Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 28
HRÍSA-RAUÐKA
HÚN var eitt af undrum vorsins, litla
rauða hryssan, sem hjúfraði sig morgun
einn að móður sinni í skýldum grasbolla
í Vaðlaheiði vestanverðri. Reikul var
hún í spori og háu fæturnir þróttlitlir.
En móðurmjólkin, sólskinið og hin
sterka lífshvöt breyttu veikburða ung-
viði í ærslafullt og þróttmikið náttúru-
barn.
Litla Rauðka varð folalda fegurst og
villtast. Um haustið fékk hún að lifa og
áfram naut hún móður sinnar. En grænt
hey á stalli og kjarngróður Vaðlaheiðar
komu einnig til og skiluðu henni til mik-
ils þroska á næstu árum. Þetta er vill-
ingur, sagði fólkið. En falleg var hún.
Yfir henni var meiri reisn en öðrum ung-
um hrossum. Undir skörpum brúnum
skinu hvöss og athugul augu, í beiðu
brjósti bjó mikið þrek, grannur háls og
mikil reising gáfu fyrirheit, viðbragðs-
flýtir, styggð og harka gáfu til kynna, að
tamning yrði vandasöm.
Þegar tími þótti til kominn, var henni
komið í tamningu. Hermann bóndi Sig-
urbjarnarson á Varðgjá, sem farinn var
að reskjast, taldi hana ekki sitt meðfæri,
en hann var eigandinn, og skírði hryss-
una Pertu.
Perta kom aftur eftir nokkurn tíma,
ekki sem góðhross, heldur sem óviðráð-
anieg óhemja, sem hvað eftir annað
henti knapanum af sér, svo að guðsmildi
var, að ekki hlauzt slys af.
Þekktur hestamaður úr Fnjóskadal,
Armann Tómasson, var þá nýfluttur til
Galtalækjar við Akureyri. Til hans leit-
aði Hermann veturinn eftir og bað hann
fyrir Pertu, en Armann vildi ekki taka
hross úr annars manns höndum. Stuttu
síðar kom Hermann sömu erinda, en
fékk afsvar. En eftir nokkra daga skip-
uðust málin þó á annan veg. Morgun
einn þegar Ármann kom í hesthús sitt,
var Perta þar komin. Ármann reiddist og
hugðist skila merinni þá þegar. Atvik
komu í veg fyrir það og einnig næstu
daga. Á þeim tíma hafði Perta kitlað
svo forvitni tamningamannsins, að hann
tók að teyma hana og temja. Ármann
var vanur við brellna hesta og hér fékk
hann verðugt viðfangsefni.
Svo var það eitt sinn í rökkrinu, að
28 JÓLABLAÐ DAGS
Ármann leggur hnakk á þá rauðu, teym-
ir hana eina niður á vestustu kvísl Eyja-
fjarðarár, sem lá undir traustum ísi, og
stígur á bak. Perta brá á hinn ferlegasta
dans eftir ísnum, stakk sér hvað eftir
annað á mikilli ferð. Leikurinn barst
austur yfir láglendið í linnulausum áflog-
um. Á Eyrarlandsfitinni renndi Ármann
sér af baki og gældi við Pertu og tók
hún því loksins vel og horfði á manninn
með töluverðri lotningu, og urðu nú
skjót umskipti. Ármann bjóst raunar við
að verða að fara gangandi heim til sín og
sú rauða væri þá bezt komin í hesthús-
inu á Varðgjá. En nú samdi þeim vel og
Ármann stjórnaði ferðinni heim á leið.
Bar þau skjótt yfir og sýndi Perta Ár-
manni aldrei hrekk eftir þetta.
Perta varð taumlétt, viljug vel, klár-
geng, eldfljót og brá stöku sinnum fyrir
sig tölti.
Um vorið gaf Hermann hryssuna fala,
og keypti Árni Jóhannsson bóndi á Þver-
á hana, en varð að gefa seljanda það
loforð, að vera í fylgd með Ármanni, er
hann færi á bak henni í fyrsta sinn. Var
svo gert og hélt Árni síðan heimleiðis á
Pertu. Bar ekkert til tíðinda annað en
það, að kominn var nýr reiðskjóti að
Þverá.
Eftir stuttan tíma fannst Árna, sem
var hestamaður góður, að hann vera hest-
laus án Pertu. En ljóður var á hennar
ráði. Hún var svo stygg, að oft varð
henni ekki komið í hús. Eitt sinn var hún
elt heila nótt án árangurs. En á vetrum
var Perta í húsi og kópalin og galt hún
það vel í fljótum ferðum.
Svo hefur Árni á Þverá sagt, að eitt
sinn kom hann úr kaupstað á Pertu. ísar
voru á og harðfenni á milli. Perta var
létt í taumum, ferðmikil og töltið fjað-
urmagnað. Fjörið ólgaði og eldið sagði
til sín. Orkan varð að fá útrás. Þegar
skammt var ófarið, þreif Perta taumana
úr höndum Árna og tók stökkrokuna.
Hliðgrind var framundan og þverslá yfir
hliðstólpum, stóð hliðið upp úr hjarn-
fönninni og var hallfleytt nokkuð. Perta
stefndi á hliðið og hafði nú lausa tauma.
Yfir það flaug hún og linnti ekki sprett-
inum fyrr en heima á Þverárhlaði. Dáð-
ist Árni að þessum tilþrifum, þreki og
áræði hryssunnar. Eitt sinn greip Árni
Pertu út úr húsi að vorlagi og hljóp á
bak berbakt, og rak stóð úr túni. Á heim-
leiðinni hleypti hann og kastaði Perta
honum þá af sér svo rækilega að sýnt
var, að engu hafði hún gleymt. Ekki
varð þetta þeim þó að missætti. Hins
vegar taldi Árni sér ekki fært að eiga
reiðhross í haga, sem ekki var hægt að
handsama án mikillar fyrirhafnar og
seldi hana Óla Antonssyni á Hamri og
síðar á Hrísum.
En áður en Óli kom til þess að sækja
hrossið, rak Á.rni fé sitt austur á Bleiks-
mýrardal, ásamt fleiri bændum, og reið
Pertu. Hún var bæði ljúf og fjörug og
skrikaði aldrei fótur. Árni var einhesta.
Bændur fóru heim samdægurs. En kom-
in var nótt er þeir riðu sem leið liggur
niður af Bíldsárskarði og suður Kaup-
angssveitina. Orðrétt segir Árni:
„Eg man, hve Perta var yndisleg þessa
vornótt, töltið tilþrifamikið og þýtt, f jör-
ið hátt og orkan mikil. Eg fann sárt til
þess, að hafa selt hana og óskaði að
kaupin væru ógerð. En við því var ekk-
ert að gera. Hún hafði sýnt það betur
en nokkru sinni fyrr, hvert snilldar reið-
hross hún var orðin.“
Nýi eigandinn kom á tilskildum tíma.
Pertu-nafnið fylgdi henni ekki í Svarf-
aðardalinn, en Hrísa-Rauðka varð þekkt
nafn norður þar. Fjör hennar jókst, tölt-
hraðinn einnig. Hvarvetna veittu menn
henni sérstaka athygli og um hana gengu
hinar furðulegustu sögur, sem allar voru
henni til lofs. Aldrei varð henni fjörs
vant og enginn sá hana þreytta. Hún
mæddist aldrei, en svitnaði stundum á-
kaflega.
Hrisa-Rauðka gerði sér mikinn manna-
mun og gekkst fyrir góðu. I samreið varð
hún oftast að vera góðan spöl á undan.
Oðru hvoru varð hún að fá að hlaupa og
tjáði þá ekki við hana að deila.
Oli á Hrísum hafði mikið dálæti á
Rauöku sinni og hafði af henni mikið
yndi, enda dýravinur. Sjaldan lánaði
hann hana, þótt oft væri eftir leitað. Þá
var farið í útreiðartúra, eins og nú er
farið á bifreiðum. Þá veittu góðhestar
ungu fólki unaðsstundir.
Um Hrísa-Rauðku sagði Óli: „Hún
var með afbrigðum vitur. Oftast var hún
viðráðanleg og framúrskarandi taumlétt
og hlýðin, en fjörið ólgaði í henni og
alltaf var hún tilbúin að taka sprettinn
og gerði það bæði óbeðin og stundum í
óþökk. Aldrei sá ég hana þreytta.“
Og hann kann frá því að segja, að
tvisvar lét hryssan vita um nauðstadda