Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994
15
Áfengi, EES og upp-
lýsingaskylda
Fyrir nokkru barst íslenskum
stjórnvöldum bréf frá Eftirlits-
stofnun EFTA þess efnis að einok-
un ÁTVR á heildsölustigi sam-
ræmdist ekki EES-samningnum.
Talsmenn íjármálaráðuneytisins
hafa gert lítið úr þessu bréfi en þó
haldið því leyndu og svo virðist
sem íslensk stjórnvöld ætli enn aö
brjóta gegn EES.
Kæra Verslunarráðs íslands
í lok síðasta árs fór Verslunarráð
íslands þess á leit við Eftirhtsstofn-
unina að hún léti í ljós álit sitt á
lögmæti einokunar ríkisins í áfeng-
issölu.
í byrjun ársins kom fram í við-
ræðum Norðmanna, Finna og Svia
um aðild að Evrópusambandinu að
einokun ríkisins á áfengissölu á
heilsölustigi samrýmdist hvorki
EES né löggjöf ESB. Mátti íslensk-
um stjórnvöldum þá þegar vera
ljóst að hverju stefndi.
Heildsölueinokun brýtur
gegn EES
í bréfi Eftirhtsstofnunar kemur
fram að einokun ríkisins á inn-
flutningi, útflutningi, vörudreif-
ingu og heildsölu stangast á við
sjálf meginákvæöi EES-samnings-
ins. Um framleiðslu eiga við sömu
sjónarmið á meðan einhver tengsl
Kjállariiin
Jónas Fr. Jónsson
lögfræðingur
Verslunarráðs íslands
eru við ríkiseinkasöluna. í bréfinu
kemur fram að þessu heföi átt að
vera búið að kippa í lag fyrir 1. jan-
úar síðasthðinn. Það er því alrangt
sem haldið hefur verið fram að
Eftirhtsstofnunin muni láta sér
segjast eftir útskýringar embættis-
manna fjármálaráðuneytisins.
Með ströngum skilyrðum
í bréfi Eftirhtsstofnunar segir að
hún geri ekki athugasemdir við
„Fyrstu viðbrögö íslenskra stjórnvalda
virðast benda til þess að enn eigi að
berja höfðinu við steininn. Reyna á til
hins ýtrasta að komast hjá því að virða
alþjóðlega samninga og það þrátt fyrir
að óháðir eftirlitsaðilar hafi talað tæpi-
tungulaust.“
Stjórnvöld eru krafin svara, m.a. um hvernig íslendingar hyggist upp-
fylla skilyrði um úrval tegunda, verðlagningu og áfrýjun ákvarðana
ÁTVR, segir m.a. í greininni.
einkasölu áfengis á smásölustigi ef
ákveðnum skilyrðum er fuhnægt.
Helstu skhyrðin eru þau að hlut-
lægar reglur gildi um innkaup og
sölustarfsemi, reglurnar mismuni
ekki ríkisborgurum eða fram-
leiðsluvörum EES eftir þjóðerni og
reglurnar séu opinberar. Þetta eru
lágmarksskilyrðin en til viðbótar
er krafist svara við ýmsum spurn-
ingum um það hvernig íslendingar
hyggjast uppfyha skhyrðin, s.s. val
og úrval tegunda, verðlagningu og
áfrýjun ákvarðana ÁTVR.
Upplýsingaskylda ráðuneyta
Það vekur athygh að málefni sem
varðar jafn marga aðha og mikla
hagsmuni skuli meðhöndlað með
slíkri leynd í fjármálaráðuneytinu.
Af bréfi Eftirhtsstofnunar verður
ekki ráðið að um trúnaðarmál sé
að ræða og í Svíþjóð er bréfið opin-
bert. Það vekur því upp spurningar
um upplýsingaskyldu íslenska
stjórnkerfisins þegar fréttamenn
Stöðvar 2 eiga greiðari aðgang að
upplýsingum frá sænskum stjórn-
völdum en íslenskum. Annars
staðar á Norðurlöndum er að finna
löggjöf um upplýsingaskyldu og
þetta mál virðist benda til að hér-
lendis sé þörf á slíkri löggjöf.
Að berja höfðinu við steininn
Fyrstu viðbrögð íslenskra stjórn-
valda virðast benda th þess að enn
eigi að berja höfðinu við steininn.
Reyna á th hins ýtrasta að komast
hjá því að virða alþjóðlega samn-
inga og það þrátt fýrir að óháðir
eftirhtsaðilar hafi talað tæpitungu-
laust. í bréfi Eftirlitsstofnunar
kemur fram að stofhunin muni
grípa til viðeigandi réttarúrræða
verði ekkert að gert. Komi th þess
verða kröfur okkar um að aðrir
(Frakkar) virði EES-samninginn
veikari.
Jónas Fr. Jónsson
Kostnaður og framkvæmd
heimahjúkrunar í Reykjavík
Á ráðstefnu Landssamtaka
hehsugæslustöðva, sem haldin var
22. aprh sl„ um stöðu og horfur í
heimahjúkrun, voru lagðar fram
upplýsingar um kostnað við fram-
kvæmd heimahjúkrunar í Reykja-
vík, annars vegar á vegum Hehsu-
gæslunnar í Reykjavik og hins veg-
ar á vegum sjálfstætt starfandi
hjúkrunarfræðinga sem starfa
samkvæmt samningi við Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Upplýsingum mótmælt
Samikvæmt rekstrarreikningum
Heilsugæslunnar í Reykjavík 1991
-1993, í þessu thviki Heilsuvemd-
arstöðvar Reykjavíkur, nam með-
altalskostnaður við vitjun um 1000
kr. og er þá aht meðtahð, laun, bif-
reiöakostnaður, álagsgreiðslur,
hjúkrunarvörur o.s.frv. Sam-
kvæmt samningi hjúkrunarfræð-
inga við Tryggingastofnun ríkisins,
um starfsemi svokahaðra sjálfstætt
starfandi hjúkrunarfræðinga, er
hver vitjun verðlögð á kr. 3.400,
3.700 eða 4.100, allt eftir umfangi
vitjunar.
á ráðstefnunni kom hvergj fram
að verið væri að bera saman starf-
semi hehsugæslunnar og sjálfstætt
starfandi hjúkmnarfræðinga með
hhðsjón af umfangi og gæðum
þjónustunnar heldur aðeins kostn-
að. Eigi að síður sá formaður Fé-
KjaUarinn
Ingimar Sigurðsson
fyrrv. forstj. Heilsugæslunnar
í Reykjavik
lags íslenskra hjúkmnarfræðinga
sig knúinn th þess í fréttum Ríkis-
útvarpsins skömmu síðar að mót-
mæla upplýsingunum og visaði
þeim á bug sem röngum þar sem
verið væri að bera saman ólíka
þjónustu, annars vegar almenna
þjónustu og hins vegar sérfræði-
þjónustu.
Gat hún þess að heimahjúkrun
hehsugæslunnar væri almenn
þjónusta og heimahjúkrun þeirra
sjálfstætt starfandi sérfræðihjúkr-
un og um væri að ræða nýja stétt
séríræðinga.
Þung hjúkrun
Undrar mig þekkingarleysi for-
mannsins á starfsemi heimahjúkr-
unar heilsugæslunnar ef sú starf-
semi kallast almenn en hinna sér-
hæfð. Þeir sem th þekkja vita að í
mörgum tilvikum er um sambæri-
lega þjónustu að ræða og margir
hjúkrunarfræðingar á vegum
heilsugæslur.nar eru ekki síður
menntaðir en sjálfstætt starfandi.
í þessu thviki vh ég benda á þá
þjónustu sem Hehsuvemdarstöð
Reykjavíkur veitir bæði um kvöld
og nætur í Reykjavík og á Seltjarn-
amesi. Sú hjúkrun er í flestum th-
vikum mjög þung og krefst oft sér-
fræðiþekkingar.
Þar sem formaöurinn vísaði upp-
lýsingunum um kostnað við heima-
hjúkrun í Reykjavík á bug sem
röngum vh ég benda á að auðvelt
er að afla sér upplýsinga um hann.
Vísast þar um th ársskýrslna
Hehsugæslunnar í Reykjavík og
fyrirliggjandi rekstrarreikninga og
áðurnefnds samnings við Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Ég hvet formanninn th þess að
afla sér þessara upplýsinga og
kynna sér starfsemi heilsugæsl-
unnar en mér virðist að af við-
brögðum hans megi ráða að honum
sé ekki nægilega kunnugt um þá
starfsemi. Ég tel formanninn betur
geta sinnt formannsstarfinu þekki
hann th hehsugæslunnar og þann-
ig betur geta gætt hlutleysis í um-
fjöllun um störf hjúknmarfræð-
inga.
Ingimar Sigurðsson
---------------------------------------
„ ... vil ég benda á þá þjónustu sem
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur veitir
bseði um kvöld og nætur í Reykjavík
og á Seltjarnarnesi. Sú hjúkrun er 1
flestum tilvikum mjög þung og krefst
oft sérfræðiþekkingar.“
Óeölileg skuldaaukning
borgarinnar
Geigvænleg
þróun
„Óeölheg
skuldaaukn-
ing hefur átt
sér stað á síð-
ustu árum.
Það getur
ekki gengið
lengur að
borgin taki
lán upp á tvo
mhljarða á
hveiju ári.
Mér flnnst ekki hafa komist
næghega vel th skila hve hrika-
lega mikhl halli hefur veriö á
borgarsjóði á undanfómu k)ör-
tímabili en annað og þriðja árið
S röð erum við meö helmingi
meiri haha á borgarsjóði en er á
ríkissjóði og finnst nú flestum
nóg um það.
Athyglisvert er að á góðæris-
og þensluárunum 1987-1990, þeg-
ar tekjur vom langt umfram önn-
ur sveitarfélög, safhaði borgar-
sjóöur skuldum. Vel getur verið
að hægt sé aö benda á sveitarfélag
með hærri skuldir á íbúa en í
Reykjavík en ég fullyrði að skuld-
ir hafa ekki vaxið jafnhratt hjá
neinu sveitarfélagi og hjá Reykja-
vík.
Ef áfram veröur haldið á sömu
braut er það náttúrulega geig-
vænleg þróun. Sú upphæð sem
við verðum aö taka að láni á
þessu ári er komin upp í 2,2 mhlj-
arða þó að áriö sé bara hálfhaö.
Svona skifja sjálfstæðismenn við.
Við verðum að fá hjól atvinnu-
lífsins th að snúast aftur af krafti
eða taka lán th að halda uppi
framkvæmdum í borginni."
Atvinnuleysi
svarað
„Ef skulda-
staða Reykja-
víkur og ná-
grannasveít-
arfélagannna
er borin sam-
an kemur i
Jjós að skuldir
hvers ibúa i
Reykjavík
eru 95 þúsund
krónur. Á
sama tlma eru þessar skuldir 172
þúsund í Kópavogi, svipaðar í
Haftiarfiröi og um 117 þúsund í
Garöabæ. Tölumar sýna að staða
Reykjavíkur er sterk í saman-
burði viö þessi sveitarfélög. Sama
má segja um svokallaða peninga-
lega stöðu sem er í raun mismun-
ur á tekjum og hreinum skuldura.
Margsinnis hefur komið fram að
peningaleg staða fer versnandi
vegna þess að tekjur hafa dregist
saman úr 116 þúsundum á íbúa
árið 1988 í tæpar 100 þúsund
krónur núna og vegna aukinna
skulda.
Borgarstjóm ákvað að svara
erfiðri atvinnustöðu með því að
veita aukið fjármagn th frara-
kvæmda ftjá Reykjavíkurborg
sem nýtist að sjálfsögðu th að
halda niðri atvinnuleysi og beint
til atvinnumála th að hjálpa fólki
út úr atvinnuleysinu.
Ég hef gagnrýnt málflutning
R-listans um að staöan sé óskap-
lega erflð og nánast fuhyrðingar
um að Reykjavík sé meðal verst
settu sveitarfélaga þrátt fyrir að
tölur sýni annað. Þess vegna spyr
ég hvort þau æíliað hækkaskatta
th að auka tekjur borgarinnar
eöa ætla þau að draga saman í
rekstri th aö lækka útgjöld. Ég
hef engin svör fengið við þessum
spurningum."
Árni Sigfússon,
oddviti Sjálfstæðis-
flokks
Sigrún Magnúsdótt-
ir, oddviti Reykja-
vikurlista