka kóla og eins er gott að fá ískaldan bjór stöku sinnum. Hvaða íþróttamaður finnst þér Pálmi Guðmundsson. DV-mynd BG standa fremstur í dag? Elsa Nilsen badmintonkappi. Uppáhaldstímarit: N.M.E. (New Musical Express) og Rolhng Sto- nes. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Amma mín, Margrét ísleifsdóttir. Ertu hlynntur eða andvígur rikis- stjórninni? Frekar hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég væri th í að lenda í rökræðum við Saddam Hussein. Uppáhaldsleikari: Hjálmar Hjálm- arsson og Siggi Siguijóns. Uppáhaldsleikkona: ' Ingibjörg Gréta Gísladóttir. Uppáhaldssöngvari: Nú, Stefán Hilmarsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi- björg Pálmadóttir framsóknar- kona. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Garfield kemur áterkur inn hveiju sinni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Staupa- steinn var frábær og svo var Barði hamar alltaf góður. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég hef varla séð að það sé varnarlið á ís- landi. Það er orðið hálfmáttlaust. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Gettu! Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Get ekki gert upp á mihi vinnufélaga minna. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Ég vh ekki gera upp á mhli þeirra. Uppáhaldsskemmtistaður: Casa- blanca. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fylkir. Stefnir þú að einhveiju sérstöku i framtíðinni? Bæta mig í því sem ég tek mér fyrir hendur hveiju sinni og svo vitanlega að fjölga mann- kyninu. Hvað ætlar þú að gera í sumarfri- inu? Fyrr á árinu fór ég th London th þess að sjá Björk á hljómleikum. Það verður því lítið ferðast í ár, þó kannski í ágúst th Þýskalands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.