Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 23
Ármann Dalmannssoii:
Frá Ollerup til Kaupmannahafnar
fyrir 3 5 árum
(Úr dagbók)
ÞAÐ ER 8. apríl 1925. Veðrið er yndis-
legt, austanvindur, heiður himinn og sól-
in skín yfir skógum og völlum. Eg er
kominn af stað með „lestinni“ frá Olle-
ruo, búinn að skipta kveðjum við félaga
mína og kennara, sendi nú síðustu
kveðju til „Gymnastikskolen" frá lest-
inni.
En — lestin heldur áfram, Ollerup
hverfur í fjarlægðina sem annað og brátt
kemur Svendborg í ljós. Hún er önnur
stærsta borg á Fjóni, íbúar um 15 þús-
und. Þar á járnbrautarstöðinni bíður mín
kunningí. Hann er söngkennari í borg-
inni og býr þar, en ætlar nú að verða
samferða til Jótlands og dvelja í páska-
leyfinu hjá foreldrum sínum, sem eru
búsett í grennd við Horsens. Við förum
héðan með annarri lest til Odense, sem
er stærsta borg á Fjóni, íbúar um 50
þúsund. Þar er hin fræga Knudskirkja,
sem byggð var á 12. og 13. öld. Hana
skoðaði ég í vetur, þegar við fórum
skemmti- og kynnisför frá Ollerup til
Odense. Þá skoðuðum við einnig safn-
húsið og H. C. Andersen’s hús. I því
litla húsi bjuggu foreldrar hans og þar
var hann fæddur og uppalinn. Eftir
dauða föður s'ms fór hann til Kaup-
mannahafnar og hóf þar að ryðja sína
frægðarbraut.
Hér er nú múgur og margmenni, sann-
arlega „ys á stöðinni“. Fjölmenni mun
vera framar venju, því páskaleyfið er að
hefjast og þá fara margir heim eða að
heiman. Eg berst með straumnum þar
til ég næ að skipta um farseðil og fá
annan, sem gildir til Hjörring. Þangað
er ferðinni heitið í dag. Lestin liður af
stað. Hver einasti klefi er troðfullur af
fólki. Við komum til Strib. Þar er einn
skólafélagi minn, sem hefur gert mér
heimboð. Honum kenndi ég íslenzka
glímu í vetur og útvegaði honum glímu-
belti að heiman. En ferðaáætlunin leyfir
engar tafir hér. Við förum með ferju yfir
Litla-belti til Fredericia. Nú erum við
komnir til Jótlands. Við förum inn í veit-
ingasalinn á stöðinni og fáum okkur mið-
degisverð. Þaðan tökum við okkur far
með lest kl. 2.30. Við förum meðfram
Vejlefirði og gegnum borgina Vejle, sem
stendur við fjarðarbotninn. Meðfram
firðinum er fagurt landslag. Eftir
skamma stund komum við til Horsens.
Þar skilja leiðir okkar félaganna og nú
hef ég engan kunnugan til samfylgdar
lengur. Nú hef ég ekki annað að gera en
aö athuga landslagið meðan birtan end-
ist. Jótland virðist ekki hafa eins stór-
vaxna skóga og Fjón, og jarövegur er
þar misjafnari að frjósemi. Við förum
gegnum Aarhus og Aalborg, Jótlands
stærstu borgir, og komum til Hjörring
kl. 11. Eg litast um eftir skólafélaga mín-
um, sem ég ætla að heimsækja, en hann
er ekki að finna á stöðinni. Hvað á ég
nú að gera? Sökin er auðvitað hjá sjálf-
um mér. Eg hef gleymt að senda honum
kort, og hann því búizt við, að ég kæmi
ekki þennan dag. Það líður að miðnætti.
Margir bílar eru við stöðina viðbúnir að
taka við ferðamönnum. Eg gef mig á tal
við einn bílstjórann. Hann segir, að um
14 km séu til Taurs, þangað sem félagi
minn býr. Hann býðst til að aka mér
þangað fyrir 10 kr. gjald. Segir að það
muni kosta svo mikið að gista hér í
nótt, og fara svo áfram með lestinni á
morgun. Hve langt er til Enggaarden?
spyr ég. 6—7 km er svarið. Hvað kost-
ar bílferð þangað? 6 krónur. Eg afræð,
að fá hann með mig til Eiiggaarden. Þar
er annar félagi minn, sem einnig hefur
boðið mér að heimsækja sig.
Þegar þangað kemur, eru þar allir í
svefni. Verð ég því að guða á glugga.
Vaknar þá húsbóndi og spyr, hvað um
sé að vera. Eg kveð íslending valda
þessu ónæði og óska að ná tali af Niels
Beck, ef hann sé heima. Eftir skamma
stund kemur félagi minn til dyra og tek-
ur mér opnum örmum. Er mér þegar
veittur góður beini og því næst fylgt til
herbergis með uppbúnu rúmi. Hér er
gott að hvílast.
9. apríl — skírdagur. — Eg skoða
„herragarðinn". Þar er 350 tn. land og
þegar búið að sá x 30 tn. akurlendi. Hér
eru 160 nautgripir, 8 hestar og um 100
svín. Kýrnar eru svartflekkóttar af józku
kyni. Gtal jarðyrkjuverkfæri eru hér,
smá og stór. Beck hefur keypt þennan
„herragarð" fyrir 20 árum og búið hér
síðan. Hann er greindur og vel mennt-
aður maður, sem gaman er við að ræða,
hefur farið viða og dvalið í öðrum lönd-
um. En ekki leynir sér herragarðs valds-
svipurinn i viðtali hans við hjú eða ná-
granna. Hann spyr mikið um Island og
einkum um landbúnaðinn þar. Hann öf-
undar íslenzka bændur af olnbogarými
sínu og frjálsræði í búnaðarháttum.
Honum finnst danskir bændur um of
settir í fjötra laga og reglugerða.
A þessu heimili skeðu undursamleg
fyriibrigði fyrir nokkrum árum. Var
mikið um þau skráð í blöðum á Norður-
löndum, þar á meðal í íslenzkum blöð-
um. Þessi undarlegu fyrirbrigði stóðu
yfir í um það bil 4 mánuði. Fyrirbrigð-
in gerðust með þeim hætti, að ýmsir
hlutir færðust til sjálfkrafa í stofunum.
Ef snert var við hlut, þegar hann var á
slíkri hreyfingu, féll hann niður og þann-
ig eyðilögðust nokkrir brothættir munir,
sem féllu í gólfið. Þetta gat gengið svona
til allan daginn, jafnt í björtu og dimmu,
en í janúar tók loks fyrir það aftur.
D^CítSt
Armann Dalmannsson.
JÓLABLAÐ DACS 23
1