Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 11

Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 11
Hólmgeir Þorsteinsson: Fundafélag Eyfirðinga IIARÐINDI þau og óáran, skipstapar og manntjón, sem gelck yfir á síðasta fjórð- ungi 19. aldar, svarf mjög að Norðlend- ingum. Knýttur hnefi örbirgðar og frum- stæðra atvinnuhátta var reiddur að höfð- um almennings. Fjall fátæktar og örð- ugleika hlóðzt upp á vegum manna, sem mörgum virtist ókleift, og sáu þann kost vænstan, til bjargar sér og sínum, að leita fyrir sér um lífsafkomu í fjarlægri heimsálfu. Aðrir neituðu að gefast upp og æptu ó fjallíö að fjarlægja si| svo þeir kæmust áfram. Ymissa úrræða var leitað, sem verða mættu til úrbóta og bjargar. Eitt af úr- ræðunum byggðist á aukinni þekkingu og trú á mátt samtaka og félagshyggju. Fram komu menn, sem voru eins og kallaðir til að vera kyndilberar fjöldans ó veginum út úr náttmyrkri úrræðaleys- is og örbirgðar og inn í dagsskímu bættra kjara og batnandi afkomumögu- leika. Félög voru stofnuð í þessu augna- miði: búnaðarfélög, kaupfélög o. fl., sem hvert um sig hafði, aðallega, sitt sérstaka ætlunarverk til framfara og endurbóta á ríkjandi ástandi. Upp úr þessum jarðvegi var Fundafé- félag Eyfirðinga sprottið. Fyrsta fundargerð félagsins hefst þannig: „Ár 1892, hinn 20. dag febrúar var að undirlagi nokkurra manna haldinn fund- ur að Grund með því augnamiði að hin- ir þrir hreppar í Eyjafirði (innan Akur- eyrar) sameinuðu sig til að halda fundi við og við, og á þeim fundum að ræða ýms nauðsynjamál, sem héraðið varðar.“ Ákveðið var að stofna félag í þessu augnamiði, „og komust fundarmenn að þeirri niðurstöðu að tala þeirra (þ. e. félagsmanna) færi ekki fram úr 20 fyrst um sinn og skyldu þessir menn útnefnd- ir af þar til kjörinni nefnd, án tillits til úr hvaða hreppum þeir væri, einungis að þeir væri álitlegustu og nýtustu menn héraðsins.“ Kjörnefndina skipuðu: Páll Hallgríms- son í Möðrufelli, Hallgrímur Hallgríms- son ó Rifkelsstöðum og Einar Sigfússon á Stokkahlöðum. Nefndin skilaði óliti sínu á fundinum og tilnefndi 21 mann. Nefndarálitið var samþykkt, ón athugasemda, og voru, samkvæmt tillögu nefndarinnar þessir menn „kosnir" félagsmenn: Ur Öngulsstaðahreppi: Eggert á Ytri-Tjörnum, Jón á Syðra- Laugalandi, Júlíus á Munkaþverá, Hall- grimur á Rifkelsstöðum og Halldór á Litla-Hvammi. Ur Saurbæjarhreppi: Daníel i Núpufelli, Jón i Hvassafelli, Benedikt á Hálsi og Sigtryggur ó Tjörn- um. Ur Hrafnagilshreppi: Séra Jónas á Hrafnagili, Einar á Stokkahlöðum, Sigtryggur á Espihóli, Magnús á Grund, Davíð á Grund, Páll í Möðrufelli, Júlíus í Hólshúsum og Ingimar ó Litlahóli. Á næsta fundi, 22. marz, „mættu allir þeir, er tilnefndir voru á síðasta fundi að fráteknum Jóni á Hólum, Jónasi á Stórahamri, Sigurgeiri ó Öngulsstöðum og Vilhjálmi í Kaupangi. Aftur bættist við Sigtryggur á Stórahamri, Sigurður og Kristinn í Miklagarði og Árni Hólm.“ Á þessum fundi, sem telja ber stofn- fund félagsins, var félaginu gefið nafn, og skyldi það heita „Fundafélag Eyfirð- inga.“ Fyrstu stjórn skipuðu þessir menn: Magnús á Grund formaður, Hallgrim- ur á Rifkelsstöðum varaformaður og Sig- tryggur á Espihóli gjaldkeri. Auðsætt er þegar, að þessi félags- myndun er með nokkuð óvenjulegum hætti, þar sem félagsmennirnir eru kosri- ir. Bendir þetta til þess, að ætlunin í fyrstu hafi verið sú, að félagið væri að mestu leyti lokað svo félagsmennirnir gætu tryggt sér að þar væri aðeins „álit- legustu og nýtustu menn héraðsins", eins og fram kemur á undirbúningsfundinum. Hugmyndin virðist vera að þetta félag væri eins konar yfirráð í málefnum hér- aðsins og sem traustastur tengiliður milli þeirra og opinberra stjórnarvalda í land- inu, sem sækja þurfti til úrslit og fram- gang mála. En hvað sem um það hefur verið, er auðsætt, að ekki hefur félags- mönnunum verið lengi stætt á þeim grundvelli. Félagið vakti brátt allmikla athygli og fýsti ýmsa að vera með. Fé- lagssvæðið stækkaði einnig brátt og var Akureyri orðin innan takmarka þess þeg- ar á fyrsta ári. Verða þá félagsmenn Kle- mens Jónsson sýslumaður, Friðbjörn Steinsson bóksali og fleiri. Er þess getið í fundargerð að þeir hafi „gengið í félag- ið“. Er þá auðséð, að upphaflega fyrir- komulagið um „kosningu" félagsmanna er niður fallið. I lok fyrsta órsins, 1892, er tala fé- lagsmanna orðin 33. Næstu ár gengu enn margir í félagið, bæði úr sveitinni og Akureyri. Verða hér aðeins nafngreindir þeir einir, er siðar komu við sögu fé- lagsins, svo sem Kristján Benjamínsson í Hóli, Þorsteinn Thorlacius í Öxnafelli, Ari Jónsson á Þverá, Stefán á Munlca- þverá og Davíð Jónsson í Hvassafelli. Af Akureyri: Séra Matthías Jochums- son, Páll Briem amtmaður og Guðmund- ur Hannesson læknir. Voru félagsmenn í árslok 1893 orðnir 55. En þó að margir fleiri yrðu félags- menn en þeir, sem upphaflega voru „kosnir“, er auðséð af fundargerðum að þeir mynda þó lengi vel kjarnann í félag inu. Þeir bera fram til umræðu flest mál- efni og skipa lengst stjórn þess. ' Eigi verður unnt, að þessu sinni, að telja upp öll þau málefni, sem fyrir fundi komu, svo mörg eru þau og sund- urleit. Má öfgalítið segja, að svb virðist sem félagið léti sér fátt eða ekkert mannlegt óviðkomandi. Þess skal aðeins freistað að drepa á helztu málin, þau, Hólmgeir Þorslcirissou. JÓLABLAÐ DAGS 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.