Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Síða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 Ætlarðu að vaka á kosninganótt? Davíð Davíðsson: Nei, ég verö er- lendis. Bernharður Guðmundsson: Já, ég er spenntur fyrir stjórnmálum. Skúli Ingólfsson: Já, já, ég fylgist meö. Jón Rúnar Sigurðsson: Já, að sjálf- sögöu. Kristin Gísladóttir: Já, það ætla ég að gera. Camilla Guðjónsdóttir: Nei, ég verð erlendis. Lesendur Ferðaþjónusta bænda eða bændagisting? Svava S. Guðmundsdóttir, Görðum, Snæfellsnesi, skrifar: í Ríkisútvarpinu var nýlega slegið upp þeirri frétt að gisting hjá ferða- þjónustubændum væri orðin dýrari en á hóteli! Anton hjá Ferðamiðstöð Austurlands (FAL) hafði skýrt fjölg- un á hótelferðum en fækkun á ferð- um til gistibænda með of litlum verð- mun þar á milli. En fleira hangir á spýtunni. Þannig er mál með vexti að á hveiju ári fáum við ferðaþjónustu- bændur „úttektarfólk" frá FB í heim- sókn til að taka út aðstöðuna hjá okkur. Sumum flnnast kröfurnar fullmiklar en reyndar eru þetta bara landslög; um lágmark rúma, her- bergjastærð, fjölda snyrtinga o.s.frv. sem koma gestum okkar til góða. Nokkrir aðilar úr röðum FB-bænda vildu ekki una þessum „kröfum“ og sögðu sig úr félagsskap FB en tóku upp sama nafn og við höfðum alltaf notað á ferðaþjónustu bænda, nafnið „Burstabæjarmerkið er lögverndað og aðeins þeir sem eru í FB mega nota það,“ segir m.a. í bréfinu. „bændagisting" - þannig að fólk á erfitt með að átta sig á hvað er hvaö. Ég hef oftar en einu sinni fengiö fokreiða gesti yfir því sem þeim hefur verið boðiö á bóndabæjum. Þegar ég sýni þeim FB-bæklinginn og viðkom- andi bær er ekki þar bendi ég á burstabæjarmerkið, sem er lög- vemdað og aöeins þeir sem eru í FB mega nota það, jú, þá vita þeir það. En hve margir vita það ekki? Anton hjá FAL hefur sjálfsagt markaðssett ísland vel og þar með ferðaþjónustubændur en hvað hefur líka eyðilagst? Hann er með 63 ferðir ’89 þar sem eingöngu er gist hjá bændum en 20-30 ’93. Anton hefur bæði viðskipti við FB-bændur og þá sem ekki eru það lengur. Mér finnst líklegra að það sé óánægja með aö- búnað en verð sem fælir gestina hans frá bændum. Það þarf ekki nema 1-2 sem valda óánægju til að illt umtal breiðist út og óánægður gestur bend- ir vini sínum á að taka frekar hótel- ferð þótt hún sé dýrari þar sem sums staðar sé ekki nógu góð aðstaða hjá þeim bændum sem gist er hjá. Alhæfingin í áðurnefndri frétt kemur sér auðvitað illa í byijun „vertíðar". Sannleikurinn er sá að verð á gistingu hjá FB hefur ekki hækkað neitt síðan '91. Á þessu ári kemur svo 14% vsk. á gistingu en hækkunin er 5%. Þarf leysi Seðlabanka opinberað - þökk sé framsýni forsætisráðherra Kjartan Jónsson skrifar: í nýlegu sjónvarpsviðtali á Stöð 2, þar sem Hallur Hallsson ræddi við Steingrím Hermannsson, nýráðinn bankastjóra Seðlabanka íslands, um óskylt mál, nefnilega ábyrgðir nokk- urra framsóknarmanna vegna dag- blaðsins Tímans, kom ýmislegt óvænt í ljós. Þar kom það m.a. fram að þegar stjórnmálamaður hættir afskiptum af pólitík veitist honum auðvelt að tjá sig og lætur þá ýmislegt flakka sem hann hefði aldrei gert meðan hann gegndi pólitísku starfi. Þessa hlið höfðu áheyrendur ekki séð fyrr á formanni Framsóknarflokksins og núverandi seðlabankastjóra, Stein- grími Hermannssyni, sem fór allt að því hamförum í vamarræðu sinni gagnvart fréttamanninum. Annað sem opinberaðist í þessum viðtalsþætti var sú staðreynd að Seðlabankinn er stofnun sem ekki er bara þarflaus heldur lýtur stjóm- endum sem eru utan og ofan við all- an veruleika í daglegu lífi þessarar þjóðar. Það sannaði nýráðinn banka- stjþri Seðlabankans í þessum þætti. Ýmsir era þeir sem álasað hafa for- sætisráðherra fyrir að vera ábyrgur fyrir ráðningu formanns Framsókn- arflokksins í stöðu seðlabankastjóra með því að verða fyrstur til að mæla með hæfileikum Steingríms Her- mannssonar og reynslu til starfans. - Mér þykir nú vera sönnuð fram- sýni Davíös Oddssonar forsætisráð- herra með forgöngu hans um ráön- ingu Steingríms er sá sannleikur birtist fólki að Seðlabanki íslands er fullkomnlega óþarfur og lýtur þar að auki engri ábyrgri stjóm. Vonandi er ekki langt í sérmerkt og sérframleidd dekk fyrir íslensku verslunarkeðjurnar, segir m.a héðins. Til lækkunar á rekstrarkostnaði bifreiða: Nýmæli I sölu dekkja og bensíns Skarphéðinn Einarsson skrifar: Nú era flestir bílaeigendur vænt- anlega búnir að setja sumardekk undir bíla sína. Margir kaupa sóluð dekk og gera það ár eftir ár. Mín reynsla af þeim er ekki góð. Þetta era yfirleitt útslitin og gömul dekk, trú- Hringió í síma 63 27 00 milli kl. 14 og 16 -eóa skrifíð Nafn og símanr. veröur að fylgja hréfum lega flutt inn frá Þýskalandi þar sem ekið er á 200 km hraða á hraðbraut- um. - Síðan era dekkin klædd í nýjan ham hér. Þessi dekk slitna miklu fyrr en ný dekk og eru einnig alltof dýr. Hér era líka seld ný dekk frá Kóreu og á svipuöu verði. Ég sá sl. haust í Bretlandi dekk frá Taívan og kostuðu þau 18 pund (u.þ.b. 1800 kr.). í Banda- ríkjunum er algengt að verslanakeðj- ur láti framleiða dekk fyrir sig í Asíu, og þá undir sínu merki (t.d. fyrir J.C. Penny, Ward og fleiri verslanakeðj- ur). Þessi dekk era 50-60% ódýrari en dekk frá hinum þekktu dekkjaris- um og ætluð fólki sem hefur minni tekjur. Hér myndu svona dekk verða seld á svo sem 16-1800 kr. (miðað t.d. við stærðina 165.80x13). Vonandi verður ekki langt þar til hér sjást dekk, merkt t.d. Hagkaupi eða Bónusi. Betri kjarabót gætu bíla- eigendur vart fengið, nema ef þessi fyrirtæki seldu líka bensín sem fólk gæti afgreitt sig með sjálft. Þetta myndi lækka bensínverð veralega eins og raunin er bæði í Bretlandi og 1 Bandaríkjunum. - Stefna ætti að lækkun rekstrarkostnaðar bifreiða með nýjum viðskiptaháttum og nýju fyrirkomulagi. Akureyriíversl- unarhlekkjum Gyða hringdi: í morgunútvarpi Rásar 2 25. maí glugguðu fréttamaður RÚV Á Akureyri og umsjónarmaður morgunútvarps í aöalfrétt dag- blaðsins Dags. Þar var rætt um lokun Bónusverslunarinnar á Akureyri og hlógu báðir er þeir vitnuðu til ummæla Jóhannesar í Bónusi um að Akureyringar væra í hlekkjum hugarfarsins þar sem þeir vildu frekar halda sig við KEA og NETTO-verslan- irnar og hrekja þannig Bónus á braut. En það er óþarfi að hlæja að orðum Jóhannesar í Bónusi: Akureyringar eru í enn í verslun- arhlekkjum, því miður. Smugan: Engin framtíd án samninga Einar Árnason hringdi: Mér finnst eins og sumum öðr- um ekki veijandi að Islendingar stundi veiðar í Smugimni án þess að hafa gert samninga í einhverju formi við Norðmenn og jafnvel Rússa líka. Þetta er nú þrátt fyrir allt fiskur sem kemur úr rúss- neskri og norskri landhelgi og við getum litiö i eigin barm væri svo ástatt hér við land, rétt utan okk- ar landhelgi. - íslensk stjómvöld veröa að knýja á um samninga um þessar veiðar hið allra fyrsta og fá niðurstöðu í júní. Löggæsluskortur IReykjavík Krístinn Sigurðsson skrifar: „Er engjn lögregla í Reykja- vík?“ spurði erlendur ferðamað- ur mig nýlega. Ég sagði það vera. Þá sagði hann: „Hvemig má það vera, ég er nú búinn að rölta hér um miöborgina í 4 klukkutima og hef ekki séð einn einasta lög- regluþjón!” - Ég ætla ekki að svara þessu en ef til vil getur lög- reglustjórinn svaraö þessum ferðamanni og borgarbúum sem daglega sjá t.d. óreglufólk hanga við Landsbankann og sníkja af vegfarendum. Hvar verður nú lögreglan þegar skemmtiferða- skipin koma með þúsundir ferða- manna? Veröur hún til staðar til að halda uppi lögum og reglu og aðstoða ferðamennina? Þaö væri hörmulegt ef stór hlutí myndefn- is feröalanganna væri af úti- gangsmönnum Reykjavikur. Óttastflutning Bónuss Akureyringur skrifar: Ég fagnaði mjög komu Bónus- verslunar hingað til Akureyrar. Það var orðiö svo alvarlegt ástandið í verslunarmálum hér að við vorum nánast ofurseld samkeppnisleysinu - ekkert frek- ar frá KÉA en öðrum verslunum hér. Það var einfaldlega engin samkeppni í verslun. Og nú stendur til að Bónus hætti. Þetta er að kenna samtakaleysi neyt- enda hér í bænum. Þeir kvarta undan háu verðlagi á neysluvöra en sýna svo engin viðbrögð við lægra vöruverði Ég óttast flutn- ing Bónuss héðan. Bergsveinn hríngdi: í frétt í DV í gær (25. maí) er skýrt frá fólskulegri árás manna á nýstúdent einn við heimili sitt. I fréttinni segir að þrátt fyrir eft- irgrennsian föður drengsins sem á var ráðist hafi lögreglan ekki viljaö gefa honum nein svör - og meira að segja ekki kallaö á árás- armennina tfi yfirheyrslu þrátt fyrir vitneskju um nafh. Manni verður á að spyrja: Er lögreglan virkilega að veija Ulvirkja!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.