Dagur - 19.12.1951, Qupperneq 18

Dagur - 19.12.1951, Qupperneq 18
18 JÓLABLAÐDAGS III. TILBRIGÐI. (Aftur eru liðin 20 ár. Adam og Eva sitja að morgunverði í sumarbústað sínum úti á landi. Adam er orðinn heyrnar- sljór með aldrinum. Sonarsonur þeirra, Oli, er í heimsókn hjá afa og ömmu). EVA (blíð): Óli, er afi þinn búinn að fá sykur í kaffið? ÓLI: Nei, afi vill ekki sykur í kaffið sitt. EVA: Vitleysa. Annars er kaffið ódrekkandi. Auðvitað vill afi sykur í kaffið. Réttu mér bollan hans. Svona, þakka þér fyrir. (Lætur mola í bollann). En Óli minn, þú borðar ekkert, góði ljúktu nú við hafragrautinn þinn á meðan hann er volgur. ÓLI: Æi nei, amma, Kann er fullur af kekkjum. EVA: Já, en kekkir eru hollir, drengur minn. Spurðu afa þinn. (Hrópar): Afi! Er ekki hollt að borða kekki í hafragraut? ADAM: Jú, jú, það er víst hollt. Afi hefur aldrei borðað hafi-agraut, sem var kekkjalaus. EVA: Þarna heyrirðu, Óli litli, afi hefur aldrei kært sig um kekkjalausan hafragraut. Vertu nú duglegur drengur og ljúktu við grautinn. Á eftir skal amma gefa þér brauð- sneið með hindberjasultu. Ömmu finnst alveg sérstaklega gaman að sitja við morgunverðarborðið með karlmönnun- um sínum báðum. í gamla daga þurfti afi alltaf að rjúka burt, á skrifstofuna. (Hrópar til Adams): Eg er að segja drengnum frá því, að þú hafir alltaf þurft að flýta þér á skrifstofuna á morgnana — við höfðum aldrei tíma til að sitja og njóta morgunverðarins í ró og næði. Þú hafðir varla tíma til að kveikja þér í smávindli. — Óli minn, hlauplu inn í stofu og náðu í vindlakassann hans afa þíns. (Hrópar): Eg bað hann að sækja vindlakassann þii\n. ADAM: Já, en fellur þér ekki illa reykurinn góða mín? EVA: Góði minn, eg veit ekkert ánægjulegra en dálitla vindlalykt í húsinu. ÓLI: Gjörðu svo vel, hér eru vindlarnir. ADAM: Þakka þér fyrir, góði minn. EVA: Þegar afi er búinn með vindilinn förum við upp í hlíð og tínum ber. ÓLI: Já, amma mín. En því búið þið afi hér úti í sveit — því búið þið ekki inni í bænum eins og pabbi og mamma? EVA: Vegna þess að við afi bæði höfum alltaf kunnað svo vel við okkur hér. En við bjuggum nú einu sinni inni í bæ. ÓLI: Já, en því fluttuð þið hingað? EVA: Jú, það var fyrir mörgum árum, að við afi þinn fórum í leikhús og þá. .. . (hátt) — hvað hét leikurinn, sem við fórum að sjá síðast, kvöldið, sem húsið brann? ADAM: Já, hvað hét hann nú, — var það ekki „Einu sinni var. EVA: Jú, það var einmitt „Einu sinni var“. Ijómandi leik- sýning — manstu? Jæja, þegar við komum heim, stóð hús- ið í björtu báli og við höfðum ekki hugmynd um, hvort pabbi þinn — hann bjó þá hjá okkur — væri enn inni í húsinu. Það var óskaplegt kvöld. ÓLI: En pabbi var ekki neinn smádrengur þá? EVA: Nei, það var hann nú ekki, en hann var nú samt drengurinn okkar afa. En húsið brann og eftir það fluttúm við hingað í sumarhúsið, sem foreldrar afa höfðu gefið okkur og okkur þótti svo skemmtilegt að vera hér. ÓLI: Og tína ber? EVA (hlær): Já og tína ber svona stundum. En hlauptu nú upp á loft og sæktu gúmmístígvélin þín. ÓLI: Já, amma mín. Eg bíð eftir ykkur úti, við veginn. EVA: Adam! Drengurinn ætlar með okkur og bíður eftir okkur fyrir utan. Mér finnst þú ættir að hafa fataskipti. Þú getur rifið nýju fötin þín á lynginu. ADAM: En þetta eru ekki nýju fötin mín. Nú skal eg skoða, hvenær þau voru saumuð, sjáðu, ártalið er hérna innan í brjóstvasanum, ár 1930, 1930 góða mín. EVA: Já, þau halda sér svei mér fötin. En þú hefur nú alltaf verið svo snjall að velja þér fataefni, sem slitna vel. En góði minn, þú hefur sett eitthvað í bindið þitt. Lofaðu mér að athuga það. ADAM: Eg sé ekkert. EVA: Það er bara ofurlítil hindberjasulta. Það er ekki neitt. Lofaðu mér að þurrka það. Svona. Nú er það íarið. TJALDIÐ. (Lausl. endursagt úr dönsku). — Pabbi og lítið skip í úínum sjó • (Frarnhald al 15. síðu). við að söngurinn heima hefði orðið liávær og I jótur, en nú var jrabhi í bezta skapi, nýbúinn að borða góð- an kvöldverð. Og þótt liann játaði það aklrei eða taláði um það, voru klukkur hans veika lilið. Það vóru klukkur um allt húsið, livar sem hægt var að linna veggpláss. Pabbi leylði engum að draga uj)]5 klukk- urnar, það gerði llann sjálíur. Á hverjum sunnudagsmorgni, á milli morgunverðar og messutíma, gekk hann á röðin og setti þær allar nákvæmlega rétt eftir hinu óbrigð- ula vasaúri sínu, stillti ganghraða þeirra og sagði okkur lrá persónu- legum einkennum hverrár fyrir sig. Þegar það kom fyrir, að liann kbni niður stigáilh á klukkusláttartíma, stanzaði hann með Iiendina ;i bak við eyrað til þess að heyra eins margar slá í einu og unnt var í þeirri von, að allar mundu slá jafnt. Venjulega sendi hann nokkur að- finnsluorð inn í%estaherbergið, því að litla klukkan þar var dálítið óstöðug í rásinni, og horfa ásök- unaraugum fram í borðstofuna, því að stóra klukkan þar var Iieilli mín- útu of sein. Mamma teymdi hann með;séjr út í anddyrið og játaði þar, hvaðj htjn hafði keypt, en þegar hann sá að það var klukka, varð Jiann strax skotinn í henni og borgaði næst- um því þegjandi og hljóðalaust. Þessi óvænti sigur varð mönjmu ofraun. Án þess að segja orð, lædd- ist hún upp á loft og fleygði sér ujrp í rúm, en skildi pabba og uppboðs- haldarann eftir niðri, þar sem Jieir voru í óða önn að leita að stað fyrir nýju klukkuna. Pabbi var sérstaklega upptekinn al að skoða litla skipið, sem skopp- aði án afláts upp og niður á öldun- um. (T.ausl. Jrýtt og endurs.).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.