Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 24

Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 24
Margir leikmenn, kennimenn og fræði- menn komu hingað til að rannsaka þessi undur. Mun þó engin vissa hafa fengizt um orsakir þeirra, en helzt var ályktað, að þau myndu hafa stafað af einhvers konar rafmögnuðum bylgjuhreyfingum. Síðan hefur aldrei orðið vart þar við nein dularfull fyrirbrigði, að sögn þeirra feðga. Nú er kominn föstudagurinn langi 9. apríl. Alltaf er sama veðurbliðan, heitt um daga, en svalt um nætur. Við ökum í bíl til kirkju. Það er messað klukkan 10. Þar heyri ég ræðu, sem ómögulegt er annað en veita athygli. Hún stingur svo í stúf við aðrar prédikanir, sem ég hefi hlýtt á i Danmörku. Prestur kemur til okkar, þegar við erum að fara af stað, svo ég verð fyrir þeirri æru, að vera kynntur fyrir honum. Hann segist ekki þekkja marga Islendinga, en einn segist hann vel þekkja. Hann heiti Haraldur Níelsson, og mér skildist, að síðan hann kynntist honum liti hann ekki á Islend- inga sem Eskimóa. Við ökum heim aftur og neytum góðra hátíðarétta. Það er bú- ið að gera ítrekaðar tilraunir til að ná í félaga minn í Taurs í sima, en það ber ekki árangur, svo ég tek það ráð, að fara þangað gangandi, skil eftir tösku og yf- irhöfn og geri ráð fyrir að koma hingaö aftur í kvöld, ef ég finni hann ekki, ann- ars síma þangað og fá farangurinn send- an til afgreiðslunnar í Hjörring. Mér tekst að fara rétta leið og eftir hálfa aðra klukkustund er ég komin til Taurs, sem er lítið þorp um 14 kílómetra frá Hjörring. Þar hitti ég fljótlega félaga frá Ollerup, sem var í sömu erindum og ég. Við göngum þangað, sem félagi okkar á heima. Hann er þá í kirkju, svo við bíðum, þar til hann kemur heim og þá stendur ekki á vinsamlegum móttök- um. Við erum látnir setjast við borð með fleiri gestum, sem komu frá kirkj- unni og skortir hér ekki góðar veitingar. I kvöld förum við ásamt öllu heimilis- fólkinu í kvöldboð til frændfólks þess, sem býr þar skammt frá og dveljum þar lengi í góðum fagnaði. Nú er kominn laugardagur. Við notum góða veðrið til þess að fara í leiöangur kringum þorpið og leita betra útsýnis. Við heimsækjum tvo búgarða þar í ná- grenninu og á öðrum þeirra skoðum við búfé, verkfæri og akra, en á hinum eru aðeins þrjár stúlkur heima. Þær sitia í eldhúsi og drekka kaffi. Margar skálar- kúffullar af jarðarberjum standa á borð- inu hjá þeim. Þær bjóða okkur strax sæti við eldhússborðið og tíminn fer 24 JÓLABLAÐ DAGS eðlilega til annars en að skoða búskap- inn á þessu heimili. Eftir að hafa notið gestrisni þeirra og neytt góðra ávaxta, höldum við aftur til þorpsins. Kl. 4 legg ég svo af stað til Hobro. Þar í grennd er næsti áfangastaður. Nú hefi ég ekki gleymt að senda kort og tilkynna hvenær ég sé væntanlegur. Eg þarf að skipta um lest í Hjörring og þangað er farangur minn kominn, svo að allt er í bezta lagi. Um kl. 9 er komið til Hobro. Bærinn stendur við mjóan, langan fjörð. Ibúar eru 5—6 hundruð. Er hann af ýmsum talinn einhver vina- legasti bærinn á Jótlandi. Ferð minni er heitið til Kirketerp, sem er búgarður í nágrenni bæjarins. Þar á heima herberg- isfélagi minn, sem hefur boðið mér aö dvelja hjá sér um páskana. En, — það er enginn á stöðinni til að taka á móti mér. Kortið hlýtur að vera ókomið. Eg gef mig á tal við einn bílstjóra, sem er þannig vaxinn, að litlu skemmra virðist frá siðu til síðu en frá hvirfli til ilja. Eg spyr um vegalengd til Kirketerp og kostnað við að komast þangað. Hann segir vegalengdina 4 km og býðst til að aka þangað fyrir 4 kr. Eg afþakka, bæði vegna þess, að ég er tilneyddur til að halda dauðahaldi í hverja krónu og svo getur verið að félagi minn komi inn- an stundar. Þó rölti ég bráðlega af stað í hægðum minum og spyr um veginn til Kirketerp. Eg kemst fljótlega á þann rétta og eftir tæplega hálftíma göngu er ég kominn á móts við reisulegan bú- garð. Tel ég rétt að leita frekari upplýs- inga, kný að dyrum, þar sem ég sé ljós í glugga og er þá strax kallað: Kom inn. Eg opna dyrnar og sé þá élitlegan hóp unglinga sitja við langborð innan við anddyri. Heilsa ég þeim og spyr, hvort ég sé á réttri leið til Kirketerp. Þetta er Kirketerp, er svarið. Mér var kunnugt um, að tvö býli voru með þessu sama nafni og spyr því um nafn húsbóndans. Niels Kr. Nilsen. Er Gunnar, sonur hans, heima? Nei, ekki sem stendur. Hann er á fimleikaæfingu, en kemur bráðlega. Þegar svo upplýstist að ég væri íslend- ingurinn, sem hann átti von á, þá stend- ur ekki á vinsamlegum móttökum, þó forvitin augu stari á mig og lýsi vantrú á, að Islendingur geti verið svo lítið frá- brugðinn venjulegum manni. Eg fæ sæti við borðið og innan stund- ar er matur fram reiddur með töluvert svipuðum hætti og á íslenzkum sveita- bæ. Um kl. 11 koma 5 elztu bræðurnir heim af fimleikaæfingu, þar á meðal Gunnar. Þetta var síðasta æfingin undir sýningu, sem á að halda annan páskadag. Kortið frá mér er ókomið. Eg dvel í Kirketerp báða páskadagana í ágætu yf- irlæti. Þar er heimilislífið á ýmsan hátt svipað því, sem er á islenzkum sveita- heimilum. Þar er glatt á hjalla. Oll fjöl- skyldan, hjónin og 11 börn, þar af ein dóttir, er saman komin til að halda páskahátíðina heima. Yngstu bræðurnir eru síspyrjandi um Island og undrast mjög, að þar skuli fyrirfinnast strákar, ekki ósvipaðir þeim að útliti. Við förum á reiðhjólum í leiðangur um bæinn og meðfram firðinum og er mér þá sýnt allt það markverðasta. Annan páskadag er fimleikasýning í 9 flokkum og dans- leikur á eftir. I Kirketerp er ágætur búskapur, 85 tn. lands í góðri rækt, um 40 nautgripir og yfir 100 svín. Bóndinn er formaður búnaðarfélags héraðsins. Hann gefur mér ýmsar góðar leiðbeiningar viðvíkj- andi búnaði og leitast við að gera mér allt í vil. Fólkið er mjög frjálslegt í við- móti og alúðlegt. Hér finnst mér ég eiga heima, eða a. m. k. geta átt heima. Heimasætan er heldur ekki fráfælandi, hvort sem hún situr við slaghörpuna, dansar í fimleikasalnum eða gengur um beina heima. En — um næstu kross- messu á ég að vera mættur til starfs í Gróðrarstöðini á Akureyri. Nú er kominn þriðjudagur, brottferð- ardagurinn. Gunnar fylgir mér til bæjar- ins. Þaðan fer ég með bíl til Viborg. Þar hef ég tveggja stunda viðdvöl. Eg nota þann tíma til að skoða dómkirkjuna, sem er alþakin innan með hinum frægu mál- verkum eftir Skovgaard, sögulegum bibl- íumyndum, sem byrja með því, að Adam gefur dýrunum nafn. Viborg er um það bil þriðjungi stærri en Reykjavík. Þaðan fer ég með lest um Herning og til Vild- bjerg. Klukkan er þrjú, þegar ég kem þangað. Hér er Peder Spandet mættur á stöðinni. Eg hef skrifað til hans frá Kirketárp og bréfið kom í tæka tíð. Peder er mikill Islandsvinur, hefur verið á Islandi —- Hvanneyri, Einarsnesi og ásamt mér við kartöflurækt á Garð- skaga. Hann er einn af nýyrkjumönnum Dana. Hefur fengið 75 tn lands uppi á hinni józku lyngheiði og er nú búinn að fá um helming þess í rækt. Hann er kvæntur og á eitt barn. Við ökum í vagni frá Vildbjerg um Timring út á heiðina þangað, sem Peder býr. Þar er ég í tvær nætur og skoða heiðalöndin. A stórum landsvæðum hefur „Hedesel- skabet“ látið gróðursetja barrplöntur — greni og furu — og eru þar nú orðin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.