Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 16

Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 16
Iiorft til suðurs yfir porpið í Görðum. (Ljósm. Þorst. Jósepsson). því að hellukornið, sem lagt hefur verið yfir þær, ofan á kampana, er hvorki meira né minna en 4 tonn á þyngd. Og í geymsluhúsarústum, sem nær standa sjónum, er þó enn risavaxnara stórgrýti, því að þar hafa verið lagðir i undirstöð- una steinar, sem eru full mannhæð á hvern veg og vega allt upp í 9 tonn, og er það næsta furðulegt, hvernig farið hefur verið að því að flytja slík heljar- björg á þeim tímum, sem þessar bygg- ingar voru reistar, og með þeim tækjum, sem þá voru handbær. — Auðvitað hafa veggirnir verið gerðir úr smærra grjóti, er ofar dró, og það þarf ekki að litast lengi um á staðnum til þess að sjá, hvað af þvi hefur orðið, því að veggir flest- allra húsa í þorpinu eru hlaðnir úr þessu rauða grjóti, veggir þorpskirkjunnar líka, eins og áður getur. Grænlendingar hafa ruplað úr rústunum hvern þann stein, sem þeir hafa ráðið við. Sjálfsagt hefur dómkirkjutóftin staðið svo til óhögguð, þegar Anders Olsen settist þarna að, eins og tóft Hvalseyjarkirkju stendur enn í dag. — Nú eru allar fornar rústir á Grænlandi friðlýstar. 16 JÓLABLAÐ DAGS Grunnur kirkjunnar er 27,10x15,8 m að utanmáli eða aðeins tveimur metrum styttri en dómkirkja sjálfs erkibiskups- ins í Niðarósi var á 12. öld, enda ekki óhugsandi, að fyrirmypdin hafi verið fengin þaðan, því að Garðakirkja er talin vera byggð einhvern tíma kringum 1200. — Af öðrum húsum á staðnum hefur kveðið mest að veizluskála biskups, sem hefur verið nærri 132 ferm að flatar- máli, eða h. u. b. helmingi stærri en veizluskálinn á Flugumýri, sem er víst nafntogaðast hús á Islandi frá þessum tima. Fjósið með dyrunum, sem getið var að framan, hefur verið 63,5 m á lengd, og ennfremur er þarna önnur fjós- tóft, sem er 41,5 m, svo að bæði til samans hafa þessi fjós rúmað a. m. k. 100 nautgripi. Af þessu má sjá, að enginn útkjálka- svipur eða kotungsbragur hefur verið yfir biskupssetrinu í Görðum, meðan þessi og önnur hús staðarins stóðu með fullri reisn, og ólikt að sjá þangað heim eða torfkofahrúgaldið í Skálholti eða á Hólum, enda var biskupsstóllinn í Görð- um mjög auðugur, átti t. d. allan Einars- fjörð og auk þess margar eyjar og veiði- svæði, svo að fjárafli hans hefur staðið viða fótum. — Það mætti líka ætla, að sú byggð, sem átti sér slíkt höfuðból, hafi ekki verið lítils háttar, enda segir Björn á Skarðsá, að i Eystribyggð hafi verið 190 bæir, 12 kirkjur og tvö klaust- ur. Þar hafa nú fundizt 183 bæjarústir auk 87 rústa af öðrum mannvirkjum. En hvað leiddi til þess að þessi blóm- lega byggð þurrkaðist út? — Uppgröft- urinn á kirkjugarðinum á Herjólfsnesi sýnir, að norræn byggð hefur haldizt á þessum slóðum a. m. k. fram til 1500, eða eina öld eftir það, að síðast er vitað um samgöngur milli Islands og Græn- lands, því að sumt af fatnaði þeim, sem varðveitzt hefur þar í frosinni jörð, sýnir sams konar klæðatízku og tíðkaðist i Evrópu um þær mundir. — Hann sýnir einnig, að síðustu kynslóðirnar, sem grafnar hafa verið þar, hafa verið smærri vexti en Eskimóarnir, sem eru þó mestu kettlingar á vöxt, og leifar þeirra bera það með sér, að þeir hafa verið haldnir ýmsum hrörnunarsjúkdóm- um, sem oftast stafa af næringarskorti. Allmargar höfuðkúpur, sem þarna hafa fundizt, eru auk þess svo litlar, að allar líkur benda til, að þeir, sem báru slík höfuð, hafi verið fávitar. Það er talið iíklegt, að landið hafi byggzt á hlýviðrisskeiði, líku og því, er nú gengur yfir vestur þar, en á tímabil- inu frá 1200—1400 hafi loftslag kólnað á nýjan leik. Einnig það má sjá á kirkjugarðinum í Herjólfsnesi, þvi að frost hefur bersýnilega hækkað þar í jörðu, frá því að þar var grafið síðast, en síðan hefur það verið farið að lækka aftur, er garðurinn var grafinn upp. Þegar kólnaði, hefur isinn fljótt farið að torvelda samgöngur við umheiminn og búpeningur tekið að falla, en hann hefur vafalaust lifað næstum eingöngu á útigangi eins og nú, því að grasnytjar eru litlar og lélegar í landinu. Það ligg- ur í augum uppi, að Grænlandsnýlendan forna hefur hlotið að vera mjög háð samgöngum við umheiminn, því að eng- ar heimildir, sem við höfum, benda til þess að íbúar hennar hafi samið sig neitt að háttum Eskimóa eða lagað menningu sina eftir landsháttum eins og þeir. Timbur munu þeir að víbu eitjthvað hafa sótt til Ameríku, meðan þeir höfðu skip, en er ísinn á höfunum vex, leggjast þær siglingar að sjálfsögðu af. Og er

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.