Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 25
24
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994
Var atvinnulaus í eitt og hálft ár eftir kosningar 1991:
Ólíklegt að ég
hefði farið í kosn-
ingaslaginn aftur
- segir Jóhann Einvarðsson sem tekur nú sæti Steingríms Hermannssonar á þingi
„Mér var hafnað vegna pólitískra afskipta," segir Jóhann sem sótti árangurslaust um hvert starfið á eftir öðru í eitt
ög hálft ár. DV-myndir Brynjar Gauti
„Ég hefði heldur kosið að koma inn
á þing með því að halda mínu sæti i
kosningum en að koma inn með þess-
um hætti. Þetta krefst náttúrlega
uppstokkunar á sjálfum sér og sínu.
Ég mun nota sumarið til að meta þá
stöðu hvernig þetta muni samrýmast
starfi mínu á skrifstofu sjúkrahúss-
ins,“ segir Jóhann Einvarðsson,
varaþingmaður Reyknesinga fyrir
Framsóknarflokkinn og fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahússins í Kefla-
vík, í viðtah við DV. Jóhann féll út
af þingi í síðustu alþingiskosningum
eftir að flokkurinn hafði fengið sína
næstverstu útreið í kosningum frá
árinu 1959 í kjördæminu. Hann var
annar maður á lista flokksins á eftir
Steingrími Hermannssyni. Árið 1987
gaf Jóhann eftir sæti sitt á listanum
til formanns flokksins. Eftir kosning-
arnar 1991, sem urðu Jóhanni mikið
persónulegt áfall, var hann atvinnu-
laus í eitt og hálft ár og sú höfnun
sem hann varð fyrir á þeim tíma setti
að sjálfsögðu mark sitt á hann. Nú
tekur hann við þingsæti Steingríms
Hermannssonar 1. maí nk.
- En hafðir þú hugsað þér að fara í
kosningaslag í næstu alþingiskosn-
ingum?
„Ég hafði ekki gert það upp við
mig áður en þessi staða kom upp en
býst þó við að ég heföi svarað því til
að það væri mjög ólíklegt. Ég hafði
þó ekki gefíð út neina yfirlýsingu um
það. Hvort eitthvað breytist núna er
ég að velta fyrir mér og mun gera í
sumar. Það er náttúrlega komin upp
allt önnur staða. Ég mun gefa það
upp með haustinu hvort ég hyggst
halda áfram. Það er að segja ef ekki
verða sumar- eða haustkosningar
sem menn virðast vera að velta fyrir
sér. Ef svo fer sem horfir mun ég
taka þingsæti sama dag og þingið fer
í sumarfrí þannig að þau störf munu
ekki hrjá mig fyrr en á haustmánuð-
um.“
Ánægður í starfi
- Gætir þú sinnt þingstörfum með
starfi þínu á sjúkrahúsinu?
„Það byggist á ýmsum forsendum
sem ég þarf að ræða við mína stjórn-
armenn hér. Ég hugsa að það mæli
ekkert gegn því með samkomulagi
stjórnarmanna að ég sinni mínum
störfum hér næsta vetur með þing-
störfum. Ég sé ekki fram á neitt sem
gæti komið í veg fyrir það enda er
allt annað að taka sæti stjórnarand-
stöðuþingmanns en þess sem er í
stjórn. Það eru færri ábyrgðarmiklar
nefndir sem fylgja starfinu og varla
verður rætt fyrr en í haust um breyt-
ingar á nefndum. Steingrímur var
t.d. einungis í utanríkisnefnd. Ég er
mjög ánægður í starfi mínu á sjúkra-
húsinu og sótti um það á sínum tíma
með það fyrir augum að sinna því
áfram. Ég hef verið hér síðan í sept-
ember 1992.“
- Kom þér nokkuð á óvart að þú
þyrftir að taka sæti Steingríms? Þessi
stöðuveiting hefur lengi legið í loft-
inu.
„Það hefur verið umræða um
Steingrím og Seðlabankann frá síð-
ustu kosningum. Sú umræða hefur
alltaf öðru hverju komið upp. Ég var
búinn að gera mér grein fyrir frá því
í janúar að einhver alvara væri í
málinu eftir að Steingrimur viður-
kenndi sjálfur að hann væri að hug-
leiða þann möguleika að sækja um.
Þá fór maður vissulega að velta þess-
um málum fyrir sér.“
Ekkertheyrt
í Steingrími
- Hefur Steingrímur rætt þessi mál
við þig?
„Nei, hann hefur ekkert rætt þetta
við mig.“
- Finnst þér það eðlilegt?
„Nei, mér fmnst það óeðlilegt þar
sem þessi ákvörðun hans hefur ekki
bara áhrif á hann heldur einnig mig
og hugsanlega Nfels Árna Lund sem
verður varaþingmaður minn. Ég hef
tvisvar fariö inn á þing fyrir Stein-
grím í vetur, í fyrra skiptið þegar
Norðurlandaráðsþing stóð yfir og hið
seinna þegar hann fór á sjúkrahús.
Þetta hefur auðvitað áhrif. Maður
þarf að gera ýmsar ráðstafanir. Fyrir
hðlega ári tók ég t.d. að mér að vera
forsvarsmaður frá maí nk. fyrir
Lionshreyfínguna á íslandi. Ég hefði
aldrei gefið undir fótinn með slík
tímafrek störf ef ég hefði vitað að
hveiju stefndi. Ég á að vísu mitt sum-
arfrí og á frí inni síðan í fyrra þann-
ig að ég get leyst það en því verður
ekki neitað að þetta kemur óvænt. í
upphafi kjörtímabils spurði ég Stein-
grím hvort hann hygðist hætta á
kjörtímabilinu en hann sagði það
ekki í myndinni. Það var ekki fyrr
en í byrjun þessa árs sem ég gerði
mér fulla grein fyrir alvöru þessa
máls. Hins vegar vissi ég ekkert um-
tímasetningar og hvenær ég myndi
þurfa að taka þingsætið. Ég gat alveg
búist við að hann byijaði í bankanum
daginn eftir ráðninguna. Það var því
ekki fyrr en sagt var frá hinni form-
legu ráðningu í fjölmiðlum og hve-
nær Steingrímur hæfi störf sem ég
fékk einhvem tímapunkt til að hugsa
út frá. Hann kemur mér reyndar
ekkert illa þvi það hefði verið afleitt
að hefja störf strax. Það er verið að
ganga frá ársreikningi sjúkrahússins
og rpjög mikið að gera í sambandi
við það.“
- Hvemig tekur fjölskylda þín þess-
um „skyndilegu" breytingum?
„Hún er eins og ég. Búin að velta
þessu fyrir sér á undanfomum vik-
um og mánuðum."
Missti líka
þingsæti 1983
Jóhann Einvarðsson hafði gegnt
starfi bæjarstjóra í Keflavík um tíu
ára skeið þegar óskað var eftir hon-
umi á framboðslista Framsóknar-
flokksins fyrir alþingiskosningarnar
1979. „Þetta voru haustkosningar
sem ákveðnar voru með mjög stutt-
um fyrirvara vegna þingrofs og lítill
tími til umhugsunar. Árið 1978 hafði
Jón Skaptason misst þingsæti sitt
eftir langt og farsælt starf á þingi og
ég tók hans sæti í kosningunum 1979.
Við fengum góða kosningu þá. Áriö
1983 vorum við að enda erfítt kjör-
tímabil undir stjórn Gunnars Thor-
oddsen, verðbólgan var á fleygiferð
og óáran í efnahagsmálum þjóðar-
innar. Ég missti þingsæti mitt þá.
Árið 1987, þegar byrjað var að und-
irbúa kosningar, var Steingrímur
hvattur til að færa sig frá Vestfjörð-
um og hingað í Reykjanes og fagnaði
ég því á þeim tíma. Reykjavík og
Reykjanes hafa verið flokknum viss
akkilesarhæll enda fáir bændur á
þessu svæði. Ég gaf kost á mér í ann-
að sætið og við fengum ágæta kosn-
ingu saman. í kosningum árið 1991
varð flokkurinn fyrir miklu áfalli í
þessu kjördæmi. Á öllum öðrum
stöðum á landinu hélt hann fylgi
sínu. Hverju um var að kenna er
erfitt að segja. Það má alltaf leggja
saman og deila ef menn vilja.“
Mikið áfall
- Þetta hefur verið mikið áfall?
„ Já, vissulega var það áfall. Að vísu
eru stjórnmálamenn alltaf að taka
þátt í vissum áhættuleik í kosning-
um. Við eigum engin vís atkvæði."
- Áttu einhverja skýringu á því
hvers vegna þetta gerðist?
„Nei, ég á hana ekki. Það er engin
spuming að sú eining sem þurfti
náðist ekki upp í flokknum í kjör-
dæminu. Ég hygg að við höfum orðið
fyrir mesta áfallinu í Kópavogi þar
sem kratar voru með mjög skipu-
lagða áróðursherferð síðustu daga
fyrir kosningar. Hér á Suðumesjum
stóð flokkurinn sig vel. Hins vegar
er þetta stórt kjördæmi með mörgum
og ólíkum sveitarfélögum og því erf-
itt að nefna einhverja eina ástæðu
þessa taps.“
- Tókstu þetta persónulega?
„Nei, ég gerði það nú reyndar ekki.
Áfallið kom vissulega á mig og ég
hafna ekkert mínum þætti. í öllum
liðum vinna menn saman og treysta
því að enginn hlekkur gleymist. Ég
tek því mína ábyrgð á mig. Þar með
er ég ekki að kenna neinum öðmm
um en mér sjálfum. Við hljótum þó
allir að íhuga hvort eitthvað hafi
brugðist í baráttunni. Ég fann það
síðustu vikur fyrir kosningarnar að
það var á brattann að sækja og mik-
ið þurfti að gerast til að við fengjum
góða kosningu. Þetta var í annað
skiptið sem ég datt út af þingi þannig
að maður er viðbúinn þessu. Hægt
er að sjá kosnihgaúrsht mjög fljót-
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994
33
„Steingrímur Hermannsson hefur ekkert rætt við mig um þær breytingar sem nú eiga sér stað þrátt fyrir að þær muni hafa áhrif á mig og einnig Níels
Árna Lund,“ segir Jóhann Einvarðsson, varaþingmaður Reyknesinga, sem nú tekur þingsæti á nýjan leik eftir erfitt tímabil frá siðustu kosningum.
lega núna eftir tölvuvæðingu sjón-
varpsstöðvanna því fyrstu tölur
segja heilmikið um niöurstöðuna.
Það eru engu að síður gífurleg von-
brigði að detta út og missa atvinnu
sína.“
- Er ekki miklu verra að vera at-
vinnulaus stjórnmálamaður í stjórn-
arandstöðu?
„Ef við værum í stjóm myndu fleiri
möguleikar skapast til að útvega
manni starf. En eins og fjölmiðlaum-
ræðan hefur verið undanfarið þá er-
um viö stjómmálamenn sem sýnum
áhuga á starfi orðnir óhæfir um leið.
Þrátt fyrir að menn hafi reynslu og
menntun virðist sem einhverjir aðrir
hafi meiri rétt á stöðunni. Sú um-
ræða sem hefur verið um stöðuveit-
ingu bankastjóra Seðlabankans hef-
ur gengið út yfir allt velsæmi að
mínu mati. Ég man ekki eftir slíkri
umræðu áður, t.d. þegar Tómas
Árnason eða Birgir ísleifur voru
ráðnir. Við veljum fólk á Alþingi með
lýðræðislegum hætti og hljótum að
sætta okkur við það fólk sem þangað
velst. Það fólk tekur aö sér mjög
ábyrgðarmikið starf í þjóðfélaginu,
hvort sem það heppnast eins og
menn ætlast til eöa ekki. Þeir mega
hins vegar ekki vera orðnir að „per-
sona non grata“ eftir að þingstörfum
lýkur, kannski á besta aldri og með
víðtæka reynslu.“
- Fannst þú fyrir slíkri höfnun á
vinnumarkaðnum eftir síðustu kosn-
ingar?
„Já, vissulega fann ég fyrir því.
Mér var hafnað vegna póhtískra af-
skipta. Ég fékk að gjalda þess að hafa
einhvem tíma þurft að taka afstöðu
í málefnum sem féll ákveðnum aðil-
um iha á þeim tíma. Sumir atvinnu-
rekendur sögðust ekki vilja ráða mig
í vinnu vegna ótta við að ég myndi
stoppa stutt við. Ég þarf þó ekkert
að kvarta yfir póUtískum andstæð-
ingum því tímabundin verkefni, sem
ég fékk, voru frá ráðherrum krata,
Sighvati og Eiði. Þessi verkefni voru
eins og vertíð fyrir mig því þau brú-
uðu bUið að nokkru.“
- Fór það ekki illa með sjálfstraustið
og þig sem persónu að vera svo lengi
atvinnulaus?
„Manni fannst maður vera ósköp
tilgangslaus í tUverunni og fannst
varla taka því að vakna á morgnana.
Ég hugsaði mikið um þetta því ég
hafði aUa tíð verið í störfum sem
aldrei var lognmolla í. Ég var bæjar-
stjóri í fjórtán ár, fyrst á ísafirði og
síðan hér í Keflavík, og svo á þingi í
sjö ár. Þetta voru krefjandi og mikil
störf þar sem maður var upptekinn
frá morgni og fram á nótt. Það voru
því vissulega viðbrigði að hanga allt
í einu heima alla daga og öll kvöld.
Þetta tók mjög á mann.“
Jóhann byrjaði að vinna á flokks-
skrifstofu Framsóknarflokksins í
Reykjavík sem ungur strákur. Hann
var í stjórn FUF í nokkur ár. Jóhann
starfaði hjá fiármálaráðuneytinu áð-
ur en hann fór til ísafiarðar og tók
þar við bæjarstjórastólnum. „Þá
hætti ég öllum afskiptum af póUtík
þótt allir vissu hvar í flokki ég stæði.
En þarna var ég bæjarstjóri þriggja-
flokka meirihluta. Mér þótti þetta
spennandi starf sem gæfi mikla
möguleika. Ég hafði aldrei búið úti á
landi, var fæddur og uppahnn í
Reykjavík. Reyndar var ég nýkvænt-
ur á þessum tíma og okkur hjónun-
um leið mjög vel fyrir vestan. Síðan
fékk ég tilboð frá Keflavík sem mér
leist vel á, enda stærra bæjarfélag
og við nær ættingjum okkar. Ég hafði
sjálfur engin afskipti af sfiórnmálum
fyrr en óskað var eftir mér í forval
fyrir kosningarnar 1979. Það gerðist
aUt mjög hratt.“
- Ertu sáttur við störf Framsóknar-
flokksins sem stjórnarandstöðu-
flokks á þessu kjörtímabili? '
„Að ýmsu leyti líka mér störf hans
vel en ég neita því ekki að menn
hefðu máti taka meiri þátt í umræð-
um og stundum á málefnalegri
grundvelU en gert hefur verið. Einn-
ig tel ég að þeir hefðu mátt vera
meira tílbúnir með sínar tillögur."
- Margir tala um litlaust þing í vet-
ur, eins og vanti kraft í það. Ert þú
sammála þvi?
„Það hefur ekkert mjög mikið kom-
ið fram af málum annað en stjómar-
mál. Sfiórnarliðar hafa lent í miklu
karpi innbyrðis vegna þyrlumála,
sjávarútvegsmála og fleiri mála.
Einnig hefur verið mUdð af af-
greiðslumálum vegna Evrópumál-
anna. Bunki af lögum sem hálfpart-
inn rúUar í gegn. Þetta hefur næstum
verið leiðinlegt þing en erfitt vegna
aUs sem menn hafa þurft að lesa. En
það er ekki mikið af málum umfram
þessi mál og þess vegna virkar þing-
ið ekki mjög spennandi út á við.“
- Hlakkar þú tU að fara á þingið aft-
ur?
„Já, að ýmsu leyti geri ég það. Mér
finnast þingstörf mjög spennandi og
skemmtileg. Annars tel ég að það
megi búast við haustkosningum og
byggi það á þeirri óeiningu sem ríkir
milU stjórnarUða í málum eins og t.d.
sjávarútvegsmálum. Einnig byggi ég
það á þeirri ákvörðun Jóns Baldvins
að flýta flokksþinginu með þessum
hætti. Fjárlagagerðin næsta vetur
verður mjög erfið og ekki er ósenni-
legt að menn vUji að nýtt þing takist
á við hana.“
- Hvernig líst þér á nýja formann-
inn?
„Mjög vel og styð hann. HaUdór
hefur mjög marga kosti til að bera.
Menn úr öUum flokkum munu bera
traust til HaUdórs og sjá að hann
stendur við það sem hann segir.
Hann brosir kannski ekki endalaust
en hann er traustur."
- Verður það flokknum lyftistöng að
skipta um formann?
„Það er öUum flokkum lyftistöng
að skipta um foringja. Hversu góður
sem foringinn er þá er alltaf hætta á
að hann endurtaki sig ef hann er
lengi. Það er því spennandi að skipta
á réttum tíma. Ef kosningar verða
næsta vor er þessi tímasetning mjög
góð fyrir HaUdór. Hann fær þá að
stjóma öUum undirbúningi kosning-
anna.“
- Áttu von á að flokkurinn breytist
við formannsskiptin?
„Ég á ekki von á miklum breyting-
um en óhjákvæmUega verða ein-
hveijar áherslubreytingar."
- Þarf ekki róttækar breytingar í
Reykjanesi ef flokkurinn á að ná
fyrra fylgi í næstu kosningum?
„Fylgið hefur verið sveiflukennt í
kjördæminu þrátt fyrir að formanni
flokksins hafi verið stiUt upp hér.
Flokkurinn hafði líka veriö lengi í
stjórn og það hefur sitt að segja.“
- Myndir þú leggja í opið prófkjör?
„Ef ég ákveð að halda áfram þá
mun ég leggja í það. Annað hvort fer
ég aUa leið eða ekkert."
- Sérðu arftaka þinn hér ef þú tekur
þá ákvörðun að hætta?
„Reykjanes er fimmtán sveitarfé-
lög, mörg mjög stór. Okkar kappsmál
á Suðurnesjum er að eiga annað efstu
sætanna. Það eru margir sem koma
tU greina og Steingrímur hefur þegar
nefnt nokkra í fiölmiðlum sem mér
fannst reyndar miður heppUegt. Ég
sé ekki ástæðu tíl að feta í fótspor
Steingríms með að nefna einhver
ákveðin nöfn,“ segir Jóhann Ein-
varðsson, veröandi þingmaður Reyk-
nesinga.