Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 28
36
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994
Stuðningskona Grindvíkinga í körfubolta:
Sumir halda að
ég sé skrítin
- segir Sigríður Guðlaugsdóttir húsmóðir sem fylgir liðinu hvert á land sem er
stuðningsmenn meðan á leiknum
stendur enda fylgist hún með
hveiju andartaki leiksins. Hún hef-
ur þó tekið eftir að ólíklegasta fólk
er farið að mæta á leikina enda
hefur hðið fengið mikla auglýsingu
í vetur. „Alls kyns fólk er farið að
ganga að mér og spyija mig hvort
ég sé ekki stuðningskonan. Ég fór
til Reykjavíkur um daginn og þar
voru margir sem spurðu hvort ég
væri ekki stuðningskonan í
Grindavík. Þannig að eftir mér hef-
ur verið tekið í vetur enda hafa
sjónvarpsvélarnar oft beinst að
mér,“ segir Sigríður. „Ég hafði ekk-
ert áttað mig á hversu mikla at-
hygli ég hafði vakið. Hins vegar
veit ég að fólk hér hefur verið spurt
að þvi hvort ég sé skrítin."
Sigríöur er fædd og uppalin í
Grindavík. Hún rekur eigið fyrir-
tæki ásamt manni sínum, Birgi
Egilssyni, og eiga þau tvö börn, 10
ára dóttur og 3ja ára son. Dóttirin
hefur ekki áhuga á körfubolta en
Sigríður vonar að sonurinn sé upp-
rennandi körfuboltasnillingur og
hún hefur sett körfu upp á stofu-
vegginn hjá sér til að æfa strákinn.
Sigríður starfar í fyrirtæki þeirra
en auk þess sker hún utan af net-
um.
Persónulegir vinir
Sigríður segir að strákamir í
Mðinu séu margir hveijir orðnir
persónulegir vinir sínir. „Ég hef
þekkt þessa stráka svo lengi,“ segir
hún. „Stundum borða ég með þeim
í hádeginu."
Móðir Sigríðar á fjórtán systkini
og fimm þeirra fylgja körfuboltahð-
inu á leiki, þar á meðal foreldrar
Leikmenn körfuboltaliðsins í
Grindavik veittu Sigriði, stuðnings-
manni sínum, áletraðan viður-
kenningarskjöld sem þakklætis-
vott fyrir stuðninginn í vetur.
Birgir, eiginmaður Sigriðar, styður
hana heils hugar í áhugamálinu.
DV-myndir Brynjar Gauti
Börn Sigríðar stuðningskonu eru Guðbjörg og Egill. Hann er tilvonandi
körfuboltamaður í Grindavík ef að líkum lætur.
hennar enda eru tvö systkinaböm
móður Sigríðar í liðinu. „Það er
aldrei talað um neitt annað en
körfubolta í þessari fjölskyldu. í
öllum veislum er körfuboltinn
númer eitt. Það er líka mjög mikill
körfuboltaáhugi í bænum. Verst er
að við skulum ekki enn vera farin
að fagna tith. Njarðvíkingar voru
að fá titihnn í áttunda sinn og þaö
var mikh samúð með okkur aö fá
hann ekki. Það er í raun mikil sam-
staða með stuðningsmönnum þess-
ara tveggja hða. Mér hefur verið
boðið í stuðningsmannahóf í Njarð-
vík og líka í Keflavík," segir Sigríð-
ur.
„Ég hef lagt mig aha fram um að
vera strákunum til fyrirmyndar.
Ég er aldrei með neinn dónaskap.
Mér finnst að fólk megi taka sig á
og vera kurteist. Ég varð fyrir
miklu aðkasti fyrstu árin, t.d. var
skvett yfir mig vatni á leikjum en
í dag fæ ég sem betur fer ekkert
að heyra. Ætli ég hafi ekki öðlast
einhvers konar virðingu," segir
hún.
Torfæran tekur við
- Nú er körfuboltatímabihð búið.
Ertu þá komin í hvíld?
„Nei, síður en svo. Nú hefst tor-
færan. Maðurinn minn er mikill
áhugamaður í torfærunni og hefur
drifið mig með sér eins og ég tek
hann í körfuboltann. Þannig tökum
við þátt hvort í annars áhugamál-
um. Grindvíkingar eru með tvo bíla
í ár í torfærunni sem við styðjum
náttúrlega."
Sigríður hefur ekki tekið þátt í
íþróttum sjálf en viðurkennir aö
hún hafi einu sinni tekið þátt í
körfuboltaleik á móti KR. „Eg hef
aldrei leikið fyrr né síðar. Hér er
karfan aöahþróttagreinin enda er
karfa fyrir utan hvert hús í bæn-
um,“ segir hún.
„Ég mun halda áfram að vera
stuðningsmanneskja hðsins og
vonast th að sonur minn fari í körf-
una. Að fara á leik er það sama
fyrir mig og fara á bah hjá öðrum.
Á tímabih klæddi ég mig upp í mín
bestu fót áður en ég fór á leikina.
Körfuboltatímabilið hefur verið
sérstaklega erfitt núna af því að við
náðum svo langt. Þetta hefur verið
mikið álag.“
Kjarni stuðningsmannahóps
Grindavíkurhðsins samanstendur
af tuttugu manns sem mæta á aha
leiki. Sigríöur stjórnar hópnum
enda dyggasti og elsti stuðnings-
maðurinn. Hópurinn syngur
stuðningslag þeirra Grindvíkinga á
leikjunum og lætur heyrast vel í
sér. „Lagið okkar hefur gert mikla
lukku og það er oft spilaö," segir
Sigríður og sýnir kassettu með lag-
inu en það var gefið út fyrir þrem-
ur árum.
„Það var í fyrsta skipti í vetur
sem ég öskraði mig hása og lét at-
huga í mér hálsinn en það var bara
smávegis flensa. Ég get alveg
öskrað úr mér líftóruna án þess að
flnna fyrir því,“ segir Sigríður.
Stendurmeð
eiginkonunni
Birgir stendur fullkomlega með
Sigríði í baráttu hennar með körfu-
boltahöinu enda segist hún mundu
hætta strax ef honum mislíkaði
þetta. Sigríður var á tímabih hrædd
um að dóttir hennar skammaðist
sín fyrir hana og ræddi það en í
ljós kom að svo var ekki. „Það var
spjah við mig í sjónvarpinu um
daginn og eftir það spurði ég dóttur
mín að því hvort henni þætti þetta
leiðinlegt. Hún svaraði: Ég hlakka
til að fara í skólann á morgun. Ég
var mjög stolt af þessu svari og hef
ekki haft neinar áhyggjur síðan.“
„Ég á bróður í hðinu sem hefur
spilað körfubolta frá því hann var
smástrákur og ég hef aha tíð fylgst
með honum. Óll fjölskyldan hefur
fylgst með honum í gegnum tíðina.
Allt frá því að við fórum í meistara-
flokk hef ég verið einn aðalstuðn-
ingsmaður liðsins," segir Sigríður
Guðlaugsdóttir, 33ja ára, stuðn-
ingskona Grindvíkinga í körfu-
bolta en hún hefur vakið mikla at-
hygli að undanfómu vegna hins
mikla áhuga á íþróttinni. Áhorf-
endur sjónvarps hafa séð Sigríði
jafnt hlæja sem gráta þegar sýnd
hafa verið brot úr leikjum. „Ég tek
þetta mjög inn á mig og lifi mig
gjörsamlega inn í það sem fram
fer,“ segir hún. „Annars hef ég ró-
ast með aldrinum. Ég var miklu
verri. Hér áður fyrr klappaði ég svo
mikið að það blæddi úr höndunum
á mér.“
Strákamir í liðinu kunna hka vel
að meta stuðning hennar því þeir
afhentu henni áletraðan silfur-
skjöld sem þakklætisvott á balli
eftir úrslitaleikinn. Sigríður er þó
ekki hress með aö strákamir henn-
ar skyldu tapa leiknum gegn Njarð-
víkingum. „Við vorum svo ótrúlega
nærri þvi að vinna leikinn," segir
hún. „Þetta var rosalegt áfall. Það
var eins og fótunum væri kippt
undan mér. Ég hélt að við myndum
hafa þetta þegar við vomm komin
tíu stig yfir.' Ég fór heim og há-
skældi eftir leikinn og síðan lagði
ég mig. Reyndar hafði ég ekki sofið
í tvo sólarhinga vegna spennu,"
segir Sigríöur.
Orðin vel þekkt
Sigríður segist ekkert spá í aðra
„Áfram Grindavik," syngur Sigríður Guðlaugsdóttir, húsmóðir í Grindavik, og lætur sér fátt um finnast hvaö aðrir hugsa.