Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994
35
„Ljúktu vinnudeginum á einhvern afgerandi hátt, með því að fara í sund, hlaupa sprett eða ganga einn hring
í Kringlunni," var ráðið sem Nökkvi læknir gaf Sigrúnu Harmdal til að auðvelda henni að draga mörkin
milli vinnu og einkalífs.
Svefnlausa
konan
Allt kynlíf, hvort heldur með öðr-
um eða sjálfum sér, hefur slakandi
áhrif og bætir svefninn til mikilla
muna. Aðrar aðgerðir sem reynast
vel eru þessar: Forðastu áfengi í
of stórum skömmtum. Reyndu að
enda daginn með því að lesa bók
sem er ekki of spennandi. Drekktu
ekki kaffi á kvöldin. Borðaðu ekki
of mikið á kvöldin en vertu heldur
ekki svöng þegar þú gengur til
náða. Mjólkurglas eða einn banani
hafa oft róandi áhrif.“ Nökkvi
þagnaðismástund. „Þessar aðgerð-
ir ættu að duga; auk nokkurra við-
tala við mig eða einhvem annan, “
bættihannvið.
Meðferó og sögulok
Sigrún var ágætlega með á nót-
unum. Hún hafði heyrt eitthvað af
þessum ráðleggingum áður en
aldrei tekið þær alvarlega. Hún fór
af fundi Nökkva og ákvað að gera
nauðsynlegar svefnbætandi að-
gerðir á lífi sínu. Hún endurskipu-
lagði vinnu sína í samráði við hann
og tókst smám saman að vinna bug
á eigin öryggisleysi og læra að lifa
með yfirþyrmandi fullkomnunar-
áráttu. Hún öðlaðist meiri trú á
sjálfa sig. Ýmis önnur vandamál
skutu upp kollinum í viðtölunum.
Gömul reiði vegna skilnaðarins var
tekin fyrir og afgreidd. Sigrún fór
að sofa betur og leið mun betur en
áður. „Sennilega þurfti ég aldrei á
þessum svefnlyfjum að halda,“
sagði hún löngu síðar á fundi í for-
eldrafélagi. „Þau gerðu aldrei ann-
að en fela vandamálin en leystu
akkúrat ekki neitt.“ Hún snerti
blíðlega upphandlegginn á ást-
manni sínum og vinnufélaga úr
fyrirtækinu. „Ekki vissi ég að þú
hefðir nokkru sinni sofið illa,“
sagði hann og horfði á hana með
aðdáun og girnd í augunum.
Eitt sinn leitaði kona nokkur að
nafni Sigrún Harmdal til Nökkva
læknis. „Ég get ekki sofið,“ sagði
konan og andvarpaði. Nökkvi hall-
aði sér fram í stólnum og virti kon-
una fyrir sér, fullur áhuga. Hún var
á miðjum aldri, vel klædd, með
permanent í ljósu hárinu en sorg í
augunum. „Hefur þetta staðið
lengi,“ sagði Nökkvi blíðlega, lag-
aði shpsishnútinn og strauk hönd-
um gegnum grásprengt hár sitt.
Konan sagði honum frá lífi sínu.
„Ég er fráskihn, einstæð móðir með
tvo táninga í grunnskóla." Nökkvi
missti þegar í stað ahan áhuga á
frekari kynnum við konuna. „Ég
starfa sem verslunarstjóri í mikilli
verslun á Reykjavíkursvæðinu.
Mér finnst ég vera að kafna í
ábyrgð og álagi. Ahir koma til mín
með vandamál sín og áhyggjur. Ég
þarf alltaf að vera i góðu formi og
standa mig í samkeppni við ungar
kvenrembur og kahrembur á öhum
aldri. Mér finnst ég eiginlega aldrei
slaka á eða sofa vel. Á kvöldin er
hugurinn sneisafuhur af vanda-
málum dagsins. Ég get ekki hætt
að hugsa um allt sem gerðist og
kemur th með að gerast á morgun.
Ef dagurinn hefur verið óvenjuerf-
iður ligg ég andvaka í fleiri klukku-
stundir, bylti mér og hugsa. Stund-
um vakna ég upp um miðja nótt
glaðvakandi og get ekki sofnað á
nýjan leik. Þetta fer versnandi. Ég
er búin að prófa svefnlyf en verð
timbruð og iha fyrirköhuð af þeim.
Hvað fmnst þér að ég eigi að gera?“
Hún stundi þungan og horfði á
Nökkva lækni með von í sorgbitn-
um augunum.
Alls konar svefn-
bætandi aðgerðir
„Betra er að koma í veg fyrir
svefnleysi en meðhöndla það á ein-
hvern flókinn hátt,“ sagði Nökkvi
læknir spekingslega. „Svefnlyferu
venjulega gagnslaus th lengdar og
gera meiri skaöa en gagn,“ bætti
hann við. Hann ákvað að slá um
sig með tilvitnun í grísku goða-
fræðina til að ganga í augun á kon-
unni. „Þú verður að endurskipu-
leggja líf þitt ef hinum algóða
Hypnosi á að takast að vagga þér
inn í svefninn.“ Hann hélt áfram:
„Þú verður að draga ákveðin mörk
mhh vinnu og einkalífs svo að þú
burðist ekki með áhyggjur dagsins
Á laeknavaktíimi
h ■ Óttar Guðmundsson | læknir
heim th þín á kvöldin. Ljúktu
vinnudeginum á einhvern afger-
andi hátt, með því að fara í sund,
hlaupa sprett eða ganga einn hring
í Kringlunni. Hættu að afgreiða
mál sem tilheyra vinnustaðnum
þegar þú ert komin heim. Langflest
svefnvandamál í nútímaþjóðfélagi
stafa af því að fólk ber óleyst
vandamál dagsins með sér inn í
svefnherbergin og getur ekki losaö
sig við þau. Undirmeðvitundin
heldur áfram að velta vandanum
fyrir sér og stendur það fólki fyrir
svefni og hugarró. Lærðu einfaldar
slökunaraðgerðir sem þú getur
beitt þegar þú ert komin upp í rúm.
Af öllum náttúrulegum svefnbæt-
andi aðgerðum reynist best að hita
líkamann vel áður en gengið er th
hvílu. Farðu í heitt bað eða gakktu
góðan spöl þegar fer að kvölda.
Aðaltölur:
• T '
Vinningstolur miðvikudaginn: 13. apríl 1994 (30) (33É) (37)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING .BÓNUSTÖLUR
El 6a,e 0 168.770.000 (J)@@
(75 5 af 6 CÆ+bónus 4 261.824 Heildarupphæð þessa viku:
0| 5af6 11 74.807 172.510.055
H 4af6 698 1.875 áísl, 3.740.055
m 3 af 6 |*fl+bónus 2.574 218 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91-68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00«TEXTAVARP 451 8IRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Q Uinningur fór til: Fjórfaldur 1. vinningur næst
Sumarhús tn söiu:
Dreymir þig um sumarhús og hvernig það eigi að
vera? Komdu og ræddu hugmyndirnar við okkur og
við gerum þér hagstætt tilboð.
Eigum eitt fallegt og vandað hús á staónum. Komdu
og sjáðu með eigin augum að Smiðsbúð 3, Garðabæ,
eöa fáðu uppl. í síma 658826 milli 9 og 6.
Geymið auglýsinguna.
Sálarrahnsóknafélag
imesja /
aut 13, Kefíavík
liími 92-
iið um sálarrMnsóknir dagana
nk.
NánMke^ðið verður í fgrmi fyrirlestra og þjálf-
unaiw'úmsjón welsku miðlanna Irish Hall,
Juliu\®e|ffins og Colin Kingsholt.
Innritííb eM3|fin í $íma félagsins 92-13348
og í snpM«^14517 (Sigmar).
ðhafaborisif
Lóðahreinsun í Reykjavík
vorið 1994
Umráðamenn lóða í Reykjavík eru hvattir til að flytja
nú þegar af lóðum sínum allt er veldur óþrifnaði og
óprýði.
Til að auðvelda fólki að losna við rusl eru gámar við
eftirtalda staði:
Ánanaust móts við Mýrargötu.
Sævarhöfða móts við Malbikunarstöð.
Gylfaflöt austan Gufunesvegar.
Jafnasel í Breiðholti.
Sérstakir hreinsunardagar verða laugardagana 7. og
14. maí og verða ruslapokar afhentir í hverfabæki-
stöðvum gatnamálastjóra.
Næstu tvær vikur eftir hreinsunardagana munu
starfsmenn Reykjavíkurborgar fara um hverfi borgar-
innar og hirða upp fyllta poka.
Rusl, sem flutt er til eyðingar, skal vera í umbúðum
eða bundið og hafa skal ábreiður yfir flutningaköss-
um.
Umráðamenn óskráðra og umhirðulausra bílgarma,
sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum
og opnum svæðum í borginni, eru minntir á að fjar-
lægja þá hið fyrsta, annars má búast við að þeir verði
teknir til geymslu um takmarkaðan tíma en síðan
fluttir til förgunar.
Gatnamálastjórinn í Reykjavík
hreinsunardeild