Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Sextán óhæfir leiðtogar Hugmyndafræðin að hörmulegri útreið Vesturlanda í Bosníu liggur einkum grafm í utanríkisráðuneytum Bret- lands og Frakklands. Þar starfa óvenjulega óhæfir menn, sem ímynda sér meðal annars, að harðneskjuleg viðhorf séu á einhvem hátt í sjálfu sér hagkvæmari en önnur. Þessir hugmyndafræðingar náðu því ekki, að fram- kvæmd viðhorfanna leiðir til atburðarásar, sem getur orðið upphafsaðila afar óhagkvæm, svo sem Bosníurugl- ið sýnir greinilega. Það skerðir stórlega möguleika Vest- urlanda til að hafa áhrif á gang veraldarsögunnar. Óhæfir hugmyndafræðingar hafa ekki verið og verða ekki dregnir til ábyrðar fyrir handarbakavinnuna í Bosn- íu. Það verða hinir póhtísku yfirmenn í stólum utanríkis- ráðherra og forsætisráðherra. Þeir verða hengdir í al- menningsálitinu fyrir ráðgjöfina, sem þeir þágu. Þetta fer að skipta máh nú, þegar komið er í ljós, að stefna Vesturlanda í Bosníumálinu leiðir til stórminnk- aðs áhrifavalds þeirra í umheiminum; þegar fólk fer að spyrja, hvers vegna ekki var tekið mark á aðvörunum fyrir hálfu öðm ári, er ódýrara var að stöðva Serba. Fremstir í flokki þeirra, sem ábyrgð bera á mgh Vest- urlanda, era Major forsætisráðherra og Hurd utanríkis- ráðherra Bretlands. í svipaðri röð kemur Mitterrand Frakklandsforseti, sem fer með raunverulega stjóm ut- anríkismála í Frakklandi vegna stöðu forsetavaldsins. Af minni spámönnum í Evrópu bera mesta ábyrgð þeir Gonzales, forsætisráðherra Spánar, og forsætisráð- herrar Grikklands, fyrst Mitsotakis og síðan Papandre- ou. Grikkimir hafa af trúarbragðaástæðum séð th þess, að viðskiptabannið á Serbíu hefur verið hriplekt. í Bandaríkjunum hvílir ábyrgðin á forsetunum, Bush og Clinton, þótt ekki megi gleyma Chnstopher og Perry, ráðherrum utanríkis- og vamarmála. í raun veldur mgl- ið Bandaríkjunum mestu tjóni, því að þau höfðu úr hæst- um sessi að faha sem fyrrverandi heimsveldi. Ráðamenn Bandaríkjanna hafa sér ekki til afsökunar vonda ráðgjöf úr utanríkisráðuneytinu. Þar var mörgum ljóst, að stefnan mundi stórskaða Bandaríkin. Þeir létu í sér heyra og nokkrir lykilmenn ráðuneytisins sögðu hreinlega af sér, þegar ekki var hlustað á þá. Ekki má gleyma þremur fiölþjóðastofnunum, sem hafa smækkað að marki af ruglinu í Bosníumálinu. Fremst fer þar Atiantshafsbandalagið með Wömer í broddi fylk- ingar. Síðan koma Sameinuðu þjóðimar með Ghah í far- arstjóm og Evrópusambandið með Delors sem oddvita. Vandræði Atlantshafsbandalagsins em sýnu mest, enda er þar um að ræða hemaðarstofnun, er hefur reynzt alveg óhæf th að hefta útþenslustefnu fámennra hópa villimanna af serbneskum toga og það á svæði, sem var utan við heimsveldi Sovétríkjanna sálugu. Loks em það sáttasemjaramir þrír, sem ráku máhð af annáluðum bamaskap, þeir Owen og fyrst Vance og síðan Stoltenberg. Þeir áttu mikinn þátt í að telja Vestur- löndum trú um, að með kjaftavaðh og sviknum loforðum fengist niðurstaða, sem Vesturlönd gætu sætt sig við. Afskipti þeirra manna, sem hér hafa verið nefndir, og líklega nokkurra í viðbót, hafa leitt th þess, að Vestur- landaþjóðir hafa glatað trú á sjálfar sig og Vesturlönd hafa giatað möguleikum á að sveigja mál í umheiminum th samræmis við póhtíska hagsmuni Vesturlanda. Foringjaval á Vesturlöndum hlýtur að vera orðið kol- brenglað, þegar sextán nafngreindir foringjar þeirra stuðla ahir í kór að hnignun og hruni Vesturlanda. Jónas Kristjánsson Það er fyllilega kleift að stórbæta það ömurlega ástand sem nú ríkir í þjóöfélaginu. Þetta verður á hinn bóginn ekki gert þar sem stjórnendurnir sofa. Fyrirhyggja, vinnu- agi og mannúð Þegar skip fer að leka úti á rúmsjó og fjarri allri björg hefur áhöfnin tvo kosti til að komast af. Fyrst skal nefnt það augljósa, þ.e. að reyna að stífla lekann og ausa. Annar kostur er sá að skipstjórinn og helstu fylgisveinar hans bretti upp ermamar og fari að fleygja öðrum skipveijum fyrir borð til að létta skipið. Fá þannig borð fyrir báru. Hver heilvita maður sér strax í hendi sér aö seinni kosturinn er í raun enginn kostur. Ekki einu sinni fyrir þá sem eftir sitja í fley- inu. Eftir sem áður er það lekt. Og hugsanlega er áhöfnin óþjálfuö, slöpp eða viljalaus til að sinna nauðsynlegum austri. Einstaklingum fórnað Sú einfalda mynd sem hér er dregin upp og auðsæ ætti aö vera hverju mannsbami er líking sem gripið er til til að lýsa því ástandi sem atvinnuleysið skapar í fyrir- tækjum. Segja má að víða sé veriö að dunda við að fóma einstakling- um með uppsögnum með þeim ár- angri einum að viðkomandi „fley“ fljóta dáhtiö lengur. Stundum tekst reyndar betur til, þ.e. ef einhver stíflar lekann eða kemur áhöfninni til að ausa. En era ekki til einhveijar mann- úðlegri lausnir en sú aö fleygja ósyndum skipveijum fyrir borð í óveðri úti á rúmsjó? Hvað um það til að mynda að kenna öllum sund og sjá þeim fyrir bjarghringjum áður en til slíks kemur? Ellegar að fylgjast náiö með öllum leka og áfollum og fyrirbyggja flestar slík- ar uppákomur í tæka tíð? Ósiðir, leti og vanafesta Þegar leysa þarf þetta verkefni koma upp ýmis vandkvæði. Stund- um hefur skipshöfnin, að skip- stjórnarmönnum meðtöldum, komið sér upp ósiðum, leti og vana- KjaUaiinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga þjónustu Háskólans festu. Vanrækir að hafa tiltækan björgunarbúnað. Er ósynd upp til hópa. Nennir að auki ekki að gá að hættumerkjum. Og möglar ef það þarf að taka til hendinni og ausa án þess að fyrir slíkt komi veruleg og skjóttekin umbun. Forð- ast einnig eins og heitan eldinn að breyta venjum sínum eða bæta sjó- mennsku sína og verkkunnáttu. Það era slíkar skipshafnir og slíkir skipstjómarmenn sem í dag verða fyrir áfóllum sem enda í mannúð- arsnauöum fómum. Með því að ósyndum og bjarghringjalausum skipveijum er varpað fyrir borð þegar í óefni er komið vegna lang- varandi fyrirhyggjuleysis og hefða- dýrkunar. Líkingin á að vísu ekki fullkomlega við því að ytri skilyrði fyrirtækjanna era á mannlegu valdi. Ytri skilyrði skipa og áhafna era hins vegar verk æðri máttar- valda. Enn sem komið er allténd. Leikaraskapur og hefðadýrkun Vilji menn breyta því ástandi sem hér er lýst er lausnin augljós. Hún felst í því að skipshöfnin haldi vöku sinni og fæmi ávallt í lagi. Hún felst að auki í metnaði, vinnuaga, fyrirhyggju, sveigjanleika, sívirkri þekkingaröflun og nýsköpun sem nær allt tfl smæstu hluta og at- hafna. Hér er komin lausn náskyld „þriðju leiðinni" sem ráðherrar sjö iðnríkja settu á blað þann 15. mars síðastliðinn. Fyrrgreind atriði era önnur hlið þess penings þar sem hin hliðin er mannúö og velsæld. Það er fyllilega kleift að stórbæta það ömurlega ástand sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Þetta verður á hinn bóginn ekki gert þar sem stjómendurnir sofa og áhöfnin eyðir dýrmætum tíma og fjármunum í léttvægan leikara- skap eða hefðadýrkun. Jón Erlendsson Hér er komin lausn náskyld „þriðju leiðinni“ sem ráðherrar sjö iðnríkja settu á blað þann 15. mars síðastliðinn. Skoðanir annarra Óheppilegir árekstrar „Löggjöfm um Ríkisendurskoðun gekk í gildi árið 1988. Síðan hefur starf stofnunarinnar verið fyrirferðarmikið, og breytingin hefur margsannað gildi sitt, á þeim fáu árum sem hún hefur verið í gildi.... Árekstrar milh Alþingis og Ríkisendurskoð- unar era óheppilegir, og nauðsynlegt er fyrir þessa aðila að koma sér saman um skýrar starfsreglur í tilfellum viðlíka því sem hefur komið upp. í það verk verður að ganga sem allra fyrst.“ Úr forystugrein Tímans 23. apríl. Serbar og hótanir NATO „Sveitir Sameinuðu þjóðanna vora sendar til Bosníu til að gæta friðar en ekki til að koma á friði eða heyja styrjöld gegn Serbum. Þaö er því ekki síð- ur skylda SÞ og NATO að tryggja öryggi þeirra. Þess vegna munu Serbar líklega lítið mark taka á hótun- um NATO eða annarra alþjóðastofnana. Þeir vita af reynslunni aö ekkert verður gert til að stöðva einn mesta harmleik í Evrópu frá því að síðari heimsstyij- öldinni lauk.“ Úr forystugrein Mbl. 23. apríl. Samfélagsþjónusta í stað ref singar? „Dómar eiga að ráðast af brotum sakborninga en ekki því hvort Hraunið er þétt setið þennan dag- inn eða hinn. Hvað betrunina varöar leyfi ég mér að efast um að vanur ávlsanafalsari snúi af villu síns vegar við það eitt að gróðursetja tré í nokkrar vik- ur. Það er full ástæða til þess aö láta fjársvikara og aðra glæpamenn í „léttvæga“ flokknum sæta ábyrgð gerða sinna. Glæpamenn eiga aö ganga að þvi visu að afbrot kosti frelsissviptingu.“ Andrés Magnússon í Eintaki 21. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.