Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 4
Scð yfir Hafnarkauptún og Skardsfjiirð. í baksýn (frá vinstri): 1 Skarðstindur, II Almannaskarð og hluti af Skarðsdal, III Klifatindur, IV Rustanöf, V Litla horn. (Ljósmynd: Sn.) hægri Litla horn. Af Almannaskarði er ein fegursta útsýn þegar veður er gott. Þaðan sér yfir allt landnám frilluson- arins Þórólfs, Rögnvaldssonar Mæra- jarls, en það eru þrjár sveitir, Nes, Mýrar og Suðursveit. Fjallahálfhringur girðir þessar sveitir frá austri ti vest- urs, en sandrif, um 30 km langt, lokar hringnum að sunnan, en nokkurnveg- inn á því miðju er Hornafjarðarós við svonefnda Hvanney, sem er þó algjör- lega gróðurlaus klettur, og er næsta ó- trúlegt, að þar hafi nokkru sinni vaxið hvönn, því að sjór þvær þarna yfir klappirnar þegar brim er mikið. Innan við sandrifið, eða Fjöirurnar eins og það nefnist í daglegu tali, er svo fjörð- urinn tryggilega varinn fyrir úthafs- öldunni, sem aldrei nær þangað inn. Hafnarkauptún stendur á nesi, sem skiptir firðinum nærri í tvennt. Heitir austari hlutinn Skarðsfjörður. — A Hornafirði eru margar eyjar, líklega um eða yfir fimmtíu talsins, og bera sumar þeirra allsérkennileg nöfn. I Skeggey hvílir Skeggi undir steinnökkva, 4 JÓLABLAÐ DAGS en Ketillaug, kerling hans, kaus sér leg- stað á toppi Ketillaugarfjalls, og hafði hún með sér gullketil í dysina. Einnngrunin roíin. Þarna eru Hríseyjar þrjár, Langanes, Saltnes, Þýfisey, Dýrey, Krókalátursey, Borgey, Kesknishöfði, Flangey, Kerling- arey og Garðey, svo nokkrar séu nefnd- ar. Ekki er vitað af hverju eyjarnar hafa fengið nöfn sín, nema hvað gera má ráð fyrir að einhvern tíma hafi verið króka- látur í Krókalátursey og hrís í Hríseyj- um. Þó verður ekki um það deilt af hverju Garöey hefur fengið nafn sitt, því að þar sér glöggt fyrir garðbroti, og hefur garður þessi verið hlaðinn í hring. Mér vitanlega eru ekki til neinar sagnir um það, hvernig á þessum garði stend- ur, en tilgátur eru um það, að þarna hafi verið annaðhvort hof eða virki á sögu- öld og hefur eyjan þá líklega verið fast land. Vafalaust hefur landslag í Horna- firði verið með öðrum svip en það er nú, þegar Þórólfur landnámsmaður tók sér bólfestu undir Skarðsbrekkum, því að þar mundi engum óvitlausum manni detta í hug að setjast að nú. Trúlega hef- ur þá verið mikið land þar sem Skarðs- fjörður er nú. Skammt austan við Litla horn og austast í landnámi Þórólfs, stendur bærinn Horn. Var sá bær löng- um afskekktur mjög, þar sem algjör veg- leysa var frá Almannaskarði að Horni, og varla fært nema gangandi mönnum, enda ferðuðust Hornsmenn að jafnaði á fararskjótum postulanna og voru göngu- garpar miklir. En svo kom blessað stríð- ið með herstöð í næsta nágrenni við þennan afskekkta bæ, og þar með var aldagömul einangrun hans rofin. Akveg- ur var lagður út með fjallinu og heim í hlað á Horni. Skammt austan við bæinn Horn er Hafnartangi og Hornshöfn, en þaðan var útræði áður fyrr, meðan sjór var sóttur á opnum bátum, en stutt var á fengsæl fiskimið, þé róið var úr Hornshöfn. Kolbeinn gekk aítur. Stutt frá Hornshöfn er Kolbeinshellir og ber hann nafn sitt af því, að þar hafð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.