Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994
Kvikmyndir_____________ dv
Hvað er eiginlega að gerast í Holly-
wood? Svo virðist sem það sé komið
í tísku meðal stórstirna Ameríku að
taka að sér hlutverk sögufrægra per-
sóna ættaðra úr sígildum hryllings-
sögum eldri tíma. Á síðastliðnu ári
var skýrt frá því að Tom Cruise hefði
tekið að sér hlutverk blóösugu í
myndinni Interview with a Vampire.
Tökur eru hafnar á myndinni sem
er byggð á bók sem Anne Rice skrif-
aði fyrir um 17 árum. Leikstjóri
myndarinnar er Neil Jordan sem er
líklega þekktastur fyrir hina snilld-
arlegu mynd The Crying Game. Hins
vegar vita færri að hann gerði á sín-
um tíma mynd sem fjallaði um vo-
veiflega atburði í þorpi í Bretlandi
þar sem úlfar komu mikið við sögu,
enda hét myndin The Company of
Wolves (1985).
Frá Drakúla
til Frankensteins
Francis Ford Coppola kom fram á
sjónarsviðið fyrir tveimur árum með
myndina Bram Stoker’s Dracula. Þar
lék Gary Oldman hinn eina sanna
Drakúla greifa. Þetta viðfangsefni
virðist hafa heillað Coppola því hann
hefur nú hafið undirbúning að gerð
myndar sem á að fjalla um Franken-
stein.
Til að kóróna allt saman er nýbúið
að gera enn eina myndina sem fjallar
um mann sem breytist í úlf. Þetta er
kannski ekki svo fréttnæmt í sjálfu
sér ef það væri ekki sjálfur Jack Nic-
holson sem fer með hlutverk þessa
aumingja manns, Michelle Pfeiffer
með hlutverk ástkonu hans og sjálf-
ur Mike Nichols er við stjómvölinn
sem leikstjóri. Það má því með sanni
segja að gömlu leikararnir Bela Lu-
gosi, Boris Karloff, Christopher Lee,
Peter Cushing, og Klaus Kinski hafi
þarna fengið hörkusamkeppni frá
rjóma Hollywood í dag.
Úlfsbit
The Wolf fjallar um Will Randall,
ritstjóra bókaútgáfu sem verður fyrir
því að úlfshvolpur bítur hann. Og
viti menn, hann fer að breytast smátt
og smátt í úlf. Hin nýja eðlishvöt og
dýrslegur kraftur sem fylgir þessari
umbreytingu hjálpar Randall til að
leysa mörg vandamál í lífi sínu og
þar á meðal þau er snúa að fjölskyld-
unni. Samtímis tekst honum að ná
aftur áttum og fótfestu í vinnunni
eftir ófremdarástand ásamt því að
uppgötva á nýjan leik ástríður og
ást. Það mætti halda samkvæmt
þessu að það að breytast í úlf hafi
verið þaö besta sem gat komið fyrir
auminga Randall, enda er hér um að
ræða sambland af spennu- og gaman-
mynd.
Draumur
Hugmyndin að The Wolf fæddist
fyrir einum fjórum árum þegar rit-
höfundurinn Jim Harrison og fram-
leiðandinn Douglas Wick hittust í
flugvél. Jim fór að segja vini sínum
frá draumi sem hann dreymdi ný-
lega. Það hafði verið keyrt á úlf, ekki
langt frá þeim stað þar sem Jim bjó,
sem var tiltölulegt afskekktur. Þegar
Jim tók úlfmn upp renndi hann sér
í gegnum munninn og beint inn í lík-
amann. Eftir það breyttist Jim í úlf.
Douglas Wick þótti sagan góð og
samdi við Jim um að gera kvik-
myndahandrit utan um þennan
draum. Douglas þekkti Jack Nichol-
son vel og því var honum boðið hlut-
verkið sem hann öllum á óvart þáði.
Það er nú kannski ekki svo skrýtið
Umsjón
Baldur Hjaltason
því Nicholson þykir gaman að leika
sérstæðar persónur og persónuleika
samanber The Joker í Batman mynd-
inni og svo djöfulinn sjálfan í The
Witches of Eastwick.
Merkilegur leikstjóri
Fljótlega var Mike Nichols valinn
leikstjóri. Hann fékk Wesley Strick
til að endurskrifa handritið en Strick
hafði meðal annars gert handritið að
myndinni hans Scorsese Cape Fear.
En þegar yflr lauk var Nichols aftur
kominn með upphaflegu útgáfu Jim
Harrison. Það er gaman og hvetjandi
að sjá Mike Nichols leikstýra mynd
á borð við The Wolf. Nichols er einn
besti núlifandi leikstjóri meðal okk-
ar. Hann er gyðingur og fæddist í
Berlín 1931. Faðir hans, sem var
læknir, haíði yflrgefið Rússland í
byltingunni og flutt til Þýskaland.
Þegar Hitler komst til valda flúði fjöl-
skyldan aftur og í þetta sinn til
Bandaríkjanna þar sem Nichols
breytti sínu rétta nafni Nicholaiye-
vitch yfir í Nichols.
Margar stórmyndir
Eftir að hafa stundað nám í háskól-
anum í Chicago og leikið nokkuð,
m.a. á Broadway undir stjórn Art--
hurs Penn, hóf Nichols leikstjórn.
Frumraun hans var gamanfarsi eftir
Neil Simon sem bar heitið Barefoot
in the Park og var einnig sýnt á Bro-
adway. Síðan lá leiðin út í kvikmynd-
imar og hann byrjaði á ekki neinu
smáverki eða Who’s afraid of Virgina
Woolf?. Síðan gerði Nichols hverja
stórmyndina á fætur annarri á þess-
um tíma eins og The Graduate, sem
gerði Dustin Hoffman að stjömu,
Catch-22. sem Nichols hlaut verðlaun
fyrir leikstjórn frá kvikmyndagagn-
rýnendum New York borgar og einn-
ig hans fyrstu óskarsverðlaun og svo
Camival Knowledge. Hann hefur
síðan gert fjölda mynda sem hafa
ekki allar verið jafnvinsælar og hans
fyrstu myndir. Má þar nefna Day of
the Dolphin, Silkwood og svo Work-
ing Girl sem var þó nokkuð vinsæl.
Endurvakning
Það má segja að þessi nýi áhugi
Hollywood á gömlu hetjum hryll-
ingsmyndanna ylji mörgum áhuga-
mönnum um hryllingsmyndir um
hjartarætur. Síðan Hafnarbíó hvarf
af sjónarsviðinu hefur ekki verið í
mörg hús að venda fyrir þetta fólk.
Ástæðan fyrir þessum endurvakna
áhuga er án efa margþætt en þó
mætti ætla að einlægur kvikmyndaá-
hugi þessara leikstjóra gerði það að
verkum að þeim langar í dag til að
spreyta sig á líkum verkefnum og
þeir sáu sem unglingar á sínum tíma
og mótaði kvikmyndaáhuga þeirra.
Önnur skýring gæti legið í því að sú
kynslóð kvikmyndahúsagesta sem
er að vaxa úr grasi þekkir lítt til úlfa
og blóðsugna og sé því álitlegur
markhópur sem þurfi aö fara að
venja við efnið. Hvað sem því líður
verður gaman að fylgjast með þess-
um nýju myndum, ekki sísta hinum
eina sanna Jack Nicholson í hlut-
verki úlfsins.
Mynd
umekkju
Mao-
Tse-Tung
Þótt kínverski leikstjórinn
Chen Kaige fengi ekki óskars-
verðlaunín í ár fyrir Far vel frilla
mín sem bestu erlendu kvik-
myndina er hann að undirbúa
sina næstu mynd af fúllum krafti.
Eins og þeir sem hafa séð þessa
ágætu kínversku mynd geta vitn-
að um er Kaige óhræddur við að
fjalla um efni sem er pólitískt við-
kvæmt fyrir kinversk stjórnvöld.
Sum atriðin í Far vel frilla min,
sem fjölluðu um menningarbylt-
inguna og hvernig þeir sem þurfti
að snúa til réttrar trúar voru nið-
urlægðir áður en þeir voru sendir
til endurhæfingar út á land, stóöu
auðsýnilega lengi í kínverskum
yfirvöldum því myndin var lengi
vel bönnuð í Kína. En eftir aö
myndin hlaut gullpálmann á
kvikmyndahátíðinni í Cannes f
fyrra og var tilnefnd til óskars-
verðlauna voru sýningar heimil-
aðar í Kina en ekki þó fyrr en
búið var að klippa burtu sum atr-
iöin.
Erfitt viðfangsefni
Það er líklegt að efni nýju
myndar Chen Kaige eigi einnig
eftir að fara fyrir brjóstið á yfir-
völdum. Myndin heitir Madame
Mo og er byggð á ævi ekkju Mao
Tse-Tung. Hún mun sérstaklega
fjalla um yngri ár Mo þegar hún
vann sem leikkona, áður en hún
giftist Mao Tse-Tung. Ætlunin er
að nota sama gengið og gerði Far
vel frilla mín. Lilian Lee er þegar
byrjaður að skrifa handritið.
Chen Kaige leggur mikla áherslu
á að Gong Li, sem lék stórt hlut-
verk i síðustu mynd, leiki sjálfa
Mo. Hann telur Gong Li raunar
vera einu leikkonuna sem geti
leikið þetta hlutverk vegna þess
að hún sé frá sama héraöi og Mo
og skilji því vel persónuleika
hennar og hvernig hún hugsaðl
Ætlunin er aö hefjast handa fljót-
lega ef það tekst að útvega nægj-
anlegt fjármagn. Kinverska
sljórnin breytti nýlega reglum
um hvernig staðiö skuli aö verki
ef myndir eru fjármagnaöar aö
hluta til erlendis frá. Aö sögn
Kaige fela þessar reglur í sér
möguleika stjórnvalda til að rit-
skoða efni rayndanna.
Það er Jack Nicholson sem fer með aðalhluverkið.