Dagur - 20.12.1979, Síða 5
Nýja og gamla ferjan. Mynd: Guðjón.
Áætlun Hríseyjarferjunnar
Frá Frá L- Frá Frá
Hrísey Árskógss. Hrísey L-Árskógss.
Sunnud. Kl. 13,30 Kl. 14,00 Fimmtud. Kl. 9.00 Kl. 9,30
— Kl. 19,00 K1 19,30 — Kl. 13,30 Kl. 14,00
Sunnud. Kl. 23,00 Kl. 23,30 — Kl. 18,00 Kl. 18,30
Mánud. Kl, 9,00 Kl. 9,30 Föstud. Kl. 10,00 Kl. 10,30
— Kl. 13.30 Kl. 14,00 (póstf.) Kl. 13,30 Kl. 14,00
— K1 18,00 Kl. 18,30 K1 17,30 Kl. 18,00
Kl. 23,00 Kl. 23,30
Þriðjud. Kl. 10,00 Kl. 10,30 Laugard. Kl. 10.00 Kl. 10,30
(póstf.) Kl. 13,30 Kl. 14,00 — Kl. 13,30 Kl. 14,00
Kl. 17,30 Kl. 18,00
Kl. 23,00 Kl. 23,30 Kl. 18,00 Kl. 18,30
Miðvikud. Kl. 9,00 Kl. 9,30 Sætagjöld Sætagjöld
—, Kl. 13,30 Kl. 14,00 fullorð. barna
— Kl. 18,00 Kl. 18,30 Kr. 500,00 Kr. 250,00
LAUSARFERÐIR. Lámarksgjald fyrir ferð. Dagv. Næturv. Fullorð. Sætagjöld. Barna.
Litli-Árskógss.. .. . Kr. 12.000 Kr. 16.000 Kr. 500 Kr. 250
Dalvík . Kr. 16.000 Kr. 20.000 Kr. 850 Kr. 400
Hauganes . Kr. 16.000 Kr. 20.000 Kr. 850 Kr. 400
Grenivík . Kr. 18.000 Kr. 24.000 Kr. 1000 Kr. 500
Gjald fyrir pakka allt að 25 kg. kr. 300,- frá 25-50 kg. kr. 600,-. Tíma-
mæld leiga ferjunnar í dagvinnu er kr. 16.000 og næturvinna kr. 20.000.
Dagvinna telst alla daga, nema laugard. og sunnud. frá kl. 8 að morgni til
kl. 19 að kvöldi, aðrir tímar teljast næturvinna. Fari farangur farþega yfir
eðlileg takmörk að mati ferjumanna, er þeim heimilt að taka aukagjald
fyrir. Það skal tekið fram, að útgerðin ber ekki ábyrgð á neinu því sem
vörueigendur geta tryggt sig gegn með venjulegri sjóvátryggingu sam-
kvæmt A.W. skilmálum.
Gjald fyrir bíl í áætlunarferð er kr. 8.000,-. Gjaldskrá þessi gildir frá og
með 18. nóvember 1979.
Flugleiðir:
Jólaáætlun hjá
innanlandsflugi
GENGIÐ hefur verið frá jóla-
áætlun innanlandsflugs Flug-
leiða, og verða aukaflug alls 25
dagana fyrir jól.
Hefjast þau laugardaginn 15.
des. Þann dag eru alls sjö aukaflug
frá Reykjavík til allra staða innan-
lands nema Hornafjarðar, Vest-
mannaeyja og Þingeyrar. Sunnu-
dag 16. des. eru aukaflug til Egils-
staða og Patreksfjarðar; mánudag
17. des. til Isafjarðar, Egilsstaða,
Sauðárkróks og Akureyrar; þriðju-
dag 18. des. til ísafjarðar, Sauðár-
króks, Hornafjarðar og Akureyrar;
fimmtudag 20. des. til Patreks-
fjarðar, ísafjarðar, Húsavíkur og
Akureyrar (en sama dag fellur nið-
ur flug Húsavík/Akureyri) og
laugardag 22. des. er aukaflug til
Patreksfjarðar.
Á Þorláksmessu verður flogið
skv. áætlun og sömuleiðis fram yfir
hádegi á aðfangadag jóla, en síð-
asta flug þann dag lendir á
Reykjavíkurflugvelli kl. tæplega
16.00.
Ekki verður flogið á jóladag né
heldur nýársdag. Á annan í jólum
falla niður morgunflugin til Akur-
eyrar og Vestmannaeyja, og á
gamlársdag verður flugi háttað eins
og á aðfangadag jóla, þ.e. flogið
fram yfir hádegi, og lendir síðasta
flug í Reykjavík kl. tæplega 16.00.
Sætaframboð vikuna fyrir jól,
þ.e. frá laugardegi 15. des. til laug-
ardags 22., verður því 5.040 í 105
áætlunar- og aukaferðum.
— Vilt þú ekki skrifa jóiakortin i
ár af því þá hefúr svo góftan tima.
— Pabbi, — Ég held aö mamma
og jólasveinninn séu aö hlæja aö
einhverju skemmtilegu inni i
svefnherberginu
Noróurlandaráó
Reglubundnar hraðferðir til Norðurlandanna
Þarftu a3 flytja vörur til e3a frá Danmörku,
Noregi, Svíþjóð eða Finnlandi? Ef svo er þá
er það gott norðurlandaráð að notfæra sér
hinar tiðu hraðferðir Fossanna.
BERGEN - KRISTIANSAND - MOSS
GAUTABORG - HELSINGBORG
KAUPMANNAHÖFN
VALKOM - HELSINKI
Góð flutningaþjónusta, hröð afgreiðsla og
vönduð vörumeðferð eru sjálfsagðir þættir í
þeirri markvissu áætlun að bæta viðskipta-
sambönd þín og stuðla að traustum atvinnu-
rekstri hér á landi.
Hafðu samband
EIMSKIP
SÍMI 27100
*
10O íslensk kvæðalög
á hljómplötu frá S.G.
I TI.LEFNI 50 ára afmælis Kvæða-
mannafélagsins Iðunnar hafa SG-
hljómplötur gefið út plötu er inni-
heldur 100 íslensk kvæðalög. Á
plötuumslagi segir forseti íslands
Kristján Eldjárn svo: „Að yrkja og
kveða rimur var á fyrri öldum
ákaflega veigamikill þáttur í ís-
lenskri alþýðumenningu, runnin af
rótum þess arfs, sem landnáms-
menn komu með til landsins fyrir
ellefu öldum. Hver sá, sem ann ís-
lenskum erfðum og vill að um þær
sé hirt og að þær beri ávöxt með
öldnum og óbornum í landi voru,
hlýtur að vera þakklátur þeim
mönnurh, sem af ást og eldmóði
hafa síðastliðin fimmtíu ár hlúð að
hinni fornu íþrótt, sem svo margan
dimman dag hefur stytt og gert
hærra til lofts og víðara til veggja í
svo margri þröngri baðstofu í landi
voru á liðnum öldum.“
Hvernig veit maöur, hversu hátt
yfir hafiö maöurer kominn uppi i
fjöllunum. Þaö kemur venjuleg-
ast I Ijós þegar maöur fær hótel-
reikningana.
DAGUR.5