Dagur - 20.12.1979, Side 25
Stjörnuspá um áramótin
Spáin gildir fyrir laugardaginn 29. desember.
Vatnsberinn (21. jan.-19. feb.): Góður dagur til að
skipuleggja veigamiklar breytingar á lifi þínu. Þú átt góð
tækifæri ef þú kemur auga á þau.
Fiskarnir (20. feb.-20. marz): Gamall vinur þinn og
annar nýr hittast hjá þér. Vertu ekki hissa þótt þeim
semji ekki. Stjömumerki þeirra eru andstæð. Reyndu að
hafa ekki of mikið undir í einu.
Hrúturinn (21. marz-20. aprfl): Gamall maður fer i
taugarnar á þér með því að fárast yfir smáatriðum. Þú
gleymir þreytandi degi með því að fara út í kvöld.
Nautið (21. apríl-21. mat): Þú gætir fengið boð sem þú
ert ekkert áfjáð(ur) að þiggja. Ef þú neitar gerirðu ein-
hvem leiðan. Hlutirnir fara betur en þú þorðir að vona.
Tvíburarnir (22. marí-21. júní): Það verður heilmikið að
gerast í sambandi við gagnstæða kynið. Þú ættir að reyna
að sjá vandamál frá öðrum sjónarhóli en þínum eigin.
Krabbinn (22. júní-23. júlí): Góður dagur til að heim-
sækja vin. Venjulega er skemmtilegt í félagsskap þínum.
Ef þú ert í ástarsambandi varastu skjótar ákvarðanir.
Ljónið (24. júlí-23. ágúst): Þú hittir brátt einhvern sem
þú þekktir í gamla daga. Þið rifjið upp gamlar endur-
minningar og þú fyllist söknuði. Lofaðu ekki upp í
ermina á þér um áramótin.
Meyjan (24. ágúst-23. sept.): Þú verður að skipta tíma
þínum milli margra í dag. Vinsældir þínar aukast. Þú
skemmtir þér vel í kvöld.
Vogin (24. sept.-23. okt.): Af þér er ætlazt að þú endur-
gjaldir góðverk sem þér var gert fyrir löngu. Vertu til-
búinn að breyta til. Þú ættir að vera heima í kvöld.
Sporðdrekinn (24. okt.-22. nóv.): Gáðu vel að hvað þú
segir í dag. Þú virðist eitthvað úr jafnvægi og ósanngjarn
í skoðunum þínum. Trúðu ekki öllu sem þú heyrir.
Bogamaðurinn (23. nóv.-20. des.): Fínn dagur og hlut-
imir verða jákvæðir í dag. Þér verða slegnir gullhamrar
sem þú kannt vel að meta. Láttu það ekki stíga þér til
höfuðs.
Steingeitin (21. des.-20. jan.): Kunningi þinn gengur
fram af þér með frægðarsögum. Trúðu þvi ekki um of
því sumt er sagt í spaugi. Þú lest eitthvað sem fær þig til
að hugsa um eigin framtíð.
Spáin gildir fyrir sunnudaginn 30. desember 1979
Vatnsberinn (21. jan.-19. feb.): Þú gætir auðveldlega
aflað þér meiri vinsælda ef þú talaðir ekki eins mikið.
Settu skoðun þína fram af meiri gætni. Veittu heimilinu
forgang á nýja árinu.
Fiskarnir (20. feb.-20. marz): Mikils verður krafizt af þér
og eftir dugnaði þínum verður tekið. Lausn á tilfinn-
ingavanda er í nánd. Þegar sorgimar hafa jafnað sig
hefrðu meiri innri ró.
Hrúturinn (21. marz-20. apríl): Vandamál heima fyrir
krefst skýrrar hugsunar og minni eyðslu. Þú gætir haft
tækifæri til að komast í nýjan og líflegan kunningjahóp i
kvöld.
Nautið (21. apríl-21. maí): Flókið mál krefst mikillar
umhugsunar áður en þú framkvæmir. Þú stofnar brátt til
vinskapar sem veldur þér mikilli gleði.
Tvíburarnir (22. maí-21. júni): Þú verður fyrir nokkrum
vonbrigðum í félagslífinu. En lánið bíður þín. Sérlega
ánægjulegt kvöld meá vini er fyrirsjáanlegt.
Krabbinn (22. júní-23. júlí): Þú virðist leita í angist ein-
hvers sem þú finnur að lokum. Spennan heima hverfur
og þú nærð betra sambandi við fjölskylduna.
Ljónið (24. júlí-23. ágúst): Þú verður að rifta samkomu-
lagi við gamlan mann áður en langt um líður. Þú kemst
að því að þú hefur mikinn tíma til einkaþarfa. Gættu
heilsu þinnar.
Meyjan (24. ágúst-23. sept.): Þú hittir mjög líklega
fornan vin sem færir þér miklar gleðifréttir. Þeir sem
standa í ástarsambandi verða brátt að gera upp hug sinn.
Vogin (24. sept.-23. okt.): Þeir í merkinu sem hafa mik-
inn metnað lenda mjög líklega í erfiðleikum í dagog það
vegna þverúðar annarra. En gáfur og gott skap hjálpa
þér að koma út réttum megin.
Sporðdrekinn (24. okt.-22. nóv.): Þú ert betur staddur
fjárhagslega en þú hugðir og getur því veitt þér eitthvað.
Merkið sýnir að þú verður brátt kynntur ókunnum
manni.
Bogamaðurinn (23. nóv.-20. des.): Þetta er góður dagur
til að skrifa bréf og byrja nýja árið með snyrtimennsku. í
heild verður kyrrt yfir hlutunum en i kvöld gætir nokk-
urrar spennu.
Steingeitin (21. des.-20. jan.): Smáslys heima fyrir er
líklegt og leiðir það til verðmætamissis. Þú nýtur þess að
breyta til i kvöld og spennan minnkar.
Spáin gildir fyrir mánudaginn 31. desember.
Vatnsberinn (21. jan.-19. feb.): Gamall misskilningur
verður jafnaður og þú eignast traustan vin. Haltu þig við
ákvörðun sem þú tókst fyrir löngu.
Fiskamir (20. feb.-20. marz): Heimsókn sem þú hefur
dregið á langinn reynist mun skemmtilegri en þú ætlað-
ir. Vertu ekki með neina dagdrauma en haltu þig við
raunveruleikann.
Hrúturinn (21. marz-20. apríl): Þú þarft á þolinmæði að
halda heimavið þessa dagana. Nýtt tækifæri, trúlega í
sambandi við peninga, kemur upp í hendurnar á þér.
Nautið (21. april-21. maí): Dagurinn byrjar rólega.
Njóttu hans og reyndu að fá sem mest út úr honum.
Vinnan virðist hlaðast upp og þú þarfnast allra þinna
krafta til að Ijúka henni.
Tvíburamir (22. mai-21. júní): Þú verður þakklátur vini
þínum vegna góðs ráðs sem hann gefur þér. Gefðu gaum
þörfum ungs vinar þíns.
Krabbinn (22. júní-23. júlí): Þú hefur sterka ósk um að
eitthvað skemmtilegt reki á fjörur þinar. Þetta hverfur
þegar þú hittir gamla vini þína. Vertu hagsýnn á
heimavígstöðvunum.
Ljónið (24. júli-23. ágúst): Sjálfstraust er þín sterka hlið.
Vertu samúðarfullur í garð þeirra sem þurfa einhvern til
að treysta á. Vinátta styrkist végna gjafmildi þinnar.
Meyjan (24. ágúst-23. sept.): Nýtt áhugamál virðist taka
mikinn tíma þinn. Heimilislífið virðist vera skemmti-
legra en það hefur lengi verið. Góður dagur til fata-
kaupa.
Vogin (24. sept-23. okt.): Þú færð óvænt tækifæri upp í
hendurnar áður en langt um líður. Þú ert mjög hæ fur og
þarfnast meiri ábyrgðar til að sanna ágæti þitt.
Sporðdrckinn (24. okt.-22. nóv.): Teikn á lofti um rofna
tryggð. Það varir ekki lengi því þú hittir brátt einhvern
sem hæfir þér betur. Eldri persóna sýnir merki um breytt
viðmót til þín.
Bogamaðurinn (23. nóv.-20. des.): Njóttu tækifæris sem
þér býðst. Vinsældir þínar aukast og þú færð fjölda
heimboða. Mikil eyðsla framundan.
Steingeitin (21.des.-20. jan.): Láttu ekki kunningja þinn
neyða þig til að Ijóstra upp leyndarmáli. Haltu leyndar-
máli hjá þér sjálfum. Bréf kætir þig.
KAUPFELAG
SKAGFIRÐINGA
SENDIR FÉLAGSMÖNNUM SÍNUM,
STARFSFÓLKI, SVO OG ÖÐRUM VIÐSKIPTAVINUM,
beztu óskir um gleðirík jól
og farsœld á komandi ári
SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLIÐ - FLJOTUM
JÓLIN OG LJÓSIÐ
Kertaljósin •ru fögur, en þau
geta elnnig verið hœttuleg. —
Foreldrar, leiðbeinið börnum yð-
ar um meðferð á óbirgðu Ijósi.
(^lebileg jól
„Pillan“
og ærnar
EIN MERKASTA nýjung í
sauðfjárrækt á seinni árum er
það sem sauðfjárræktarmenn
kalla „samstillt gangmál“. Með
einföldum útbúnaði er hægt að
stjórna fengitíma ánna og þar
með sauðburði. Hormon, sams-
konar og notaður er í getnaðar-
varnarpilluna er settur í svamp.
Honum er komið fyrir í skeið
ærinnar og hafður þar f 14 daga,
þá er svampurinn tekinn út aftur
og ærin beiðir eftir tvo sólar-
hringa. Þá er sæðingarmaður
eða hrútur kominn á vettvang,
ærin ber síðan eftir rúmar 20
vikur ef allt hefur tiltekist eins
og til var stofnað.
Sæðingar á ám hófust fyrir
skömmu og reiknað er með að um
20 þúsund ær verði sæddar að
þessu sinni, frá þrem sæðingar-
stöðvum. Svampar eru notaðir í
ær kjósa að sauðbarður taki ekki
yfir langan tíma geta komið því svo
fyrir að flestar ærnar beri á 3-4
dögum. Þó geta ær beitt upp, eins
og gengur og gerist við eðlilegar
aðstæður.
Það má segja að opnast hefur
möguleiki samhliða þessu, að láta
æmar bera á svo að segja hvaða
tíma árs sem er og er það ekki svo
lítils virði ef framleiða á páskalömb
fyrir erlenda markaði.
Tilraunir hófust fyrir þrem árum
í nautgriparæktinni með „samstillt
gangmál". Árangur þeirra athug-
ana lofar góðu.
Þar eru miklir möguleikar að
jafna burðartíma kúnna og þá um
leið að draga úr þessum miklu árs-
tíðarsveiflum í mjólkurframleiðsl-
unni.
meiri hluta ánna. Þá er nú í fyrsta
sinn gerðar tilraunir með djúpfryst
sæði úr hrútum. Frá því að dr.
Ólafur Dýrmundsson hóf tilraunir
með „samstillt gangmál" á Hvann-
eyri fyrir 7 árum hefur orðið mjög
ör þróun hér á landi undir hand-
leiðslu hans.
Fáeinir bændur hafa á undan-
fömum árum stjórnað burðartíma
allra sinna áa með þessari aðferð.
Bændur sem hafa tiltölulega fáar
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
Skipaferöir til ísafjaröar og Ha,öu samband
Akureyrar alla mánudaga EIMSKIP
* <;imi 07inn
SIMI 27100
HALFSMANAÐARLEGA TIL SIGLUFJARÐAR OG HUSAVIKUR
VORUMOTTAKA I SUNDASKALA TIL KL.1500 FOSTUDAGA
DAGUR.25