Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994
Spumingin
Ferðastu mikið innan-
lands?
Karl Jóakim Rósdahl: Nei, það er
bara leiðinlegt.
Friðrik Ragnarsson: Já, ég er búinn
að fara um Norðurland, Strandir og
er að fara austur á firði.
Óskar Ágústsson: Alltaf. Ég hef aldr-
ei farið til útlanda.
Helgi Bjarnason: Já, bara hringinn.
Unnur Hjartardóttir: Já, svolítið.
Erla Jónsdóttir: Nei, ekki mikið.
Lesendur
Öll farþegaskipin í
gömlu höfnina
Magnús H. Skarphéðinsson skrifar:
Fráfarandi hafnarstjóm, skipu-
lagsnefnd og önnur borgaryfirvöld
eiga þakkir skildar fyrir frábæra
endurlífgun gömlu hafnarinnar í
Reykjavik. Það kostar áræði og út-
sjónarsemi að þora að leggja út í aðra
eins byltingu og orðið hefur á úthti
og nýtingarmöguleikum hafnarinn-
ar í miðbæjarkvosinni.
Þessi vel heppnaða umbylting á
hafnarsvæðinu á trúlega eftir að
verða ein besta fjárfestingin í feröa-
mannaþjónustu hér á landi í mörg
ár, að ógleymdum dugnaði og áræði
þeirra nývirkja sem eru að byggja
upp náttúruferðir á borð viö hvala-
skoðunarferðalög um hafíð viða í
kringum landið.
Það eina sorglega sem eftir stendur
varöandi gömlu höfnina er að því
miður komast alls ekki öll stóm far-
þegaskipin þangað þrátt fyrir nýju
bragarbótina. En þá er ekkert annað
að gera en bæta bara úr því sem
fyrst. Og fljótlega þarf að gera ráð
fyrir enn fleiri farþegaskipum eins
og dæmin alls staðar úr veröldinni
sanna og sýna úr þessum bransa að
er staðreynd þar sem falleg og aðlað-
andi aðkoma og þægilegar gönguleið-
ir úr höfnunum í miðbæina eru fyrir
hendi í viðkomuborgunum. - En
gamli miðbærinn okkar er ekki
nema steinsnar frá höfninni fallegu.
Stækkun gömlu hafnarinnar innan
fárra ára, til að ná því marki að koma
öllum farþegaskipunum sem til
landsins koma þar fyrir, væri ekki
Endurnýjað hafnarsvæði við miðborgina. - „Það kostar áræði og útsjónar-
semi að þora að leggja út i aðra eins byltingu..segir m.a. i bréfinu.
síðri fjárfesting en sú sem nú er ver-
ið að ljúka við. Þaö er nefnilega
ferðamannaþjónusta og aftur ferða-
mannaþjónusta sem á eftir að veita
okkur flest ný störf á komandi árum.
Því skyldu fjármagnsforgangsráða-
menn ekki gleyma.
Aðeins einu sinni hafa borgaryfir-
völd gleymt við breytingarnar góðu.
Það er að hafa miklu meira af gróðri
á hafnarsvæðinu. Röð trjáa myndi
gleðja augu ríku og meðalríku gest-
anna sem þar stíga á land. Og miklu
meiri, fleiri og stærri graseyjar með
blómabeðum af öllum litum vantar
líka. Það kæmi okkur mun hærra
upp í einkunnaskalann hjá erlendum
ferðaskrifstofum sem skipuleggja
skipaferðir ferðamenna og ráða
mestu í reynd um hvert ferðamenn-
irnir góðu ferðast.
Stutt pils og plastdúkkur
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Útlensk kona, sem búið hefur á ís-
landi í mörg ár meö manni sínum
sem einnig er útlendingur, sagði mér
að íslenskir vinnufélagar sínir, sem
eru konur, væru hissa og undrandi
á því að hún væri búin að vera gift
sama manninum í sex ár. Þær væru
allar fráskildar og byggju einar. Þær
færu þó út um helgar á einhvem
skemmtistaöinn í stuttu pilsunum
sínum og pöraðu sig með nýjum og
nýjum karlmönnum 15 mínútum áð-
ur en skemmtistaðnum er lokað.
Þetta fannst útlendingnum bæði
siðlaust og stórfurðulegt. Enda hafa
margir karlmenn gefist upp á ís-
lensku kvenfólki og forðast aö
mynda nokkur tilfinningatengsl við
það. Ef þeir kjósa að lifa kynlifi verða
þeir annaðhvort að nota þær eins og
hverja aðra vændiskonu eða hrein-
lega hafa samband við kynlífsversl-
unina Rómeó og Júlíu og kaupa þar
uppblásanlega plastdúkku.
Seinni kosturinn er að mörgu leyti
ágætur. - Skilnaöárhugleiðingar era
úr sögunni, afbrýöi og eijur. Margir
karlmenn lifa orðiö ágætu lífi og
hamingjusömu með plastpíimni
sinni sem þeir selja inn í skáp að
lokinni notkun og geta gengið að
henni vísri hvenær sem þá lystir.
En þessi nýi lífsmáti margra ís-
lenskra karla fer orðið í taugarnar á
íslensku kvenfólki. Orðið er erfiðara
aö gefa þeim langt nef. - Þeim reyn-
ist líka erfiðara að snúa karlmönn-
um um fingur sér og lær.
Um daginn vatt ein pirruð sér að
íslenskum manni þar sem hann sat
sæll, alls óþurfandi, og spurði hann
hvort hann væri orðinn hinsegin,
hommi eða eitthvað. Maðurinn
brosti bara og annað get ég heldur
ekki gert. Ég lái honum ekki að láta
sér nægja plastpjötluna sína sem
hann elskar orðið oíboðlítið eftir að
íslenskt kvenfólk lagðist í hórdóm.
Skyldi hann vera rasisti, blessaður
maðurinn? Hver veit? - En svona er
ísland í dag.
Vegabætur á Snæf ellsnesi
Símon Sigurmonsson, skrifar:
Um afarlangt árabil var álitið - og
líklega með réttu - að vegurinn um
Mýrar og sunnanvert Snæfellsnes
væri ein versta leiðin í vegakerfi
landsins. Þessir vegir voru sannar-
lega torsóttir að sumarlagi og snjó-
þungir á veturna. Nú heyrir þetta
sögunni til sem betur fer.
Þessa dagana leggja menn Borgar-
verks hf. bundið slitlag á síðasta
kafla vegarins, rúmlega 8 kílómetra,
frá Lágafelli að Staðará. Nú er kom-
inn góður vegur frá Borgarnesi og
alla leið að Kerlingarskarði og svo
aftur út Staðarsveit aö Urriðaá, þ.e.
langleiðina að Fróðárheiði.
Vegabætur hér síðustu fjögur árin
hafa verið til mikilla hagsbóta fyrir
Hringið í síma
millikl. 14 og 16
-eða skrifið
Nafn og símanr. veróur aö fyigja bréfum
héraðið í heild, ekki síst fyrir ýmsan
atvinnurekstur, t.d. ferðaþjónustu.
Vegarkaflar lagðir á þessum árum
virðast einnig vera betur gerðir en
oft áður fyrr, breiðir og sléttir. Snæ-
fellsnesið undir Jökli, handan flóans,
hefur alltaf verið uppáhald ferða-
fólks og það er nú aðgengilegra en
nokkru sinni fyrr þegar þessi góði
vegur er kominn.
Snæfelisnesið hefur alltaf verið uppáhald feröafólks, segir m.a. í bréfinu.
- Frá Staðarsveit.
Davíðheffurlög
aðmæla
Ágúst Guðmundsson hringdi:
Davíð Oddsson hefur fyllilega
lög að mæla í gagnrýni sinni á
stjórnarandstæðinga sem full-
yrða nú að yfirlýsing forsætisráð-
herra um að kreppan sé að líða
þjá sé kosningabrella. Stjórnar-
andstaðan viröist einfaldlega
vera á móti því sem fram kemur
hjá ríkisstjóminni, bara tfl að
vera á móti. Þegar Davíð lýsti
ástandinu í upphafi ferils ríkis-
stjórnar sinnar, kreppu og dökk-
um horfum fram undan, sagði
stjórnarandstaöan að ráðameim
ættu að tala kjark í fólk í stað
þess að útmálahinar dökku horf-
ui'. Síðan þegar loks sjást merki
um bjartara útlit, og það staðfest
af forsætisráöherra, krefst
stjómarandstaðan þess að ráð-
herra spái áframhaldandi harð-
indum og kreppu. - Sjá menn nú
ekki vitleysuna í slíkum mál-
flutningi?
Lögreglurannsókn
áfornleiffum
Jóhannes Guðmundsson skrifar:
Mér finnst mikils oflátungs-
háttar gæta í máli þeirra sem
ekkert vilja vita af meintum föls-
unum á silfurfundinum að Mið-
húsum. Þaö er óþarfi að vera með
upphlaup vegna þessa máls.
Rannsóknin á'að geta verið ein-
fóld lögreglurannsókn líkt og
þegar grunur er um falsanir í
öðram tilvikum. Vísindamenn
eru ekkert undanþegnir gran um
mistök fremur en annað fólk og
þar sem fyrrum forseti og þjóð-
minjavörður eiga hlut að máli er
þaö einmitt mikilvægt aö þeirra
mannorð a.m.k. sé hafið yfir allan
vafa um vanþekkingu eða grun
um frekari aðild málsins aöra en
þá að láta blekkjast.
Eruámótitveggfa
flokkakerfi
Karl Guðmundsson skrifar:
Nokkuð hefur borið á því að
menn vilji haustkosningar frem-
ur en að beðið verði til vorsins.
Einnig hafa einhveijir heillast af
sigri R-listans í Reykjavík og telja
fullvist aö sama myndi gilda um
kosningar til Alþingis. En þar
taka menn feil. Enghm flokkur
myndi vilja bjóða fram sameigin-
lega til þingkosninga með öðram
flokki, Og alls ekki þingmenn
sjáifir. Þeir eru alfarið á móti
tveggja flokka kerfi. Flestir, en
þó ekki allir. Enginn vill tapa
sæti sínu. Og þar liggur hundur-
inn grafinn.
Veðurstofa - vand»
ræðastoffnun
Bjami Sigurðsson hringdi:
Mig langar til aö taka undir
bréf Snorra í DV sl. fimmtudag
þar sem hann talar um ónýtar
veöurfréttir og fleira í þeim mála-
flokki. Það er rétt hjá Snorra að
með því að leggja niður Veður-
stofuna raeð einhverjum hætti
myndum við spara okkur stórfé.
Vandamáliö er það að enginn
myndi kaupa Veðurstofuna. Það
eitt sýnir okkur kannski hve gjör-
samlega vonlaus hún er að eng-
inn myndi sjá sér hag í að versla
við hana ótilneyddur. Veðurstof-
an er raikil vandræðastofnun þar
sem skera ætti niður starfsemi
ótæpilega.
Sérleyffiffyrirborð-
uml
G.K.P. skrifar:
Er nú ekki heldur langt gengið
i flöskuhálsi kerfisins þegar veit-
ingámenn mega ekki setja borð
út á götu í sólskininu og þjóna þar
til borðs? Sagt er aö sérstakt leyfi
þurfi fyrir þessum óskaplegu
frarakvæmdum! - Við erum sann-
arlega engri þjóð lík, íslendingar.