Dagur - 19.12.1951, Síða 10

Dagur - 19.12.1951, Síða 10
10 JÓLABLAÐ DAGS unnar, en það er ekki að marka, því að kirkjan átti ekki heimaland. Enginn vafi er á því, að annað þetta Kristsfé að minnsta kosti staf- ar frá þeim feðgum: Einari Eiríks- syni og Birni Jórsalafara. Segir svo í arfleiðslubréfi Einars í Vatnsfirði: ,,Land á Dröngum og tvo hluti í reka skal taka Björn son minn til ævinlegrar eignar og skal hann fæða þar fyrir einn ölmusumann mér skyldan ævinlega og á því gó/.i öðru, sem eg hef honum gefið.“ Björn F.inarsson jórsalafari verð- ur eigandi að hálfri Grund eftir for- eldra 'Sína og mun liann liafa lagt Jressa kvöð á jörðina. I’ví að þegar liann se'lur sinn Grundarhehning séra Halldóri Loftssyni 23. okt. 1395, getur hann einmitt þess, að Jrar sé prestskyld og djákns „og kvengilds ónraga liins skyldasta af ætt Vilborgar." F.r hér vafalaust átt við Vilborgu Einarsdóttur af kyni Vatnsfirðinga, raóðiir F.inars í Vatnsfirði og ömmu Björns Jórsala- fara. Sá, sem átti Grund á móti Birni Einarssyni, var Jón Hákonarson í Víðidalstungu. Hinn 9. febr. 1398 selur Jón séra Halldóri Loftssyni alla hálfa jörðiua Grund í F.yjafirði með Hohi ásamt gögnum og gæð- um og lýsir jafnframt þeim kvöð- um, að þar skuli vera prestur og djákn og kvengildur ómagi „á allri jörðinni". Þetta nnin samt sem áð- ur Jrýða: „allri hálfri jörðinni". Því að á Grund vaf tveggja presta skyld auk djákna og hefur því einn prestur komið á hvern jarðarhelm- ing. Ihrðist samkvæmt þessu liafa verið tvö Kristsfé á jörðinni, eins og Ölafur biskup telur. Þegar Guðríður Finnbogadóttir, ekkja Sveins Sumarliðasonar selur Finnboga Jónssyni lögmanni, l'öður sínum, jörðina 15. nóv. 1496, er hvorki minnzt á Kristsfé eða ómaga- vistir á Grund. 12. Möðrufell. Talin Kristsfjár- jörð f Ólafsmáldaga. Þessi jörð var í eigu séra Halldór.s Loftssonar og gaf hann Ingiríði dóttur sinni hana í sálugjafarbréfi sínu 1403. Hefur JVIöðrufell sennilega komizt í eigu Einars Arnasonar frá Djúpadal, en Jraðan til Eyjólfs lögmanns sonar hans og erfingja hans. Þetta sést af því, að Höskuldur Runólfsson í Möðrufelli.sem var systursonur F.yj- ólfs lögmanns, kærir 1524 út af Möðrufelli og telur að móðir sín hafi ekki sinn helming af jörðinni upp borið. En í dómnum er Jrað sannað að Eyjólfur liefur keyj)t jörðina og gefið í mót aðraf, og er erfingjum F.yjólfs Jrví aðeins gert að bæta, að Höskuldur leiði tvö liig- leg vitni að því, að móður lrans hafi ekki goldizt jarðarhelmingurinn. Jörðin var síðan í eigu F.yjólfs F.in- arssonar í Dal, sonarsonar Eyjólfs lögmanns, er giftur var Helgu Jóns- dóttur biskupS Arasonar. Hefur Ari lögmaður keyjrt Möðrufell af F.yj- ólfi mági sínum, en ekkert af þess- um kaupbréfum er nú við lýði, svo að eigi verður vitað, hvort Kristsfé hefur haldizt á Jaessari jörð fram um siðaskipti. 13. Saurbœr. í Auðunarmáldaga er ekkert minnzt á Kristsfé í Saur- bæ, en í Pétúrsmáldaga 1394 stend- ur: „Þar á að vera Kristsfjárómagi og standa fyrir honuni XV hundruð í heimalandi." 1403 gaf séra Hall- dór Loftsson kirkjunni í Saurbæ jörðina Krýnastaðir ,,og Jrvílíká bót sem eg hef á staðnum og svo mikið í tíðabókum vel færum, sem kirkjan hefur éigi áður tólf mánaðá tíðir, á þann máta, að árlega syngist þar ártíðardag minn sálutíðir. ... og gefist vætt matar og tíu aurar í vað- málum og skæðum fátækum mönn- um.“ Þetta cr })ví í raun og veru annað Kristsfé. En furðu fljótt viðrast yfir skilmála þá, er fylgdu slíkum gjöf- um. Krýnastaðir héldust í eigu kirkjunnar, en í Olafsmáldaga er aðeins getið um einn Kristsfjár- ómaga eins og í Pétursmáldaga, en ekkert minnzt á matgjafir Jr.er og klæðagjafir, sem séra Halldór stofn- aði til. 14. Núpufell. Af Auðunarmál- dága verður Ijóst, að einhver kú- gildi fylgdu þeiiTÍ jörð, sem hala verið Kristsfé, en talan er svo máð, að ekki verður lesið. F.kki getur Jressa Kristsl jár í máldögum Jreirra Péturs biskups (1394) og' Ólafs (1461). 15. Uppsalir á Staðarbyggð. Olaf- ur biskujr telur Jrar tvö Kristsfé 1461. Sex árurn síðar, 13. janúar 1467, gefur Þuríður Halldórsdóttir staðnum á Munkaþverá hálla jörð- ina Ujrjrsali í próventu sína með samþykki sonar síns, Gunnlaugs Halldórssonar. Kvaðir á Jressum helmingi telur lnin: tólf feðmings- skurðar torf frá klaustrinu á Munkaþverá og ala þaðan lamb að hehningi. Ennfremur „sagði hún, að þar ætti að haldast ómagi.“ — Annað Kristsfé hefur ])ví. verið á hinum helmingnum. Óll er jörðin komin í eigu Munkaþverárklaust- urs 1515. Þess mætti geti til, að faðir eða móðir Gunnlaugs Ilalldórssonar, sem hér á undan getur, hafi verið af æit Stefáns Gunnlaugssonar ábóta á Munkaþverá, cn hann hef- ur verið auðugur og eiga afkomend- ur hans nokkurt jarðagóz. F.f svo er, væri ekki ósennilegt að Krists- fén stafi frá honum. 16. Syðra-Laugahuul. Þar er talið Kristsfé í Auðunarmáldaga og er jörðin þá og hefur sennilega alltaf verið eign klaustursins á Munka- þverá. F.kki er ósennilegt að Krists- féð stafi frá ættlegg Einars Þveræ- ings. Ekki er Syðra Laugalands getið sem Kristsfjárjarðar í máldaga klaustursins 1461 né í Kristsfjár- jarðaskrá Ólafs biskujrs sama ár, en J)að er ekki að marka, Jrví að altan á

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.