Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 21
sjálft, sem í hitt húsið, svo að ég geti
talið inn, og vitað þannig hvort nokkuð
vantaði af því. — En það var nú ekki
alveg, að það kœmi sjálfviljugt. Eg var
ekki fyrr kominn að dyrunum, en það
notaði tækifærið og streymdi í burtu.
Sá ég þá, að þetta dugði ekki, ég yrði að
reka það inn, og láta þá ráðast hvort það
hefði heimzt allt eða ekki. Hljóp ég nú
fyrir það, náði saman í einn hóp og kom
því heim á varpann. Reyndi ég nú að
knýja það inn, ýtti á sem kostur var.
En þá klofnaði bara hópurinn um húsið,
þannig, að sumt fór upp norðan við það
en hitt að sunnan, en dyrnar vissu að
sjálfsögðu undan brekkunni. Eg komst
enn fyrir það, og eftir að hópurinn
hafði snúizt um sjálfan sig nokkra stund
framan við húsdyrnar, þá tókst mér loks
með hörkubrögðum að koma 4 eða 5
kindum inn í húsið. En þær voru varla
fyrr komnar inn en þær komu til baka
aftur, líkast því, sem í loftköstum færu
þær. Og nú var ekki að sökum að spyrja.
Allur hópurinn tvístraðist, eins og
sprengju hefði verið varpað niður þar.
Sumt stefndi í áttina til fjalls, annað út
og niður að árgili, og allt þar á milli.
Þó merkilegt megi heita, þá vaknaði
engin hræðsla hjá mér við þetta. I þess
stað reiddist ég, því að ég hugði þetta
allt óþægð og þráa hjá fénu, þó að i
augum hefði reyndar mátt liggja, að slíkt
gat ekki átt sér stað, miðað við hegðun
þess við hitt húsið, og það, sem á undan
var gengið í mörg kvöld, jafnvel svo vik-
um skipti. Akvað ég nú að láta ekki und-
an, hljóp af stað á eftir því sem út og
niður fór, þar eð ég hafði séð að þangað
fór fleira. Komst ég fyrir það, og gat
hraflað saman megin þorra fjárins, og
rak það svo heim í áttina til hússins,
gegn vilja þess. Það skal tekið fram, að
ég var hundlaus, því að hinn eini, sem
var á heimilinu fylgdi Hjálmari um dag-
inn.
Rétt norðan við húsið er lítið, grunnt
og gróið jarðfall niður í gegnum hólbarð-
ið, og sést móta fyrir því á myndinni.
Af ytra barmi þess og suður á móts við
húshornið eru á að gizka 20—25 skref.
Þegar ég kem upp á barðsbrúnina norð-
an við dragið, verður mér litið suður á
flötina fram af húsunum. Sé ég þá, að
þar er eitthvað, sem ég átti ekki von á.
Þarna var einhver óvæntur, óboðinn
gestur kominn. — Ætti ég að lýsa því,
sem ég sá þarna, þá mundi ég helzt miða
vöxt þess eða hæð við mannveru, í lægra
lagi þó, en allmikla um sig. Það var al-
dökkt, og líkast því, frá mér séð, eins og
það hefði utan yfir sér svartan, skósíðan
kufl eða kjólfat, svo að fætur sá ég enga
né gerð og vöxt að öðru leyti, en hvítt
var þar, sem höfuðið skyldi vera. Skar
hinn dökki litur vel af við hélugráa jörð-
ina. Ekki gat ég betur greint, en að þetta
bærðist lítið eitt til, líkt og flík fyrir
hægum vindi, en nú var blækyrrt úti,
en úr stað færðist það ekki. — Annars
horfði ég ekki lengi á þessa mynd, lík-
lega ekki fram úr hálfri mínútu, eða
kannske vart það, því nú fyrst greip mig
ótti. Nú varð mér ljóst hvað var að fénu.
Eg tók til fótanna, hljóp heim í einum
spretti og rakleitt inn í baðstofu. Þar
sátu stúlkurnar við vinnu sína, og börn-
in á vísum stöðum. Areiðanlega hefur
mér verið eitthvað brugðið, því að stúlk-
urnar spurðu mig strax um, hvort nokk-
uð væri að mér, og man ég ekki til að
það gerðist í annan tíma, þó að ég kæmi
að utan frá gegningum. Hafði ég senni-
lega farið allhratt inn göngin eða einhver
svipbrigði sést á mér, nema að hvoru-
tveggja hafi verið, og er það líklegast.
Eg tók þegar þá ákvörðun, að segja ekki
frá þessu, og svaraði því spurningunni
neitandi og hvers vegna gerði ég það?
Jú, mér var ljóst, að ég gat ekki túlkað
þennan atburð svo, að aðrir skildu hvern
ig hann í raun og veru var, eða verkaði
á mig. Til þess þurfti að lifa hann sjálf-
ur og sjá. Því sögn verður alltaf síðri
en sjón. Eg efaðist ekki um að stúlkurn-
ar yrðu fáanlegar, eða jafnvel fúsar til
að fara út og reyna að ná fénu saman
og koma því i hús. En ég hefði ekki
kosið að fylgja þeim, né fara út aftur.
Og ef þær hefðu orðið hins sama varar
og ég, þá uggði ég satt að segja um af-
leiðingar þess fyrir þær. En ef að þær
hefðu nú ekkert séð, og enga ókyrrð
merkt hjá fénu, né neitt annað óvenju-
legt fyrir þær borið, hversu mikill trún-
aður hefði þá verið lagður á frásögn
mína? Og þannig spyr ég að vísu enn.
Og það hefði mér sárnað. Því að þarna
hafði ég vissulega lifað atburð, sem ekki
varð skýrður á auðveldan hátt. Hér var
eitthvað á ferð, en enginn algeng lífvera,
hvorki maður né málleysingi. Það var
með öllu útilokað. Hitt er svo annað
mál, hvort þetta hefði unnið mér nokk-
urt mein, þó ég hefði sýnt meira þor
þarna. Hið ókennda þarf ekki alltaf að
fela í sér hættu. Það er síður en svo.
En það var ekki aðeins ég sem sá, og
varð þessa var, heldur og fleiri tugir
sauðkinda, enda þótt ég gæti ekki kall-
að þær sem vitni. Og það sem merki-
legra er, þær fundu, og það úr nokkurri
fjarlægð, á einhvern dularfullan hátt,
fyrr en þær gátu séð, að þarna var eitt-
hvað uggvænt, einhver hætta framund-
an, eitthvað sem óttablandinn óhugur
stóð af fyrir þær, þótt hvorki yrði það
séð, heyrt né þreifað á. Og þetta hefur
mér alltaf fundizt öllu athyglisverðari
þáttur í atburðinum en sýn mín, þó að
hún, út af fyrir sig, Væri ærin nóg til
íhugunar, og torráðið úrlausnarefni. —
Það er alkunnugt, að blindur maður,
eða sá er gengur með lokuð augu, verður
veggjarins var áður en hann rekur sig
á hann. Ef til vill er dýrunum gefin
þessi blinda skynjun, og stundum jafn-
vel í enn ríkari mæli en manninum, og
það hafi verið hún, sem kom þarna
fram. Allir kannast við sögurnar um
litla dýrið sem yfirgefur hið dauða-
dæmda skip, áður en nokkur sér hætt-
una.
En í sannleika sagt, þá leið mér ekki
vel þetta kvöld, og reyndar var svo all-
lengi á eftir. Og meðal annars olli það
mér kvíða, að vita af Hjálmari einum
úti, einhversstaðar fjarri byggðum.
Hvernig mundi honum verða við, ef
hann mætti þessu. En sem betur fór
varð hann einskis var, eða aldrei gat
hann þess a. m. k.. — Hann kom heim
seint um kvöldið, hafði gengið upp í
Hraunþúfudrög, en þau liggja suð-vestur
úr Vesturdal, nær fremst, og ná allt til
Asbjarnarvatna, sem eru skammt norður
af Hofsjökli. Hann fann tvö lömb í
þessari leit, og munu þau hafa verið
þingeysk, fremur en eyfirzk.
Morguninn eftir var húsið opið og
engin kind þar inni, sem vænta mátti.
Þetta vakti athygli, og þar sem ég þóttist
enga skýringu geta á þessu gefið, þá var
helzt gizkað á, að ég hefði gleymt að
hespa hurðina aftur um kvöldið, og hún
svo hrokkið opin um nóttina fyrir golu-
þyt, og þótti það samt með ólíkindum.
Varð ég að láta mér þetta lynda.
Fimmtíu og átta ár eru nú liðin frá
þessum atburði. Þó er hann mér enn
einkar ljós fyrir sjónum, sem og reyndar
margt annað frá þeim tíma. En aldrei
hefi ég fengið neina skýringu á þessu,
að minnsta kosti ekki þá, er ég felli
mig við. En það er víst, að hér var ekki
um missýningu að ræða. Þetta var full-
komin staðreynd. Og háttalag kindanna
sagði til sín. Eg hirti sauðfé að meira
eöa minna leyti á hverjum vetri í hálfan
annan áratug í uppvexti mínum, þar af
þrjá vetur á beitarhúsum, er lágu all-
fjarri bæjum. Og aldrei, hvorki fyrr né
síðar, varð ég var við nokkuð í þessa
JÓLABLAÐ DAGS 21