Dagur - 19.12.1951, Page 17

Dagur - 19.12.1951, Page 17
JÓLABLAÐDAGS 17 EVA (áköf): Já, bara við tvö. Það er svo fallegt úti á landi núna. Haustlitir komnir á landslagið. Það var fallega gert af foreldrum þínum að gefa okkur sumarbústaðinn sinn. ADAM: Já, víst var það góð gjöf. En nú gengur þetta ekki lengur — þakka þér fyrir kaffið. Eg er farinn. Eg tek að- göngumiðana að leikhúsinu í leiðinni. Vona að við skemmtum okkur þar. EVA: Engin hætta á öðru, þegar við erum saman, hvað svo sem gerizt á leiksviðinu. Augnablik, elskan mín, hvað hefurðu sett í fallega, nýja bindið þitt? ADAM: í bindið mitt? EVA: Það er hindberjasulta. Það er ekkert. Komdu elskan mín, svona, nú er það farið. EVA: Bless, elskan mín, komdu fljótt aftur. ADAM: Það geri eg áreiðanlega. Bless! (Hurð er skellt. Dyrnar strax opnaðar aftur). EVA (undrandi): Ástin mín, gleymdii'ðu einhvei'ju? ADAM: Nei, en þú gleymdir — að kyssa mig! EVA: Elsku vinui', gleymdi eg því, það var ljótt af mér, en þú skalt ekki tapa á því. .. . II. TILBRIGÐI. Tuttugu árum seinna. (Adag og Eva sitja að moi'gunvei'ði). ADAM: Viltu gjöra svo vel að rétta mér sykui'karið? EVA (öi'g í skapi): Gjörðu svo vel. — Annars skil eg ekki hvei-nig þú ferð að þola þetta sykurát. í fyi'sta lagi er syk- laust kaffi miklu beti'a og í öðru lagi er sykur fitandi og þú þolir það ekki. Sagði læknirinn ekki að þú þyrftir að leggja af? ADAM: Eg boi'ða það, sem mér sýnist. Hvei's vegna í ósköp- unum skyldi eg svelta mig bara til þess að bæta fáeinum árum við þetta vesæla líf? Annars held eg að fólk í gler- húsi ætti að hafa hægt um sig. EVA: Æi, góði, vei’tu ekki með þessa vatns-bi’andai'a. (Þau eta þegjandi). EVA: Hvei’s vegna lýkui'ðu ekki við hafragrautinn þinn áður en þú byi jar á brauðinu og hindbei’jasultunni? ADAM: Eg kom satt að segja ekki auga á grautinn sjálfan fyrir eintómum kekkjum. EVA: Já, eg hef stundum spui’t sjálfa mig að því, hvoi’t ver- öldin mundi ekki skemmtilegri samastaður, ef hafragraut- urinn æti alla leiðinlega eiginmenn einhvern morguninn í stað þess að þeir belgi sig út af grautnum. Mikil heimska var það, að hlaupa í þetta hjónaband. ADAM: Já, það var satt. En eg var víst of skotinn í þér í þá daga til þess að athuga hvaða skyssu maður var að gera. Annars var það engan veginn eg, sem hljóp til að ki’júpa fi-aman við pi-estinn ef eg man rétt. EVA: Nei, auðvitað ekki, það hefur sjálfsagt verið eg, sem gekk á eftir þér með grasið í skónum. ADAM: Nei, nei. En músagildran hleypur ekki á eftir músinni — en fangar hana samt. EVA: Eg held að þú ættir að fai’a að komast af stað. Eg er búin að fá nóg. ,± ADAM: Eg hef nógan tíma. Reyndu að hemja taugarnar,‘r kona góð. EVA: Eg þekki engann þér líkan í því að hangsa heima langt fram á morgun. Og auðvitað ætlai’ðu að fai'a að kveikja í einum af þessum fúlu og andstyggilegu vindlum þínum. Og eg þoli alls ekki tóbakslykt, en það er ekki verið að taka tillit til mín. ADAM (þögn): Eg var annars að hugsa um að við ættum að fara út í sumai’bústað um helgina. EVA: Út í sveit? Núna? Eg held þú sért eitthvað bilaður, maður. Eg hef aldrei getað skilið, hvað það átti að þýða af foieldi'um þínum að fara að gefa okkur þetta kofaræksni á þessum líka stað. Annars förum við í leikhúsið í kvöld. Eg er búin að bjóða Bergshjónunum með okkur og búin að panta aðgöngumiða. ADAM: Nú, nú, og hvað á að sjá, ef eg má spyx’ja. EVA: Það er verið að sýna: „Einu sinni var.“ ADAM: Eg hef enga löngun til að sjá það. EVA: Blessaður vei’tu ekki að leggja hart að þér mín vegna. Eg hef ekki hugmynd um, hvort sonur þinn verður heima í kvöld. En þú verður að sækja mig í leikhúsið. Sýningin er búin klukkan ellefu, klukkan ellefu precís! ADAM: Allt í lagi. EVA: Hvað hefurðu sett í bindið þitt, maður? ADAM: Eg sé ekkert. EVA: Datt mér ekki í hug. Það er hindberjasulta. Eg veit ekki hverju þú eit eiginlega líkui’. Bindið þitt lítur út eins og matseðill á stói'u veitingahúsi. — Þar má sjá allt, sem þú hefur borðað í heilan mánuð. Og svo held eg þú ættir að fara í önnur föt. Þessi eru höi’mung að horfa á. ADAM: Þetta ei’u nýju fötin mín, manneskja. Fékk þau frá skraddaranum í gær. EVA: Þai-na er þér lifandi lýst! Lætur sauma þér föt, sem eru nákvæmléga eins og gömlu fötin, já, og öll önnur föt sem eg hef séð þig í í 20 ár. Það er ekki von að maður vari sig á þessu. ADAM: Eg hef haft annað að hugsa um dagana en bi’otið í buxunum mínum, skal eg segja þér. Eg er farinn, vertu sæl. EVA: Sæll. En þú nærð ekki í strætisvagninn. (Hann fer. Hún andvai’par. Hann kemur aftur). EVA: Hvaðernú? ADAM: Eg gleymdi skjalatöskunni minni. EVA: Hún liggur þarna í stólnum. ADAM: Já, þakka þér fyi’ir, vertu sæl. EVA: Já, vei’tu sæll. (Hurðinni er skellt á eftir honum). Bara hann gleymi ekki að anda einhvei’n daginn. (Síminn hi-ingir. — Öi’g í skapi): Hvað ætli nú sé á seiði. (Grípur símann, enn öi’g í skapi): Halló!? JÓHANN OTTÓ: Góðan daginn, elskan, þetta er Jóhann. EVA (allt í,einu elskulegheitin sjálf): Nei, góðan daginn, Jóhann. JÓHANN OTTÓ: Eg ætlaði bara að vita, hvort við gætum ekki hitzt núna fyi’ir hádegið? EVA: En við ætluðum að hittast í kvöld, í leikhúsinu, elskan. JÓHANN OTTÓ: Jú, en það er;svo langt þangað til í kvöld. Eigum við ekki að hittast á gamla staðnum. Segðu nú já? EVA: Á eg að gei-a það? Jæja þá. Þegar þú átt í hlut get eg ekki sagt nei. JÓHANN OTTÓ: Klukkan ellefu?' EVA: Allt í lagi. (Lætur frá sér símann. Hundur geltir. Klappar saman lófunum): Komdu þá, mömmu karl, lubba- lubba-lubbatetur. Á Eva að gefa honum sykui-moia?

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.