Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Nývirkjamiðstöð Eitt allra stærsta vandamálið í borgiruii, sem borgarstjóm hefur látið afskiptalaust þangað til nú á kosningaári, er auðvitað atvinnu- leysið. Mesta böl, sem getur orðið á vegi vinnufúsra manna, er að fá ekki atvinnu. Við heyrum hér oft um fólk sem með útsjónarsemi og dugnaði bjargar sér þrátt fyrir að hafa misst atvinnuna. Það hefur skapað sér starfsvettvang í hinum óliklegasta atvinnurekstri. En hve margir eru þeir sem hafa hugmyndir og dugnaö en ekki að- stæður til að byija með „tvær hendur tómar“? Við kaupum ótrúlegustu vörur erlendis frá og teljum sjálfsagt að slíkar vörur sé ekki hægt að fram- leiða hér á landi. Við hreinlega gef- um okkur að stórfyrirtæki þurfi til að framleiða alla skapaða híuti „til að ná hagkvæmni". En þaö er nefnilega ekki alltaf svq. Mörg dæmi um slíkt má nefna. Þróun nýframleiðslu Til að örva smáiðnað vil ég beita mér fyrir því að Reykjavíkurborg komi upp nývirkjamiðstöð, einni eða fleirum. í nývirkjamiðstöð fengi fólk að- stoð við að gera frumeintök og þróa vinnuferli ýmiss konar nýfram- leiðslu, til dæmis úr málmi, tré, matvælum og textíl. Athuga má samstarf við verk- námsskóla borgarinnar um þessa þætti. í nývirkjamiðstöð á einnig að aðstoða fóík við kostnaðaráætlan- ir, markaðskannanir, gerð greinar- gerða og áætlana vegna umsókna alls konar. Einnig á að veita lög- fræðilegar leiðbeiningar, leiðbein- ingar um erlend samskipti, upplýs- ingaöflun o.fl. þess háttar. Nývirkjamiðstöð á einnig að hafa ffumkvæði. Það á að vera með þeim hætti að aflað er upplýsinga um vitneskju um vöru og þjónustu og þeim komið á framfæri. Til dæmis: úr hveiju eru tilteknar vör- ur unnar, hvað þarf til að vinna þær, hver er líklegur kostnaður við vinnsluna og hver er líkleg mark- Kjallaiinn Pétur Jónsson Höfundur er 4. maður á Reykjavíkurlistanum aðshlutdeild í samkeppni við sam- bærilega vöru? Nývirkjamiðstöð eins og hér er lýst verður kynnt vel og rækilega fyrir borgarbúum svo hún skih til- ætluðum árangri. A refilstigum kerfisins Tilgangurinn er að örva smáiðn- að í borginni sem mikilvægan val- kost gegn atvinnuleysi og einnig til aukningar þjóðartekna. Nú þegar eru starfandi nokkrir aðilar sem geta lagt sitt til þessarar nýju miðstöðvar. Þar má t.d. nefna Upplýsingamiðstöð Háskólans og Iðntæknistofnun íslands, auk ýmissa skóla. Bankakerflð er auð- vitað fyrir hendi, auk ýmissa sjóða og stofnana. Það sem vantar aðallega er að leiðbeina áhugasömu fólki um ref- ilstigu núverandi kerfis og sam- hæfa starfsemi þessara aðila. Þetta kostar vinnu og fjármuni sem skilar betri arði en stælbygg- ingar og hroðvirknisleg fjármála- stjóm núverandi meirihluta í borg- arstjóm. Við verðum að líta á svona stofn- un sem fjárfestingu og við megum búast við margfoldum hagnaði síð- ar. Atvinna í borginni eykur reisn og sjálfstraust borgarbúa til allra góðra verka. Fjárfesting í slíkum mannlegum verðmætum er besta fjárfesting sem til er. Núverandi borgarstjóri heftir set- ið í borgarstjóm og borgarráði síð- astliðin 8 ár. Hvar má finna tillögur hans frá öllum þeim tíma í þeim mannlegu verðmætum sem hér er lýst? Það em bara loforð sem koma núna, rétt fyrir kosningar. „Tilgangurinn er aö örva smáiðnað í borginni sem mikilvægan valkost gegn atvinnuleysi og einnig til aukningar þjóðartekna.“ Áfram uppbygging í Reykjavík Eitt helsta einkenni Reykjavíkur- borgar undir forystu sjálfstæðis- manna er mikil uppbygging og ffamtakssemi á mörgum sviðum. Stærsta sjáanlega framtakið er 9000 manna byggð í Grafarvogi en hún hefur risið eftir að sjálfstæðismenn tóku við stjóm borgarinnar á ný árið 1982. Ýmis önnur stórvirki Reykjavík- urborgar em síður sjáanleg í dag- legu lífi borgarbúa. Þau em engu að síður grundvöllur góðs mannlífs og hreins umhverfis í borginni. Þar má neftia stórframkvæmdir Hita- veitu Reykjavíkur á Nesjavöllum, sem hafa tryggt borgarbúum nægi- legt heitt vatn, og hreinsun strand- lengjunnar í Reykjavík sem er eitt stærsta umhveiÍBsátak síðari tíma á íslandi. Vinstri stjórn felld árið 1982 Ljóst er, að ef vinstri menn hefðu stjómað borginni sl. 12 ár væri mörgu öðmvísi farið en nú er. Byggðin hefði færst til austurs meðfram Rauðavatni í stað þess að færast til norðurs meðfram strand- lengjunni. Um þetta snemst m.a. borgarstjómarkosningamar 1982, þegar duglítill vinstri meirihluti hrökklaðist frá völdum. Ótrúlega litlu hafði verið áorkað í borginni á vinstra tímabilinu 1978-1982, þrátt fyrir fogur fyrir- heit. Enn í dag er spurt hvað vinstri menn gerðu við skattfé Reykvík- inga á þessum árum en jafnan er fátt um svör. Kjállariiin Ólafur F. Magnússon læknir og 9. maður á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Kosningarnar 1986 Fyrir borgarstjómarkosningam- ar 1986 voru áætlanir sjálfstæðis- manna um Nesjavallavirkjun eitt helsta kosningamálið. Full þörf er á að minna á andstöðu vinstri manna við þessar áætlanir, nú þeg- ar þeir beija sér á brjóst og krefj- ast lægra orkuverðs fýrir Reykvík- inga! Vinstri menn virtust ekki sjá eða skilja nauðsyn þess að tryggt yrði nægilegt framboð af heitu vatni í ört vaxandi borg. Borgarbú- um hefur fjölgað um tæp 16.000 manns á sl. 11 árum, sem er bæði langt umfram það sem vinstri menn gerðu ráð fyrir og umfram landsmeðaltal. Reykvíkingar vom 86.092 þann 1. des. árið 1982 eða 36,56% landsmanna. Þann 1. des. árið 1993 vora þeir orðnir 101.855 talsins eða nálægt 39% lands- manna. Kosningarnar1990 Eitt helsta kosningamál sjálf- stæðismanna fyrir fjórum árum var hreinsun strandlengjunnar í höfuðborginni. Þessu viðamikla verkefni er nú nærri lokið. Með þessu átaki og framfórum í flokkun sorps og úrgangs hefur Reykjavík tekið afgerandi forystu í umhverf- ismálum meðal sveitarfélaga hér- lendis. Fegrun borgarinnar og upp- bygging útivistarsvæða ætti heldur ekki að hafa farið fram hjá borg- arbúum. Því má það teljast með ólíkindum að í nýútkomnum kosn- ingabæklingi „Reykjavíkurlistans" er krafist breyttrar stefhu í um- hverfis- og útivistarmálum. í þess- um dæmalausa bæklingi segir m.a.: „Það er einnig verkefni Reykjavík- urhstans að bæta úr mistökum og trassaskap i umhverfismálum borgarinnar, svo sem í umferðar- málum og frárennshsmálum." Að mínu mati felur þessi málflutning- ur í sér htilsvirðingu við kjósendur í Reykjavík sem vita hve mikið hefur áunnist í útivistar- og um- hverfismálum á sl. fjórum ámm. Kosningarnar í vor Bæði sjálfstæðismenn og vinstri menn leggja áherslu á atvinnu- og fjölskyldumál í þessari kosninga- baráttu. Kjósendur í Reykjavík þurfa því að meta hvorum aðilan- um þeir treysta betur til að koma hlutum í verk og standa við orð sín. Sjálfstæðismenn í borgarstjóm Reykjavíkur hafa sýnt það að þeir hafa kraft og vfija til að ná árangri og láta verkin tala. Sú varð ekki raunin þegar vinstri menn réðu borginni á árunum 1978-1982. Þess vegna ættu Reykvíkingar að velja sjálfstæðismenn til áframhaldandi forystu og uppbyggingar 1 borginni. Ólafur F. Magnússon „Ótrúlega litlu hafði verið áorkað í borginni á vinstra tímabilinu 1978- 1982, þrátt fyrir fögur fyrirheit.“ 15 „Þaðerauö- | vitað alveg bráönauðsyn- legt fýrir ís- lenska karl- menn aö eiga þjóðbúning. Mikil um- ræöa þessa J*n fau daga sem formaður Þjúð- liðnir em frá r*knisfél89s l*- þvi sam- lendinga. keppnin um hönnun þjóðhátíðar- búnings fyrir karlmenn var aug- lýst, hefrn- tneðal amtars leitt í ljós, að afar skiptar skoðanir eru um það. í fyrsta lagi hvort ís- lenskur þjóðbúningur fyrir karla sé til og í öðm lagi hvemig hann skuli vera ef hann er ekki þegar Viljum við, íslenskur karlpen- ingur, halda í gamlar hefðir og ganga um 1 sauðskinnsskóm og vaðmálsbuxum með topphúfú á höfðinu, eða viljum við klæðnað sero er meira í takt við nýja tíma og í samræmi við smekk sam- tímans? Og hvernig viija hinar glæsilegu íslensku konur hafa okkur sér við hhð á tyhidögum, þegar þær klæðast sínu finasta pussi? Það er komhm tími iil að þær fái að ráða einhverju um það og það geta þær gert með því að taka þátt í samkeppninni Við segjurn: Horfum fram á veginn - áfram ísland." til nýjan búning fyrir íslenska icarl- menn. Við höfum nú ■■■■■■| þegar ágætan Þráinn Skarphéð- þjóðbuning. insson' tormaður Aðvísumætti Þfóðdansafélagsins endurskoða Fiðrildanna. hann og fara betur ofan í saum- ana varöandi efnisval, auðvelda fólki aögang aö réttum efnum og betra skótaui til notkunar úti en sauðskinnsskórnir eru sjálfsagð- ir sem inniskór. Að öðm leyti er búningutinn mjög góður. Hann er alislenskur og frá svipuðum tíma og eldri upphluturinn, eða frá því um 1800, og tíðkaðist fram á 19. öld. Hann er mjög skyldur Norðurlandabúningunum, sér- staklega karlbúningunum í Fær- eyjum og mörgum norsku bún- ingunum. Meginuppistaðan í íslenska þjóðbúningnuin fyrir karlmenn er skyrta, hnébuxur (lokubuxur), boðungar, sem annaðhvort era prjónaðir eða að notað er þunnt vaðmál, axlabönd og fleira sem tilheyrir. Húfan er prjónuð en líka til úr ofnu efni. Ég vildi fá silfúrtölur í stað ál- talna, sem notaðar hafa verið. Það má endurskoða þennan bún- ing í samræmi við það sem til er áÞjóðminjasafninu; En viðhönn- um ekki nýjan þjóöbúning. Hverjum dytti í hug að setjast niður í dag og hanna nýjan Ford Fairline módel 1956. Menn semja semja Þetta a gömlum eru tfi á Þjóð- —„----------- I „ðer alger i aö finna hjólið upp aftur"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.