Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 Afmæli Jón Magnús Guöbrandsson ísberg, sýslumaður á Blönduósi, til heimilis að Garðabyggð 1, Blönduósi, verður sjötugurámorgun. Starfsferill Jón fæddist á Möðruvöllum í Eyja- firði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1946, embættisprófi í lögfræði við HÍ1950 og stundaði nám í al- þjóðarétti við Lundúnaháskóla 1950-51. Jón var fulltrúi sýslumanns Húnavatnssýslu 1951, sýslumaður Húnavatnssýslu 1960-92 og sýslu- maður á Blönduósi frá 1992. Hann hefur samhliða embættisrekstri stundað búskap, einkum hrossabú- skap í Laxholti nú síðari árin. Jón sat í stjórn Vöku 1947-49, í stúdentaráði HÍ 1947^8, formaður Orators 1948-49, meðal stofnenda skátafélagsins Bjarna á Blönduósi 1938, flokks- og ylfingaforingi til 1943 og félagsforingi Skátafélags Blöndu- óss1958-74. Jón hefur sem oddviti sýslunnar verið formaður jarðhitanefndar V- Húnavatnssýslu, formaður stjórnar Héraðssambands A-Húnavatns- sýslu, formaður náttúruverndar- nefndar, formaður stjórnar Héraðs- skjalasafns A-Húnavatnssýslu, formaður byggingarnefnda um bók- hlöðu á Blönduósi, félagsheimili þar og heilbrigðisstofnanir á Blönduósi og Skagaströnd, í undirbúnings- nefnd fyrir byggingu Húnavalla- skóla, sat í hreppsnefnd Blönduós- hrepps 1958-82, oddviti Blönduós- hrepps 1965-66 og 1970-78 og for- maöur skólanefndar, hafnamefnd- ar, bygginganefndar hitaveitu Blönduóss, í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 1977-78 og hef- ur átt sæti í stjórn Fjórðungssam- bands Norðlendinga og formaður þess 1977-78, safnaöarfulltrúi Blönduóssóknar 1965, í stjórn Skóg- ræktarfélags A-Húnvetninga 1960-71 og formaður 1965-71, stofn- andi Lionsklúbbs Blönduóss 1959 og fjölumdæmisstjóri 1983-84, formað- ur stjórnar Sýslumannafélags ís- lands, formaður Jörundar, félags ungra sjálfstæðismanna í A-Húna- vatnssýslu 1952-56, í stjórn Varðar, félags sjálfstæðismanna í A-Húna- vatnssýslu 1960-67, varamaður á alþingi 1967, í iðnþróunarnefnd fyrir Norðurland vestra 1977-78, í ráð- gjafanefnd um almenningsbókasöfn 1978 og hefur verið stjórnarformað- ur m.a. fyrirtækjanna Pólarprjóns hf., Treíjaplasts hf., Verslunarfélags A-Húnavatnssýslu hf. og stjórnar- formaður Veiðifélags Laxár í Ásum frá 1972. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Þórhildur Guð- jónsdóttir, f.1.12.1925, héraðsskjala- vörður. Hún er dóttir Guðjóns Hall- grímssonar bónda og Rósu ívars- dótturhúsmóður. Börn Jóns og Þórhildar eru Arn- grímur, f. 10.5.1952, héraðsdómari; Eggert Þór, f. 18.6.1953, fram- kvæmdastjóri; Guðbrandur Magn- ús, f. 10.5.1955, prentari; Guðjón, f. 14.2.1957, hagfræðingur; Jón Ólafur, f. 20.2.1958, sagnfræðingur; Nína Rós, f. 17.2.1964, mannfræðingur. Systkin Jóns: Gerður Ólöf, f. 20.3. Jón ísberg. 1921, húsmóðir; Guðrún Lilja, f. 28.9. 1922, hárgreiðsíumeistari; Ari Guð- brandur, f. 16.9.1925, lögfræðingur; Ásta Ingifríður, f. 6.3.1927, hár- greiðslumeistari; Nína Sigurhna, f. 22.11.1929, ritari; Ævar Hrafn, f. 30.4.1931, vararíkisskattstjóri; Arn- grímur Óttar, f. 31.5.1937, kennari. Foreldrar Jóns voru Guðbrandur Magnússon ísberg, f. 28.5.1893, d. 13.1.1984, sýslumaður, pgÁmína Hólmfríður Jónsdóttir ísberg, f. 27.1. 1898, d. 3.10.1941, húsmóðir. Frá húsnæðisnef nd Reykjavíkur Almennar kaupleiguíbúðir Höfum til ráðstöfunar nokkrar almennar kaupleigu- íbúðir á eftirtöldum stöðum: Veghús31 Tveggja, þriggja og þriggja til fjögurra herbergja íbúðir Ásholt 38-42 Tveggja herbergja íbúðir Klapparstígur 1A Tveggja herbergja íbúðir Vakin er athygli á nýsamþykktum lögum um rýmkuð lánskjör við kaup á almennum kaupleiguíbúðum. Nánari upplýsingar á skrifstofu húsnæðisnefndar að ' Suðurlandsbraut 30, sími 681240 Hafnarfjarðarbær - lóðaúthlutun Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar lóðir í Mosahlíð fyrir íbúðarhús. Um er að ræða: Um 40 lóðir fyrir 2ja hæða einbýlishús, 9 lóðir fyrir 2ja hæða raðhús, 8 lóðir fyrir 2ja hæða parhús. Ennfremur 27 lóðir fyrir 2ja hæða einbýlishús á Hval- eyrarholti og 5 lóðir fyrir 2ja hæða einbýlishús í Setbergslandi. Lóðirnar verða til afhendingar í sumar. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Eldri umsóknir þarf að endurnýja eða staðfesta. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði UTAVER - UTAVER - UTAVER - LITAVER s § málning'f sjofn] Játakk! ESL*ÆESÍtt 20% afsláttur Þarftu að bæta? af allri málnlngu Grensárvegi 18 simi 81*Z4'44 § S UTAVER - UTAVER - UTAVER - UTAVER Þorgrímur Jónsson Þorgrímur Jónsson, Rauðalæk 19, Reykjavík, verður sjötugur á mánu- daginn kemur. Starfsferill Þorgrímur fæddist í Vík í Mýrdal en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur vorið 1938. Hann lauk burtfararprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1945 og jafnframt sveins- prófi í málmsteypu þá um sumarið en hann hefur áunnið sér meistara- réttindi í greininni. Þorgrímur dvaldi við nám hjá Stockholms Teckniska Institut 1946 og starfaði síðan um skeiö hjá Söer- hamns Mekaniska Verksteder AB. Hann hefur starfrækt málmsteypu um árabil, nú síðari ár ásamt sonum sínum, Sigurði Trausta og Jóni Þór. Fjölskylda Þorgrímur kvæntist 3.6.1950 Guðnýju Margréti Árnadóttur, f. að Hellnafelh í Grundarfirði 26.4.1928, húsmóður og verslunarmanni. Hún er dóttir Áma Sveinbjömssonar, f. 3.12.1891, d. 11.10.1963, b. og vél- stjóra, og Herdísar S. Gísladóttur, f. 24.2.1899, húsmóður. Systkini Guðnýjar vom ellefu en níu þeirra eruálífi. Böm Þorgríms og Guðnýjar eru Bára, f. 2.10.1950, hjúkranarfræð- ingur, gift Ólafi Jónssyni yfirlækni og em synir þeirra Jón Ámi, Bragi Þorgrímur og Eiríkur Orri; Sigurð- ur Trausti, f. 6.8.1952, vélfræðingur en fyrrv. kona hans er Elsa Brynj- ólfsdóttir og eru synir þeirra Sigurð- ur Þór, Guðni Már og Ándri Freyr; Jón Þór, f. 30.4.1958, verkfræðingur, kvæntur Aldísi Yngvadóttur af- brotafræðingi og em dætur þeirra Hugrún og Gígja; Herdís, f. 29.6. 1961, kennari, en sambýlismaður hennar er Áki Áskelsson, vél- og iðnrekstrarfræðingur. Systkini Þorgríms eru Sigrún, f. 19.8.1921, kennari og kirkjuleg Usta- kona í Stokkhólmi, var gift Sigur- jóni Sigurðssyni, fyrrv. kaupmanni, og eiga þau þrjú böm, síðan gift Ragnari EmUssyni arkitek og eign- uðust þau tvö börn en er nú gift Thorsten Folin, fyrrv. ofursta í sænska hemum; Hafsteinn, f. 23.3. 1931, lengi starfsmaður hjá Ofna- smiðjunni og síðar hjá Kassagerð Reykjavíkur; Guðríður Bryndís, f. 27.12.1936, húsmóðir og starfsmaö- ur á Alþingi, gift Jóni Björnssyni, starfsmanni Pósts og síma, og eiga þauíjögurböm. Foreldrar Þorgríms voru Jón Jónsson, f. 6.8.1889, d. 6.5.1957, silf- ursmiður og hagleikssmiður, og Þorgerður ÞorgUsdóttir, f. 30.4.1900, húsmóðir. Ætt Jón var sonur Jóns, kaupmanns í Vík í Mýrdal, Þorsteinssonar, b. í KerUngadal, Einarssonar, b. þar, bróður Bjama Thorsteinson amt- manns, foður Steingríms skálds. Einar var sonur Þorsteins, b. í Kerl- ingadal, Steingrímssonar, bróður Jóns eldprests. Móðir Jóns Jónssonar var Guðríð- ur Brynjólfsdóttir, b. á Litlu-Heiði, Guðmundssonar, b. á Norður-Göt- um, Guðmundssonar. Móðir Brynj- ólfs var Guðrún Hallgrímsdóttir, b. á Neðra-VelU Brynjólfssonar. Hall- grímur var langari Þorsteins Erl- ingssonar skálds. Móðir Guðrúnar var Guðríður Ögmundsdóttir, prests á Krossi í Landeyju, afa Tóm- asar Sæmundssonar Fjölnismanns. Ögmundur var sonur Högna, prestaföður Sigurðssonar. Þorgrímur Jónsson. Þorgerður var dóttir ÞorgUs, b. á SvínafeUi, Guðmundssonar, b. á Fossi á Síðu, Guðmundsonar, b. þar, Hálfdánarsonar. Móðir ÞorgUs var Guðný Pálsdóttir, prófasts í Hörg- dal. Móðir Þorgerðar var Guðrún eldri Sigurðardóttir, b. á SvínafeUi, Jónssonar. Móðir Sigurðar Þor- steinssonar var Gurún Vigfúsdóttir, frá SkálafelU í Suðursveit, systir Þorsteins á FeUi sem allílestir Öræf- ingar eru frá komnir. Þorsteinn var afi Þorsteins á Felli, langafa Lúðvíks Jósepssonar, og afi Auðbjargar á Bmnnum, langömmu Þórbergs Þórðarsonar, Gunnars Benedikts- -sonár en langalangömmu Einars Braga, Svavars Guðnasonar og Stef- áns Benediktssonar. Móðir Guðrún- ar eldri var Sigríður Runólfsdóttir, b. á Maríubakka, Sverrissonar, bróður Þorsteins, afa Kjarvals, og bróður Eiríks sýslumanns, langafa Sigurðar Líndal, Gunnars Thor- oddsen og Einars, föður Sigurbjörns biskups. Þorgrímur og Guðný taka á móti gestum í Veislurisinu, Hverfisgötu 105, laugardaginn 23.4. frá kl. 20.00. Sviðsljós Þessir þrir voru meðal viðstaddra við opnun Hákonar digra. Frá vinstri: Atli Eðvaldsson, þjálfari meistara- flokks HK i knattspyrnu, Bragi Michaelsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, og Ragnar Bogi Petersen, reyndasti knattspy rnumaður HK. DV-myndir EJ Hákon digri, ný félagsmiðstöð HK í íþróttahúsinu Digra- nesi í Kópavogi, var formlega opnuð á föstudagskvöld. Þar skrifuðu Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, og Þorsteinn Einarsson, formaður HK, undir samstarfs- samning um rekstur miðstöðvarinnar sem gagnast jafnt ungu kynslóðinni í Kópavogi og félagsmönnum í HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.