Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994
5
Fréttir
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður:
Vestfjarðaaðstoð
lykill að fjármagni
„Þaö er að færast líf í þetta
hjá okkur og hefur varið tals-
vert að gera síðustu dagana,"
segir Smári Thorarensen sem
starfar á Hríseyjarferjunni
Sævari en ferðamenn eru nú
famir að flykkjast út í eyjuna.
Hríseyjarferðir eiga mjög
vaxandi vinsældum að fagna
meðai ferðamanna. Á Árskógs-
sand, sem er höfn feijunnar í
landi, er um 25 akstur frá Akur-
eyri og siglingin út í eyju tekur
um 15 minútur. Á síðasta ári
flutti feijan um 52 þúsund far-
þega og þar af voru um 25 þús-
und sem fóru með ferjunni yfir
aðalferðamannatímann.
„Ég er ekki í vafa um að erfiðleik-
amir em skelfiiegir. Það er ekki orð-
um aukið sem fram kom í DV um
helgina varðandi ástandið á Vest-
fjörðum. Þessi úttekt undirstrikar
alvöm þessa máls, Þeir sem hafa
gert lítið úr vanda Vestfjarða ættu
nú að sjá það að við sem reyndum
að vekja áhuga á þessum gífurlega
vanda vorum því miður ekki að mála
þetta of dökkum litum,“ segir Einar
K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins á Vestfjörðum.
Einar segir að Vestfjarðaaðstoöin
veröi eins og dropi í hafið ef ekkert
annað komi til. Hann segir að það
hafi verið von þeirra sem stóðu að
lögum um aðstoð við Vestfirði að þau
mundu liðka til fyrir frekari aðgerð-
um.
„Ég lít þannig á að Vestfjarðaað-
stoðin geti verið lykill að nýju fjár-
magni og lækkun skulda. Á undan-
fömum vikum og mánuðum hafa
fyrirtækin verið að reyna að skapa
sér eigin rekstrargrundvöll með því
að hagræða hjá sér og finna sér nýja
tekjustofna. Þá er víða verið að leita
sameininga á fyrirtækjum og víða á
samvinna sér þegar stað,“ segir Ein-
ar.
Hann segir aðalatriöiö vera það að
niðurskurður á þorski og öðrum teg-
undum hafi hrikalegar afleiðingar
fyrir Vestfirði í heild.
„Það er bara einfaldlega þannig að
það er ekki mannlegur máttur sem
getur komið í veg fyrir að það verði
skellur þegar svona hremmingar
ríða yfir,“ segir Einar K. Guðfinns-
son.
Astarhreiður
„Þetta á að vera ástarhreiður með bekkjum og beðum, eða svo er sagt,“ segja félagarnir Ragnar Brynjúlfsson,
Kjartan Þórðarson og Birgir Pétursson en þeir eru í vinnu hjá Seltjarnarnesbæ við að gera útivistarsvæði á lóðinni
á horni Lindarbrautar og Suðurstrandar á Seltjarnarnesi. Þeir félagar hafa að undanförnu unnið við að leggja
nýjar hellur á þessum stað því að hellurnar sem þeir voru búnir að leggja voru gallaðar og þurfti að skipta um.
Kostnaður við torggerðina er áætlaður ríflega 700 þúsund krónur og á verkinu að vera lokið siðar i sumar.
DV-mynd BG
Nýjung í ferðaþjónustu:
Togari verður skemmtiferðaskip
Hópur skipstjóra, útgerðarmanna
og sjómanna hefur keypt 14 ára
gamian togara frá Englandi sem rek-
inn verður sem landkönnunar- og
skemmtiferðaskip hér við land og við
Grænland en síðustu tíu árin hefur
skipið verið björgunar- og skemmti-
ferðaskip við olíupallana í Norð-
ursjó.
Skipið kostaði 30 milljónir króna
og verður innan tíðar stofnað hluta-
félag um rekstur þess. Ætlunin er
að gera skipið út undir nafninu Leif-
ur Eiríksson í hvalaskoðunarferðir á
Faxaflóa, Eldeyjarbanka og Reykja-
neshrygg, gistíferðir með farþega og
náttúruskoðun og veiðiferðir við
Graenland.
„Ástæðan fyrir þvi að við förum út
í þessa útgerð er sú að það er orðið
mjög þröngt um vik hér á landi í
sambandi við fiskveiðar og jafnvel
atvinnuleysi í stéttínni vegna kvóta-
skeröinga undanfarin ár. Skipið mun
liggja í Reykjavíkurhöfn og fara það-
an í gistiferðir og hvalaskoðunar-
ferðir á ákveðnum tímum. í vetur
vonumst við til að geta nýtt það í
dráttarverkefni og björgunarstörf í
stað Goðans sem fórst í fyrra," segir
Sigurður R. Þórðarson, einn af að-
standendum útgerðarinnar.
Skemmtiferðaskipið Leifur Eiríks-
son er nýkomið til hafnar í Reykja-
vík en í júní lá skipið við Tower
Bridge í Lundúnum. í tengslum við
lýðveldishátíðina var rekin útvarps-
stöð um borð í skipinu og staðið fyr-
ir ýmsum uppákomum, málverka-
sýningum og tónleikum, svo aö dæmi
séu tekin.
ASÍ með viðvönm:
Atvinnuleysis-
bætur eru
skattskyldar
ASÍ hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu þar sem minnt er á að at-
vinnuleysisbætur séu skattskyldar
þrátt fyrir að vera undir skattleysis-
mörkum. „Þess vegna er varasamt
fyrir atvinnulausa að láta maka njóta
skattkorts hans/hennar því það getur
þýtt skatta eftír á sem oft koma fólki
í opna skjöldu,“ segir í frétt ASÍ.
Að matí ASÍ er nokkuð algengt að
maki hins atvinnulausa nýti sér
skattkort hans eða hennar á meðan
atvinnuleysið varir. Það geti orðið til
þess að viðkomandi lendi í skatti eft-
ir á.
„Þessar síðbúnu skattgreiðslur
koma fólki oft í opna skjöldu og hafa
valdið fjölskyldum miklum fjárhags-
erfiðleikum því þær hafa ekki gert
ráð fyrir þeim í útgjöldum sínum."
Við kysurn máttn
65 ár við dýnuframleiðslu hafa kennt SERTA
heilmikið um það hvemig dýna verður gerð
fullkomlega góð. Þar sem þeir hafa lagt sérstaka
áherslu á að leysa þau atriði sem fólk kvartar
yfírleitt undan þarf kaupandi SERTA dýnu ekki
að hafa áhyggjur af þeim.
Algengt umkvörtunarefni á dýnum
ýmissa framleiðanda, jafnvel dýrra gerða
frá þeim, er að þær séu óþægilegar að
liggja á.
Hin séntaka lausn SBRTA til fullkomnunar
þœginda er að nota í réttri samsetningu
byigjusvamp, trefjafyllingu og viðnámsbólstun,
tœkni sem mun gefa eigenda SERTA dýnu
hollan nœtursvefn um ókomin ár.
Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm,
þá skaltu koma til okkar og prófa hvort þér líkar
hörð, mjúk eða millistíf dýna. Starfsfólk okkar
tekur vel á móti þér og við eigum Serta dýnumar
alltaf til á lager og þeim fylgir margra ára ábyrgð.
Um\ amtrisfo #win á fetendi
nÍI.I).SHÖFOA 20-112 RKVK.IAVÍK - S<MI 91-BSH89
Opið virka daga til
HA6KAUP
Skeifunni • Hólagarði • Grafarvogi • Seltjarnarnesi • Akureyri
Líka á kvöldin !