Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 15

Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 15
Árni Kristjámson: Frá Görðum VITNESKJA okkar um líf og störf nor- rænna manna á Grænlandi að fornu er ekki fjölskrúðug. Ritaðar söguheimildir þar að lútandi eru fremur slitróttar, a. m. k. samanborið við heimildir okkar um íslenzka sögu. Þótt einstakar íslenzkar fornsögur gerist að nokkru leyti á Græn- landi, veita þær okkur mjög ófullkomnar upplýsingar um lifnaðarhætti lands- manna og hag fólksins í landinu. Þegar þeim sleppir, er fróðleikur okkar um grænlenzkt þjóðlif einkum stuttorðar frásagnir af einstökum atvikum, sem slæðzt hafa inn í íslenzk sagnrit, og á fá- um þeirra græðum við mikið í þessu til- liti. — En hér kemur fornleifafræðin til hjálpar. Mikið hefur verið unnið að upp- grefti og rannsókn á mannvirkjaleifum á þessum slóðum á síðustu áratugum, enda eru þær margar ágætavel varðveittar, og af þeim má margt ráða, sem fyllir upp og skýrir þá mynd, sem bóklegar heim- iídir láta okkur í té, og varpar ljósi á þá þætti í sögu Grænlandsbyggðarinnar, sem áður voru huldir myrkri. Ej’stribyggð á Grænlandi er syðst á vesturströndinni, í því héraði, sem nú er gjarna kennt við Julianehaab. Þar er breitt íslaust strandbelti, og langir firðir skerast gegnum það frá suðvestri inn að jöklum, djúpir og þröngir. Hlíðarnar eru brattar allt frá sjó og innan til vaxnar birkikjarri og grávíði upp á brúnir. Ei- ríksfjörður og Einarsfjörður liggja hlið við hlið um norðanvert miðbik þessa héraðs, og kjarni byggðarinnar fornu hefur verið umhverfis þá. Stutt er síðan byggð hófst á þessum slóðum á nýjan leilc, því að til skamms tíma lifðu Eski- móarnir á Grænlandi eingöngu á veiði- skap, og veiðifang er bezt og ríkulegast af sjó úti við ströndina og í skerjagarð- inum þar fyrir utan. í botni Einarsfjarð- ar, þar sem áður stóð biskupssetrið í Görðum, er nú ofurlitið sveitaþorp og heitir Igaliko, en það þýðir stáru pott- arnir. Íbúarnir þar stunda sauðfjárrækt. á Grænlandi Árið 1780 settist þar að norskur maður, Anders Olsen að nafni, ásamt græn- lenzkri konu sinni, og eru núverandi bændur þar frá þeim runnir. Það var um kl. hálf ellefu að morgni sunnudagsins 7. ágúst, að við stóðum á brekkubrúninni fyrir ofan biskupssetrið forna í Görðum. Við komum þangað fót- Ámi Krisljá nsson. gangandi handan úr Eiríksfirði. Veðrið var hið ákjósanlegasta, blæjalogn og hlýtt, og grisjaði í heiðríkju bak við létt- ar skýjaslæður. Framundan lá fjarðar- botninn, sléttur eins og stöðuvatn. Hann er ekki alls ólíkur botni Hvalfjarðar, nema hyað fjöllin eru ekki eins yfir- þyrmandi og gróin hærra upp. Á vinstri hönd, inn af fjarðarhorninu, er hátt fjall. Það nefndist Búrfell til forna, en andspænis okkur rís allhár múli, klett- óttur og kjarrgróinn, grænn og grár. Við skírðum hann Klofning, því að hann gengur fram í miðjan fjarðarbotninn, og nú speglaði hann sig í sjónum í logninu. Fyrir neðan okkur lá þorpið á dálítilli hallfleyttri sléttu, er lækkar að sjónum; lítil hús, flest með grjótveggjum, sum með timburgöflum, örfá byggð úr einu saman tirnbri. Þau standa óreglulega, dálítið álengdar livert frá öðru, líkt og feimnir krakkar, og reykina iagði beint upp úr strompunum í blíðunni. Efst í þorpinu ar kirkjan, hlaðin úr rauðu, höggnu grjóti, sem límt er saman með einhverju gráu bindiefni, svo að vegg- irnir eru eins og mosaik til að sjá. Og sem við stöndum þarna, brýzt sólin allt í einu fram úr skýjunum, svo að sólskin- ið hellist yfir alla þessa sælu kyrrð, og rétt í því talca kirkjuklukkurnar að hringja. Okkur fannst eins og staðurinn væri að fagna því, er Islendingarnir gengu nú aftur þangað heim eftir 500 ár. Við göngum hægt niður hlíðina, því að brekkan er brött. Þar sem við förum niður, er hún slétt og grasigróin upp á brún, en til beggja hliða ganga grasgeirar upp á milli klappa og klettamúla. Sumar þessar klappir eru úr gráu bergi með hvítum, glitrandi kornum í, það er lík- lega einhvers kopar granít, en aðrar eru rauðar og skarta vel við grængresið. Lækjarsytra liðast þar úr grýttu gili, en hverfur brátt niður í jörðina, því að alls staðar er grunnt á möl og grjót. í útjarðri þorpsins eru rústirnar. Við vissum reyndar fyrir, að þar voru rústir, en ég held að fáir hafi gert sér í hugar- lund, að þær væru jafn mikilfenglegar og raun er á. Húsarústir varðveitast auð- sjáanlega margfalt betur þarna en hér. Mold er varla neins staðar, svo að telj- andi sé, og grasvöxtur rýr og gisinn, svo að jarðvegsmyndun gengur mjög hægt. — Þarna stóð biskupssetur Grænlands og dómkirkja, og sjást undirstöður hús- anna mjög glögglega. Veggirnir eru tví- hlaðnir eins og íslenzkir klömbruveggir, en allir úr rauðleitum sandsteini og ákaf- lega þykkir. Trúlega hefur verið fyllt á milli steinanna með leir, þótt þess sjáist nú engin merki lengur. — Okkur furð- aði mest, hvílíkt óskaplegt stórgrýti hafði verið lagt þarna í hleðslu. Að vísu hefur ekki þurft að flytja byggingarefnið langt til. Það hefur auðsjáanlega verið tekið úr rauðu klöppunum, sem áður getur, í hlíðinni fyrir ofan, og þó er þangað líklega h. u. b. 400—500 metra leið. Til dæmis má geta þess, að fjós- dyr einar standa þarna uppi enn, að vísu dálitið signar, svo að þær eru ekki manngengar lengur, enda ekki nema von, JÓLABLAÐ DAGS 15

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.