Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 14

Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 14
ÁRMANN DALMANNSSON: SÝN AF SÓLARFJÖLLUM Þeir komu af hafi hraktir að landi. Svo herma sagnir af gömlum blöðum. Upp þeir settu á Arskógssandi og áttu fyrst dvöl að Hámundarstöðum. Þeir unnu frelsinu, ættjörð flýðu, en Island tók þeim með lítilli blíðu. Eftir hríða- og hörkuvetur þeir héldu á brattann fyrsta vorið. Þeir vildu um landið vita betur —■ og voru ekki að telja eftir sporið. Loks stóðu þeir ofar öllum hjöllum og útsýnis nutu 'af Sólarfjöllum. Þeir sáu brátt, er til suðurs rýndu að „svartara miklu“ var inn til fjarðar. Með glöggum merkjum þar sveitir sýndu hvar sauðfé myndi ná fyrst til jarðar. Þar myndi auðveldast akra að hafa og eignast sígildan Vitazgjafa. Þaðan gaf sýn yfir fjörðinn fagra, fjöllum girtan á alla vegu. Og fjörðurinn heillaði Helga magra, með hlíðarnar sínar unaðslegu. Sólarglóðin inn fjörðinn flæddi, faðmaði tinda og snjóinn bræddi. Hátt var til loftsins, vítt til veggja. Vorið læddist um hlíð og grundu. Fögur var ásýnd fjallaeggja, friður og kyrrð á þeirri stundu. Kerling með sólargeislum greiddi sitt gráa hár og þokunni eyddi. Hvort þeir framtíðarsýnir sáu, ei sagan hermir, en það er vitað að flötur hafsins og fjöllin háu þeim fleira sýndu en um var ritað, að fjörðurinn lét sina fyrstu gesti finna og sjá bæði kosti og lesti. Kristur og Þór voru kvaddir til ráða. — En — kom þcLn saman? Um það veit enginn, En Helgi var traustur í trúnni á báða og taldi, að úrskurður væri fenginn. Með stórhug landnemans steig hann sporið. — Og stefnan var tekin inn fjörð um vorið. Af Sólarfjöllum vér sjáum í anda sögu héraðsins, liðnar stundir, búsældarlegt til beggja handa, bleika akra og slegnar grundir. Og vér sjáum hetjur um hérað ríða og hlaðna knerri að landi skriða. Enn gefur sýn af Sólarfjöllum, sýn yfir dalanna gróandi jarðir- með blómlegum sveitum og víðum völlum, með vegi, byggingar, tún og hjarðir. Enn býður fjörðurinn yndisþokka, og enn greiðir Kerling sem fyr sína lokka. Já, enn gefur sýn á sumardegi um sólroðin fjöll og grænar lendur, vaxandi umferð um alla vegi, iðjusemi um dali og strendur, þar sem heimilin hendur rétta hvert til annars og störfin létta. Með „silfur hafsins" vér sjáum renna sökkhlaðin skip til allra hafna, viða á nesjum vita brenna, verzlun og útgerð í þorpum dafna. Og vér sjáum grannanna grænu sléttur gróa saman og verða einn blettur. Vér sjáum annir um allar sveitir og æskan er þar að leikjum og störfum — æska, sem landi byltir og breytir um búskaparlag samkvæmt timans þörfum, — æska, sem tekur við að vinna verkin á óðulum feðra sinna. Hennar er landnám Helga magra, og hún er arftaki góðra búa. Hún mun una við fjörðinn fagra, með fögnuði að sínum gróðri hlúa. Hún ætti að sjá af Sólarfjöllum sýnir, er gætu leiðbeint öllum. Vér óskum, hún sjái á sólskinsdegi af Sólarfjöllurn, er ilmar jörðin, spegilmyndir i lygnum legi og landið í kringum Eyjafjörðinn, — að dalanna synir og dætur sjái drjúpa þar smjör af hverju strái. Af náttúrutöfrum vér heillast hljótum, er himinn glitklæðum jörðu vefur, sem æskustunda að nýju vér njótum í nálægð þess, sem að lífið gefur. Og margt getur sýnt einn sólskinsdagur, ef sjóndeildarhringur er víður og fagur. Já, sýnir gefast á öllum öldum, því augun leita hins fagra, og góða. Sumar geymast á söguspjöldum, og sumar verða að efni ljóða. — Og enn gefur sýn inn i framtíð fagra í frjósömu landnámi Helga magra. Ýmsum mun finnast einhvers virði, og aðrir telja það gæfu sína að eiga heima í Eyjafirði, undir stjörnunum, sem þar skína, — og vita þar hvíla yfir öllum augu drottins af Sólaríjöllum. 14 JÓLABLAÐ DAGS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.