Dagur - 20.12.1979, Side 27
JOLASIÐIR
Fram að 1944 var messað á jóla-
nóttina, og þóttu það svo mikil
hátíðabrigði. að þá fóru allir til
kirkju, sem vettlingi gátu valdið, ef
fært var með nokkru móti. Var þá
oft ein manneskja heima til þess að
gæta bæjarins.
Það mun hafa verið siður víða,
eftir að jólanæturmessan var af
tekin að byrja messu á jólum og
nýjársdag í dögun, og byrja þá
messuna með sálminum:„Dagur
er. dýrka ber." Var þá farið á fætur
um miðnætti, skepnum gefið. les-
inn jólalesturinn í Jónsbók. búið
sig, farið af stað og komið fyrir dag
á kirkjustaðinn. Séra Ólafur Páls-
son í Eyvindarhólum undir Eyja-
fjöllum hafði þennan sið, en mun
hafa gert það seinastur presta.
Hann lét af prestskap 1835.
Tíðast var það. ef ekki var farið
til kirkju, að jólalesturinn var les-
inn um kl. 6, þegar búið var að
kveikja á jólanóttina og allir voru
búnir að þvo sér og greiða og fara í
betri fötin. Þegar lestri var lokið.
var farið fram og borinn inn jóla-
maturinn: magáll, sperðill og
ýmislegt hnossgæti og einar 3-4
laufakökur. Ekki var venja að
skammta hangiket á jólanóttina, að
minnsta kosti sumstaðar nyrðra.
Og svo, eftir að kaffið kom til. var
kaffi og lummur seinna um kveld-
ið. Stundum var líka hnausþykkur
grjónagrautur með sýrópi út á
(rúsínugrautur seinna meir). Þótti
þetta allt mesta sælgæti, sem von
var.
Sumstaðar var það siður á bæj-
um, og það um allt land, að ekki
mátti taka upp eld á jóladag-
inn, — þá skammtaði og hús-
móðirinn til jóladagsins hátíða-
matinn handa fólkinu á aðfanga-
daginn til þess að þurfa ekki að
gera það á jóladaginn.
í vesturhluta Barðastrandarsýslu
var það venja um miðja 18. öld, að
bændurnir skömmtuðu sjálfir
hangiketið á jóladaginn.
Ekkert mátti leika sér á jólanótt-
ina. hvorki spila né dansa. Er til
saga um börn, sem voru ein heima
á jólanóttina. að þau fóru að spila
sér til afþreyingar. En þá kom
maður til þeirra og spilaði með
þeim, þangað til eitt barnið gekk út
og raulaði sálmavers, — þá hvarf
maðurinn, en það var Kölski sjálf-
ur.
Einkennileg jólaskemmtun er
það. sem víða tíðkast, að rita upp á
miða alla þá. sem koma á jólaföst-
unni og fram á aðfangadag. Þetta
heita jólasveinar og jólameyjar.
Svo er dregið um miðana á jóla-
nóttina: konur draga pilta, en piltar
stúlkur. Ef margir hafa komið, falla
mörg nöfn í hlut. og dregur þá hver
einn miða úr sinum hóp og verður
það. sem hann eða hún hlýtur, hans
eða hennar jólamey eða jólasveinn
um jólin. Stundum gefur þá einn
heimamanna. sem til þess er kjör-
inn, allar persónurnar saman með
því að lesa upp vísu úr einhverri
Ijóðabók. sem hann flettir upp i
blindni. Verður oft mikið gaman úr
þessu. Ekki veit ég. hvað þessi
leikur er gamall. en hann er kall-
aður „að draga jólasveina og jóla-
meyjar." Jóneis Jánasson.
Bjarni Halldórsson
Bjarni sýslumaður Halldórsson að
Þingeyrum (f. 1701, d. 1773) var
einhver hinn mesti stórbokki á fs-
landi á 18. öldinni. Hann var bæði
illyrtur, bráður og langrækinn. Svo
var hann vinnuharður við fólk sitt,
að það hafði varla matfrið. Bjarni
var svo feitur, að hann vó 36 fjórð-
unga, en þótt hann væri þungfær,
var hann jafnan snemma á fótum
og vakti hvern mann á bænum með
hnefahöggi. Það var vani hans, að
standa yfir fólkinu, meðan það
mataðist, og skipaði hann því að
flýta sér að láta ganga í helvítis
kjaftinn á sér. Þegar fólk hans var
við heyvinnu, mátti enginn klæða
sig meira en í nærfötin, og enginn
mátti hafa vettlinga á höndunum.
Gekk hann oft til fólksins og tók í
hendur því, til þess að vita. hvort
því væri heitt á höndunum. Ef
mönnum var kalt, laust hann þá.
Einu sinni var vinnumaður hjá
Bjarna, sem Salómon hét, karl-
menni mikið. Eitt sinn kom Bjarni
ríðandi á engjar, sem vandi hans
var til. Hann fór af baki og tók að
atyrða Salómon, en hann þagði og
hélt áfram að slá, meðan Bjarni lét
dæluna ganga, þangað til hann var
kominn rétt að sýslumanni. Þá
sagði hann: „Varaðu folann þinn,
kunningi". Að svo mæltu hljóp
hann undir Bjarna og lyfti honum
af baki, en sló í hestinn með orfinu,
svo að hann tók á sprett heimleiðis.
Eftir þetta illyrti Bjarni ekki Saló-
mon. Aftur var Bjarni hinn bezti
við fólk sitt með sprettum og hélt
því jólagleði mikla á hverjum vetri.
Hún var haldin í skála einum
miklum, og tók sýslumaður sjálfur
þátt í gleðinni með börnum sínum.
Hlutaðist þá eitt sinn svo til, að
Þorbjörg. dóttir Bjarna, er síðar
giftist Jóni varalögmanni Ólafs-
syni, skyldi leika með böðli Bjarna,
er Sigurður hét. Varð henni þá vísa
þessi af munni:
Mitt þá ekki mótkast dvín.
má það sannast þarna.
ef hann skal verða heillin min.
helvitið að tarna.
Hvað hét hún móðir hans Jesús?
Einu sinni voru tvær kerlingar á
bæ, og hófst önnur þeirra upp
úr eins manns hljóði um jóla-
leytið eftir lestur og sagði við
hina kerlinguna: „Hvað hét
hún móðir hans Jesús?“
„Og hún hét Máríá,“ sagði
hin.
„Og ekki hét hún Máriá.“
„Og hvað hét hún þá?“ sagði
hin.
Og veiztu ekki, hvað móðir
hans Jesús hét? Hún hétFinna.“
„Finna?“ sagði hin.
„Víst hét hún Finna. Heyrð-
irðu ekki, hvað sungið var í
sálminum: I því húsi ungan
svein og hans móðir finna. Hét
hún þá ekki Finna?“
Kerlingin lét aldrei af sínu
máli, að hún hefði heitið Finna,
og séu þær ekki dauðar, eru þær
að deila um þetta enn í dag.
Þjóðsaga.
Bækur um norræna
og gríska goðafræði í
nútíma frásögn
Hjá Bókaforlaginu Sögu eru
komnar út bækurnar Goð og
garpar úr norrænum sögnum
eftir Brian Branston og Goð,
menn og meinvættir úr
grískum sögnum eftir Michael
Gibson, báðar þýddar og endur-
sagðar af Sigurði A. Magnússyni.
Eins og nöfn bókanna gefa til kynna
fjalla þær um fornar goðsagnir og
hetjusögur.
Goð og garpar úr norrænum
sögnum fjallar á ferskan og lifandi
hátt um alla helstu þætti norrænnar
goðafræði og endursegir að auki
tvær frægar hetjusagnir. Bókin
skýrir í ljósu máli og myndum
heimsmynd norrænna manna í
heiðni og þær hugmyndir sem þeir
gerðu sér um sköpun veraldar,
hlutverk og atferli goðanna, fram-
tíðarhorfur goða og manna, örlög
frægra garpa o.s.frv.
Goð, menn og meinvættir úr
grfskum sögnum er einnig þýdd af
Sigurði A. Magnússyni, en hann er
nákunnugur grískri menningu að
fomu og nýju.
í bókinni eru tuttugu og sjö sögur
úr hinu fjölskrúðuga safni grískra
goðsagna frá fornöld. Þar má finna
sögur af mörgum guðum og gyðj-
um, köppum og óvættum ásamt
sögum af einkennilegum svaðilför-
um með allskyns raunum og ævin-
týrum. 22 frábærar litmyndir og
yfir fjörtíu svart-hvítar teikningar
eftir Giovanni Caselli lífga upp á
textann og færa atburðina nær les-
andanum. Bókin er 156 blaðsíður, í
stóru broti. í báðum bókunum eru
tæmandi nafnaskrár, auk skýringa
á helstu táknum í goðsögnunum.
Þær kosta í útsölu kr. 8.967 (m.
sölusk.).
Ástæða er til að vekja sérstaka
athygli á því að báðar ofangreindar
bæícur eru skrifaðar fyrir fullorðna
ekki síður en ungt fólk.
Dæmisögur Esóps
í nýrri þýðingu
Bókaforlagið Saga hefur sent frá
sér bókina Dæmisögur Esóps i þýð-
ingu Þorsteins frá Hamri.
Dæmisögur Esóps eru meðal sí-
gildra verka heimsbókmenntanna,
safn ævafornra sagna sem ef til vill
hafa fylgt mannkyninu í árþús-
undir. Um uppruna þeirra er fátt
vitað, en þær éru kenndar við Esóp
nokkurn, þræl á Samos, sem uppi
var á 6. öld f. Kr. Sögurnar hafa
líklega gengið lengi í munnmælum,
en um 300 f. Kr. var þeim safnað
saman og þær stílfærðar ýmist í
bundnu máli eða/og lausu.
Þetta er í fyrsta sinn sem Dæmi-
sögur Esóps koma út í mynd-
skreyttri útgáfu hér á landi, en í
bókinni eru 29 litmyndir auk 38
svart-hvítra teikninga, sem allar
eru eftir breska listamanninn
Frank Baber. Bókin er 116 blað-
síður, í stóru broti, og í henni eru
143 sögur.
Hú'n kostar kr. 5.978 (m. sölusk.).
rORÐDAGSÍHSA
sími mm&i
Óskum Húsvfkingum svo og
landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
og farsæls
komandi árs
Þökkum samstarfið á árinu
Bæjarstjórn Húsavíkur
Heimsóknartími
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
um jól og áramót
Aðfangadagur kl. 18-21
Jóladagur kl. 14-16
Annar í jólum kl. 14-16
Gamlársdagur kl. 18-21
Nýársdagur kl. 14-16
TÖLVUMÖPPUR
Vegna vaxandi tölvunotkunar hjá
fyrirtækjum og stofnunum hefur
Múlalundur sérhæft sig í stöðluðum
möppum fyrir tölvupappír.
Við bjóðum 5 bjarta liti og verðið er
hagstæðara en aðrir geta boðið.
MÚLALUNDUR - ÁRMÚLA 34
SÍMAR 38400 - 38401 - 38450
v______________________
Félagsmálaráð:
Hámarksdvalartími
barnanna er lengdur
Á FUNDI sínum hinn 21. nóv. sl.
samþykkti félagsmálaráð Akureyr-
ar að lengja hámarksdvalartíma
barna á dagvistarstofnunum bæj-
arins úr tveimur árum í þrjú. Dval-
artími barna á dagvistarstofnunum
bæjarins var ekki takmarkaður fyrr
en snemma árs 1978. Þá var biðtími
eftir vistun orðin svo langur, að
réttlátara sýndist að takmarka vist-
un hvers bams við tvö ár til þess að
auka jöfnuð og koma skriði á bið-
listann. Börn einstæðra foreldra
voru þó undanþegin þessu þaki á
dvalartímanum. Fyrirkomulag
þetta varð til þess að þau börn, sem
lengst höfðu notið dagvistar hættu
en önnur komust að, svo að á síð-
ustu tveimur árum ntá heita að al-
farið hafi skipt um börn á dagvist-
arstofnununum. Félagsmálaráði
þótti ekki ástæða til þess að við-
halda svo ströngum tímatakmörk-
unum lengur með tilliti til þess að
böm á dagvistarstofnunum eru nú
flest ung þ.e. á aldrinum 2-4ra ára
og þess að á næstunni er að vænta
verulegrar aukningar dagvistar-
rýma. Breytingin tekur gildi um
næstu áramót.
DAGUR.27