Dagur - 20.12.1979, Síða 32

Dagur - 20.12.1979, Síða 32
a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a B a b a a a a B B a a a a a B B a a a a B a a a B a a a Jólamatseðill Dags er fyrir sex manns Rækjur í orlydéigi m/ristuðu brauði. Hamborgarareyktur aligrís m/rauðvínssósu. Marineraðir ávextir m/þeytt- um rjóma. Forréttur: Frosnar rœkjur, ca 400 g eru þýddar og velt upp úr orlydeigi, sem er búið til á eftirfarandi hátt: 300 g hveiti, 1 egg, 4 dl öl og 2 dl volgt vatn. Öllu blandað saman og látið standa í eina klst. Rétt áður en móta á deigið er 4 þeyttum eggjahvítum b/andað út í. Djúpsteikt í matarolíu. Rœkjurnar eru síðan settar á fat sem er skreytt með sítrón- um, tómötum og gúrkuskifum. Ristað brauð og smjör borið með. Aðalréttur: 2 kg. Hamborgararúlla — reykt. Kjötið soðið í potti í 1-lVi klst. síðan erþað skorið í sneiðar og sett á fat. 6 ananas- hringjum, raðað ofan á kjötið ásamt tómatbátum. Sykurhjúpi er helt yfir, sem er búinn til á eftirfarandi hátt. 2 dl rauðvín sett í skaftpott, 200 g strásykur, 200 g púðursykur (dökkur) látið krauma í 5 mínútur. Borið fram með sykurbrún- uðum kartöf iBn, gulrótum, grœnum baunum, maís og hrá- salati. Sósa 1 Itr. af kjötsoðinu. Hveitijafn- ingi eða smjörbollu hrœrt út í. Bragðbœtt með salti og súpukrafti 'A ds. sveppir og 1 stk. saxaður laukur ásamt 2 dl af rauðvíni sett í pott og látið krauma í 5 mínútur. Hrœrt saman við sósuna. Desert: 1 ds. 1/1 coktailávextir 2 stk. Bananar 2 stk. Epli 4 stk. Klementinur 'A kg. Vínber 1 dl Grand Marnier líkjör. Fersku ávextirnir eru brytjaðir smátt saman við coktailávextina. Líkjörnum blandað saman við. Skreytt með þeyttum rjóma og jarðar- berjum. Rúnar Gunnarsson matreiðslumaður H-100 B a a a a a a a a a a a a a a B a a a a a a a a a a a B a a a B a a B a a a B a a B B a a a B B a a B B B B a a Afliá Dalvík Dalvík 6. desember. Togarinn Björgúlfur landaði hér 29. nóvember 90 tonnum, og Björgvin landaði 100 tonnum 3. desember. Dragnótabátar hættu um mánaðarmótin en þeir fengu svolítinn afla þegar þeir gátu farið fram á Grímseyjarsund. Aflanum var skipað í Hring G.K., 150 tonna bát, sem sigldi með aflann til Eng- lands. Fréttir voru að berast af góðri sölu hjá honum ytra en hann mun hafa fengið 590 kr. fyrir kílóið, en ég veit ekki hve mikið magn hann seldi. Þetta var mest allt koli og ufsi og ekki eins mikil eftirsjá af þessum tegundum og öðrum. Stafnnes og Gnýfari eru á þorska- netum og Hringur var það líka áður en hann sigldi. I.L. 1 >> Tónlistar- tími á Laugum í Reykjada Hátíðamessur á jól- um og nýári í Akur- eyrarprestakalli Aðfangadagur, aftansöngur kl. 6 e.h. í Akureyrarkirkju. Sálmarnr. 87,81,73, 82. P.S. Aðfangadagur, aftansöngur kl. 6 e.h. í Glerárskóla. Sálmar nr. 74, 73, 75, 82. Strengja- sveit úr Tónlistarskóla Ak- ureyrar aðstoðar í messunni. B.S. Jóladagur, hátíðamessa kl. 2 e.h. í Akureyrarkirkju. Sálmar nr. 78, 73, 90, 82. B.S. Jóladagur, hátíðamessa kl. 2 e. h. 1 Lögmannshlíðarkirkju. Sálmar nr. 78, 80, 87, 82. Bílferð úr Glerárhverfi kl. 1.30 e.h. P.S. Jóladagur, hátíðamessa kl. 10 f. h. í Fjórðungssjúkrahús- inu. P.S. 2. jóladagur, barnamessa kl. 1.30 e.h. í Akureyrarkirkju. Barnakór syngur undir stjórn Birgis Helgasonar. Bragi Skúlason guðfræði- nemi talar við börnin. P.S. 2. jóladagur, barnamessa kl. 1.30 e.h. í Glerárskóla. B.S. 2. jóladagur, hátíðamessa kl. 5 e.h. í Minjasafnskirkju. B.S. Sunnudagur 30. des. kl. 4 e.h. messað í Elliheimili Akur- eyrar. P.S. Gamlársdagur, aftansöngur kl. 6 e.h. 1 Akureyrarkirkju. Sálmar nr. 97, 369, 467, 98. B.S. Gamlársdagur aftansöngur kl. 6 e.h. í Glerárskóla. Sálmar nr. 97, 90, 26, 98. P.S. Nýársdagur, hátíðamessa kl. 2 e.h. í Akureyrarkirkju. Sálmar nr. 105, 106, 104, 516. P.S. Nýársdagur, hátíðamessa kl. 2 e.h. í Lögmannshlíðarkirkju. Sálmar nr. 105, 106, 104, 516. Bílferð úr Glerárhverfi kl. 1,30 e.h. B.S. Nýársdagur, hátíðamessa kl. 5 e.h. í Fjórðungssjúkrahús- TILKYNNING frá FISKVEIÐASJÓÐI ISLANDS um umsóknir um lán á árinu 1980 Á árinu 1980 verða veitt lán úr Fiskveiðasjóði íslands til eftirtalinna framkvæmda í sjávarútvegi: 1. TIL FRAMKVÆMDA í FISKIÐNAÐI. Einkum verður lögð áhersla á framkvæmdir er leiða til auk- innar hagkvæmni í rekstri og bættrar nýtingar hráefnis og vinnuafls og arðsemi framkvæmdanna. Ekki verða veitt lán til að hefja byggingu nýrra fiskvinnslustöðva, eða auka verulega afkastagetu þeirra, sem fyrir eru á þeim stöðum, þar sem talið er að næg afköst séu þegar fyrir hendi til vinnslu þess afla, sem gera má ráð fyrir að til falli í byggða- laginu. 2. TIL FISKISKIPA. Lán verða veitt til skipta á aflvél og til tækjakaupa og end- urbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Ekki verða á árinu veitt lán til kaupa á skipum erlendis frá, en einhver lán til nýbygginga innanlands. Umsækjendur um lán skulu skila umsóknum sínum á þar til gerð- um eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum sem þar er getið, að öðrum kosti veröur umsókn ekki tekin til greina (eyðu- blöðin fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs, Austurstræti 19, Reykja- vík). Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1980. Umsóknir er berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1980, nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Allar eldri umsóknir þarf að endurnýja. Lánsloforð Fiskveiðasjóðs skal liggja fyrir, áður en framkvæmdir eru hafnar. inu. Messað í Grímsey 3. jóladag, 27. des. Sálmar nr. 73, 96, 94, 82. Sóknarprestur. Kristniboðshúsið Zion Hátíðarsamkomur um jól og áramót. Jóladag samkoma kl. 20.30 ræðumaður Jón Viðar Guðlaugsson. Nýjársdag sam- koma kl. 20.30 ræðumaður Reynir Valdimarsson. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK Kristniboðsfélögin. Hrossakjöt til Noregs Ó, nú skil ég, hvers vegna maóur- inn þarna fyrir handan er svona reiöur. Þaö var þetta hús, sem átti aö rffa. „Stórgripaslátrun er nýlokið á Sauðárkróki og var slátrað i kringum 2000 hrossum, sem er óvenjumikið. Eru þetta aðallega foIöld,“ og sagði Guttormur Óskarsson fréttaritari Dags á Sauðár- króki, — „að það horfir til vandræða með hrossaskýrsl- ur fyrir þetta ár, þar sem ætl- ast er til þess í þeim skýrslum að lifandi séu talin 6 folöld með hverjum stóðhesti.“ Ástæða þess að svo miklu er slátrað er sú að mjög lítil vetr- arbeit er fyrirsjáanleg. Markað- ur er fenginn fyrir talsvert af þessu hrossakjöti í Noregi og er vonast til þess að hægt verði að selja þangað allt að 100 tonn af kjöti. Er það mjög gott að geta selt kjötið þar sem það geymist fremur illa, — sennilega aðeins eitt ár þannig að það haldist óskemmt. 32 . DAGUR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.