Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994
5
Fréttir
Smygl á 356 lítrum af vodka:
Þremur boðin milljón í sekt
- tveir samþykktu, stóri aðilinn hugsar málið
Mál fjögurra skipverja á Hof-
sjökli, sem kom til landsins 25. sept-
ember 1992, voru tekin fyrir í Hér-
aösdómi Reykjavikur í vikunni.
Þrír skipveijanna mættu við
þingfestingu málanna og voru þeir
ákærðir fyrir að hafa smyglað til
landsins 356 lítrum af vodka í um-
ræddri ferð skipsins.
Einn þeirra, 39 ára Reykvíkingur,
viðurkenndi smygl á 252 lítrum
áfengisins og var boðið að greiða
785 þúsund króna sekt ella sæta
varðhaldi í 80 daga. Tók hann sér
viku frest til að taka afstöðu til
boðsins.
Hinum tveimur, 44 ára og 39 ára
Reykvíkingum, var boðið að greiða
315 þúsund krónur í sekt fyrir inn-
flutning á 104 lítrum áfengis ella
sæta varðhaldi í 30 daga hvor. Þeir
féllust á tilboðið.
Þeir játuðu allir innflutning á
áfenginu og voru ákærðir fyrir
tollalagabrot, brot á áfengislögum
og brot á lögum um verslun ríkis-
ins með áfengi, tóbak og lyf.
-PP
Suðurnes skal
þaðheita
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum;
„Það er ákveðið að hið nýja sveitar-
félag mun heita Suðurnes. Nafnið
verður sent til félagsmálaráðuneytis-
ins og það bætir sennilega bær aftan
við. Málinu er lokið og það þýðir
ekki fyrir neinn að kæra niðurstöð-
una. Menn eru ánægðir og segja má
að komið sé logn á eftir stormin-
um,“ sagði Ingólfur Bárðarson, for-
seti bæjarstjórnar Njarðvíkur, í sam-
talið við DV.
Ingólfur er formaður 6-manna
nefndar, sem hafði yfirumsjón á
nafnavali á hinu sameinaða sveitar-
félagi Keflavik, Njarðvík, Hafna-
hreppur og eftir fund nefndarinnar
á miðvikudagskvöld var ákveðið að
nafnið Suðurnes skyldi standa. Þar
var mættur 21 sveitarstjómarmaður
úr sveitarfélögunum þremur og sam-
þykktu allir nafnið nema einn -
Garðar Oddgeirsson, bæjarstjórnar-
maður í Keflavík.
Sameining
samþykkt í
Skarðshreppi
Búast má við að sex sveitarfélög
af sjö í Dalasýslu sameinist í sumar
þar sem atkvæðagreiðsla um sam-
einingu sveitarfélaganna í sýslunni
var samþykkt í Skarðshreppi með 19
atkvæðum gegn 14. Sameiningin var
felld í Saurbæjarhreppi með 41 at-
kvæði gegn 32 þannig aö i framtíð-
inni má búast við að tvö sveitarfélög
verði í Dalasýslu; sameinað sveitar-
félag sex hreppa og Saurbæjarhrepp-
ur. -GHS
Raufarhöfn:
Sigurbjörg efst
hjá Framsókn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Sigurbjörg Jónsdóttir skipar efsta
sætið á lista Framsóknarflokksins
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á
Raufarhöfn en efstu sæti listans eru
annars þannig skipuð:
1. Sigurbjörg Jónsdóttir skrifstofu-
maöur. 2. Haraldur Jónsson útgerð-
arstjóri. 3. Lilja Valgerður Björns-
dóttir afgreiðslustjóri. 4. Guðrún
Þóranna Jónsdóttir kennari. 5.
Gunnar Baldursson vigtarmaður.
Sauðárkrókur:
Óháðir með K-lista
Óháðir borgarar á Sauðárkróki
hafa komið sér saman um framboðs-
hsta fyrir bæjarstjórnarkosningarn-
ar 28. maí. Efstu sæti listans eru
þannig skipuð: 1. Hilmir Jóhannes-
son mjólkurfræðingur, 2. Gunnlaug
K. Ingvadóttir forstöðumaður, 3.
Brynjar Pálsson kaupmaður og 4.
Freyja Jónsdóttir kaupmaður.
Óháðir borgarar eða K-listinn hafa
átt einn fulltrúa í bæjarstjóminni á
Sauðárkróki á þessu kjörtímabili og
verið í meirihlutasamstarfi með Al-
þýðuflokki og Sjálfstæðisflokki.
-GHS
MAZDA 323 fjögurra dyra
Verö frá 1.098.000 kr.
Taktu þátt í LJÓ5MYNPA6AMKEPPNIMAZPA 1995.
Glæeileg verðlaun:
1. verðlaun: Nýr Mazda 323 fólksbíll og 3.000 dollarar. 14 gullverðlaun að upphæð 3000 dollara hver og
birting myndar í dagatali Mazda 1995. 45 silfurverðlaun að upphæð 500 dollara hver. Auk þess hlýtur einn
þátttakandi frá hverju landi viðurkenningarskjal með innsendri mynd hafi gull eða silfurverðlaun ekki komið
í hlut þátttakanda frá landinu.
Skílafrestur er til 30. júní 1994
og skulu myndirnar þá hafa borist Mazda í Japan eða Ræsi hf.
í Reykjavík. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást hjá Ræsi hf. og umboðsmönnum um land allt.
Myndirnar skulu teknar ú litskyggnur (slides) í liggjandi formati.
Eínkunnarorð keppninnar eru: Njóttu lífeine
á Mazda fólkebíl eða eendimi.
Öllum er heimil þátttaka.
Magnús Hjörleifsson Ijósmyndari
tók þátt í samkeppninní 1985
og 1990 og vann til verðlauna í bæði skiptin.
Ræsir hf. Skúlagötu 59 105 Reykjavík Sími 91-619550
Mazda Photo Contest P.O. Box 93, Kyobashi Post Office Tokyo, Japan