Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 13

Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 13
var samþykkt á Alþingi að „leggja flutn- ingabraut frá Akureyri fram Eyjafjörð“. Átti mál þetta góðan hauk í horni þar sem var Klemens Jónsson sýslumaður, setn þá var þingmaður Eyfirðinga og jafnframt félagi í Fundafélaginu, enda lá hann ekki á liði sínu um baráttu fyrir brautinni á Alþingi. Ohætt er að full- yrða, að með frumkvæði sínu og áróðri hafi Fundafélagið drjúgum flýtt fyrir komu brautarinnar inn Eyjafjörðinn. Ekki er nokkur leið í svo stuttu máli sem hér er um að ræða, að gera þeim fjölmörgu málefnum, sem Fundafélagið tók til meöferðar á fundum sínum, nokk- ur veruleg skil. Má vera að það verði síðar gert. Margt af viðfangsefnunum voru dæg- urmál, sem aðeins höfðu þýðingu fyrir líðandi stund, og önnur, sem ekki var gert ráð fyrir að leitt gæti til úrlausnar, en því framborin og rædd, til að vekja menn til umhugsunar og skapa víðari sjónhring. Má þar til nefna útgáfu nýs blaðs, myndun hlutafélags til kaupa á fiskiskipi, kirkjumál og kvenréttindi, bankamál og borgaraleg hjónabönd,, fjárforræði og fánamál, þurfamanna- flutningar og þegnskylduvinna og margt fleira. Þá var mikið rætt um verzlunar- skuldir og vöruvöndun og margvísleg landbúnaðarmál. En þessi verkefni voru aðallega ábending til kaupmanna og framleiðenda svo og búnaðarfélaganna í héraðinu. Oft var rætt um stjórnmál og þingkosningar og urðu þau mál, einkum er fram í sótti, mestu hitamálin sem fyrir komu á fundum félagsins, og er það engin ný bóla. Auk þeirra mála, sem voru á dagskrá fundanna, voru haldnir, að tilhiutan félagsins Fyrirlestrar. 1. (1897) Um skyldur og réttindi manna frá vöggu til grafar: Klemens Jónsson sýslumaður. 2. (1898) Sóttvarnir á íslandi frá 1400 til vorra daga: Páll Briem amt- maður. 3. (1899) Um leiguábúð: Sami maður. 4. (1907) Um byggingar: Guðmundur Hannesson læknir. 5. (1908) Um hagnýtingu áburðar: Jón Guðlaugsson í Hvammi. 6. (1918) Um grasbýli: Sigurður Baldvinsson framkvæmdastjóri Rækt- unarfélags Norðurlands. Þá var tvisvar sinnum upplestur á fundum. Séra Matthias las úr Grettis- ljóðum o. fl. Einar H. Kvaran las þátt eftir Jónas Hallgrímsson og söguna Gamli Toggi. Fundafélagið gekkst fyrir skemmti- samkomum á Grund á „Heitdegi Eyfirð- inga“. Heiðursfélagar Fundafélags Eyfirð- inga voru kosnir (1917 og 1919): Hallgrímur Hallgrímsson á Rifkels- stöðum og Magnús Sigurðsson á Grund. I síðustu stjórn félagsins voru: Davíð Jónsson á Kroppi formaður, og með- stjórnendur Pétur Olafsson á Hranastöö- um og Stefán Jónsson á Munkaþverá. Síðasti fundur félagsins var haldinn á Grund þann 16. janúar 1922. Á þeim fundi mættu 30 félagsmenn eða þrír fimmtungar skráðra félagsmanna. Af þeim er síðast eru skráðir félagsmenn eru enn 11 á lífi og búsettir á félags- svæðinu. Frá fundarlokum 16. jan. 1922 voru dagar Fundafélags Eyfirðinga taldir. Hafði það þá starfað í tæp 30 ár og haldið 105 fundi. Þótt félagið kæmi ekki mörgum af hinum margháttuðu hagsbótamálum hér- aðsins fram til sigurs, eru þó Klæða- verksmiðjan og brautin fram Eyjafjörð- inn óbrotgjarnir minnisvarðar þess. Fé- lagsskapurinn og fundir hans voru til ó- blandinnar ánægju þátttakendunum, og mörgum þeirra til aukinna kynna á mönnum og málefnum. Það verður því aldrei með sanni sagt, að hann liggi til ónýtis dauður. Lýkur þar með stuttu ágripi af sögu Fundafélags Eyfirðinga. Krókódíllinn ÞESSA LJÓTU skaðræðisskepnu kann- ast allir við af afspurn. Hann verpir eggjum, sem likjast mjög gæsareggjum, og lætur sólarhitann unga þeim út. Og krókódílsungi kemur ú hverju eggi, en kvendýrið á oft 20—100 egg í einu. Krókódílar lifa nokkra mannsaldra, en enginn veit hve gamlir þeir geta orðið. Af um 20 tegundum krókódíla er sæ- krókódíllinn mannskæðastur og getur orðið um 11 metrar á lengd, og er út- breiddastur um Austur-Indland og allt til Ástralíu, heldur sig við árósa og í innhöfum. Stundum ræðst hann á smá- báta og mölbrýtur þá í einu höggi og fær sér oftast góða móltíð um leið. Oll land- dýr óttast liinar griinmu skepnur og taka til fótanna ef þau verða hans vör. En krókódillinn er lævis og oft heppinn í veiðiskap sínum. Náttúrufræðingurinn Emmerson Temment segir frá eftirfar- andi atviki: Malaji nokkur sat á trjágrein og var að dorga. Regnið streymdi úr loftinu og maöurinn breiddi yfir sig stóran poka. Allt í einu kom pardusdýr út úr skógar- þykkninu og stökk á manninn, en festi bæði kjaft og klær í pokanum og hafn- aði í fljótinu. En þarna við bakkann hafði krókódíll lcgið í leyni og gert sér vonir um góða máltíö, þar sem fiskimað- urinn var. Hann réðist þegar ó pardusdýriö, drap það og át, en maðurinn slapp. Krókódilar virðast gera sér vel ljóst, að þeir eru allófriðar skepnur og vekja ótta. Á næturnar og snemma ó morgn- ana veiða þeir. Liggja þeir þá langtím- um saman hreyfingarlausir í vatnsskorp- unni með nasaholurnar einar upp úr. En þeir hafa augun hjá sér og láta sig ber- ast að öðrum árbakkanum, ef maður eða dýr kemur að ónni. Margur maðurinn hverfur í kjaft hans. Jafnvel úlfaldar eru dregnir í djúpið, ef krókódíll kemst að þeim á meðan þeir svala þorsta sín- um í ánni. JÓLABLAÐ DAGS 13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.