Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1994, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1994
Fréttir
Frægir dýrgripir 1 Þjóðminjasafni í nýju ljósi
Hluti silf ursjóðsins frá
Miðhúsum talinn falsaður
- formaður þjóðminjaráðs biður um opinbera rannsókn
Fom silfursjóður frá bænum Mið-
húsum við Egilsstaði, sem fram að
þessu hefur verið talinn meðal helstu
gersema Þjóðminjasafnsins, er að
hluta til falsaður. Þetta er niðurstaða
helsta sérfræðings heims á sviði
fomgripa frá miðöldum, en hann
dvaldi hér á landi á vegum Þjóð-
minjasafnsins fyrir skömmu til að
rannsaka sjóðinn.
Siifursjóðurinn sem rnn ræðir
fannst fyrir tilviljun við jarðrask í
lok ágúst árið 1980 og vakti fundur-
inn þá mjög mikla athygli. Þór Magn-
ússon þjóðminjavörður og Kristján
Eldjám, fyrrverandi þjóðminjavörð-
ur, fóm á vettvang og lýstu fundin-
um sem einstæðum gripum frá 10.
öld. Um var að ræða 44 siifurhluti,
stóra og smáa, silfurteina og skart-
gripi; hinir fyrmefndu ætlaðir til að
höggva niður til greiðslu eða sem
smíðaefni. Silfur af þessu tagi var
notað sem gjaldmiðill á miðöldum.
Þrisvar áður höfðu fundist fomir
siifursjóðir hér á landi, en þessi var
stærstur þeirra og glæsilegastur,
rúm 650 grömm að þyngd. Hefur
honum verið hampað mjög af Þjóð-
minjasafninu og í tæpan hálfan ann-
Silfursjóðurinn frá Miðhúsum.
an áratug hefur honum verið skipað
í öndvegi meðal helstu þjóðarger-
sema íslendinga í sýningarsölum
safiisins. Myndir af siifursjóðnum
frá Miðhúsum em í kennslubókum
í íslandssögu fyrir grunnskóla og í
ýmsum fræðiritum og kynningar-
bókum um íslenska menningu.
Um nokkurt skeið hafa verið uppi
grunsemdir um að ekki væri allt með
felldu hvað varðaði sjóðinn og fund-
aratvik. Á síðasta ári vom gerðar
efnafræðilegar rannsóknir á sjóðn-
um og benti hreinleiki silfursins í
hluta gripanna til þess að útilokað
væri að þeir væra frá miðöldum. í
framhaldi af þeim niðurstöðum var
leitað til Fomleifastofnunar Lund-
únaháskóla um frekari rannsókn.
Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörð-
ur, sem er formaður þjóðminjaráðs,
staðfesti í samtali við DV í gær að
hann hefði ritað menntamálaráðu-
neytinu bréf og farið fr am á opinbera
rannsókn málsins.
Þess má geta að sýningarsölum
Þj óðminj asafnsins var lokað í gær
vegna mikilla viðgerða sem fram fara
á safnhúsinu næstu mánuðina. Gefst
því almenningi vart tækifæri til að
líta silfursjóðinn augum á næstunni,
en hann var á sínum stað í miðjum
fomaldarsal safnsins þegar lokað var.
Formaöur þjóöminjaráðs:
Rannsaka
þarf þetta
á safninu
og á f und-
arstað
Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörð-
ur og formaður þjóðminjaráös, stað-
festi í samtali við DV í gær að hann
hefði ritað menntamálaráðuneytinu
bréf fyrir um viku og krafist opin-
berrar rannsóknar á silfursjóðnum
sem fannst við Miðhús árið 1980.
Þetta gerði Ólafur í kjölfar skýrslu
bresks sérfræðings þar sem kemur
frain að nánast fullvíst er að hluti
sjóðsins sé seinni tíma smíði og því
falsaður.
„Það er afar leitt að þetta skyldi
vera. Það kom fram fyrir allnokkm
orðrómur að um að þetta kynni að
vera svona. Við töldum rétt að láta
rannsaka það þannig að það væri
hægt að hrekja þann orðróm ef svo
væri. Hins vegar er niðurstaða
skýrslu, sem kom frá prófessor Gra-
ham-Campbell í Lundúnum, á þann
veg að hann telur fullvíst að hluti af
þessum silfursjóði sé falsaður og fóls-
unin hafi verið gerð í því augnamiði
að blekkja menn,“ segir Ólafur Ás-
geirsson, þjóðskjalavörður og form-
aður þjóðminjaráðs.
Ólafur segir engar kenningar uppi
um hver sé sökudólgurinn í málinu,
hins vegar sé Ijóst að rannsaka þurfi
þetta bæði á safninu og á fimdarstað.
„Ég tel að þetta sé býsna ótvírætt
þótt auðvitað séu menn varkárir sem
gera svona athuganir, það er eðli-
legt... Við erum sem sagt að óska
eftir því að þetta verði kannað betur,
hvort þetta sé áreiðanlegt sem Camp-
bell gerir og líka hvemig á þessu
geti staðið. Ég held að menn hafi
verið í mjög góðri trú þegar þeir
fundu þetta á sínum tíma og ekki
borið brigður á að þetta væri merki-
legur fundur," segir Ólafur. Hann
segir fullyrðingar Hlyns Halldórs-
sonar, finnanda silfursjóðsins, að
hlutimir hafi verið falsaðir efdr að
þeir komust í vörslu Þjóðminjasafns-
ins nýjar fréttir fyrir sér. Það sé ann-
ars eins og annað sem verði að
kanna.
Ólafur segist ekki halda að þetta
veki efasemdir um uppruna annarra
svipaðra muna i vörslu Þjóðminja-
safnsins.
„Þetta silfur leit svolítið öðravisi
út en hitt. Ég hef nú ekki heyrt neinn
orðróm um það en það má svo sem
j hafa alla fyrirvara á því/‘_
Stuttar fréttir
Get alveg eins ásakað þa
- segirHlynurHalldórsson,fiimandisilfursjóðsms
„Þetta var fullkomlega eðlilegt og
ófalsað þegar ég gróf það upp. Sé það
hins vegar falsað er það innanhúss-
vandamál Þjóðminjasafnsins. Það er
útilokað að það hafi verið grafið hér
eða falsað. Eg sé engan tilgang með
því og það hefur enginn ávinning af
því, hvorki fjárhagslegan né annan.
Ef einhver hefur fjárhagslegan
ávinning af því þá era það mennim-
ir sem þekkja þaö og vita hvað þeir
era að gera. Það er hægt að láta gripi
týnast eða hverfa yfir jól og láta
smíða þá upp og selja svo ekta grip-
inn. Ég get alveg eins ásakað þá eins
og þeir mig,“ segir Hlynur Halldórs-
son á Miðhúsum, sem fann silfrið,
um þá fúllyrðingu í skýrslu bresks
sérfr æðings að það sé falsað að hluta
tiL
í fréttum frá þeim tíma sem silfrið
fannst er sagt að Hlynur sé mikill
hagleikssmiður og fáist í hjáverkum
við að smíða minjagripi og skera út
í tré og jafnframt að smíða kopar- og
silfurmuni.
- Líturðu svo á að verið sé að ásaka
þig?
„Það liggur í augum uppi að menn
telja að ég hafi falsað þetta. Það hefur
aldrei veriö sagt beint en ég tek það
þannig. Mér finnast þeir ekki
rökstyðja sitt mál. Þeir geta ekki
bara sagt að þetta sé falsað og þetta
sé gömul folsun. Þetta gæti verið ný
folsun. Það er þekkt í fomleifagrefti
að hlutir séu falsaðir eftir að þeir
koma upp. Þetta var pottþétt og upp-
ranalegt þegar þetta fór til þeirra.
Ég get svarið það,“ segir Hlynur
Hlynur segist hafa vitað frá ára-
mótum að rannsókn hafi staðið yfir
á uppruna munanna. Hann segir
jafnramt að þetta sé þungur dómur
yfir þeim fræðingum sem fullyrtu að
sjóðurixm væri ekta og nú komi i ljós
að hann sé falsaður.
„Þetta er einhver fomleifafræðing-
ur með þráhyggju um það að það sé
ýmislegt sem passi ekki. Þá er stysta
og auðveldasta málið að segja að
þetta sé falsað án þess að leita skýr-
inga. Ég hefði talið það áhugavert
efni innan forleifafræðinnar að finna
orsökina frekar en að skella því fram
að þetta sé falsað. Þetta er uppgjöf í
fræðigreininni. Hvemig skýra menn
það til dæmis að silfrið sem var gam-
alt og silfrið sem var nýtt var jafii
spegilfagurt þegar það kom upp. Það
er einnig skiýtið að það skuli hafa
verið falsaðir akkúrat munimir sem
einhver fengur er í en hinir era gaml-
ir,“ segir Hlynur.
Hlynur Halldórsson á verkstæði sínu á Miöhúsum.
DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttir.
Sfldarævinlýrinu iokíð
Síldarævintýrinu virðist lokið í
bili. Ekkert hefur veiðst undan-
fama daga. Skv. RÚV er aðeins
eitt skip eftir úti á miðunum.
SendiherraáSpáni
Svenir Haukur Gunnlaugsson
hefur afhent Juan Carlos, kon-
ungi Spánar, tránaðarbréf sitt
sem sendiherra Islands á Spáni.
Beinin mæld og vegin
Borgarspitalinn hefur tekið í
notkun beinþéttnimæli sera mæl-
ir þéttleika og kalkmagn beina.
Skv. Mbl. er tækið mikilvægt til
forvama og rannsóknarstarfa.
Solsikken til ísiands
Skóladagheimilið Solsikken frá
Kagákollegiet í Herlev er á leiö í
heimsókn til íslands. Hundruð
íslenskra bama hafa undanfarin
ár verið á heimilinu. Ætlunin er
að endumýja gömul kynni á
fostudagskvöldið i Öldutúnsskóla
í Hafnarfirði.
Kísiliðjan í Mývatnssveit tapaöi
32 milljónum króna á rekstrinum
í fyrra þrátt fyrir að útfiutningur
hafi aukist um 5% miðað við árið
á undan. Þá varð 5 milijóna króna
hagnaður af rekstrinum.
Hippahátid víð Kúagerði
Ást, friður og hamingja kallast
tónleikar sem verða um næstu
helgi á Höskuldarvöllum við
Kúagerði á Vatnsleysuströnd í
tilefiii 25 ára afinælis Wood-
stock-tónleikanna í Bandaríkjun-
um.
Rjartsýnis*
verðlaunafhent
Helga Ingólfsdóttur fékk í gær
afhent bjartsýnisverðlaun Bröst-
es. Að venju fór athöfhin fram í
Kaupmannahöfti.
Dr. James Gramham-Campbell, prófessor við Lundúnaháskóla:
Þjóðminjasaf nið blekkt af ásetningi
„Þessi rannsókn á sjóðnum frá
Miðhúsum leiðir í ljós að ástæða er
til efast um að hann sé allur ósvik-
inn, jaftivel þótt meirihluti gripanna
væri frá víkingaöld, og gefur þannig
vísbendingu um að Þjóðminjasafnið
hafi verið blekkt af ásetningi," segir
í niðurlagsorðum skýrslu, sem dr.
James Graham-Campbell, prófessor
við Fomleifastoftiun Lundúnahá-
skóla, sendi Þjóðmiujasafninu fyrir
nokkrum dögum.
Dr. Gramham-Campbell er al-
mennt talinn fremsti sérfræðingur
heims á sviði fomgripa frá víkinga-
öld. Hann dvaldi hér á landi í nokkra
daga í lok maí og byijun júní í boði
þjóðminjavarðar til að rannsaka silf-
ursjóðinn frá Miðhúsum.
Fram kemur í skýrslunni að dr.
Gramham-Campbell á mjög erfitt
með að trúa því að silfursjóðurinn
hafi komið gljáandi upp úr jörðunni
„eins og hann hefði aldrei verið graf-
inn“. Hann kveðst ekki þekkja neitt
dæmi um slíkt þegar um silfursjóði
frá víkingaöld sé að ræða. Og hann
bætir því við að rannsókn sín á
sjóðnum bendi til þess að vandleg
hreinsun, önnur en skolun með
vatni, hafi átt sér stað á þeim gripum
sem era ekta. Það er gagnstætt því
sem fram til þessa hefur verið stað-
hæft af finnendunum og Þjóðminja-