Dagur - 20.12.1979, Page 11
Við þekkjum víst flest hann Pálma í blaðavagninum, en færri
vita nokkur deili á manninum. Því var það að blaðamaður var
sendur út af örkinni til að hitta Pálma og ræða við hann. Pálmi
reyndist tregur til viðtals í upphafi, en iét loks tilleiðast. Eins og í
hefðbundnum viðtölum var blaðasalinn og stórtemplarinn fyrst
inntur eftir ætt og uppruna.
— Hvar og hvenœr ertu fœddur
Pálmi?
Ég er fæddur hér á Akureyri
24. mars 1918, en móðir mín kom
framan úr Eyjafirði frá bænum
Miklagarði til þess að eiga mig.
Ég fæddist í gamla Góðtempl-
arahúsinu, þar sem Pétur heitinn
Lárusson átti heima. Það hús
stóð austan við götuna suður
undir Samkomuhúsinu. Strax og
hægt var, fór móðir mín með mig
fram eftir í Miklagarð en þá voru
skyldmenni hennar búsett þar.
Faðir minn var bóndi í Mikla-
garði, Ólafur Sigurðsson frá
Merkigili. Móðir mín hét Hólm-
fríður Bergvinsdóttir, Bergvins-
sonar kennara á Svalbarðsströnd.
Hún vann fyrir sér með sauma-
skap og ferðaðist á milli bæja
með mig og bróðir minn Ottó
Gottfreðsson, sem vinnur á skrif-
stofu Rafveitunnar. Fyrstu átta ár
æfi minnar átti ég heima á 20
bæjum í Saurbæjarhrepp. Við
vorum nærri því alltaf á flækingi.
Árið 1926 byggði móðir mín torf-
kofa á landamærum Sandhóla og
Saurbæjar og þangað fluttum við
um haustið ég, móðir mín, Ottó,
og amma mín sem hét Ólöf Okt-
olína Ólafsdóttir. Þarna vorum
við aðallega á veturna næstu
fjögur árin án þess að hafa
nokkrar skepnur, og við höfðum
ekki mjólk nema það sem okkur
var gefið 2-3var yfir veturinn af
einhverjum úr sveitinni.
— Nú ert þú alinn upp á sögu-
slóðum Tryggva Emilssonar, þess
er skrifar Fátœkt fólk. Er sú saga
sönn lýsing á lífinu, þegarþið eruð
að alast upp?
Það finnst mér, og meir að
segja finnst mér Tryggvi ekki taka
eins djúpt í árinni um ástandið,
eins og það var á þessum tíma. En
þó segi ég að ástandið hér á Ak-
ureyri hafi á mörgum stöðum
verið verra, því í sveitinni var þá
yfirleitt eitthvað til að borða, en
það vildi brenna við hér í bænum,
að svo væri ekki.
— Móðir þín hefur haldið áfram
að sauma.
Já, eftir að hún tók sér fastan
samastað þá tók hún saumana
heim til sín yfir veturinn, en fór í
síld til Siglufjarðar og Hríseyjar á
sumrin, og var þá með Ottó með
sér, en við amma mín vorum þá á
Hálsi í Saurbæjarhreppi hjá
frændfólki okkar. Árið 1930
fluttum við til Akureyrar, í Lækj-
argötu 2. Þar sá ég um heimilið á
veturna eldaði mat, þvoði þvotta,
og gerði við föt, á meðan móðir
mín og bróðir unnu úti. En ég hélt
áfram að vera í sveit á sumrin, og
þá á Hálsi sem fyrr. Á þessum
árum tók ég fullnaðarpróf, en það
sem er sögulegt við það er, að ég
var aldrei nema 8 daga á skóla-
bekk og það var öll mín skóla-
ganga. En Benedikt Ingimarsson,
sem nú er bóndi á Hálsi, kenndi
okkur Vilhelmínu Sigríði
Kristinsdóttur alla þá skóla-
fræðslu sem börn læra. Á milli
okkar var mikil keppni í náminu,
en við vorum ekki að hugsa um
háar einkanir, heldur að reyna að
vera betri en hitt. Á fullnaðar-
prófi var ég svo með 8.83, en hún
var með 8.87, og þannig lauk
þessu einvígi. Hún var alin upp á
Hálsi að miklu leiti, dóttir
Kristins Jónssonar á Strjúgsá,
sem var bróðir Ingimars bónda á
Hálsi.
Þessa viku sem ég sat á skóla-
bekk var ég að Krónustöðum, en
þar kenndi okkur Pálmi
Kristjánsson, velþekktur maður.
— Svo ferð þú að vinna á Akur-
eyri?
Já ég byrja tæplega 14 ára að
læra skósmíði hjá Jakobi S.
Kvaran, sem var með skógerð
inni í Hafnarstræti 85, en hann
var nýbúinn að setja hana á stofn.
Fyrst var hún á einni hæð síðan á
tveimur, og að lokum var verk-
smiðjan á þremur efstu hæðun-
um. Þama er nú búið að innrétta
íbúðir á þremur efstu hæðunum,
en á neðsu hæð eru verslanirnar
Fiðrildið og Parið. Eigandi hús-
næðisins var Hjalti Sigurðsson,
sem nú er nýlátinn, en hann var
föðurbróðir minn. Hjá Jakobi var
ég til 1936. Þá var skógerð
Iðunnar stofnsett og ég fór þang-
að, og var þar til 1940, en þá fer ég
aftur til Jakobs S. Kvarans. En
1941-1944 rak ég mitt eigið fyrir-
tæki, skógerðina Kraft, fyrst í
kjallaranum í Hafnarstræti 88, en
tók síðan á leigu alla verksmiðju
J.S. Kvaran, og rak hana, eins og
fyrr sagði í 4 ár, en varð þá gjald-
þrota.
— Varstu með margt fólk í vinnu
á þeim tíma, og hvernig slappstu
frá þessu gjaldþroti?
Ég var með um tuttugu manns í
vinnu þegar mesta var, en út úr
þessu gjaldþroti fer ég alveg
slyppur og snauður, fer aðeins
með sængina mína með mér. Og
af atvinnuleit minni þar á eftir vil
ég ekki segja þér, því það gekk
ekki vel.
— Nú starfar þú þarna á stríðsár-
unum, hvernig minnist þú þeirra
og hver er minnisstœðasti atburð-
urinn frá þeim tíma?
Stríðsárin eru vægast sagt and-
styggð og er áreiðanlega það
ógeðslegasta tímabil, sem yfir Is-
land hefur gengið, og íslenska
þjóðin mun aldrei, hvað lengi
sem hún á eftir að vera ein og
sjálfstæð þjóð, bíða þess bætur.
Alveg sama þó að vinna og efna-
hagsafkoma þjóðarinnar tæki
stökkbreytingum þá mun það
aldrei bæta þann skaða, sem
stríðsárin ollu. Annars vil ég ekk-
ert um stríðsárin segja, því ég á
engin orð til að lýsa því hvað mér
finnst þau hafa verið andstyggi-
leg, og um minnisstæðasta at-
burðinn vil ég alls ekki geta hér.
Ég held að ekkert hafi farið eins
illa með siðferðisvitund þjóðar-
innar og ógöngur okkar í efna-
hags- og stjórnmálum megi rekja
til þess tíma, en sé að koma fram
núna.
— Hvað ferðu að gera eftir gjald-
þrotið?
Ég flyt vestur í Skagafjörð, að
Varmalæk til Gunnars Jóhanns-
sonar og fer að vinna hjá honum í
alls konar iðnaði, við húfu- og
jakkasaum, framleiðslu á skóm
og sokkahlífum o.fl. Aðallega var
það skinnjakkaframleiðsla fyrst
framan af, en svo voru færðar út
kvíamar, og farið að framleiða
allt mögulegt.
— Er Gunnar farinn að lamast
þegar þetta er?
Já, hann er hér á Akureyri
1937, og þá eru lömunarein-
kennin að koma fram, en ég verð
að segja, að sá maður afrekaði
bæði þá og síðar meiru en margir
fullfrískir menn geta státað af.
Það var alveg óskiljanlegt hvað sá
maður gat gert.
— Kynntist þú stúkunni í Skaga-
firði?
Nei, ég kynnist henni löngu
fyrr hér á Akureyri. Árið 1935
geng ég í unglingastúkuna Akur-
liljan nr. 2, og ég hef starfað í
Góðtemplarareglunni síðan. Mér
stendur alltaf fyrir huskotsjónum
það kvöld sem ég gekk í stúkuna;
hvert einasta atvik. Þá var Æt.
Jón Kristinsson núverandi fram-
kvæmdastjóri í Skjaldarvík,
Eiríkur Sigurðsson fyrrverandi
skólastjóri var gæslumaður,
Magnús Jónsson frá Mel var
fjármálaritari, en hann varð
seinna fjármálaráðherra, Unnur
Jensdóttir, Þóra Franklín, og Jón
Hallgrímsson eru andlit sem ég
man líka eftir í fljótu bragði.
Þarna var mikið líf og fjör,
fundir vikulega, dansað eftir
hvern fund. en þeir voru haldnir í
Skjaldborg og sá salur sem var
þar var alltaf fullur. Kvöldið sem
ég gekk inn, þá gengu með mér
inn 18 aðrir, en slíkt var í þá daga
ekkert einsdæmi. Þannig lifði
þessi stúka mjög glaðværu lífi
þangað til eftir 1942, er hún
verður bráðkvödd mjög skyndi-
lega, en þá sögu kann ég ekki að
segja.
Þegar ég flyt vestur þá fæ ég
lausnarmiða frá stúkunni ísafold,
sem ég var í hér á Akureyri, og
geng í stúkuna „Gleym-mér-ey“
á Sauðárkróki og er í henni
þangað til að stofnum fullorðins-
stúku á Varmalæk. Hún lifði ekki
lengi, enda er Skagfirðingum
margt betur gefið en það að vera
í stúku. En þarna var starfandi
bamastúka þegar ég kom, og i
henni var ég öll þau ár sem ég var
fyrir vestan. Barnastúkuna sá
Herselía Sveinsdóttir um. En ég
flyt úr Skagafirði 1959, eftir 15
ára góða veru þar, og síðan hefur
mér alltaf líkað vel við Skagfirð-
inga, og Skagafjörð.
En þegar ég kom að vestan þá
gekk ég í Ísafold-Fjallkonan no.
1, og þar var Æt. Magnús J.
Kristinsson.
Framhald á næstu síðu
í Blaðavagninum sóttur heim
DAGUR.11