Dagur - 19.12.1951, Side 9

Dagur - 19.12.1951, Side 9
JÓLABLAÐDAGS 9 Eyjólfssonar 12. júní 1386 stendur: „Item skipa eg Kristsfé á þá beztu jörð, sem eg á norðan lands á ís- landi, Grund í Svarfaðardal: átta ásauðarkúgildi og átta kýr. Skal þar fæðast á karlgildur ómagi ævinlega, eftir skipan og ráði Hólakirkjufor- manns, liinn skyldasti úr minni ætt, sá er framfærslu þarf við.“ fón biskup Arason kaupir síðar þessa jörð og gefur hana 13. ágúst 1541 Þórunni dóttur sinni og er í gjafa- bréfinu ckki tilgreint um neinar kvaðir er á jörðinni hvíli. 3. Urðir i SvarfaÖardal. Það má og kallast Kristsfé, að Þorsteinn lögmaður gefur í ofannefndu testa- mentisbréfi Urðarkirkju 5 kúgildi með þeim skilmála, að bóndi sá, er á Urðum býr skuli gefa fyrir sál hans þrjá fjórðunga smjörs og hálfa vætt skreiðar hvern Andrésar- messudag ævinlega. I visitazíugerð jóns biskups Vil- hjálmssonar 1429, en þá býr á Urð- um Arnfinnur sonur Þorsteins lög- manns, er ekkert á jætta minnzt og aldrei síðan. Er kirkjan þá ekki tal- in að eiga nema 2 kúgildi. 4. Kleif. Talin Kristsfjárjörð í máldögum Ólafs biskups Rögn- valdssonar 1461. Jiirðin var í eigu Solveigar Þorleifsdóttur Árnasonar og Vatnsfjarðar-Kristínar. Senni- lega hefur hún gefið Kristsfé á jiirð- ina. 1525 er jiirðin talin með eign- um Möðrúvallaklausturs. 5. Fagriskógur. Talin Kristsfjár- jörð í sömu heímild. Þessi jcirð var 6. ágúst 1432 dæmd eign Olafs Eyj- ólfssonar frá Auðbrekku, en áður hafði Loftur ríki Guttormsson þótzt hafa heimildir á henni. Þessa jörð selur Sírnon Þorsteinsson 27. okt. 1505 Gottskálk biskupi Niku- lássyni, án Jress að geta um nokkrar kvaðir. í Sigurðarregistri 1525 er Fagriskógur talinn með jörðum 1 Ióladómkirkju. 6. Auðbrekka í Hörgárdal. í mál- daga Ólafs biskups Rögnvaldssonar 1461 eru XV hundruð í þessari jörð talið Kristsfé. Hinn 1. febrúar 1445 selur Einar Þorleifsson jörðina Auðbrekku í jarðaskiptum og er þar ekki rninnzt á Kristsfé. Er þetta án efa Einar hirðstjóri Þorleifsson frá Auðbrekku, en Eiríkur Loftsson Guttormsson var einmitt kvæntur Guðnýju systur hans. Ormur, bróð- ir Eiríks, átti Solveigu Þorleilsdótt- ur frá Auðbrekku Árnasonar. Virð- ist öl 1 jörðin vera komin í hennar eign 1479, jrví að 27. apríl það ár, skömmu áður en hún andaðist, seldi séra Sigmundur Steindórsson í umboði Solveigar Helgu systur hennar og Skúla Loftssyni manni hennar hálfa Auðbrekku, en hálf jörðin er talin með eltirlátnum eig- urn hennar, er hún fellur frá. Alft þetta fólk var stórauðugt og er sennilegast að Kristsféð stafi frá því, en aldrei er þess þó getið í kaupbréfum fyrr en síðar. 7. Myrká. Jón biskup Arason færði Kristsfé af Björk á Staðar- byggð yfir á þessa jörð, sem síðar verður sagt, árið 1535. 8. Teigur. Hinn 15. rnarz 1434 selur Magnús bóndi Jónsson F.inari F.iríkssyni jörðina Teig .í Ilrafna- gilsþingum og fylgir sti kvöð, að Jnar skuli vera ævinlegur Kristsl jár- ómagi. Ekki löngu seinna hefur jörðin komizt í eigu F.iríks Lofts- sonar á Grund, og þegar hann dó 1473, gekk luin til Sveins Sumar- liðasonar, er var sonarsonur F.iríks og tók arf eltir hann. F.n hann \ar J);i barn að aldri og hafði Sumarliði faðir hans umboð ylir eignunum. 8. apríl 1486 handsalar Sumarliði Einari ábóta á JV'Iunkaþverá jörðina Teig í Hrafnagilsþingum til lullrar eignar og er þá ekki minnz.t á neina Kristsfjárkvöð. En 25 árum áður var jörðin talin með Kristsfjárjöfð- um í Ólafsmáldaga. í Sigurðar- registri er Teigur talinn með eign- unr Munkajrverárklausturs. 9. Krislnes. Þegar Þorvaklur vasi Ögmundsson selur Halldóri presti Lpftssyni hálft Kristnes 2. maí 1393, segir hann, að þar skuli vera ævin- leg ómagavist fyrir kvengildan ómaga. 11. apríl 1460 selur Björn Þorsteinsson Einari Árnasyni jörð- ina og sagði Jrá „greindur Björn Kristsfé upp í jörðina ævinlega kvengildum ómaga.“ Talin er liún með Kristsl járjörðum í Olafsmál- daga. Síðar eignaðist Gottskálk biskup Nikulásson Jressa jörð í jarðaskiptum og komst lnin þannig undir Hóladómkirkju. Kristnes virðist vera eina jörðin, sem Krists- fé hefur haldizt á fram yfir siða- skipti og er þess enn getið í Jarða- bók Árna Magnússonár. Var Krists- féð lagt til spítalans í Möðrufelli, er liann var settur á stofn, og þá tal- ið að fyrir því stæðu 20 hundruð í jörðinni og var goldið af þeim 70 álnir til Möðrufellshospítals. 10. Kroppur. Talin Kristsfjárjörð í máldaga Ólafs biskups Rögnvajds- sonar 1461. Jörðin hefur Jrá verið í eigu Guðnýjar Þorsteinsdóttur, því að iaðir hennar, Þorsteinn Ilösk- uldsson á Myrká, greiddi henni jörðina í móðurarf, er hún giftist Guðmundi Sigurðssyni árið 1451. Hefur Þorsteinn sennilega erf't jörðina eftir föður sinn, Höskidd Runólfsson bónda í Núpufelli og Bakka í Öxnadal, en hann átti mik- ið jarðagóz. Kroppur kemst síðar í eigu Gottskálks biskups Nikulás- sonar, en liann arfleiddi Hólastól að jörðunr sínum. F.ngar heimildir cru til um, hvernig stóð á Krists- fénu á Kroppi né hve mikið það var. 11. Grund. í F.yjafirði. Olafur biskup telur tvö Kristsfé á Grund á Kristsfjárjarðaskránni og virðist þetta eiga við Grund í Eyjafirði fremur en Grund í Svarfaðardal, enda cr ckki kunnugt ura nema eitt Kristsfé þar. F.kki er þessa Kristsljár getið í máldögum kirkj-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.