Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Síða 32
■ T Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 12. JULI 1994. LOKI Það er varla að maður þori að leggjast til svefns í tjaldi eftirþetta! Veðriðámorgun: Rigning á Suður- og Vesturlandi Austan kaldi eða stinningskaldi og fer að rigna sunnanlands og vestan þegar kemur fram á daginn. Um landið norðanvert verður lengst af þurrt og nokkuð bjart veður. Hiti verður á bilinu 12 tÍL 20 stig, hlýjast í innsveitum norðan- lands. Veðrið í dag er á bls. 28 Löggildingarstofan: Máliðhjá RLR Viðskiptaráðuneytið hefur farið fram á að Rannsóknarlögregla ríkis- ins rannsaki misræmi sem fram hef- ur komiö á innheimtu gjalda hjá Löggildingarstofunni. Eins og fram hefur komið í DV var forstjóra Lög- gildingarstofunnar skipað í frí eftir að Ríkisendurskoðun gerði athuga- semdir við bókhald stofunnar sem sér um eftirlit með löggiltum mælum og vogum. Ekki hafa fengist upplýsingar hjá RLR varðandi umfang á þvi misræmi sem Ríkisendurskoðun gerði athuga- semdir við. Að sögn Harðar Jóhann- essonar, yfirlögregluþjóns hjá RLR, var enginn hjá Löggildingarstofunni kærður vegna málsins. Viðkvæmurfyrir náttúruspjöilum - segir Jón Hákon „Ég skoða þetta þegar ég kem heim í kvöld því ég er mjög viðkvæmur fyrir öllum náttúruspjöllum. Sigur- geir hringdi í mig kvöldið áður en ég fór utan og sagði mér að það væri verið að leggja þarna vinnuveg. Við erum bara búin að halda einn fund í bæjarstjóminni og þetta var ekki rætt á honum en við munum ræða þetta á næsta fundi,“ sagöi Jón Há- kon Magnússon bæjarfulltrúi um framkvæmdir vegna heitavatnsbor- unar við Ráðagerði á Seltjarnarnesi þegar DV hafði samband við hann í Lundúnum í morgun. Katrín Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Neslistans, fullyrðir að alvarleg um- hverflsspjöll hafi veriö unnin. -sjábls. 7 Jón L í toppsæti Tveir íslendingar, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson, eru meðal þátttakenda á Canadien open skák- mótinu í Winnipeg. Eftir fjórar um- ferðir var staða efstu manna þannig: í 1.-6. sæti eru Jón L., Hodgson, Englandi, Tukmakov, Úkraínu, Fine- gold, USA, Spraggett og Nikoloff, báðir frá Kanada, með 4 vinninga. Margeir er með 3 'h v. -JLÁ/hsím Á160 km hraða Lögreglumenn í Reykjavík veittu ökumanni bifhjóls eftirför á niunda tímanum í morgun en hann hafði ekið á 15CL160 kílómetra hraða á Kjalarnesi. Ökuþórinn ók hjólinu um Kollafjörð og var lögreglan búin aö setja vegatálma í Mosfellsbæ. Mað- urinn var síðan stöðvaður við af- leggjarann að Fitjum. Þegar DV fór í prentun var verið að færa manninn til yfirheyrslu á lögreglustöð. Vagni dráttarvélar „Eg vaknaði við það að vagnin- um var ekið yfir fætuma á mér. Ég rak náttúrulega upp ógurlegt öskur og félagar minir líka. Það munaði bara nokkrum sentímetr- um að vagninn færi yfir höfuð fé- laga míns sem svaffyrir utan tjald- Þórmundur' Haukur Siguijóns- son menntaskólanemi átti sér einskis ills von þar sem Itann svaf værum blundi sunnudagsmorgun- inn 3. júlí ásamt tveimur feröafé- lögum sinum í tjaldi við Hróars- keldu í Danmörku. Þangað höföu þeir farið ásamt tugum annarra Islendinga á rokkhátíð. „Við vomm á tjaldstæði. Dráttar- vél með aftanivagn, sem vatns- tankur var á, ók um svæðið. Þetta var við krossgötur og haim hefur tekið beygjuna of snemma. Aftaní- vagninn hefur fariö inn á tjald- svaföið og það var eitt hjóla hans sem fór yfir lappirnar á mér. Öku- maðurinn stoppaði samstundis við öskrin en hann var i svo miklu uppnámi að það þurfti að biðja hann fjórum simrum að fara og hringja á sjúkrabíl. Okkur fannst það taka óralangan tima.“ Að sögn Þórmundar fór hjól vagnsins fyrst utan í upphandlegg hans og mjöðm áður en það fór yfir fótleggi hans. Hjóhð fór einnig yfir rist og tær á öðrum fæti félaga: hans. Báðir sluppu jæir þó við bein- brot. Þeir eru hins vegar marðir og mikið bólgnir. Hrafnseyrameöid endurbyggir bæ Jóns Sigurössonar: Framkvæmdir haf nar þrátt fyr- ir bann fom- leifanefndar Þórmundur Haukur vaknaði við það að dráttarvélarvagni var ekið yfir fætur hans. Þórmundur slapp við beinbrot en er mikið bólginn og marinn og þarf að nota hækjur til að komast ferða sinna. DV-mynd ÞÖK Hrafnseyarnefnd hefur látið hefja endurbyggingu torfbæjarins á Hrafnseyri við Arnarfjörð sem Jón Sigurðsson fæddist í árið 1811. Þessar framkvæmdir eru í blóra við vilja fornleifanefndar sem ein getur veitt leyfi til þeirra. Nefndin lagðist ein- dregið gegn framkvæmdunum í bréfi sem hún sendi Hrafnseyrarnefnd í vor. Ástæðan fyrir andstöðu nefndar- innar við framkvæmdimar er sú að hún telur þær spilla fornminjunum á staðnum. Ráðlagði fornleifanefnd að bærinn yrði endurbyggður á svæði í nágrenninu þar sem ekki eru fornleifar en því mun Hrafnseyrar- nefnd hafa hafnað. Bæjarstæði það sem byggt er á er tahð vera frá Sturl- ungaöld en þá bjó Hrafn Sveinbjarn- arson læknir á staðnum og er eyrin kennd við hann. Bæjarstæðið nýtur friðunar aldurs síns vegna, en samkvæmt lögum má ekki raska fornleifum sem eru 100 ára og eldri nema leyfi fornleifa- nefndar komi til. Fomleifanefnd lét af störfum 1. júlí sl. og hefur menntamálaráðherra enn ekki skipað nýja nefnd. Ekki náðist í þjóðminjavörð í morg- un vegna þessa máls. Lfflé alltaf á Miövikudögum Ertu búinn að panta? dagar tii þjóðhátíðar FLUGLEIDIR Innanlandssími 690200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.