Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 19

Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 19
djúp, þar sem Gísli greip konuna, að vatnið félli fram yfir báðar axl- ir 'honum, um leið og liann laut. Þótti þetta liið mesta afrek og var lengi í minnum haft síðan. Löngu síðar var Gísli spurður, hvort ekki hefði verið vont að standa í Jökulsá, er hann barg Mar- gréti systur sinni. Þá leit karl upp frá aski.sínum, rumdi við, og svar- aði: „Ja, hún var skrattans mikið þung á, drengur minn“. En skrattans mikið og drengur minn voru orðtæki Gísla. Einhverju sinni kom Gísli frá Goðdalakirkju ásamt öðrum karl- manni og tveim stúlkum. Var þetta um liaust og allt fólkið gangandi. Báru karlmennirnir stúlkurn.ar yf- ir, enda áin í minnsta vexti og var farið á Dalkotsbroti sem fyrr. En þótt áin væri ekki mikil tókst þó ekki betur til en það, að maður sá, er með Gísla var, drap fæti í ánni og flaut fram af brotinu ásamt stúlku þeirri, er hann bar. Þegar Gísli hafði komið sínum kven- manni til lands, fór hann að hyggja að félaga sínum, og sá þá h,var Iiann barst fyrir straumi niður ána ásamt stúlku sinni, og hafði mað- urinn náð í pils kommnar. Brá Gísli þá við, óð út í og fékk gripið um handlegg stúlkunn.i og dró svo allt saman á land, því að maðurinn hélt dauðahaldi í pilsin. Hló Gísli mikið að þessu síðar og sagði svo: „Þetta var lyddumenni, drengur minn“. A Bústöðum, næsta bæ við Skata- stnði, var stúlka, er Sigríður hét. Þegar Sigríður var um miðjan ald- ur, hrapaði hún einhverju sinni á svellhunka og meiddist mjög mik- ið á höfði og varð hálfrughið upp frá ])ví. Á einhverjum vetri kom Sigríður að Skatastöðum og vildi komast út í Merkigil. Bað hún um hjálp yfir Jökulsá eystri. Brot er á ánni skannnt frá Skatastöðum, kall- að Brennigilsbrot. Var áin þar jafn- an nokkuð djúp og aldrei grynnri en í kvið á hesti, þótt lítil væri. Að þessu sinni voru breiðar skarir að ánni, þar eð frost höfðu gengið um hríð Ekki voru hestar á járnum á Skatastöðum, og tók því Gísli að sér að bera Sigríði yfir ána á Brenni- gilsbroti. Áin var í mjöðm eða vel það, og taldi Gísli það ekkert af- reksverk að vaða á, sem ekki væri dýpri. En þegar út í ána kom, tók Sigríður að láta öllum illum látum og neytti, að því er Gísla virtist, allra bragða til að fella hann. Krækti luin fótum fram fyrir hann og hamaðist ákaflega. Komst Gísli þó loks yl.ii' að skörinni, en er hann sneri sér við til að setja af sér byrð- ina, sparn kerling fótum við skiir- inni svo sem mest mátti. Við þetta varð Gísla loks skapfátt og snaraði loks kerlingu heldur harkalega af sér upp á ísinn en sneri sjálfur við Iiið bráðasta. Sagði hann svo frá síð- ar, að þessi hefði verið ein versta för sín yfir Jökulsá. F.n þegar kerl- ing kom út í Merkigil, sagði hún, að sterkur væri víst Skatastaða-Gísli, því að hún hefði með engu móti getað fellt hann í Jökulsá. Ölkær nokkuð var Skatastaða -Gísli, og það sagði hann sjálfur, að ekki yrði sér meir fyrir að lyfta að munni sér brennivínskvartili full.u en fjögurra jiotta kút. í þennan tíma bjó í Héraðsdal maður sá, er Jón hét Jónsson, faðir Einars járnsmiðs, er einnig bjó í Héraðsdal síðar. Þeir Gísli og Jón voru vinir, og fór Gísli á hausti hverju ofan að Héraðsdal að kynni. Hafði þá Jcm ávallt fjögurra potta brennivínskút fullan til mannfagn- aðar. Einhverju sinni, er Gísli kom að Héraðsdal í haustheimsókn sína, hafði liann verið viku á leiðinni og allmikið við <">1 á hverjum degi. Er gestinn bar að garði, var Jón bóndi frammi staddur í bæjardyrum og hafði þar hjá sér kútinn. Fagnaði Jón Gísla vel að vanda, sló þegar tapj>a úr kút sínum og bauð gest- inum að sújia á. En nú brá svo kyn- lega við, að Gísli var daufur mjög og lystai I ítíll á brennivínið og gerði því smá skíl. Kunni Jón illa ‘ógleði vinar síns og brá á flimting- ar og glens. En ekki tók Gísli því betur og þreif nú til Jóns. Jón var einnig afrenndur að afli og urðu fyrst sviptingar nokkrar og lausa- flangs, en svo fór uin síðir, að þeir flugust beinlínis á og urðu af því skruðningar ekki svo litlar. Víkur nú sögunni til vinnu- manns Jcms, er Eyjólfur hét, kallað- ur stóri. Kom Eyjólfur að í þessu og hugðist skilja áflogaseggina, Komst hann í milli þeirra kumji- ána, en varð feginn l'rá að hverfa hið bráðasta, og sagði svo frá sjáll- ur, að þeir hefðu alveg ætlað að drejia sig. F.kki fylgir það sögunni, hvor bar sigur af hcjlmi, eða hvort þeir skild- ust jafnir, sem líkJegast cr, cn hitt vissu menn, að undir kvöld sátu þeir félagar í bróðerni við kútinn. Gísli varð gamall maður, lézt 31. des.enibcr 1887, ókvæntur og barn- laus, og vissi enginn til, að liann hefði verið við konu kenndur um æfina. En löngu eftir hans dag var mjög á orði karlmcnnska hans og hreysti. JÓLABLAÐ DAGS 19

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.