Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 29

Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐDAGS 29 KRISTJAN VIGFÚSSON. Vitinn á Hrólfsskeri Eyjafjarðar yzt í minni eyðisker. Atlantshafsins byrginn býður báru lier. Vorsól liefur vermt um aldir votan klett. Vetrarbrimin laugað löngum, löðri skvett. Snilld ein mátti villu og voða vísa á bug. Óskert krafði huga og handar hetjudug. Stundum myrkvað hafið heimti hali’ og far. Byggðum fjarðar feigðarorðin færði mar. Hrólfsker! Þú sem fyrrum færðir feigðarboð, ert nú kjörið veg að vísa villtri gnoð, unz að vitinn eyjar varðar veg um ál. — Ljós þitt liafsins lúðum gesti lausnarmál. Hrólfsker! Fyrsta fjarðar-kenning. Feigðarleg þegar villti niðdimm nóttin nauman veg. Vestan megin Bjargið brýtur brimsins skafl, en að austan gyrðir Gjögra grundað afl. Tækni í förum — undraafla — auðið varð. Þó sást enn í hrausta hópinn höggvið skarð. Öflin myrkva fleygið færði í feigðarós. Markið háleitt varð að vera: Verði ljós! Hversu þráð og háleit hugsjón hefur rætzt: Lífvarðar í liðið göfga Ijós þitt bætzt. Geislar stafi logaletri á lífsins bók nafn vors landa, — hópsins horfna, er hafið tók. Fyrr var örðugt inn að sigla Eyjafjörð litlu fleyi, vélarvana, er veðrin hörð köstuðu á báða bóga. Blint í sjá varð að renna. — Alda iðu ört bar hjá. Greiddist vandi: Á annes yztu, eyjar, sker, vitar risu, er verið hafa varnarher frónskra drengja, er ægi erja, Eyjafjörð inn að sigla, mega mynda máttkan vörð. Sjá! Nú vitalogið varðar voðaströnd. Réttir yfir brim og boða bróðurhönd. Ljósið, tákn um mannúð, miskunn, mildi og sátt, bylsins greiðir sýn úr sorta í sólarátt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.