Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 12

Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 12
sem mest voru rædd og úrslitaþýðingu höfðu fyrir héraðið. Bindindis- og áícngismál. A öðrum fundi félagsins var því hreyft að stofnuð væru bindindisfélög í hrepp- unum, og til að hrinda því máli áleiðis voru kosnir þeir Daníel í Núpufelli, Egg- ert á Tjörnum og Davíð Ketilsson á Grund. Bindindismálið var svo til um- ræðu næstum á hverjum fundi nokkur næstu árin. A einum fundinum tók séra Matthías til máls. Um það er bókað: „Aleit varla til bóta að klifa á þessu máli á hverjum fundi. Taldi bindindi mjög nytsamlegt fyrir æskulýðinn, en kvað heppilegra að fara hægt í sakir, ekki mundi gagna að telja þá eldri á bindindi, sem á annað borð þætti sopinn góður, taldi það ófrelsi að mega ekki halla sér að flöskunni svona í góðu hófi.“ Þeir, sem mest og bezt unnu að fram- gangi bindindis voru, auk þeirra þriggja áðurtöldu: Ari Jónsson á Þverá og Bene- dikt Einarsson á Hálsi. Árið 1908 var samþykkt fundarálykt- un um aðflutningsbann áfengis. Á síð- asta fundi félagsins, 16. jan. 1922, var Spánarsamningurinn til umræðu. Sam- þykkt voru mótmæli gegn nokkrum af- slætti á bannlögunum, „nema í ýtrustu nauðsyn.“ A næstu árum eftir 1906 voru ung- mennafélög stofnuð á félagssvæði Fundafélagsins, og tóku þau vínbindindi á stefnuskrá sína. Hafði þá Fundafélag- ið allvel plægt þann akur. Skólamál. Á stofnfundi félagsins var rætt um að koma á fót sunnudaéaskóla í öllum sókn- unum. Máli þessu var svo haldið vak- andi næstu ár og varð nokkuð ágengt um sunnudagaskólahald. Á fundi 23. maí 1893 var fyrst rætt um sameiginlegan barnaskóla fyrir þrjá hreppana framan Akureyrar. Leitað var samskota til barnaskólans, en þau virð- ast hafa gengið fremur treglega. Næstu ár var mál þetta á dagskrá við og við og urðu oft miklar umræður, en undir- tektir fremur daufar, aðallega vegna kostnaðar. Á fundi 10. febrúar 1908 „bauðst Magnús á Grund til að koma skólanum upp ef bændur vildu Ieggja fram sem svaraði þremur til fimm dagsverkum hver til byggingarinnar." Þegar hér var komið sögu, hafði barnaskólahugmyndin hjá Magnúsi Sig- urðssyni þróast upp í unglingaskóla, 12 JÓLABLAÐ DAGS jafnframt því sem hann hafði aukið til- boð sitt um framlag til skólans. Málið var siðan til umræðu á fundum félagsins í þessu breytta formi. Voru skoðanir fundarmanna mjög skiptar. Voru ýmsir hvetjandi þessarar breytingar, en aðrir töldu að „gagnfræðaskólinn á Akureyri væri eða ætti að vera fullnægjandi fyrir sveitina". Lokaumræður um skólamálið fóru fram ó fundi félagsins þann 31. janúar 1909. „Stefán á Munkaþverá áleit að málið væri í óefni komið, og taldi óhugs- andi að eiga meira við það svo framar- lega að allir hrepparnir væru ekki með.“ Verður saga þessa skólamáls ekki frekar rakin hér. Kvennaskólinn á Laugalandi. Um þessar mundir var mikið rætt um kvennaskólann, og voru menn sammála um nauðsyn endurbyggingar skólahúss- ins. Fundafélag Eyfirðinga tók þetta mál fyrst til umræðu á fundi sínum 28. febrúar 1894. Margir tóku til máls og urðu miklar umræður. Sýndist sitt hverj- um um staðsetningu skólans. Vildu sum- ir að skólinn yrði endurbyggður á Lauga- landi. Töldu þeir að dvölin yrði náms- meyjum dýrari á Akureyri en Lauga- landi, og ekki með öllu hættulaus vegna siðferðis þeirra. Aðrir töldu að rekstur skólans yrði ódýrari á Akureyri vegna betri aðstöðu um aðdrætti og samgöng- ur. Gerðu þeir lítið úr siðspillingu á Ak- ureyri, sem kvennaskólastúlkum stafaði hætta af. Loks var borin undir atkvæði fundarins spurningin um hvort fundar- menn vildu að skólinn væri fluttur til Akureyrar eða byggður upp á sama stað, og „var það samþykkt með flestum greiddum atkvæðum að hann væri kyrr“. Álit meirihlutans fékk svo loksins unnið sigur, er Húsmæðraskólinn var endurreistur á Laugalandi 1937. Eldsvoðaóbyrgð húsa o£ bæja. Mál þetta kom til umræðu á fundi 1893. Málshefjandi var Hallgrimur á Rifkelsstöðum. Talið var nauðsynlegt að koma á fót innlendu brunabótafélagi. „Klemens Jónsson sýslumaður tók þessu máli mjög vel og vildi láta fylgja því fram á þingmálafundum.“ Þegar mál þetta kom til kasta Alþingis voru þing- menn Eyfirðinga skeleggir stuðnings- menn þess, en það átti lengi örðugt upp- dráttar. Loks árið 1905 var á þinginu samþykkt frumvarp um stofnun Bruna- bótasjóðs í sveitum landsins. Baðhús. A fundi 1. maí 1896 „kom Magnús á Grund með þá uppástungu að koma upp baðhúsi við Hrafnagils- eða Reykhúsa- laug.. Var mjög vel tekið í þetta mál og ályktað x einu hljóði að Fundafélagið komi fyrirtæki þessu á stofn“. Ákveðið var að safna fé í þessu augnarmiði og lofuðu 33 félagsmenn að leggja Jram 1 til 10 „hluti“ í fyrirtækið. Var „hlutur- inn ákveðinn 10 krónur. Mál þetta var rætt á mörgum fundum, en nægilegt fé í byggingarkostnaðinn safnaðist aldrei. Loks á fundi 3. sept. 1900 var samþykkt að endurgreiða þeim, sem greitt höfðu „hluti“ sína, og var baðhúsmálið þar með úr sögunni. Kaup karla o£ kvenna. A fundi 19. nóv. 1892 var mál þetta tekið til umræðu. Málshefjandi var Davíð Ketilsson. Þótti honum ósann- gjarn munur á kaupi karla og kvenna miðað við vinnuafköst. Kosin var nefnd í málið. Var það all- mikið rætt í fundum. Nefndarálit kom fram en virðist aldrei hafa verið lagt fyrir fund til úrslita. Eins og kunnugt er, er mál þetta nú komið fyrir Alþingi og jafnvel er það á málefnaskrá Sameinuðu þjóðanna. Senni- lega hefir engan í Fundafélagi Eyfirð- inga órað fyrir því 1892 að máli þessu yrði gert svo hátt undir höfði nær 70 árum síðar. Virðist því Fundafélagið hafa verið hér nokkuð langt á undan tímanum. T óvélar. Á fundi 19. apríl 1893 var fyrst hreyft tóvélamálinu, og var Friðbjörn Steins- son málshefjandi. Var þessu erindi vel tekið. Kosin var þriggja manna nefnd „til að leita sér upplýsinga, og leggja álit sitt fyrir fund síðar meir“. Ákveðið var að snúa sér til sýslu- nefndar Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar- bæjar um lánsútvegun og ábyrgð. Mál þetta var rætt á mörgum fundum félagsins næstu ár. Er skemmst frá að segja að tóvinnuvélarnar komust upp og voru undanfari Klæðaverksmiðjunnar Gefjúnnar á Akureyri. Akbraut fram Eyjafjörð, kom fyrst til umræðu á Fundafélags- fundi 19. nóv. 1892. Málshefjandi var Magnús Sigurðsson á Grund. Akbrautin kom svo oft síðar til umræðu á fundum, og var skorað á hærri stjórnarvöld um fjárframlag til brautarinnar. Árið 1894

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.