Dagur - 20.12.1979, Qupperneq 12
Pálmi í
Blaðavagninum
— Hvenœr er mesti uppgangstími
stúkunnar hér á Akureyri, á þessu
40 ára tímahili, sem þú ert búinn
að vera í henni?
Að undanskildu starfi ung-
lingsstúkunnar Akurliljan, þá
held ég að blómaskeið fullorð-
insstúkunnar sé í kringum
1962-63, en þessi starfsemi hefur
alltaf gengið í öldum sem
ómögulegt er að sjá fyrir eða
skilja.
— En þú hefur haft afskipti af fé-
lagsmálum víðar, eitthvað varstu I
verkalýðsbaráttunni, eða hvað?
Já, þar lenti ég í mestu átökum
sem ég heft lent í um mína æfi.
Fyrstu kynni mín af verkalýðs-
baráttu eru þau, að ég er áhorf-
andi að Nóvuslagnum í mars
1933, þá tæplega 15 ára, þar sem
verkafólk og menn bæjarfógetans
börðust á bryggjunni út af því að
verkfallsverðir voru að koma í
veg fyrir affermingu á tunnuefni
úr skipinu Nóvu. Þessi atburður
hafði þau áhrif á mig að ég verð
aldrei samur maður. Þau áhrif
eru þess eðlis að þau hafa ekki
yfirgefið mig enn þann dag í dag.
En ég er einn af stofnendum
Iðju félags verksmiðjufólks á Ak-
ureyri og var í fyrstu í varastjórn
félagsins. Það er stofnað 1936 og
fyrsta verkfallið, sem það félag
lenti í, var 1. nóvember 1937, og
það verkfall stóð í einn mánuð. Á
meðan á því stóð fór ég aldrei
heim úr verkalýðshúsinu og lenti í
margháttuðum slagsmálum og
gauragangi þennan tíma, því
verkafólk á þessum árum var ekki
eins samhuga og það er nú. Þá
stóðu aldrei færri en 20 manns á
verkfallsvakt og oft allt upp í 60
manns. Víða voru reynd verk-
fallsbrot og oft kom það fyrir að
allir tiltækir þustu út í þá bíla sem
voru undir okkar stjórn, rútubíla
sem einkabíla, og það var farið á
staðinn og hann umkringdur.
— Það er Ijóst af þessum orðum
þinum að verkalýðsbarátta er allt
öðru vísi nú, en hún var áður.
Já, í síðasta verkfalli sem ég
stóð í, þá get ég sagt þér það að ég
þekkti ekkert af gömlu barátt-
unni. Ekkert! En þeirri baráttu
gleyma þeir aldrei sem í henni
stóðu.
— Hvenœr hefur svo Blaðavagn-
inn göngu sína?
Ég byrja bæði í götusópinu hjá
Akureyrarbæ, og Blaðavagninum
1963. Blaðavagninn kom á Torgið
fyrst 7. apríl, og þá í litlum hand-
vagni, en síðar um haustið kemur
sá vagn sem nú er þar. Á þessum
tíma er búið að kvikna tvisvar í
honum, og einu sinni sprakk
hann í loft upp.
— Þú slappst naumlega i það
skiptið.
Jú, og það var vegna heilsu-
brests míns að það gerðist. Ég gat
ekki kveikt á gastæki, sem er í
vagninum, öðruvísi en að standa
utan við vagninn, og það gerði ég
í þetta skiptið. Þegar sprengingín
varð þá þeyttist ég langleiðina
suður af Torginu, og taska sem
stóð í dyragættinni fór alveg suð-
ur á götu. Þakið af vagninum
þeyttist svo hátt í loft upp, að það
sást yfir húsin við Brekkugötu, og
bolurinn á vagninum sprakk
þannig út að hann var eins og
olíutunna í laginu. J
— Við þökkum Pálma kœrlega
fyrir skemmtilegt spjall. hj.
Verðlauna-
samkeppni
SJÓMANNABLAÐIÐ Víkingur
hefur ákveðið að efna til sam-
keppni um sögur er fjalli um
sjómannalíf, sjárvarútveg eða
tengsl manns og_ sjávar. Greidd
verða tvenn verðlaun: fyrir bestu
frumsömdu söguna kr. 200 þúsund,
og fyrir bestu lýsingu á sannsögu-
legum atburði kr. 200 þúsund.
Handrit, eigi lengri en sem nemur
20 vélrituðum síðum A4, berist
Sjómannablaðinu Víkingi, Borgar-
túni 18, 105 Reykjavík fyrir 1. mars
1980, merkt: Samkeppni, svo og
dulnefni. Rétt nafn höfundar fylgi í
lokuðu umslagi.
Dónnefnd skipa: Guðlaugur
Arason, Ási í Bæ og Guðbrandur
Gíslason. Sjómannablaðið Víking-
ur áskilur sé birtingarrétt, gegn
höfundarlaunum, á öllu efni sem
berst til keppni. Niðurstöður dóm-
nefndar verða kynntar í aprílblaði
Sjómannablaðsins Víkings á næsta
ári.
aBSSBBSSaSBaSEaBBBBBSBHSaSHBHaHBSHslBlsKsiaialHHSSHHlsKsllilSBIsKslSSBSHlsiaBaaS
LOKAÐ vegna vörukönnunar
Vegna vörukönnunar verða sölubúðir Kaupfélags Eyfirðinga á Ak-
ureyri lokaðar eftir áramótin sem hér segir:
SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSI
Matvörubúðirnar
Vöruhús KEA neðri hæð og
Véladeild
Byggingavörudeild og Vöruhús
KEA efri hæð ásamt Járn- og
glervörudeild
s
s
s
B
S
S
S
H
H
S
S
S
S
S
H
S
B
S
S
B
H
S
H
B
H
H
S
S
S
s
H
H
H
B
S
B
S
B
S
H
S
H
S
S
H
S
'SBSSlsHHHHSHHHHSHHSHHHSHHSHHBSBHHSSS
Miðvikudaginn 2. jan. til kl. 3
e.h.
Miðvikudaginn 2. janúar og
fimmtudaginn 3. janúar.
Miðvikudaginn 2. janúar,
fimmtudaginn 3. janúar og
föstudaginn 4. janúar.
Lokunartími útibúanna við Eyjafjörð verður að venju auglýstur í við-
komandi útibúum.
Kaupfélag Eyfirðinga
HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON
Jólaminning
Þegar berast glæstar gjafir
góðra vina heim til þín,
viltu sjá til samanburðar
sextíu ára jólin mín?
Mamma bar á borðið heima
beztu föng, sem voru til,
lagði svo í lófa mína
lítið kerti og barnaspil.
Enginn mátti, Guð minn góður,
grípa í spil á jólanótt.
Áður en kertið út var brunnið
að mér læddist svefninn hljótt.
Meðan draumadísin góða
drenginn bar um fjöll og höf,
geymdi hann í læstum lófa
lengi þráða jólagjöf.
Hún var smá, en hefur ornað
hjarta mínu í sextíu ár. —
Þó er mörg úr gildi gengin
gjöf, sem metin var til fjár.
Orðs erþér vant
í frægustu orðabók
lest þú og lest
og leitar að túlkun
og svörum.
Nú hefurðu flett henni
blað fyrir blað.
Og bráðum er sjónin
á förum.
Þig langar að senda
í ljóðstöfum þökk
til lífsins
og ástvina þinna.
En yfir þá hugsun,
sem heillar þig mest,
er hvergi neitt orð
að finna.
12.DAGUR